Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS_ HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. r Otrygg framtíð íslenzku Ungu fólki er enska töm, enda er hún allt í kringum okkur. Unglingamir hafa alizt upp við hana í textuðum kvikmyndum og alþýðutónlist. Margt ungt fólk getur bein- línis hugsað á ensku og þar með náð þeim tökum á mál- inu að geta talizt reiprennandi enskumælendur. Þetta er sumpart gott og að minnsta kosti hagkvæmt. Enska er orðin alþjóðatunga heimsins, lykill að viðskipt- um og öðrum samskiptum milli landa. Færir enskumenn hafa betri aðgang að þessum mikilvæga samskiptaheimi en hinir, sem stirðmæltir eru á alþjóðatungumálið. Enska er beinlínis móðurmál fólks í ríkjum í öllum álf- um. Það er arfur frá tímum brezka heimsveldisins. Þar við bætast yfirburðir Bandaríkjanna í alþjóðastjórnmálum, al- þjóðlegri fjölmiðlun og í alþjóðlegum skemmtiiðnaði. Bandarískir leikarar eru viðmiðunartákn. Þær þjóðir, sem lengst ganga í vöm gegn linnulausu áhlaupi enskunnar, eru gömul stórveldi á borð við Frakk- land og Þýzkaland, sem til dæmis láta talsetja bandarísk- ar kvikmyndir. Þetta veldur því, að leikni í ensku er lak- ari í þessum löndum en í hinum, sem minna mega sín. íslenzk stjórnvöld hafa ekki tekið upp jafn harða afstöðu og frönsk og þýzk, enda þarf stóran markað til að standa undir talsetningu kvikmynda. En á sumum sviðum hafa landsfeðumir gert minna af því að halda uppi vömum en starfsbræður þeirra í öðrum smáríkjum. Sem dæmi um þetta má nefna, að Innkaupastofhun rík- isins og menntaráðuneytið hafa árum saman látið við- gangast að til notkunar í skólum landsins sé mælt með stýrikerfi og algengum hugbúnaði á ensku, þótt nóg fram- boð sé af slíku á íslenzku og mikið notað. Eðli málsins samkvæmt er það fremur ritmálið en tal- málið, sem á erfitt uppdráttar. Töluverð gjá er milli þess- ara tveggja útgáfna tungumálsins, af því að ritmálið hefur breyzt hægar en talmálið og raunar verið fryst í eldra formi. Ritmálið vefst fyrir sífellt fleirum. Önnur gjá er að myndast milli þeirra, sem kunna í stór- um dráttum að nota íslenzkt ritmál og eru óhræddir við að nota það, og hinna, sem eiga erfitt með það og forðast því að láta texta frá sér fara. Að þessu leyti er til irndir- stétt, sem fer sífellt stækkandi. Vegna fámennis þjóðarinnar, yfirburðastöðu enskunnar í umhverfinu og mikilla utanríkisviðskipta og -samskipta á islenzk timga í vök að verjast. Það er neikvæða hliðin á innrás enskunnar í samfélagið hér á landi. Með sama áframhaldi leggst íslenzka niður. Þetta kann að vera svartsýni. En staðreyndir líðandi stundar eru ljósar. Enska sækir á og íslenzka víkur sess. Engin merki eru á lofti um marktækt viðnám af hálfu ís- lenzkumanna og menningarvita, menntaráðuneytis ins eða annarra yfirvalda. Nema smíði nýyrða. Þótt íslenzka sé nokkuð fomt mál, hefur áhugamönnum tekizt að búa til íslenzkan orðaforða á flestum nútímasvið- um. Þannig tölum við um síma, þotur og tölvur með góð- um árangri. í verkfræði og tölvutækni eru til íslenzk orð yfir flest hugtök, sem mestu máli skipta. Afrek nýyrðasmiða sýna, að efnislega er islenzka hæf til að vera nútímamál á tækni-, tölvu- og samgönguöld. Það er ekkert, sem kemur í veg fyrir, að íslenzka geti haldið áfram að blómstra, nema áhugaskortur þjóðarinnar og þeirra, sem eiga að gæta hagsmuna tungunnar. Tími er kominn til að stinga við fótum og snúa málum í þann farveg, að íslenzka geti áfram lifað góðu lífi á þess- ari eyju við hlið alþjóðatimgumálsins. Jónas Kristjánsson „Landsvirkjun er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert fyrirtæki á ábyrgö allra landsmanna." - Frá ársfundi Lands- virkjunar. Aðhald að Landsvirkjun í lögum um Lands- virkjun segir, í 13. gr....Til orkusölu- samninga til langs tíma, við iðjuver sem nota meira en 100 Gwst á ári, þarf Landsvirkjun leyfi ráðherra þess er fer með orkumál. Slíkir samningar mega ekki að dómi ráð- herra valda hærra raforkuverði til al- menningsrafveitna en ella hefði orðið.“ Tvennt er það sem vert er að leiða hug- ann að hér. í fyrsta lagi að það hlýtur að liggja kvöð á ráð- herra að sýna fram á með rökum (skýrslugerð) að samningur við iðju- ver valdi ekki hærra raforkuverði til almennings en ella hefði oröið. Og í öðru lagi að í því samhengi sé átt við framtiðar raforku- verð til almennings- rafveitna. Kjallarinn Jóhann Rúnar Björgvinsson hagfræöingur Landsvirkjun er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert fyrirtæki á ábyrgð allra lands- manna. Hún veltir tug- um og hundruðum mUljarða króna á þeirra ábyrgð svo að miklir hagsmunir eru í veði. Því er að mínu mati mjög aðkallandi og eðlileg krafa að trú- veröug stofnun hafi skýra lagalega eftir- lits- og endurskoðun- arskyldu um að ofan- greind lagaákvæði verði ekki brotin. Al- þingi, almenningur í landinu og dómsvaldið á kröfu á að fá óyggj- „ Verði ekki faríð út í það að afnema einokunarumgjörð raforkugeirans og skapa samkeppni hér á landi er brýnt að í lög verði sett skýr ákvæði um eftiríits- og endurskoðunarskyldu gagnvart Landsvirkjun til að tryggja hagsmuni almennings Aökallandi og eölileg krafa Af þeim upplýsingum sem fram hafa komið í dagblöðum stendur til að selja Columbia Ventures og hugsanlega Járnblendifélaginu raforku frá ódýrustu virkjanakost- um okkar, þ.e. Nesjavallavirkjun I og II, stækkun Kröfluvirkjunar, Hágöngumiðlun, Sultartangavirkj- un og Bjamarflagi, samtals 1.350 GWst. Því er ljóst samkvæmt ofan- greindum lögum að Landsvirkjun getur ekki selt viðbótarraforku til almenningsrafveitna frá dýrari virkjanakostum en þessum á næstu áratugum. andi stimpil frá slíkri stofnun sem ekki hefur neina hagsmuni af við- komandi framkvæmdum eða samningum. Stimpil sem felur í sér að nákvæmlega sé farið yfir byggingarkostnað, raforkuverð og arðsemiskröfur. Núverandi aðhald I 13. gr. laga um Landsvirkjun segir: „... Stjórn Landsvirkjunar setur, að fenginni tillögu Þjóð- hagsstofnunar, gjaldskrá fyrir Landsvirkjun. í gjaldskrá skal raf- orkuverðið við það miðaö að eðli- legur afrakstur fáist af því fjár- magni sem á hverjum tíma er bundið í rekstri fyrirtækisins...“ Samkvæmt þessu lögum er Lands- virkjun ekki bundin að tillögum Þjóðhagsstofnunar. Hún virðist ef rétt er skilið aðeins vera ráðgef- andi hér. Verði ekki farið út i það að af- nema einokunarumgjörð raforku- geirans og skapa samkeppni hér á landi er brýnt að í lög verði sett skýr ákvæði um eftirlits- og end- urskoðunarskyldu gagnvart Landsvirkjun til að tryggja hags- muni almennings. Breyttir tímar Sem betur fer hefur aðhald að stjómmálamönnum farið vaxandi undanfama áratugi, bæði hér á landi og víðar. Nýleg dæmi frá frændum okkar Færeyingum sýna hvernig gehir farið fyrir stjóm- málamönnum sem beita fyrir sig siðlausum eða ólöglegum vinnú- brögðum. Á komandi árum, á öld upplýsinga- og fjarskiptavæðing- ar, er líklegt að þetta aðhald verði enn aukið. Tækniframfai'ir, aukin menntun og opnara og gegnsærra þjóðfélag mun auð- velda slíkt aðhald til muna og hvetja til vandaðri vinnubragða. Uppvaxémdi kynslóðir munu án efa fara rækilega ofan í meðal annars forsendur, útreikninga og þær ákvarðanir sem teknar verða í raforkumálum og meta hag- kvæmni þeirra og dæma verk okk- ar. Stjómmálamenn munu því sjá hag sinn í því að hafa sér við hlið óháða eftirlitsstofnun sem ef til vill sér í gegnum innri hagsmuna- togstreitu sem ávallt verður til staðar í einhverri mynd. Þeim mun því finnast það eðlileg og lýð- ræðisleg krafa þegar svo miklir hagsmunir eru í húfl eins og ofan greinir að þannig sé búið um hnútana. Stjórnmálamenn eru breyskir eins og aðrir menn. Jóhann Rúnar Björgvinsson Skoðanir annarra Störfin mikilvægu „Mér fmnst svolítið skondið þegar talsmenn há- launahópa koma í sjónvarpið og fullyrða með jarðar- fararsvip að þeir gegni svo mikilvægmn störfum að þjóðin ætti að sjá sóma sinn í að losa þá undan áhyggjum af lífsafkomu sinni. En hvað um þá sem berjast í bökkum og geta engan veginn látið enda ná saman? Gegna þeir þá svo nauðaómerkilegum störf- um að þeir eigi ekki betra skilið en stöðugar áhyggj- ur af morgundeginum?" Guðrún Egilson í Lesbók Mbl. 14. sept. Opnað fyrir trúmál „Nú ríkir mikill og einlægur áhugi á trúmálum og andlegum málefnum af öllu tagi. Nýaldarhreyfingin blómstrar og flestir kristnir trúflokkar, sem standa utan þjóðkirkjunnar, eru í vexti... Sérstaklega er það unga fólkið sem er opið fyrir trúmálum og ræðir trú- mál af miklum áhuga og einlægni... Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofunni hefur fólk sagt sig úr þjóð- kirkjunni í vaxandi mæli á undanfömum árum... Það virðist því vera að flóttinn úr þjóðkirkjunni aukist í réttu hlutfalli við aukinn áhuga á trúmálum eða aukna trúhneigð fólks.“ Ragnhildur Pála Ólafsdóttir í Degi-Tímanum 14. sept. Leiðindakenndin vísar leiðina „Fáir þora að viðurkenna að þeim leiðist almennt í lífinu. En ef fólki hættir að þykja gaman það sem það naut áður, eins og starf eða hjónaband, eða hvaðeina sem áður gaf mesta ánægju og leiðinda- kenndin verður allsráðandi, ber því að gera eitthvað örlagaríkt... Leiðindakenndin er vísbending um að eitthvað betra sé á boðstólum. Hún er ævaforn, hef- ur þróast með manninum sem aðferð til að vísa hon- um réttu leiðina. Hún blundar í hverjum einstak- lingi og getur hjálpað honum til að fara þangað sem hann vill fara og hún vill þótt rödd hennar hljómi dapurlega." Gunnar Hersveinn í Mbl. 15. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.