Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 9 Utlönd Breska konungsQ ölskyldan er klofin í tvær fylkingar: Karl Bretaprins leiðir unga uppreisnarliðið Breska konungsfjölskyldan er klofin í tvær fylkingar. Karl ríkisarfi fer fyrir hópi uppreisnarmanna af yngri kynslóðinni sem vill nútíma- væða konungdæmið en eldri kyn- slóðin vill reyna að halda í eins mik- ið af gömlum hefðum og hægt er. Þetta kom fram í breskum fjöl- miðlum í gær í tilefni neyðarfundar konungsfjölskyldunnar sem Elísa- bet drottning boðaði til í sumarhöll sinni, Balmoralkastala í Skotlandi. Tilgangurinn var að ræða framtíð fjölskyldunnar sem hefur átt mjög undir högg að sækja síðastliðna mánuði vegna hjónaskilnaða og margvíslegra hneykslismála. í skoðanakönnun meðal sjón- varpsáhorfenda, sem gerð var í síð- asta mánuði, kom fram að 52 pró- sent þeirra vildu hreinlega afnema konungdæmið áður en Karl fengi tækifæri til að gerast kóngur. Heimildarmenn innan hirðarinn- ar segja að auk Elísabetar drottn- ingar og Filippusar drottningar- manns, hafi prinsamir Karl, Andr- és og Játvarður og Anna prinsessa sótt fundinn. Talskona konungsfjöl- skyldunnar sagði að þetta væri einn af mörgum reglulegum fundum þar sem stefnumótun fyrir framtíðina væri rædd. „Það var fúndur meö forsætisráð- herranum yfir helgina. Fjölskyldan hittist á fundi í dag,“ sagði talskon- Karl Bretaprins í uppreisnarhug. an í gær og neitaði að gefa frekari upplýsingar. Einna mest aðkallandi verkefni konungsfjölskyldunnar, sem kallar sjálfa sig „fyrirtækið“, er að komast að niðurstöðu um hvern- ig fara eigi með kærustur prinsanna. Karl hefur verið að spóka sig með Camillu Parker Bow- les, ástkonu sinni til margra ára, í þeirri von að almenningur taki hana i sátt. Sá sami almenningur er hins vegar á því að Camilla hafí eyðilagt hjónaband Karls og hinnar glæsilegu Díönu. Þá var gert ráð fyrir að rætt yrði um framtíð Díönu en hún vill fá að gegna einhvers konar sendiherrahlutverki fyrir Bretland. Reuter Clinton og Dole: Setja bar- áttuna gegn glæpum á oddinn - löggur með Clinton Bob Dole, forsetaefni repúblik- ana, breytti áherslum í kosninga- baráttu sinni i gær með því að setja baráttuna gegn glæpum á oddinn. Var sýnt að umræða hans um efna- hagsmál, þar sem áherslan var á 15 prósenta lækkun tekjuskatts, virtist ekki hafa náð til kjósenda. „Uppskera þjóðarinnar í glæpa- málum er rýr eftir íjögurra ára stjómartíð Clintons. Það er tími til kominn að taka alvarlegar á glæpa- málum en gert hefur verið til þessa,“ sagði Dole á kosningaferða- lagi í Pennsylvaniu. En BiU Clinton var fljótur að svara fyrir sig, gerði glæpi einnig að höfuðmáli og tryggði sér í þokka- bót stuðning stærstu lögreglu- mannasamtaka Bandaríkjanna sem í eru 270 þúsund manns. Sá stuðn- ingur gerir að nær engu fullyrðing- ar Doles um að Clinton sé slappur í baráttunni gegn glæpum. Áhersla beggja forsetaframbjóð- endanna á baráttuna gegn glæpum er í takt viö nýjar skoðanakannanir. Samkvæmt þeim vilja kjósendur að barátta gegn glæpum sé ofar á verk- efnalista verðandi forseta en mál eins og bætt menntakerfi, skatta- lækkanir og bætt efnahagsástand. Þá sagði Dole að hann vildi ekki hleypa Ross Perot, frambjóðanda óháðra, að kappræðum fyrir kosn- ingamar sem fara fram 11. nóvemb- er. Reuter Wilbur Jones, einn stuðningsmanna Bills Clintons forseta, bíður eftir forsetanum á kosningafundi í Cincinatti í gær. Símamynd Reuter Blair reynir að stöðva innan- flokksátökin Tony Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, reyndi í gær að bera klæði á vopnin í hug- myndafræðiátökunum sem hafa skekið flokk- inn undan- farna viku með því að fullvissa menn um að engin áform væru uppi um að ijúfa tengsl flokksins við verkalýðs- hreyfinguna eða að hætta að berj- ast fyrir þá sem minna mega sín. Flokksmenn á vinstri vængn- um hafa gagnrýnt Blair á tvenn- um vígstöðvum að undanfórnu. í fyrsta lagi vegna þess að látið hef- ur verið að því liggja að hann vilji rjúfa tengslin við verkalýðshreyf- inguna og í öðru lagi vegna til- lögu bandamanns Blairs um að flokkurinn hætti að kenna sig við sósíalisma. Bóndi drap sig eftir að konan ól honum dóttur Bóndi nokkur í austurhluta Kina tók það svo nærri sér þegar kona hans ól honum dóttur núm- er tvö á dögunum að hann stytti sér aldur. Bóndinn drap sig með því að drekka skordýraeitur. Hann hafði reynt að drepa sig fyrir nokkrum árrnn þegar fyrsta bam þeirra hjóna reyndist vera dóttir. f blaðafregnum í Kína segir að maðurinn hafi verið undir svo miklum áhrifum frá gamla léns- tímanum, þegar konur voru tald- ar óæðri verur, að hann hafi skammast sin og ekki talið lífið þess virði að lifa því. Bretar vilja ekki loka á sameigin- lega mynt ESB Flestir Bretar vilja halda þeim möguleika opnum að taka upp sameiginlega mynt Evrópusam- bandsins og yfirgnæfandi meiri- hluti vill fá meiri upplýsingar um málið, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun. Könnunin, sem var gerð fyrir Evrópuhreyfinguna, sýnir að að- eins 30 prósent bresku þjóðarinn- ar vilja að stjómvöld útiloki aðild að sameiginlegri mynt en 60 pró- sent vilja halda dymnum opnum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvað eftir annað hafnað kröfum efasemdarmanna um að heita því að standa utan við sameiginlegt myntkerfi. Könnunin leiddi einnig í ljós mikla vanþekkingu á málefnum ESB. Aðeins 14 prósent aðspurðra töldu sig vera vel heima í málefn- um sambandsins en um helming- ur taldi sig vita næsta lítið. Reuter Nýjar upplýsingar um herstöð Bandaríkjamanna í Thule: Neyddu eskimóana burt — til að rýma fyrir stækkun herstöðvarinnar DV, Kaupmannahöfn: Bandarísk skjöl sýna að það vora Bandaríkjamenn sem árið 1953 kröfðust þess að eskimóar yrðu fluttir nauðugir af heimilum sínum umhverfis Thule-herstöðina á Grænlandi. Það var gert til að rýma fyrir nýju vopnakerfi umhverfis þessa mikilvægu herstöð. Það er Jens Brösted, lektor við Kaup- mannahafnarháskóla, sem fann um- rædd skjöl í þjóðskjalasafninu í Washington. Þessar nýju upplýsingar ganga þvert á skýringar danskra ráða- manna. Sérstök rannsóknamefnd, sem rannsakaði málið í sjö ár, skil- aði niðurstöðu í fyrra þar sem segir að engin slík krafa hafi komið frá Bandaríkjamönnum. Ákvörðunin hafi verið dönsk og í fullu samráði við innbyggja. Þess vegna hafa esk- imóarnir aldrei fengið afsökunar- beiðni vegna nauðaflutninganna eða skaðabætur verið greiddar. „Öll þessi skjöl sýna greinilega að Bandaríkin kröfðust þess að fólkið yrði flutt burt og einnig að danska rannsóknarnefndin hefur unnið hroðalega að verkinu," segir Jens Brösted. Niðurstöður hans vora kynntar í dönskum blöðum á sunnudag og í gær er danska rannsóknarnefndin gagnrýnd harðlega. Nefndin átti að finna út hvort eskimóarnir hefðu verið neyddir burt eða farið sjálf- viljugir. Niðurstaðan er að þeir hafi farið sjálfviljugir en einnig segir að eskimóarnir hafi ekki verið þving- aðir meira en „nauðsynlegt var í ljósi þeirrar staðreyndar að herstöð- in var að stækka". Pj C Grænt númer •'///IIl‘' Símtal í grœnt númer er ókeypis fyrir þann sem hringir* *Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SfMI _______\_______

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.