Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 Afmæli Þórður Kristján Runólfsson - hundrað ára Þórður Kristján Runólfsson, bóndi í Haga i Skorradal, verður hundrað ára á morgun. Starfsferill Þórður fæddist að Efrihreppi í Skorradalshreppi en flutti bam að aldri með foreldrum sínum að Háls- um í Skorradal og ólst þar upp við öll almenn sveitstörf þess tíma. Að lokinni barnafræðslu fyrir ferm- ingu voru ekki aðstæður til frekari skólagöngu. Þórður fór að Efstabæ í Skorradal 1913 þar sem hann var í vinnu- mennsku í fjögur ár, var síðan í vinnumennsku að Fitjum í sömu sveit önnur fjögur ár. Hann hóf bú- skap á hluta jarðarinnar Draghálsi í Svínadal i Hvalfjarðarstrandar- hreppi vorið 1921 en flutti síðan að Svanga í Skorradal vorið 1922 sem seinna fékk nafnið Hagi. Þar hefur hann búið síðan. Auk bústarfa stundaði Þórður ýmsa vinnu utan heimilis, var m.a. í vegavinnu árum saman, annaðist forðagæslu auk annarra starfa. Fjölskylda Þórður kvæntist í maí 1920 Halldóru Guðlaugu Guðjónsdóttur, f. 8.10. 1891, d. 13.5. 1982, hús- freyju. Hún var dóttir Guðjóns Einarssonar sjó- manns, f. 13.8. 1857, d. 19.3. 1933, og Málfríðar Halldórsdóttur, f. 18.2. 1860, d. 25.2. 1915. Þau bjuggu lengst af í tómt- húsinu Fjósakoti í landi Ytrahólms, innan við Akranes. Böm Þórðar og Halldóru em Ósk- ar, f. 5.6. 1920, rafvirki í Reykjavik, kvæntur Svanfríði Örnólfsdóthir og em böm þeirra Arnþór, f. 19.2.1947, d. 26.5. 1994, andvana drengur, f. 27.12. 1950, Svandís Ósk, f. 7.7. 1954, og Ársæll, f. 26.8. 1960; Dóra, f. 26.4. 1925, fyrrv. húsfreyja á Grímars- stöðum í Andakíl, var gift Teiti Dan- íelssyni, bónda þar, sem lést 1992 og em synir þeirra Þórhallur, f. 7.4. 1949, Daníel, f. 15.8. 1950, Grímar, f. 17.2. 1952, Guðmundur, f. 21.1. 1954 og Auðunn, f. 6.1. 1957, d. 24.9. 1982. Systkini Þórðar: Pétur Halldór, f. 7.5. 1893, sjó- maður; Ari Kristinn, f. 3.12. 1894, verkamaður; Ingólfur, f. 27.9. 1898, bóndi á Hálsum; Engil- bert, f. 8.11. 1899, nú lát- inn, bóndi á Vatnsenda í Skorradal; Laufey, f. 9.9. 1901, starfsstúlka; Lára, f. 2.9. 1903, vinnukona á Hálsum; Haraldur, f. 15.3. 1906, múrari; Viktoría, f. 16.12. 1908, húsmóðir; Hörður, f. 7.4. 1911, verk- stjóri í Reykjavík; Helga, f. 21.1. 1913, d. 1.2. 1913. Foreldrar Þórðar voru Runólfur Arason, f. 13.11. 1863, d. 3.8. 1940, og Ingibjörg Pétursdóttir, f. 22.6. 1868, d. 6.6. 1950, búendur að Hálsum í Skorradal. Ætt Meðal systra Runólfs vora Salvör, móðir Ara Gíslasonar ættfræðings, og Guðbjörg, móðir Þorsteins Guö- mundssonar, fyrrv. hreppstjóra á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, og Ara, foður Sigvalda, framkvæmda- stjóra í Borgamesi. Runólfur var sonur Ara, b. á Syðstu- Fossum, Jónssonar, b. á Syðstu-Fossum, Gíslasonar. Móðir Runólfs var Kristín Runólfsdóttir, hreppstjóra á Skeljabrekku, Jónssonar, b. í Efri- hreppi í Skorradal, Oddssonar, b. í Vatnsdal í Fljótshlíð, Brandssonar. Móðir Runólfs var Oddný Runólfs- dóttir, b. á Geitabergi í Skorradal, Þorgeirssonar úr Skaftafellssýslu. Móöir Kristínar var Ástríður Jóns- dóttir, b. i Vatnsdal í Fljótshlíð, Þor- kelssonar. Ingibjörg var dóttir Péturs, b. á Ytri-Skeljabrekku, Jónssonar, b. á Heggsstöðum í Andakíl, Árnasonar, b. á Svanga í Skorradal, Gíslasonar. Móðir Jóns var Guðrún Einarsdótt- ir. Móðir Péturs var Ingibjörg Gísla- dóttir, b. á Syðstu-Fossum í Anda- kíl, Jónssonar. Móðir Ingibjargar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Ingibjargar Pétursdóttur var Sólveig Jónsdóttir, b. í Árna- koti, Þórðarsonar og Kristbjargar Jónsdóttur. Þóröur Kristján Run- ólfsson. Jakob Helgi Richter Jakob Helgi Richter, fyrrv. verkstjóri hjá Slippfélagi Reykjavíkur, áður að Ásvallagötu 39, Reykjavík, nú búsettur á Hrafnistu í Hafharfírði, er níræður í dag. Starfsferill Jakob fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann flutti til Reykjavíkur 1925 og fór þá i læri hjá Daní- el Þorsteinssyni hjá Slippfélagi Reykjavíkur. Jakob útskrifaðist frá Iðnskólanum í Reykjavík sem skipa- smiður og tók síðan meistarapróf. Jakob starfaði hjá Slippfélagi Reykjavíkur, fyrst við skipaviðgerð- ir en síðar í vélasal. Hann var verkstjóri þar, fyrst í vélasal og síðar á trésmíðaverkstæði. Árið 1942 fór hann til Eng- lands á vegum Slippfé- lagsins í því skyni að kynna sér nýjar vélar og festa kaup á vélum fyrir vélasal Slippsins. Jakob starfaði hjá Slippfélaginu þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir 1989, allan sinn starfsfer- il, eða i sextíu og þrjú ár. Fjölskylda Jakob kvæntist 1931 Gythu Guð- mundsdóttur, f. 1908, d. 1989, hús- móður. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Ólafsson, frá Fjalli á Skeið- um, og k.h., Guðrún Sigurðardóttir frá Skiphyl á Mýrum. Börn Jakobs og Gythu em Stefán, f. 29.9. 1931, sölumaður í Bandaríkj- unum, var kvæntur Berthu Sigurð- ardóttur og eru böm þeirra Jakob Helgi, Guðlaug, Gyða, Bryndis, Bertha, Stefán og Guðrún; Krist- jana, f. 6.5. 1936, tónlistarkennari í Reykjavík, var gift Jóhannesi Sölva- syni og eru böm þeirra Helga Sal- vör, Hólmfríður og Jakob Friðrik; Guðmundur, f. 1.12.1941, fyrrv. flug- umferðarstjóri, búsettur í Hafnar- firði, kvæntur Jóhönnu Guðjóns- dóttur og era böm þeirra Bryndís, Kristbjörg, Helena og Björgvin; Sig- rún, f. 29.6. 1948, ritari í Reykjavík, gift Ólafi Emi Haraldssyni og eru böm þeirra Haraldur Öm, Örvar Þór og Haukur Steinn. Systkini Jakobs: Stefán, f. 1908, d. 1971, skipasmiður í Reykjavík; Magnúsína, f. 1911, húsmóðir á ísa- firði; Aðalsteinn, f. 1912, arkitekt í Reykjavík; Kristján, f. 1915, d. 1936; Finnur, f. 1920, d. 1990, brunavörður hjá Slökkviliðinu í Reykjavík; Guð- rún, f. 1921, d. 1981, húsmóðir á ísa- firði. Auk þess átti Jakob tvær syst- ur sem dóu í frumbernsku. Foreldrar Jakobs vora Stefán J. Richter, f. 1879, d. 1963, skipasmið- ur, og Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 1884, d. 1975, húsmóðir. Jakob tekur á móti gestum á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag kl. 17.00. Jakob Helgi Richter. Guðmundur Hólm Svavarsson Guðmundur Hólm Svavarsson út- gerðarmaður, Vallarbaröi 18, Hafn- arfirði, er fertugur í dag. Starfsferill Guðmundur fæddist á Siglufirði en flutti með móður sinni að Vogum við Hofsós er hann var fjögurra ára þar sem hann ólst upp hjá móður sinni og fósturfóður, Þorleifi Jóns- syni. Hann gekk í bama- og ung- lingaskólann á Hofsósi og stundaði síðar nám við Stýrimannaskólann í einn vetur. Guðmundur fór til sjós sextán ára, var fyrst á togurum og síðan á bát- um. Hann flutti til Ólafsvíkur 1982, hóf þar útgerð með félögum sínum en 1990 flutti hann til Hafnarfjaröar þar sem þau hjónin stunda útgerð. Þau eiga og reka útgerðarfélagiö Lóm hf sem gerir út tvö skip í dag, Lóm HF 177 og Hafsúluna HF 77. Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Anna Guðrún Valdimarsdóttir hjúkranar- fræðingur en þau hófu búskap 1980. Hún er dóttir Valdimars Jónssonar veggfóðrameistara og Ebbu Þorgeirs- dóttur verkakonu. Dætur Guömundar og Önnu Guð- rúnar eru Bima Björg, f. 8.4. 1982; Laufey Helga, f. 4.5. 1983. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, era Díana Jóhanna, f. 30.5. 1958, hjúkranarfræðingur í Vestamannaeyjum, gift Guðmundi Þ. Eyjólfssyni prentara og eiga þau þrjú böm; Þorvaldur, f. 1.12. 1961, stýrimaður í Hafnar- firði, kvæntur Sigrúnu E. Gísladóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Krist- ján Jónas, f. 7.6.1971, nemi í Hafnarflrði. Hálfsystkini Guðmund- ar, sammæðra, era Edda, f. 30.9. 1960, verslunarstjóri í Hafharfirði, og á hún einn son; Birgir Freyr, f. 2.3. 1962, bílstjóri á Sauðárkróki, kvænt- ur Júlíu L. Sverrisdóttur og eiga þau tvö börn; Eyrún Helga, f. 2.9. 1966, bóndi í Vogum á Hofsósi, gift Þorbirni Jónssyni sjómanni og eiga þau tvö börn auk þess sem Eyrún á eina fósturdóttur. Foreldrar Guðmundar: Svavar Benediktsson, f. 15.11. 1931, fyrrv. skip- sfjóri, og Bima Dýrfjörö, f. 26.11. 1935, húsmóðir. Fósturfaðir Guðmundar var Þorleifur Jónsson, f. 4.2. 1935, d. 2.3. 1993. Guðmundur og Anna taka á móti gestum í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði, föstudaginn 20.9. frá kl. 20.00. Gu&mundur Hólm Svavarsson. Tll hamingju með afmælið 17. september 85 ára________________ Jóhann Ólafur Jónsson, Naustahlein 21, Garðabæ. Tryggvi Samúelsson, Hátúni 10, Reykjavík. Ingibjörg Bjamadóttir, dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi. 80 ára Ragnhildur E. Levy, Katadal, Þverárhreppi. 75 ára Bertila Nikulásdóttir, Sundabúð 2, Vopnafirði. Ari Guðmundsson, Brekkugötu 11, Hvamms- tanga. 70 ára Gunnar Guðmundsson, Bakkavegi 21, Þórshöfn. Sigurður Ingibergiu- Bergs- son, Hólabergi 22, Reykjavík. Sigmar Pétmrsson, Böggvisbraut 3, Dalvík. 60 ára Ragna Sólberg, Fjarðarstræti 6, ísafirði. Gréta Jóhannsdóttir, Sigriðarstöðum, Fljótahreppi. Paul Bjame Hansen, Brekkutanga 25, Mosfellsbæ. Jón Haukur Jóhannesson, Garðarsbraut 36, Húsavík. 50 ára Birna Sigurjónsdóttir, aðstoðar- skólastjóri, Selbrekku 19, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Jón Ólafs- son, kennari og arkitekt. Bima og Jón taka á móti gest- um að heimili sínu í dag kl. 16.00-19.00. Einar Guðbjartsson, Reykjabraut 2, Þorlákshöfh. Rune Valter Valtersson, Hamarsstíg 18, Akureyri. Gunnvör Rögnvaldsdóttir, Bústaðavegi 67, Reykjavík. Sigurjón Bjarnason, Selási 9, Egilsstöðum. 40 ára Sigurlaug Kristmannsdótt- ir, Merkilandi 6, Selfossi. Amgrímur Thorlacius, Álfheimum 54, Reykjavík. Jón Brynjar Gunnhallsson, Hrísalundi 4 G, Akureyri. Snæbjörn Erlendsson, Akurgerði 22, Akranesi. fullorðinsfræðslan Matshæft eininganám: Skólanám eða fjarnám Grunnnám, fornám og fyrstu 4 áfangar framhaldsskóla í kjarnagreinum allt áriö og enska, þýska og þýska f. ferðaþjón., spænska, norska, sænska, danska, ICELANDIC. Námsaöstoð: öll stig fullorðinsfræðslan Slmi 557 II55 1 l| nmHnhami I Netf.: f-f@ice.is Heimas.: http://www/ice.is/f-f Lára Thorarensen og Þór&ur Jónsson ásamt Dalrósu Gottschalk fram- rei&slustúlku. DV-mynd Gu&mundur Fréttir Flateyri: Vagninn í gagnið á ný DV, Flateyri: „Kannski er þetta bara ævintýra- mennska að flytja hingað og ráðast i þessi kaup. Maður vill sífellt breyta til. En þetta hefur gengið vonum framar það sem af er og út- litið lofar góðu um framhaldið. Við höfúm ráðist í töluverðar breyting- ar á húsnæðinu og er staðurinn nú orðinn mjög vistlegur og aðlað- andi,“ sagði Þórður Jónsson, veit- ingamaður á Flateyri. Þórður hefur ásamt eiginkonu sinni, Láru Thorarensen, fest kaup á veitingahúsinu Vagninum á Flat- eyri. Miklar endurbætur hafa farið fram á húsinu og er þar nú komin í fullan gang matsala auk þess sem kráarstemning ríkir þar öll kvöld. „Manni leiðist alla vega ekki héma, - þetta er svo bráðskemmtilegt fólk, allt öðruvísi en ég hef kynnst ann- ars staðar. Það er mjög skemmtileg blanda hérna á Flateyri," sagði Þórður. GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.