Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 3 Fréttir Nýja vinnulöggjöfin: Breiðholt: Auðveldar monnum ekki vinnulagið - segir forseti ASÍ en forystan hittist um helgina Formenn landssambanda og svæðasambanda ASÍ komu saman til fundar að Ölfusborgum um helg- ina. Að sögn Grétars Þorsteinsson- ar, forseta ASÍ, fór mestur tími í að undirbúa viðræðuáætlanir fyrir komandi kjarasamninga í takt við nýja vinnulöggjöf. Umræða um kröfugerð í samningum fór ekki fram. Áætlun um samningaviðræður þéuf að liggja fyrir 10 vikum áður en samningar renna út, þ.e. í lok októb- er. Ef ekki tekst að semja um áætl- un lendir það í verkahring sátta- semjara að koma henni saman. „Við eyddum mestum tíma í þetta viðfangsefni. Tæknilegu atriði skipta miklu máli ekki síst eftir nýja vinnulöggjöf. Það var sá tónn i Málmey heim úr Smugunni: Aflaverðmæti um 80 miHjénir DV, Sauðárkróki: Málmeyjan kom til Sauðárkróks í síðustu viku eftir 57 daga veiðiferð í Smuguna. Aflinn er um 12 þúsund kassar af unnum afurðum sem er 75 prósent af frystirými skipsins. Afla- verðmæti er um 80 milljónir og há- setahlutur líklega ríflega 800 þús- und, samkvæmt stuðlinum. Þetta þykir góður túr í Smuguna en veiði- tíminn líka með þeim allra lengstu sem um getur. Skafti, Hegranes og Klakkur eru einnig að veiðum í Smugunni og gengur sæmilega, að sögn Gísla Svans Einarssonar útgerðarstjóra. Það kom gott skot í fiskiriið í síð- ustu viku og mokveiði á þriðjudegi til fimmtudags en síðan dofnaði yfír veiðinni aftur. Til marks um afla- brögðin i hrotunni má nefna að bara á þriðjudag aflaði Skagfirðing- ur 60 tonn og Klakkur 50 tonn. Skafti er þessa dagana í slipp á Ak- ureyri. Unnið er að viögerð á skrúfublöðum skipsins. -ÞÁ Ný og öflug aðveitustöð í Helguvík umræðunni að aðildarfélögin veittu landssamböndunum umboð til að gera viðræðuáætlanir. Það þýðir ekki að verið sé að sækja um umboð til samningsgerðar. Þannig að nýja löggjöfin auðveldar mönnum ekki vinnulagið í kringum þetta. Það verður að segjast alveg eins og er að skriffinnskan er meiri,“ sagði Grétar. -bjb Visareikningarnir hurfu sporlaust Margir Visareikningar sem áttu að berast í pósti um síðustu mánaðamót til íbúa í Skógahverfí hurfu sporlaust. Málið er í rann- sókn hjá Pósti og síma en enn hef- ur ekki verið upplýst hvernig reikningamir gátu tapast í pósti. „Þetta voru eingöngu Visa- reikningar sem töpuðust og viö vitum ekki hvemig þetta gerðist. Það er verið að vinna í málinu en þetta er vafalaust óhapp og mann- leg mistök. Allir Visareikningam- ir hafa verið sendir aftur út og hafa nú borist í réttar hendur. Ég get ekki séð að það sé neinn gróðavegur að taka eða stela Visa- reikningum," sagði einn af starfs- mönnum Pósts og síma í Mjódd þegar DV leitaði upplýsinga um málið. -RR DV, Suöurnesjum: „Stöðin á að sinna þörfum fiski- mjölsverksmiðjunnar ásamt öðru sem koma skal í Helguvík í framtíð- inni,“ sagði Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðumesja, við DV. Framkvæmdir við mjög öfluga að- veitustöð gengur mjög vel í Helgu- vík en hún á að vera tilbúin um ára- mótin þegar loðnubræðslan í Helgu- vík fer í gang. Stöðin þykir mjög öfl- ug en hún verður 18 MVA að stærð sem þýðir, að sögn Júlíusar, að hún geti séð hálfum Reykjanesskagan- um fyrir rafmagni. Júlíus segir að hlutverk stöðvarinnar verði fyrst og fremst að sinna Helguvíkursvæð- inu. Á fjárhagsáætlun hitaveitunn- ar er kostnaður við stöðina um 45 milljónir. -ÆMK Leiðrétting: Bæjarstjórinn er Halldórsson Þau leiðu mistök urðu í umfjöllun DV að í tvígang var Helgi Halldórs- son, bæjarstjóri á Egilsstöðum, sagður vera Haligrímsson. Helgi er beðinn velvirðingar á þessum mis- tökum. Þetta barn er í hættu! .. .því ekki er víst að það muni hafa aðgang að tölvu með íslensku stýrikerfi. hess vegna er máltilfinningu þess og orða- forða hætta búin. Við viljum að sjálfsögðu búa bömum okkar bjarta framtíð, þar sem íslensk menning er í hávegum höfð. Það getum við gert með því að miðla þeim af visku og þekkingu okkar, kenna þeim góða siði og veita þeim vandað, öflugt námsefni og verkfæri. Vitanlega á allt námsefnið að vera á íslensku, því málfar bamanna mótast af því sem fyrir þeim er haít. Apple-umboðið er eina íslenska fyrirtækið sem ver árlega umtalsverðu fé til íslenskunar á nýjum uppfærslum stýrikerfis og hugbúnaðar, s.s. ritvinnslu, töflureikni, gagnagrunni, kennsluforritum og ýmsu fleira. Veitum börnunum okkar aðeins það besta - kennum þeim íslensku og bjóðum þeim tölvur sem eru á sama máli og þau. Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, simi: 511 5111 Heimasíða: http://www.apple.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.