Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 6 Fréttir Erfiðleikar við að manna læknastöður á Vestfjörðum: Eina gulrótin er staðarsamningar - segir Ágúst Oddsson héraðslæknir „Ástandið hefur ekki verið svona slæmt áður þó við og við hafi skap- ast erfiðleikar við að manna ein- stakar læknastöður. Það er óvana- legt að nánast öll héruðin í flórð- ungnum séu að tæmast," sagði Ágúst Oddsson héraðslæknir i sam- tali við DV í gær vegna þess ástands sem er framundan í heilsugæslu á Vestfjöröum. Eins og DV skýrði frá fyrir nokkru eru heilsugæslulækn- ar í flestum héruðum á fórum og enn hefur ekki tekist að manna stöður þeirra á ný. Hólmavík ein örugg um lækni Tveir læknar hafa verið á Pat- reksfirði en fara í desember. Þing- eyri og Flateyri hafa haft hvor sinn lækninn. Þær stöður er lausar. Á ísafirði eru fimm'stöður en útlit er fyrir að aðeins þrjár verði mannað- ar 1. október þó von sé til að eitt- hvað rofi þar til. Ágúst, sem verið hefur héraðslæknir í Bolungarvík, hættir störfum um mánaðamótin. Af þessu virðist því sem Hólmavík sé eini staðurinn sem sé öruggur með lækni. „Það sem vekur ugg er að þetta komi upp allt á sama tímanum,“ sagði Ágúst og bætti við að Patreks- fjörður væri sérstaklega viðkvæm- ur því Hrafnseyrarheiði, á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, væri lokuð í 6-7 mánuði á ári og einu samgöngumar við bæjarfélagið því loft- eða sjóleiðis. Þarf að lokka lækna vestur Ágúst segir að eftir tilkomu stað- arsamninga á Flateyri og Þingeyri, með hærra kaupi og lengri fríum, fyrir nokkrum árum hefði gengið betur að laða lækna vestur. „Félags- leg og fagleg einangrun er sá þáttur sem helst fælir lækna frá störfum hér. Það eina sem hægt er að gera til að vega á móti því er að gera fleiri staðarsamninga," sagði Ágúst sem telur að nýgerður kjarasamn- ingur heilsugæslulækna hafi engin áhrif á vanda Vestfirðinga. Ráðherra lofar lausn Ingibjörg Pálmadóttir átti fund með landlækni um málið á fóstudag- inn. Hún segir landlækni vera dug- legan að manna stöður en gat ekki bent á neinar sérstakar lausnir. „Það var erfitt að vinna að þessu meðan á deilunni stóð en nú verður allt kapp lagt á að leysa þetta. Menn verða líka að hafa i huga að nýbætt- ar samgöngur breyta miklu í þessu samhengi," sagði Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra. -saa Geit- unga- faraldur á Lauga- veginum „Ég varð var við fjóra eða flmm stóra geitunga inni i búð- inni. Það er frekar óhugnanlegt fyrir viðskiptavini að ganga þama um með þennan ófógnuð sveimandi," sagði viðskiptavin- ur sem var á ferð í verslun á Laugaveginum um helgina. „Það hefur verið mikið um geitunga á Laugaveginum nú undanfarið og þeir virðast leita inn í hús. Við höfum séð nokkra geitunga hér í búðinni en það er alveg öruggt að það er ekkert bú hér inni. Ég hef ekki heyrt að neinn hafi verið stunginn en þetta er vissulega hvimleitt ástand,“ sagði verslunarstjóri búðarinnar við DV vegna máls- ins. RR Góð upp- skera korns í Skagafirði DV, Sauðárkróki: Undanfarið hefur staðið yfir korn- skurður í Skagafirði. Uppskeran hef- ur verið góð i sumar, frá tveimur tonnum af þurrkefni af hektaranum upp í 3,5 tonn. Tilraunir með kom- rækt hafa staðið yfir í Skagafírði í nokkur ár eri þetta er fyrsta sumarið sem bændur þar rækta kom í ein- hverju mæli. í vor var sáð i um 50 hektara lands í héraðinu af um 20 að- ilum, sem eiga í sameiningu þreski- og kornskurðarvél. Langstærsti aðil- inn í ræktuninni er Pétur Sigmunds- son bóndi á Vindheimamelum. Hann sáði í 16 hektara land og fékk af því 160 sekki af korni, sem hver um sig vegur rúm 400 kíló. Kornrækt hefur gengið betur Norð- anlands í sumar en syðra. Ólafur bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöll- um, sem er frumkvöðull að kornrækt hér á landi, kom norður í síðustu viku til að skoða kornræktina hjá bændum. Honum leist vel á ræktun- ina í Skagafirði og segir ræktunar- land á Vindheimum með því besta sem gerist hér á landi, enda hafa til- raunir sýnt fram á það. Þá eru fleiri svæði í Skagafirði talin hentug til ræktunar. Eiríkur Lofstsson jarð- ræktarráðunautur Búnaðarsambands Skagafjaröar segist álíta að korn- bændur í Skagafirði séu nú þegar farnir að bera talsverðan hag af rækt- un sinni, þrátt fyrir að verð á korni hafi lækkað um 30 prósent á liðnu vori er kjarnfóðurgjald var afnumið. Blaðamaður DV fylgdist með korn- skurði í landi Vallholts í Vallhólmi. Þar tóku fjórir bændur land á leigu í vor, plægðu og sáðu byggi í 19 hekt- ara. Þeir Sigurður Sigfússon í Vík, Árni Halldórsson í Útvík, Ómar Jens- son á Gili og Símon Traustason í Ketu. Þeir félagar þurftu að fram- kvæma mikið á stuttum tíma í vor, girða landið, plægja það og síðan fin- vinna og urðu því hálfum mánuði á eftir í sáningunni. Ekki tókst þeim heldur að áætla rétt áburðarmagn, en mjög mikilvægt er talið að það sé nokkuð nákvæmt, hvorki of lítið né mikið. Áburðargjöfin var heldur lítil miðið við gæði landsins og því var uppskeran fyrir neðan meðallag, tvö tonn af þurrefni af hektaranum. Þeir félagar segjast þó vera býsna ánægðir og nú komi þeir betur undirbúnir til leiks næsta vor. Landið verði gróf- unnið núna í haust og fínunnið fyrir sáningu næsta vor. Þá verði auðveld- ara að áætla áburðargjöfina en i fyrsta skiptið. Landið sem þeir fjórmenningar hafa á leigu i Vallhólminum er næsti akur við land Péturs á Vindheimum og ljóst að ræktun á þessu svæði hef- ur ýmsa kosti. Veðursæld er yfirleitt talsverð íram í Skagafirðinum. Þarna i Hólminum nýtur landið sólar með- an hún er á lofti og er það ekki svo lítill kostur i komræktinni. -ÞÁ Heimdallur: Kona í fyrsta sinn formaður er að eiga sér stað,“ segir Elsa. Elsa B. Valsdóttir var kjörin formaður Heimdallar á aðalfundi félagsins síðastliðið fóstudags- kvöld. Formaður síðasta árs, Glúmur Jón Björnsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Elsa er 27 ára læknanemi og var varafor- maður félagsins síðasta ár. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir þessu embætti. „Það helgast nú að hluta til af því að engin kona hef- ur áður boðið sig fram til þessa en einnig endurspeglar þetta íslenska stjórnmálasögu og þá þróun sem Um það hvort verið sé að friða konumar í flokknum segir hún að Heimdallur hafi alltaf verið mjög sjálfstætt félag og kjör í embætti þess komi ekki til kasta yfirstjórn- ar flokksins. „Félagsmenn í Heimdalli velja úr sínum hópi for- ystumenn sem þeir treysta og ég þakka það traust sem mér er nú sýnt.“ Heimdallur er stærsta stjórn- málafélag á landinu með um 4300 félagsmenn. -saa Bjarni á Ljósalandi og tveir starfsmenn hans bóna af krafti. DV-mynd ÆK Málning úðaðist yfir 140 bíla á Fáskrúðsfirði: Unnið að hreinsun bifreiðanna í tvígang DV, Fáskrúðsfirði: Að undanfórnu hefur verið unnið á Bílaverkstæði Bjarna á Ljósalandi að hreinsun á bifreiðum þeim sem málningarúði lenti á þegar verið var að mála mjöltanka Loðnuvinnsl- unnar. Að sögn Bjama fengu um 140 bílar málningarúða yfir sig og er hreinsuninni að ljúka. Verktakarn- ir, sem unnu að málningarvinn- unni, hættu að sprauta málning- unni eftir að fólk tók eftir að hún lenti á bílunum og notuðu rúllur um tíma. Bjarni sagði að bílar, sem fýrst hefðu verið hreinsaðar, hefði þurft að hreinsa aftur vegna þess að verktakinn hefði farið að sprauta málningunni að nýju en nokkrir bí- leigendur, sem höfðu verið nokkuð sparir á að bóna bíla sína, svo að ekki sé meira sagt, aka nú á stífbón- uðum bílum, sjálfum sér til ánægju. -ÆK Fjár- og hrossagöngur sameinaðar DV, Sauðárkróki.' „Fénu hefur fækkað svo mikið að það var um tvennt að ræða, stór- hækka fjallskilagjöldin eða hagræða í göngunum. Eins og sauðfjárræktin er stödd má hún ekki við kostnaðar- auka þannig að við fóram út í að sameina f]ár- og hrossagöngur og gera fjallskilin þar með ódýrari," sagði Bjarni Egilsson, oddviti á Hvalnesi í Skefilsstaðahreppi, en Skagamenn smöluðu bæði fé og hrossum þegar réttað var í Sel- nesrétt. Bjami á Hvalnesi segir að það sé lítið fyrirhafnarmeira að smala hrossunum með fénu, þau hafi hvort sem er yfirleitt komið niður í fyrri göngum, og þá sé bara að beina stóðinu til réttar. Gangna- menn í Skefilsstaðahreppi ganga Skagann endilangan að austana- verðu, utan frá landamerkjum Hrauns að vestan inn á miðja Lax- árdalsheiði og norðurhluta Tinda- stóls að vestanverðu. Bjami segir að eftir sem áður verði farið í eftirleitir í haust og síð- an viðhaft venjubundið leitarflug til að grennslast fyrir um fé þegar lið- ur á haustið. „Svo eru rjúpnaskyttur famar að fara um öll fjöll og þær láta yfirleitt vita ef fé verður á vegi þeirra, þann- ig að það á ekki að vera mikil hætta á því að fjárleitir séu ekki nægar,“ segir Bjarni á Hvalnesi. Á afrétti eru rúmlega 2000 fjár og líklega um 100 hross. Þess má geta að Skagabændur höfðu fyrirmynd að göngunum frá nágrönnum sínum á Skagaströnd. Þar hefur það tíðkast til nokkurra ára að félagar í hestamannafélaginu þar smali sum- arhaga í Höfðahreppi, bæði hross- um og fé í sömu göngunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.