Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 Fréttir DV Ríkið dæmt að borga lögreglumanni skaðabætur: Stefnandi hlaut andlega vanlíðan í starfi - eftir að hann reyndi blástursaðgerð á lifrarbólgusýktum manni Lögreglumaður í Reykjavlk hefur unnið dómsmál gegn fjármálaráð- herra, fyrir hönd rikisins, um að honum verði borgaðar skaðabætur vegna andlegrar vanlíðanar sem hann varð fyrir í starfl. Dæmt var í málinu í dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær og var fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkisins, dæmdur til að greiða stefnanda 274.520 krónur auk vaxta. Þá er stefnda einnig gert að greiða 200 þúsund króna málskostnað. Málavextir eru þeir að stefnandi, sem er lögreglumaður, var á vakt þann 11. apríl 1994 og fékk þá boð um að sinna ölvuðum manni sem lá meðvitundarlaus utandyra. Maður- inn reyndist meðvitundarlaus, púls var veikur og öndun fannst ekki. Stefnandi hóf lífgunartilraunir með blástursaðferð á manninum og viö það notaði hann þar til gerða önd- unargrímu sem á vantaði einstefnu- loka sem hefði komið í veg fyrir að líkamsvessar gætu borist í vit stefn- anda. Maðurinn lést og við krufningu kom í ljós að hann var með lifrar- bólgusýkingu. Stefnanda var til- kynnt það tveimur vikum eftir at- vikið. Var hann undir eftirliti smit- sjúkdómasérfræðinga í 4 mánuði og í einangrun frá líkamlegu sambandi við fjölskyldu sína í 3 mánuði, auk þess sem hann var frá störfum þetta tímabii. Andleg vanlíöan í nóvember 1994 leitaði stefnandi til taugasáifræðings vegna andlegr- ar vanlíðanar. í niðurstöðu MMPI- prófs á stefnanda kom fram að hann hafði ýmis líkamleg einkenni, verki og þunglyndi. Taldi sálfræðingur- inn merkjanlega vanmáttarkennd og öryggisleysi í fari stefnanda og að hann þyrfti á hjálp að halda ef hann ætti að ná áttum aftur. Af hálfu stefnda er því haldið fram að stefnandi hafi, þegar hann hóf umræddar lífgunartilraunir, vit- að að svonefndan einstefnuloka vantaði á öndunargrímuna og af gögnum málsins megi ráða að mað- urinn, sem stefnandi reyndi lífgun- artilraunir á, hafi verið langt leidd- ur af völdum fikniefnaneyslu. Stefn- anda hafi því verið ljóst að hann væri að taka einhverja áhættu þeg- ar hann hóf lífgunartilraunir með búnaði sem ekki virtist í fullkomnu lagi. Höfuömáli skipti þó, af hálfu stefnda, að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinni sýkingu vegna atviks- ins. Niðurstaöa dómsins Álit dómsins er að í 12. gr. laga nr. 56/1972 um lögreglumenn felist almenn skylda lögreglu til gæslu og öryggis einstakra borgara og þar með hvUi sú skylda á einstökum lögreglumönnum í starfi aö veita borgurum nauðsynlega aðstoð þeg- ar hætta steðjar að. Viðbrögð stefn- legum íslenskum fyrirtækjum þátt í sýningunni. Búist er við hátt í þrjú þúsund er- lendum gestum á sýninguna og mun anda á vettvangi í umrætt sinn voru því eðlileg og í samræmi við skyld- ur hans sem lögreglumanns. Dómsorð eru að fjármálaráð- herra, fyrir hönd ríkisins, greiði stefnanda kr. 274.520 auk vaxta, skv. 16. gr. laga nr. 50/1993, frá 11. apríl 1994 til 16. september 1995, en með vöxtum skv. 15. gr. vaxtalaga nr. 25/1987, sbr. 10. gr., frá þeim degi til greiðsludags. Vextir leggist við höfuðstól á 12 mánaða fresti, í fyrsta sinn 11. apríl 1995. Stefndi greiði enn fremur stefnanda kr. 200.000 málskostnað, þar með talinn útlagðan kostnað, kr. 93.440. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -RR allt hótelpláss í Reykjavík vera upp- selt meðan á sýningunni stendur. -S.dór Islenska sjávarútvegssýningin 1996: Sjo hundruð fyrir- tæki frá 28 löndum - stærsta sýning sem haldin hefur veriö hér á landi Islenska sjávarútvegssýningin 1996 verður opnuð á morgun, mið- vikudag, í Laugardalshöllinni í Reykjavík. íslenska sjávarútvegs- sýningin er haldin á þriggja ára fresti og er þetta sú fimmta í röð- inni og langstærsta. Að sögn Ellenar Ingvadóttur, upp- lýsingafulltrúa sýningarinnar, taka 700 fyrirtæki frá 28 löndum þátt í þessari sýningu sem stendur yfir dagana 18. til 21. september. Hún sagði að þátttakendum hefði fjölgað um 20 prósent frá síðustu sýningu. Fyrir utan sjálfa íþróttahöllina í Laugardal hefur verið komið fyrir nokkrum sýningarskálum fyrir utan og sagði Ellen að nú væri allt pláss Laugardalshallarinnar full- nýtt. Skipuleggjandi sýningarinnar er breska fyrirtækið Nexus Media Ltd. Hjónin John Legate og Patricia Foster hafa frá upphafi annast skipulagningu íslensku sjávarút- vegssýningarinnar. John Legate sagði að mikil breyting hefði orðið á frá því að hann stóð fyrir fyrstu sýningunni hér á landi fyrir 15 árum. Þá undruðust menn úti í heimi að ísland skyldi valið sem sýningarland. Nú er landið orðið vel þekkt sem slíkt. í annan stað sagði hann að þátttaka íslenskra fyrir- tækja hefði verið lítil á fyrstu sýn- ingunni. Það hefði eiginlega bara verið Vélaverkstæði J. Hinriksson- ar sem hefði verið meö. Nú tæki fjöldinn allur af stórum og myndar- Unnið að uppsetningu sýningarinnar í gær. DV-mynd ÞÖK Dagfari Hetjudáö á fjöllum Hetjudáðum hefur farið fækk- andi hér á landi. Að minnsta kosti í samanburði við afrek fornmann- anna sem hjuggu mann og annan og Islendingasögumar, perlur ís- lenskra bókmennta, em einmitt frásagnir af drápsferðum, hefndar- vígum og látlausum bardögum hetja sem riðu um hérað. Nú er öldin önnur, enda þótt segja megi að einstaka pörapiltur láti að sér kveða í næturlífi höfuðborgarinnar á stundum. Nú síðast réðst ein af nútímahetjunum inn í sjoppu á Grundarstig og mundaði hníf að tvítugri afgreiöslustúlku og hafði á brott með sér 25 þúsund krónur. Engan þurfti hann þó að drepa, enda eru afkomendur fornkapp- anna hættir að taka á móti þegar þeim er ógnað. Það dregur úr víg- unum og er hin mesta skömm. En ekki erum við dauð úr öllum æðum og eitt afreksverk var unnið á fjöllum uppi um dagana, norður í Svarfaðardal, þegar Jón nokkur Þórarinsson réðst ásamt fjölskyldu sinni til atlögu gegn refafjölskyldu. Þar var við ofurefli að etja og Jón fjarri heimili sínu og að mestu vopnlaus, en honum tókst með snarræði og hetjuskap að vinna á refnum. Að vonum vakti þessi at- burður mikla athygli og fréttastofa Ríkisútvarpsins varpaöi enn frek- ari ljóma á þessa dáð með því að birta ítarlegt viðtal við Jón víga- mann þar sem hann gat lýst bar- daganum og niðurlögum refsins. Var sú frásögn bæði frækileg og eftirminnileg. Segja má að aðför Jóns að refnum hafi í mörgu mátt líkja við aðförina að Gunnari á Hlíðarenda. Þegar fjandmenn Gunnars sóttu að honum og bog- strengurinn brást sneri Gunnar sér að Hallgerði og mælti: „Fáðu mér leppa tvo úr hári þínu...“ en Hallgerður svaraði og sagði: „Þá skal ég nú muna þér kinnhestinn“, og engan fékk Gunnar lokkinn úr hári sinnar heittelskuðu. Öðru máli gegndi um Jón frá Hærings- stöðum. Hann hafðu kellu sína með sér á þessari örlagastundu þegar hann mætti refnum fjarri manna- byggðum og sá að hann hafði ekki refinn undir nema með aðstoð konu sinnar. „Réttu mér skóreim þína,“ mælti Jón að hætti Gunnars og kona Jóns var betur innrætt en Hallgerður og saman tókst þeim að bregða reiminni á skott refsins og draga hann undan grjótinu. Þessu næst „fékk ég mér egggrjót og klauf refinn í herðar niður eða sem sagt rak það á milli herðablaðanna af hetjudáðinni og dró ekkert und- á dýrinu," sagði Jón í frásögn sinni an. Ýmsir taugaveiklaðir og ómeð- vitaðir íslendingar hafa orðið til þess að fordæma Jón fyrir þetta af- rek og helst er að skilja að Jón heföi átt að láta refinn afskipta- lausan og benda bömum sínum á hin villtu dýr náttúrannar, þeim til augnayndis en dýranum að meinalausu. Menn eru sem sagt að halda því fram að refurinn hafi ekki verið réttdræpur, enda á Jón von á sektum vegna þess að hann hafði ekki veiðikortið með sér. Vaskleg framganga Jóns frá Hær- ingsstöðum var einmitt aöför sem íslendingar þekkja best úr sögum sínum og er lýsandi dæmi um það hvernig menn geta barist með ber- um höndum gegn skaðvöldum og sníkjudýrum og haft betur. Það þarf til dæmis hugdirfsku og snar- ræði til að beita eggrjóti á dýr þeg- ar engin vopn önnur eru tiltæk. Mikið hljóta bömin að hafa dáðst að pabba sínum. Hér með eru Jóni Þórarinssyni og fjölskyldu hans fluttar árnaðaróskir fyrir garp- skapinn og jafnframt er Fréttastof- unni þakkað fyrir að varðveita þennan atburö á spjöldum sögunn- ar. Þetta verður áreiðanleg ein af söguperlum lands og þjóðar þegar frá líður. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.