Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 7 Fréttir Laddi í dönskum sjónvarpsauglýsingum: Vildu fá vanan mann í hlutverkið Innbrotafaraldur upplýstur Rannsókn er nú lokið hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins á málum fjögurra manna sem allir sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um fjöl- mörg innbrot. Upplýst er að þeir fjórmenningar bera ábyrgð á a.m.k. 15 innbrotum sem framin voru í sumar. 13 inn- brot voru í íbúðarhús, þá brutust þeir inn í einn skóla og loks hjá Modelskartgripum við Hverfisgötu. í þessum innbrotum var stolið mál- verkum, skartgripum, listmunum, silfurborðbúnaði, hljómflutnings- tækjum, heimilistækjum o.fl. Andvirði þýfisins í þessum 15 innbrotum er um 25 milljónir króna. Stór hluti þýfisins kom í leit- imar við rannsókn málsins. Sumir fengu nánast allt sitt til baka en aðr- ir mun minna. Mennirnir fjórir hafa allir komið við sögu lögreglu áður vegna sams konar afbrota. -RR „Þetta bar svo brátt að að ég hafði varla tíma til að pakka niður. Ágúst Baldursson hringdi í mig frá Dan- mörku og bað mig að taka verk- efnið að mér en hann starfar þar í auglýsingabransan um,“ sagði Þórhallur Sig- urðsson, eða Laddi, sem nú er fastagestur á sjón- varpsskjá frænda vorra Dana þar sem hann bregður sér í furðuleg hlutverk í auglýsingu fyrir risafyrirtækið Tele- Danmark, eins konar Póst og síma þar ytra. Um er að ræða tvær auglýsingar þar sem verið er að aug- lýsa statíf fyr- ir síma í bíl svo fólk geti verið með báð- A ar hend- ' ur á stýri. „í Akureyri: Ullariðnaðurinn að taka við sér? DV, Akureyri: „Ég er mjög bjartsýnn á framtíð ullariðnaðarins hér á Akureyri, ég væri varla í þessu starfi annars," segir Hermann Sigursteinsson, framkvæmdastjóri ullarvörufyrir- tækisins Foldu hf. á Akureyri. Her- mann tók við starfi framkvæmda- stjóra 1. ágúst og hann segir að rekstur Foldu gangi mjög vel um þessar mundir. „Þetta gengúr mjög vel og hér er bullandi vinna og geysilega mikið sem liggur fyrir af pöntunum. Það er ekki um neinar sérstakar vörur að ræða heldur bara þverskurð af öllum framleiðsluvörum Foldu,“ segir Hermann. Hann segir að helstu markaðir fyrir framleiðsluvörur Foldu séu á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Hann þakkar aukningu i pöntunum nú m.a. það að veðurfar í Þýska- landi á sl. vetri var mjög slæmt, miklir kuldar ög fólk vilji e.t.v. vera betur undir það búið að mæta öðr- um svo köldum vetri. Um 65 manns starfa hjá Foldu og segir Hermann mjög mikið að gera. Reyndar sé besti tíminn í ullariðn- aðinum alltaf í ágúst og september en hann segir ástandið mjög bjart fram undan á næstu mánuðum og engin ástæða til svartsýni heldur þvert á móti. -gk Sturla Kristjánsson hefur verið ráðinn skólasálfræðingur í Reykjanesbæ. Reykjanesbær: Sturla Krist- jánsson skóla- sálfræðingur DV, Suðurnesjum: „Bæjarráð samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að ráða Sturlu Kristjánsson til starfa sem skólasál- fræðing. Hann mun heija störf sem fyrst. Þetta er mikill léttir fyrir okk- ur enda skólamir teknir til starfa. Hann er talinn mjög góður í sínu starfi," sagði Jónina Sanders, for- maður bæjarráðs Reykjanesbæjar, sem samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að ráða.Sturlu Kristj- ánsson í stöðu skólasálfræðings Reykjanesbæjar. Var hann valinn úr hópi þriggja umsækjenda. Að sögn Jónínu gekk illa að manna stöðuna enda liggja sálfræðingar ekki á lausu. Hún segir að bærinn hafi auglýst og leitað mikið fyrir sér til að manna stöðuna. Sturla er búsettur á Akureyri og mun á næstu vikum flytjast til Reykjanesbæjar. Flestir kannast við Sturlu sem er fyrrum fræðslustjóri Norðurlands en var vikið úr því starfi af Sverri Hermannssyni, sem var mjög frægt og umtalað á sínum tima. -ÆMK Leiörétting í blaðinu í gær var rangt farið með tölur varðandi kostnað á rann- sókn á nikkelsvæðinu í Njarðvík. Kostnaðurinn er áætlaöur 100-150 þúsund dollarar eða 6-9 milljónir ís- lenskra króna. annarri auglýsing- unni er ég kona en gamall maður í hinni og það er verið að gera grín að tveim- ur öðrum dönskum aug- lýsingmn. Ég babbla þarna eitthvað á dönsku en svo er talað yfir það,“ sagði Laddi. Inntak auglýsing- anna er að TeleDanmark kasti ekki til höndunum heldur vandi vel til verks og er m.a. snúið út úr dömu- bindaauglýsingu og „öryggið" heim- fært upp á símann. Laddi sagði að rætt hefði verið við aðra leikara en Ágúst hefði end- að á því að hringja heim til að fá vanan mann í hlutverkið. „Ég var í Kaupmannahöfn í tvo daga og við tókum upp eina auglýsingu hvorn daginn. Svo er reyndar búið að hafa samband við mig aftur og biðja mig að leika í einni í viðbót sem þeir vildu bæta við,“ sagði Laddi. Að- spurður sagði hann þetta vera sæmilega borgað, þetta borgaði sig í það minnsta, og taldi ekkert því til fyrirstöðu að íslenskir leikar- ar færðu út kvíarnar og léku í auglýsingum á erlendri grund. -ingo Laddi í hlutverki konunnar í sjónvarps- auglýsingu fyrir Tel- eDanmark en þar er m.a. gert grín að dömubindaauglýs- ingu og „öryggið“ heimfært upp á símann. Akranes: Ræstingar boðnar út DV, Akranesi: Bæjarráð Akraness ákvað fyrir skömmu að bjóða út þrif á tveim- ur leikskólum bæjarins og er von- ast til að ákvörðun í málinu verði tekin fljótlega. Að sögn Jóns Pálma Pálmasonar starfandi bæj- arstjóra er ástæðan fyrir útboðinu sú, að ákveðið hafi verið að prófa þennan kost. Ræstingar hafa ver- ið unnar samkvæmt ákvæðis- vinnu, uppmælingu og var ákveð- ið í bæjarráði að láta á það reyna hvort hægt væri aö ná hagkvæm- ari rekstri viðkomandi stofnana með því að bjóða út ræstinguna. Tilboð munu verða opnuð í byrj- un september og vonast til að gengið verði til samninga við ein- hvern verktaka. Ef ekki verður sama fyrirkomulagið eða brugðið á einhver ný ráð. -DVÓ Annað sumarið í röð til íslands: Gersamlega heillaður af íslenskri náttúru - segir Þjóðverjinn Philip Wagner „Ég kom hingað í fyrrasumar og ferðaðist þá um Vestfirði sem var stórkostleg upplifun. Ég ákvað þá strax að koma aftur í sumar,“ segir þýski ferðamaðurinn Philip Wagner sem var á ferð um Austur- Skafta- fellssýslu eftir að hafa ferðast um norðanvert landið. Hann ferðast um á hjóli og sefur í tjaldi. Philip, sem er líffræðinemi frá Bonn, með fugla sem sérgrein, segist vera gersam- lega heillaður af náttúru landsins. Hann segist ekki hafa skýringu á því hvers vegna þýskum ferða- mönnum hefur fækkað á íslandi. Hann segist þó geta ímyndað sér að veðurfar í Þýskalandi í sumar hafi þar nokkur áhrif. „Það hefur verið leiðindaveður heima í sumar og mikið um rigning- ar. Það getur hafa orðið til þess að ferðamenn leiti til Spánar og ann- arra sólarlanda," segir Wagner. Hann segist ákveðinn í að koma aftur næsta sumar. „Ég ætla að fara til Vestfjarða aft- ur næsta sumar. Það er óskaplega gaman að ferðast um þetta land ykk- ar,“ segir Wagner. -rt Phiiip Wagner er Þjóðverji sem ferðast hefur um fsland í sumar og í fyrrasumar. Hann segist ákveöinn í að koma í þriðja sinn næsta sumar enda fái hann aldrei nóg af hinni fjölbreyttu íslensku náttúru. Hér er hann aö skoða Jök- ulsárlón. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.