Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Fréttir______________________________________________pv Tugir 13-16 ára barna staðin að stórhættulegu gassnifíl í Grafarvogi Settu plastpoka fulla af gasi yfir höfuðið - hættulegra en sniff og getur dregið til dauða, segir Geir J. Þórisson aðalvarðstjóri Lögregla gerir hér upptækan gaskút sem börn á aldrinum 13-16 ára voru að sniffa úr í garði einum við Fífurima síðastliðið laugardagskvöld. Vitni segja að þau hafi meðal annars fyllt plastpoka af gasi og sett yfir höfuðið. Að sögn lögreglu hefur nokkuð orðið vart við tilraunir unglinga til þess að reyna að komast i vímu með því að sniffa gas úr gaskútum. Slíkt er stórhættulegt og getur valdið dauða. DV-mynd Sveinn. „Ég sá um 10 böm á aldrinum 13-16 ára liggja í kringum gaskút og vera að sniffa úr honum með slöngu sem var tengd í hann. Einnig voru þau með plastpoka fulla af gasi sem þau settu yfir höfuðið og sniffuðu úr. Mörg þeirra voru í vímu og ná- fól,“ segir Hans Þorsteinsson, íbúi í flölbýlishúsi við Flétturima, en hon- um og konu hans, Helgu Laufdal, brá mjög þegar þau urðu vör við til- raunir barna og unglinga til að koma sér í vímu með því að sniffa gas síðastliðið laugardagskvöld. Heyrðu torkennileg hljóð Krakkarnir, sem um ræðir, voru gestir í fjölmennu samkvæmi sem var haldiö í næstu íbúð við Hans og Helgu. „Við vorum búin að grilla úti og ætluðum að eyöa kvöldinu í ró og næði þegar við urðum vör við að það var samkvæmi í næsta húsi með háværri tónlist. Tónlistin angr- aði okkur ekkert en þegar líða fór á kvöldið heyrðum við hljóð eins og þegar gas er að leka. Þegar við höfð- um gert okkur ljóst að þetta hljóð kom utan frá og þegar við heyrðum háreysti úr næsta garði kíkti ég þangað yfir,“ segir Helga. Hann seg- ir að krakkarnir hafi verið svo upp- teknir við að sniffa og rífast um að komast í slönguna að þau hefðu ekki séö Hans í langan tíma. „Ef ég hefði ekki verið svona gáttaður yfir því sem ég sá hefði ég eflaust haft tíma til þess að taka mynd af því sem þama gekk á,“ segir Hans. Var mjög brugðið Hann segir að sér hafi brugöið mjög við þessa sjón og það næsta sem hann gerði var að kalla í Helgu. „Þegar ég kom og fór að æsa mig yfir þessum ósköpum þá voru þau snögg að forða sér. Þeim brá svo mjög við að sjá okkur að þau duttu þvert hvert um annað inn um dyrn- ar. Það var greinilegt að þau voru í einhverri vímu,“ segir Helga. Helga hringdi á lögregluna en þau segja að hún hafi verið lengi á leiðinni. „Það er verið að segja við fólk að kalla á lögregluna ef eitt- hvað kemur upp á því að hún getur verið á næsta horni en í þetta skipti liðu 20 mínútur þangað til hún kom. Þegar lögreglan kom og fjarlægði gaskútinn voru flestir krakkarnir „Ég hef náttúrulega heyrt þetta en þetta er ekki komið á neitt það stig að það sé verið að ganga frá samningum. Það hefur bara komið upp í þessari ferð Kenneth Peterson núna. Ég hitti hann á fóstudaginn og hann sagði mér þá að hann væri meðal annars að ræða við innlenda fjárfesta en ég vil ekki nefna nein nöfn,“ segir Finnur Ingólfsson iðn- aðarráðherra. Kenneth Peterson, forstjóri Col- umbia Aluminum, hélt utan í gær- kvöld eftir að hafa dvalist hér á landi í nokkra daga og rætt við ís- lensk stjómvöld um hugsanlega uppbyggingu álvers hér. Finnur seg- ir að viðræðum við Columbia Alum- inum verði haldið áfram. „Það er svo margt ennþá sem get- ur komið í veg fyrir að þetta verði að það er alls ekki hægt að leggja mat á það hvað muni verða og ekki verða. Menn eru með vinnuplan í því að geta á næstu vikum fengið enn skýrari mynd af málinu. Meðan menn era að tala saman era meiri möguleikar á að þetta gerist en það horfnir á braut,“ segir Helga. Þau segja að ásóknin í gasið hafl ekki endað eftir að krakkamir urðu varir við þau. „Áður en lögreglan kom og þaö var búið að loka íbúð- er langt frá því að þetta sé komið í höfn,“ segir Finnur. Á Stöð 2 í gærkvöld sagði að áhugi væri innan Lífeyrissjóðs verslunarmanna á fjárfestingu í ál- verinu og viðræður hefðu jafnvel átt sér stað. Magnús L. Sveinsson, for- maður stjórnarinnar, kannast ekki við það. „Þetta er uppspuni frá rótum. Það hefur enginn maður talað við mig sem formann stjórnarinnar og eng- in umræða farið fram um þetta í stjóminni. Ég var að tala við for- stjórann og varaformanninn áðan og það hefur enginn talað við þá,“ segir Magnús L. Sveinsson, formað- ur stjórnar Lífeyrissjóðs verslunar- manna. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum DV liggja áætlanir um nýtt álver fyrir i lok október, verkfram- kvæmdir, fjármögnun og samsetn- ingu hlutafjár. Búist er Við að um lokað hlutafélag verði að ræða og ætlar Peterson sjálfur að vera mjög stór eigandi. inni aö framan- og aftanverðu sáum við nokkra krakka sem laumuðust að kútnum sem var úti á lóð og fylltu plastpoka af gasi. Svo fóru þau í burtu og önduðu að sér gasi úr | pokanum á leiðinni," segir Helga. Vantar umræðu f Hans og Helga segjast vera mjög hrædd um að uppátæki eins og þetta leiði til stórslyss. „Þetta er eitt af því | sem maður viíl ekki sjá,“ segir Hans. Þau segjast hafa heyrt af fleiri tilvik- um þar sem böm og unglingar séu að reyna að komast í vímu með því að sniffa gas úr venjulegum gaskút- um sem kaupa má í flestum sjopp- um. „Það sem þarf að gerast núna er að umræðan fari af stað um þessi mál enda er að alast upp kynslóð sem fær enga fræðslu um skaðsemi þess að sniffa gas og annan óþverra," segir Hans. Helga vill líka leggja áherslu á að það sé ekki tilgangur þeirra að finna sökudólga hjá krökk- unum. „Aöalatriðið er að vara við hættunni sem stafar af þessu," segir Helga. Gasið er stórhættulegt Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavik, hefur borið nokkuð á því ® að undanfórnu að börn og unglingar séu að reyna að koma sér í vímu t með því að sniffa gas úr gaskútum * sem notaðir eru á venjuleg gasgrill. Hér mun vera um stórhættulega iðju að ræða. „Þeir sem gera þetta fá mjög stóran skammt af sterku gasi ofan i sig. Þetta er því oft hættu- legra en sniff á lími eða kveikjarag- asi. Það er óskiljanlegt að krakkar skuli gera þetta enda fylgir þessu ekkert nema ógleði og vanlíðan. Ef illa fer getur þetta dregið fólk til dauða," segir Geir. -JHÞ Fréttir 40 árásir kærðar Yfir 40 líkamsárásir hafa verið . kærðar til lögreglunnar í i Reykjavik í september. Það er svipað og í fyrra. RÚV greindi ffá. I Góðar viðtökur Fyrirgefning syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur feng- ið óvenjugóðar viðtökur hjá frönskum gagnrýhendum, að sögn Útvarps. Bókin hefur kom- ið út í sex löndum. Formannafundur í dag Formannafundur Verkamanna- sambandsins verður haldinn í dag. Þar verður rætt um tíma- setningu í viðræðuáætlun vegna aðalkjarasamninga. Útvarpið greindi frá. Sitkalús veidur tjóni Faraldur af sitkalús hefur valdið stórtjóni á grenitrjám frá Vopnafirði, á Suðurlandi og vest- ur á Snæfellsnesi. Útvarpið greindi frá. Fleira þarf til Danskur félagsffæðingur segir að bættar samgöngur og ný mannvirki efli ekki búsetu og at- vinnulíf nema fleira komi til. Dæmi séu um hið gagnstæða, að sögn RÚV. -GHS Stríðið um bílatryggingarnar: Mislukkaö sjónarspil „Það sem skiptir núna máli fyrir FÍB-félaga er að þrauka og viðhalda samkeppninni á markaðnum og það gerist aðeins i gegn um öflugt félag sem hefur nógu marga sem nýta sér þennan kost,“ sagði Ámi Sigfússon, formaður FÍB, þegar DV bar undir hann þau tilboð sem stærsta trygingafélagið, VÍS, býður nú í bílatryggingum. VÍS kynnti í síðustu viku verulega lækkun iðgjalda bíla-trygginga en í verðdæmum, sem félagið sendi frá sér, er árlegt félagsgjald FÍB reiknað inn í iðgjöld FÍB-tryggingar að fullu. Árni vísar þessari aðferð á bug og segir hana grátbroslega mislukkað sjónarspil, sett fram í því skyni að villa um fyrir neytendum og jafna út það sem upp á vantar í tilboði VÍS til að það standist samanburð við það sem FÍB-félögum býðst. Ámi segir að félagsaðild að FÍB fylgi margs konar fríðindi sem geti oft á tíðum náð að greiða marg-sinnis upp andvirði félagsgjaldsins, t.d. í formi afslátta af dekkja-kaupum og með því að nýta sér ókeypis lögfræðiþjónustu félagsins og tækniráðgjöf. „Maður, sem verið hefur í félaginu í 20 ár og notið alls þssa, skilur ómögulega að skyndilega skuli þurfa að draga félagsgjaldið hans frá tryggingu sem hann nýtur nú sem enn eins af kostunum við við félagsaðild að FÍB. Að auki má benda á að hver fjölskylda greiðir eitt félagsgjald." -SÁ Þú getur svaraö þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nel 2 j rödd FOLKSINS 904 1600 Styður þú kröfuna um tvöföldun lágmarkslauna? Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra um Columbia: Peterson ræddi við innlenda fjárfesta - framhaldið skýrist í lok október -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.