Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 18
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996
----------------“ VJ£jJj'J§JJ V£j_ ■í^l-líj'jj-
Bandarískur sálfræðingur rannsakar áhrif á hegðun:
Boð til undirmeðvitundar
Það stoðar víst lítið að segja fólki
að borða poppkorn, nú eða slátur,
með því að birta skipanir þar um
með leifturhraða á sjónvarpsskjá
eða kvikmyndatjaldi. Undirmeðvit-
und okkur getur numið slik boð
ómeðvitað (á ensku eru boð þessi
kölluð „subliminal messages") en
þó ekki nógu vel til að fylgja fyrir-
mælum eins og „borðaðu popp-
korn“.
Tilraunir bandaríska sálfræð-
ingsins Anthonys Greenwalds
leiddu í ljós að heilinn getur skynj-
aö einföld boð af þessu tagi sem geta
haft áhrif í örskotsstund á meðvit-
aða skyhjun okkar strax á eftir. Svo
virðist hins vegar sem boðin verði
að vera afskaplega einföld og áhrif
þeirra vara í aðeins tíunda hluta af
sekúndu, eða ekki nægilega lengi til
að hafa áhrif á hegðun okkar.
„Það er of sterkt til orða tekið að
segja að undirmeðvitundin geti
„hugsað" - hún getur skilgreint
meiningu eins orðs,“ segir Anthony
Greenwald, sem starfar við Was-
hingtonháskóla. Niðurstöður rann-
sókna hans birtast í nýju hefti tíma-
ritsins Science.
Hugfræði gegn djúpsál-
arfræði
Rannsóknir Greenwaíds eru inn-
legg í rökræður þeirra sálfræðinga
sem aðhyllast hugfræði, eins og
hann sjálfur, við djúpsálarfræðinga.
Hugfræðingar telja að undirmeðvit-
undin sé fremur takmörkuð, ef ekki
beinlínis vitlaus. Djúpsálarfræðing-
arnir eru sama sinnis og Sigmund
gamli Freud sem var á því að undir-
meðvitundin væri fær um flókið
hugarstarf.
Tilraun Greenwalds fólst m.a. í
því aö á tölvuskjá birtist leiftur-
snöggt röð 15 samhljóða og á eftir
henni kom orð eða~ nafn og síðan
önnur röð af 15 samhljóðum.
Greenwald kallar þetta „ómeðvitaða
samloku".
Þessu næst var orði eða nafni
brugðið leiftursnöggt upp á skjáinn,
án þess að merkingarlausu sam-
hljóðaraðirnar fylgdu með. Viðfang-
ið í rannsókninni varð síðan að
ákvarða hvort um var að ræða
kvenkynsnafn eða karlkyns, eða
hvort orðið var viðkunnanlegt eða
óviðkunnanlegt.
Þegar orðið sem var inni í „sam-
lokunni" var í sama flokki og orðið
sem birtist eitt og sér var viðfangið
fljótara að bera kennsl á það og
flokka en ella. Ómeðvituð „ýfmg“,
eða undirbúningm- hugans fyrir
verkið, flýtti fyrir því að borin voru
kennsl á orðin sem á eftir fylgdu.
Ef orðið í samlokunni var t.d.
„David“ var viðfangið fljótara að
flokka nafnið „Kevin“ en „Sarah“.
Búið var að undirhúa hugann, eða
gera hann næmari fyrir að sjá og
bera kennsl á drengjanafn.
Þegar nöfn eða orð voru kynnt án
þess að samlokan væri á undan
þeim var svörunartíminn 0,5 eða 0,6
sekúndur en 0,4 sekúndur þegar
vifongin höfðu verið undirbúin.
Ómedvituð samloka og
bolti á fleygiferð
„Þetta er ekki ósvipað því að slá í
bolta sem kemur að manni á fullri
ferð. Það gengur betur ef maður veit
hvaðan boltinn kemur. Ómeðvitaða
samlokan er eins og vísbending um
hvaðan boltinn kemur," segir
Greenwald.
I tilraun hans var „ýflngin“ of
stutt til að hún gæti haft marktæk
áhrif. Ef frekari rannsóknir sýna að
þannig ómeðvituð svör gætu „safn-
ast upp og verkað eins og skilyrð-
ing“, gæti það haft einhverja þýð-
ingu fyrir auglýsingagerð eða við-
leitni til að hafa áhrif á hegðun
manna.
„Það er hugsanlega hægt að nýta
þetta i að hafa áhrif á fólk en ekki í
þá veru að segja því að drekka kók
eða borða popp,“ segir Greenwald.
Hann segir að fyrri rannsóknir
sínar hafi einnig sýnt að sjálfshjálp-
ar segulbandsspólur, sem stæra sig
af boðum til undirmeðvitundarinn-
ar, geri ekkert gagn, þótt þær kunni
að virka eins og lyfleysur, eða place-
bo. Fólk sem heldur að verið sé að
kenna því að grennast eða einbeita
sér kunni reyndar að grennast eða
einbeita sér betur en áður.
Italskir vísindamenn skoðuðu fiskætur við Nyasavatn:
Bantúnegrar í fansaníu
staðfestu grænlenska rannsókn
Það liggur kannski ekki
í augum uppi en eskimóar
á Grænlandi og þorpsbúar
við Nyasavatn í Afríku-
ríkinu Tansaníu eiga það
sameiginlegt að vera lif-
andi dæmi þess að
fiskneysla er meinholl
fyrir heilsuna.
Paolo Pauleto og sam-
starfsmenn hans við há-
skólann í Padúu á ítaliu
komust aö því í rannsókn-
um sínum að þorpsbúar
við Nyasavatn, sem borð-
uðu mikinn fisk, voru
bæði með lægri blóðþrýst-
ing og kólesteról en ná-
grannar þeirra sem voru
mestmegnis grænmetisæt-
ur.
ítölsku vísindamenn-
imir sögðu að niðurstöð-
ur þeirra staðfestu um-
deildar rannsóknir sem
gerðar vora á eskimóum á
Grænlandi á níunda ára-
tugnum og sýndu fram á
að hjartasjúkdómar voru
þar sjaldséðir þótt matar-
æði þeirra væri nær ein-
göngu kjöt og fiskur. Nið-
urstöður þeirrar rannsókn-
ar urðu kveikjan að hinu
Grænlendingar og þorpsbúar í Tansaníu eiga sitthvaö sameig-
inlegt, t.d. mikla fiskneyslu.
DV-mynd RaSi
mikla lýsisæði sem
hefur tröllriðið Vest-
urlöndum allar götur
síðan.
Pauleto og félagar
rannsökuðu tvo hópa
af um 1200
Bantúmönnum í
Tansaníu.
„Annar hópurinn
býr á bökkum Nyasa-
vatnsins og
ferskvatnsfiskur er
drjúgur hluti matar-
æðis hans. Hinn hóp-
urinn býr í nærliggj-
andi hæðum og lifir á
grænmeti," segir í
grein ítalanna í
læknablaðinu Lancet.
Þegar tekið hafði
verið tillit til aldurs,
kynferðis og áfengis-
neyslu reyndist með-
alblóðþrýstingurinn
vera lægri hjá fisk-
neytendunum. Aðeins
2,8 prósent fiskæt-
anna vora með háan
blóðþrýsting, saman-
borið við 16,4 prósent
þeirra sem ekki borð-
uðu fisk.
Kólesteról var
einnig lægra hjá fiskneytendum og
þeir voru einnig með meira af
omega-3 fitusýrum í blóðinu. Aðrar
uppsprettur omega-3 era sojaolía,
línolía og hnetur en lítið er um þær
í afrísku mataræði.
Vísindamennimir segja að samfé-
lögin séu mjög svipuð þannig að
samanburðurinn er vísindalega
réttur. Offita er sjaldséð og báðir
hópar neyttu um 2100 kaloría á dag.
í mataræði grænmetisætanna var
minna um fitu og prótín og þær
fengu mestan hluta orku sinnar úr
maís og hrísgrjónum. Þær drukku
einnig meiri bjór.
Fiskætumar borðuðu þijá til
fjóra fiska á dag, milli 300 og 600
grömm, á meðan Grænlendingar
borðuðu að meðaltali um 400
grömm af kjöti og fiski á dag. Fisk-
urinn sá Bantúmönnunum fyrir 60
prósentum allrar fitunnar sem þeir
neyttu.
Vísindamennirnir segja að niður-
stöður þeirra hafi komið á óvart þar
sem aðrar rannsóknir hafi sýnt að
fólk sem tekur inn lýsi kunni að
vera með hærri blóðþrýsting.
En lokaniðurstaðan er sem sé sú
að hollusta fæðu sem inniheldur
mikið af omega-3 fjölómettuðum
fitusýrum sé raunveruleg en ekki
orðum aukin.
Stundum getur
verið gott að blóta
Það er bæði hollt og gott að
Iblóta hressilega, að minnsta
kosti svona
stundum, og það
HELV... meircTer, það
DJÖV..ANDSK...!! getur los-
að okk-
ur við streitu.
„Okkur hef-
ur alla tíð verið sagt að
það sé óviðeigandi að blóta. En
á stundum er það í raun mjög
svo viðeigandi,“ segir Kristy
Beers sem vinnur að doktorsrit-
gerð í málvísindum við Flór-
ídaháskóla.
Hún segir að blótsyrði séu
ekki jafn illa þokkuð i daglegu
máli nú og áður og bendir á að
orð sem ekki mátti segja fyrir
einum áratug heyrðust nú í
sjónvarpi á besta áhorfstíma.
Kristy Beers segir að fólk líki
gjarnan hvert eftir annars
talsmáta þegar það er saman í
hópi og þá séu blótsyrðin ekki
skilin út undan. Þau geti jafii-
vel verið eins konar samnefh-
ari fyrir hópinn.
„Við höfúm öll einhverjar
reglur í kollinum en félagsskap-
urinn sem við eram i er þeim
mikilvægari. Félagsskapurinn
hefur meira að segja en um-
hverfið og reglumar,“ segir
Kristy Beers. Og þá er bara að
byrja að blóta, eða hvað?
Fæða móður hefur áhrif
á heilsu barnsins síðar
Vísindamenn við háskólann í
Stirling á Skotlandi segja að
konur sem borði trefjasnauðan
mat á meðgöngutímanum eign-
ist hugsanlega böm sem verði
gjamari á að fá meltingarfæra-
sjúkdóma.
Niðurstöður þessar eru
fengnar með tilraunum á rott-
um sem skipt var upp í tvo
hópa. Annar hópurinn fékk
trefjasnauða fæðu en hinn trefj-
cirika áður en dýrin mökuðu
sig. Afkvæmin fengu síðan ann-
að hvort trefjasnauða eða trefj-
aríka fæðu. í ljós kom svo að af-
kvæmi mæðra á trefjasnauðu
fæði voru tvisvar sinnum lík-
legri til að fá meltingarfæra-
sjúkdóm en hin.
Að sögn Lindu Weiss, sem
stjórnaði rannsókninni, er
hugsanlegt að niðurstöðurnar
eigi einnig við um mannfólkið.
Ef svo er, er eins gott fyrir
verðandi mæður að borða vel.
Byltingarkenndur tappi
í kampavínsflöskur
Nú þurfa taugatæpir gleðip-
innar ekki lengur að óttast
hvellinn þegar
tappinn er tek-
inn úr
kampavíns-
flösk-
unni,
eða þá að
horfa á eftir
drjúgum hluta innihaldsins
sullast út um allt. Það er að
segja ef nýr og byltingarkennd-
ur tappi í kampavínsflöskur
nær hylli neytenda.
Nýi tappinn er þeirrar nátt-
úra að hægt er að hleypa gas-
inu í flöskuhálsinum upp í
gegnum lítið gat á honum og
þar með er bjöminn unninn.
Það var auglýsingasölumaður
nokkur sem fann upp þessa
nýju tappategund eftir að fjórð-
ungur innihalds kampavíns-
flösku, sem hann var að opna,
gaus út í veður og vind.
i^ii:irowi»rii»:;ii»iMiMiBiiM«aMwa9iai