Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Side 28
36 FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 Fólksflutningar frá Flateyri eru mörgum umhugsunarefni. Atvinnuleysi flutt burt „Menn viröast gleyma því þeg- ar talað er um minnst atvinnu- leysi á Vestfjöröum aö atvinnu- leysið hefur í rauninni veriö flutt burt.“ Gunnlaugur Sigmundsson al- þingismaður, í DV. Kennari utan úr heimi „Samband okkar við annan heim er ekki komið á nógu þró- að stig til að við getum ráðið kennara af öðrum heimi.“ Magnús H. Skarphéðinsson, skólastjóri Sálarrannsóknar- skólans, í Alþýðublaðinu. Ummæli Eyðslugleði á brauðfótum „Þetta er áminning til okkar allra um að eyðslugleðin núna standi á brauðfótum.“ Þórarinn V. Þórarinsson, um vaxtahækkun Seðlabankans, í DV. Hefði mátt gera þetta fyrr „Ég hefði auðvitað kosið að hann hefði beitt sér fyrir vega- gerð í Barðastrandarsýslu fyrr.“ Halldór Blöndal samgönguráð- herra um ummæli forseta ís- lands, í Alþýðublaðinu. Skúli Sverrisson leikur með eigin hljómsveit á Hótel Sögu í kvöld. Skúli Sverris með eigin sveit RúRek djasshátíðin stendur nú sem hæst og i dag og í kvöld er boðið upp á hvorki meira né minna en sjö tónleika. Þeir sem vilja byrja daginn snemma ættu að bregða sér á Smurbrauðsstofúna Jómffúna, þar stígur á stokk Norð- ur-Suður kvartettinn og hefur hann leik kl. 17.00. Einleikstónleikar Webers Bandaríski píanóleikarionn Jon Weber hefur þegar komið tvisvar fram á RúRek hátiðinni, á opnun- artónleikunum og í gærkvöldi sýndi hann Guðmundi Ingólfssyni virðingu sína með því að leika lög hans. í kvöld er hann með ein- leikstónleika í Menningarstofnun Bandaríkjanna, þar mun hann leika bæði gömul og klassísk dæg- urlög ásamt eigin tónsmíðum. Tónleikamir heíjast kl. 20.30 og er aðgangur ókeypis. Á sama tima hefur leik í Norræna húsinu Tríó Wolferts Brederodes. Skúli á Sögu Það eru margir sem bíða spenntir eftir aö hlusta á Skúla Sverrisson en þessi frábæri bassa- leikari hefur verið að gera það gott í New York. Hann er nú mættur með sína eigin hljómsveit og hefúr leik kl. 22.00 á Hótel Sögu í kvöld. Á sama tima hefja leik Frú Pálina og félagar í Kringlukránni, Kvar- tett Ómars Axelssonar á Hótel Borg og Hljómsveit Carls Möllers á Píanóbamum. á víð og dreif Skúrir Skammt vestsuðvestur af Reykja- nesi er 977 mb lægð sem þokast vestur en 978 mb lægð um 700 km suðvestur í hafi fer norðaustur og verður við suðurströnd landsins í dag. Veðrið í dag Á landinu í dag verður suðaust- angola eða kaldi en norðaustankaldi á Vestfjörðum. Skúrir verða á víð og dreif í fyrstu, þó síst í innsveit- um norðanlands. Síðdegis verður komin austan- og norðaustankaldi og sums staðar stinningskaldi með rigningu, einkum sunnan- og aust- anlands, en skúrum á við og dreif í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 5 til 14 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustangola eða -kcddi og smá- skúrir en austan- og norðaustan- kcddi síðdegis og í nótt. Hiti verður 7 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.14 Sólarupprás á morgxrn: 07.25 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.49 Árdegisflóð á morgun: 06.10 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaó 6 Akurnes alskýjaö 9 Bergstaóir léttskýjað 4 Bolungarvík alskýjaö 6 Egilsstaöir skýjaö 9 Keflavíkurflugv. skýjaö 8 Kirkjubkl. rigning 8 Raufarhöfn léttskýjað 5 Reykjavík skýjaó 8 Stórhöföi alskýjaö 8 Helsinki þokumóöa 4 Kaupmannah. lágþokublettir 7 Ósló alskýjaö 6 Stokkhólmur þokumóöa 3 Þórshöfn rigning 11 Amsterdam lágþokublettir 8 Barcelona léttskýjaö 14 Chicago alskýjaö 14 Frankfurt þoka 9 Glasgow skýjaö 14 Hamborg þokumóöa 9 London skýjaö 11 Los Angeles alskýjaö 18 Madrid léttskýjað 9 Malaga léttskýjaö 19 Mallorca léttskýjaö 14 París þoka í grennd 8 Róm rigning 15 Valencia léttskýjaö 16 New York heióskírt 14 Nuuk skýjað 0 Vín hálfskýjaö 10 Washington heiöskírt 14 Winnipeg léttskýjað 9 Jon Weber pianoleikari: Læt hlustendur oft ráða hvað ég leik Einn af gestum RúRek djasshá- tíðarinnar er bandaríski píanó- leikarinn Jon Weber en auk þess að vera frábær píanóleikari þá hefúr hann ótrúlegt minni. Weber kann yfir 20.000 lög og það sem meira er, hann getur sagt hver höfundur laganna er og hvenær þau voru fyrst flutt. íslenskir djassunnendur fengu að kynnast píanóleik hans í Kringlukránni í gærkvöldi en þar lék hann lög Guðmundar Ingólfssonar. Weber hefur komið fjórum sinnum til ís- lands og á þessum ferðum kynnt- ist hann tónlist Guðmundar. í kvöld heldur Jon Weber einleiks- tónleika í Menningarstofnun Bandaríkjanna og var hann spurð- ur hvaða lög hann myndi flytja. Maður dagsins „Ég ákveð aldrei fýrirfram hvað ég leik, ég sest bara við píanóið og síðan kemur lagið upp i huga mér, oft ekki fyrr en ég legg hendumar á nótnaborðið. Oft spyr ég áhorf- endur í hvaða dúr ég á að leika og læt þá þannig ráða því hvaða lag ég tek.“ Jon Weber hefúr mikla reynslu í að leika á hótelum og börum og Jon Weber. telur það hafa verið góða reynslu: „Það að leika á hótelbörum eins og ég hef gert lengi er mjög góð æfing vegna þess að ég veit í raun ekki hvort ég hef þolinmæði til að æfa einn míns liðs í sex klukkustund- ir. Á hótelinu verð ég að gera það. Á móti kemur að ég skrifa mina eigin músík, meðal annars fyrir sjónvarp og hef verið að gera það með spUamennskunni undanfarin tíu ár. Þá hef ég einnig unnið með Milwaukie sinfóníuhljómsveitinni og Chicago sinfóníuna. Þannig að segja má að ég skipti spilamennsk- unni í tvennt." Nýlega kom út plata með Jon Weber sem heitir Jazz Wagon og hefur hún fengið góðar viðtökur, á henni leikur hann meðal annars íslenska þjóðsönginn í eigin út- setningu: „Ég er mjög hrifmn af þjóðsöngnum ykkar og fannst sjálfsagt að hafa útsetningu mína á honum meðal þeirra sextíu laga sem ég bauð upp á. Og það að hann skyldi verða valinn á plöt- una sýnir að ég er ekki einn um að þykja þjóösöngurinn sérlega fall- egur og melódiskur. Á plötunni spila ég einnig þrjú af mínum eig- in lögum en á minni næstu plötu verð ég örugglega með hljómsveit og á henni verða að líkindum ein- göngu lög eftir mig. En hvernig stóð á því að Jon Weber fékk áhuga á íslandi? „Það atvikaðist þannig að sem strákur átti ég hnattlíkan. Ég hafði oft hugsað um eyjuna sem var þama ein á milli heimsálfanna og ákvað einhvern tímann að fara þangað. Ég lét verða að því árið 1992 að koma hingað, féll kylliílatur fyrir landinu og er þetta í fjóröa sinn sem ég kem hingað. Ég er búinn að ferðast mikið um landið, hef farið á vélsleðum upp á hálendið, gengið á fjöll og gert ýmislegt fleira og ég hætti aldrei að dást að því hvað þið eigiö fallegt land." -HK Rúmhelgur Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Trio Nordica leikur ásamt Áshildi Haraldsdóttur á fyrri tónleikun- um í Listasafninu. Trio Nordica og Avanti í Listasafninu Þrennir tónleikar verða á Nor- rænum músíkdögum 1 dag. Á há- degistónleikum í Norræna hús- inu, sem hefjast kl. 12.30, verða leikin verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, sænska tónskáldið Eberhard Eyser og T. Aagaard- Nilsen frá Noregi. Auk Snorra Sigfúsar koma fram Þórhallur Birgisson og Steef van Osterhout slagverkleikari. Trio Nordica og Áshildur Á fýrri tónleikunum í Lista- safni íslands, sem hefjast kl. 21.00, leikur Trio Nordica ásamt Áshildi Haraldsdóttur flautuleik- ara. Tríóið skipa Auður Haf- steinsdóttir, fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, og Mona Sand- ström, píanó. Bridge Betri sagnir leiða ekki alltaf til betri niðurstöðu. Þetta spil kom fyr- ir á alþjóðlegu Marlboro sveita- keppninni í Peking fyrr í mánuðin- um. Lokasamningurinn var sá sami á báðum borðum, 6 spaðar, en var doblaður á öðru borðanna en pass- aður á hinu. Sagnir gengu þannig á öðru borðanna, suður gjafari og NS á hættu: * D982 * 53 * KG8753 * 10 * G M 876 * Á109 * KD8652 4 ÁK10753 * -- 4- 4 * ÁG9743 Suður Vestur Norður Austur 1 * 4 *» 4 4 5 «» 5 4 6 * pass 64» 6 4 p/h pass pass Dobl * 64 N «» AKÐG10942 v , ♦ D62 „ s Vestur fór þá óvenjulegu leið að segja 6 lauf (útspilsbeiðni) þó ljóst væri að hann ætti sjálfur út gegn spaðasamningi. Dobl austurs var aðvörun til félaga um að spila ekki út hjartalitnum. Vestur hlýddi og spilaði út tígultvisti í upphafi, stór- gott útspil sem virðist tryggja að slemman fari niður. Sagnhafi gerði ráð fyrir að vestur hefði sagt 5 lauf á eyðu i litnum og væri að reyna að koma austri inn til að fá stungu í laufi. Þess vegna setti hann tígul- kónginn því honum fannst líklegt að vestur væri að spila undan ásn- um í litnum. Sú spilamennska rugl- aði austur í ríminu og hann hélt að tvisturinn í tígli væri einspil. Hann spilaði tígli áfram og nú voru engin vandamál fyrir sagnhafa. Hann trompaði heima, tók ás og drottn- ingu í trompi og trompaði tígul heima. Þegar tígullinn féll gat sagn- hafi hent þremur laufum í frítígla og trompað tvö lauf í blindum. Á hinu borðinu spilaði vestur einfald- lega út hjartaásnum í upphafi. Sagn- hcifi trompaði heima, hafði enga hugmynd um hina slæmu legu í laufrnu og lagði niður ásinn. Vestur trompaöi og tók slag til viðbótar á tígul. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.