Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 22
30 MANUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Fréttir DV dtt rrrill/ hin)j Smáauglýsingar ITTPa 550 5000 Úrslit B-flokkur 1. Vignir Siggeirsson á Þyrli frá Vatnsleysu 2. Jóhann G. Jóhannesson á Tindi frá Hvassafelli 3. Kristjón L. Kristjánsson á Boða frá Gerðum 4. Björn Jónsson á Heljari frá Vatnsleysu 5. Angantýr Þórðarson á Þótta frá Hólum A-flokkur 1. Angantýr Þórðarson á Breka £rá Eyrarbakka 2. Jóhann G. Jóhannesson á Lokku frá Stördal 3. Friðfínnur Hermannsson á Náttari frá Miðfelli 4. Jón Steinbjörnsson á Hálegg 5. Nicole Kemp á Hugin Gæöingaskeið 1. Hinrik Bragason á Eitli frá Akureyri 2. Angantýr Þórðarson á Breka frá Eyrarbakka 3. Agust Beyer Tölt 1. Vignir Siggeirsson á Þyrli frá Vatnsleysu 2. Jóhann G. Jóhannesson á Tindi frá Hvassafelli 3. Jón Steinbjömsson á Hálegg 4. Angantýr Þórðarson á Þótta frá Hólum 5. Friðfinnur Hermannsson á Spes Fljúgandi skeiö 1. Brjánn Júlíusson á Skelmi frá Holti Islendingar yfirtaka skeið- meistara- keppnina í Þýskalandi Islenskir knapar voru í meiri- hluta keppenda á skeiðmeistara- keppninni sem haldin var i Harðar- bóli í Potsdam við Berlín á svæði sem tilheyrði Austur-Þýskalandi áður fyrr. Fyrir tveimur árum var svæðið autt en reistur hefur verið þar bú- garður og vallaraðstaða. Þar búa Marion og Saber Kounafa. Veður var gott fyrri hluta móts- ins en rok síðasta daginn. Mjög erfiðlega gekk að fá úrslit af mótinu og því er stiklað á því helsta hér. Keppt var í slaktaumatölti, A- flokki gæðinga, 250 metra skeiði, 150 metra skeiði og gæðingaskeiði og auk þess var haldin skeiðmeist- arakeppni í 150 og 250 metra skeiði. í slaktaumatölti sigraði Jóhann G. Jóhannesson á Blesa frá Stördal, Reynir Aðalsteinsson var í 2.-3. sæti á Mekki frá Varmalæk ásamt Daniel Berres á Mætti frá Króki. Jóhann G. Jóhannesson sat einnig sigurvegara í A-flokki gæð- inga, Lokku frá Stördal, en i gæð- ingaskeiði sigraði Uli Reber á Vinu frá Brautartungu. í þeirri grein komu íslendingar sterkir til leiks og voru í næstu tólf sætunum. I 250 metra skeiðmeistarakeppn- inni sigraði Hinrik Bragason en hann kom með Eitil í skeiðmeist- arakeppnina og kona hans, Hulda Gústafsdóttir, var önnur en hún kom með Kol frá Stórahofl í keppn- ina. í þriðja sæti var Irena Reber sem kom með Lögg frá Bakka i keppnina og Qórði var Herbert Ólason sem kom með Spútnik í keppnina. í 150 metra skeiðmeistarakeppn- inni sigraði Angantýr Þórðarson. Mjög góðir tímar náðust I 150 metra skeiði og setti Lothar Schenzel Þýskalandsmet á Gammi frá Krithóli, 14.00 sekúndur. Jóhann G. Jóhannesson hefur náð góöum árangri með Lokku frá Stördal í Þýskalandi í sumar og sigraði í A-flokki í skeiðmeistarakeppninni. DV-mynd EJ íslenskir knapar og stóðhestar - í miklum ham í Stördal í Þýskalandi Vignir Siggeirsson sigraði í tveimur greinum á mótinu í Stördal. DV-mynd EJ Fundaherferð hesta- manna lýkur í Reykjavík - sameiningarnefnd skilar Sameiningarnefnd Landssam- bands hestamannafélaganna og Hestaíþróttasambands íslands er að ljúka kynningarferðum sinum um landið. í kvöld klukkan 20.30 verður síð- asti fundurinn haldinn fyrir félaga í Herði í Mosfellsbæ, Fák í Reykjavík og aðra þá sem vilja koma en fund- urinn verður haldinn i Fáksheimil- inu í Reykjavík. Að sögn Sigurðar Magnússonar, sem hefur setið alla fundina og er af sér tillögum bráölega formaður sameiningamefndarinn- ar, hefur starfi og kynningu verið tekið vel og engar breytingar verið lagðar fram. Nokkrar gagnlegar ábendingar hafa komið fram og verða þær at- hugaðar og skoðaðar áður en tillög- umar verða lagðar fyrir landsþing hestamannafélaganna í októberlok og ársþing hestaíþróttasambandsins í febrúar á næsta ári en þar verða teknar ákvarðanir um hvort af sameiningu verður eður ei. Islenskir knapar og íslenskir stóðhestar fóm geyst á gæðingamóti sem haldið var í Stördal í Þýska- landi nýlega en þar er ráðsmaður Jóhann G. Jóhannesson. íslensku knapamir voru í gull- verðlaunasætum í öllum greinum og yfirleitt röðuðu þeir sér í sætin þar á eftir. Umsjón Eiríkur Jónsson Athygli vakti að knapamir sátu margir hverjir stóðhesta, svo sem Breka frá Eyrarbakka, Náttar frá Miðfelli, Örn frá Akureyri, Boða frá Gerðum, Þótta frá Hólum og Heljar frá Vatnsleysu. Keppt var í A- og B-flokki gæð- inga og samkvæmt íslenskum regl- um en þó var flokknum skipt í at- vinnumannaflokk, þar sem íslensk- ir knapar voru uppistaðan, og tóm- stundareiðarknapaflokk en í þeim flokki kepptu aðallega þýskir knap- v ar. Aukablað AMERÍSKIR Midvikudaginn 9. okt. A Á T^ mun aukablad um ameríska daga fylgja DV. Aukablab þetta verður helgað Ameríku og amerísku atvinnu- og numnlíji. Auk þess verður jjallað um það sem í boði verður ú ^yAmerískum dögum“ í Krínglunni og víðar. Umsjón ejhis hejur Svanur Valgeirsson blaðamaður í síma 550-5814. Þeir sem hafa úhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsandegast hafi samband við Guðna Geir Einarsson ísíma 550-5722 hiðfyrsta. Vinsamlega athugið að síðasti skihidagur auglýsinga er finuntudagurínn 3. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.