Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Spurningin Hver er uppáhaldsíþrótta- maöur þinn? Páll Magnússon vélstjóri: Ég þekki enga íþróttamenn. Theódór Kristjánsson lífíræðing- ur: Það er nú það, ég hef ekki hugs- að um íþróttir svo lengi. Steinunn Jónsdóttir nemi: Senni- lega Jón Arnar Magnússon. Óskar Gíslason nemi: Eric Can- tona. Lifja Þorsteinsdóttir sölumaður: Ég fylgist ekkert með íþróttum. Lesendur_______________________ Endurnýjun Reykja- víkurflugvallar - feigðarflan til fárra ára Jóhannes Sigurðsson skrifar: Ekkert er líklegra en að senn hefj- ist undirbúningur fyrir endurnýjun Reykjavikurflugvallar ef marka má fréttaflutning þar að lútandi. Ég hef hins vegar ekki lesið eða heyrt álit skipulagsnefndar eða almanna- varnanefndar varðandi þær fyrir- ætlanir að í miðborg Reykjavíkur verði starfræktur innanlandsflug- völlur um fyrirsjáanlega framtíð. Mér finnst það vera hlutverk fjöl- miðla að afla sér allra hugsanlegra gagna um þessa framkvæmd sem mun kosta á annan milljarð króna tekinn af skattborgurunum í einu eða öðru formi. Nokkuð hefur verið ijallað um þessa fyrirhuguðu framkvæmd af einstaklingum, t.d. í greinaskrifum, svo og af sveitarstjórn Reykjanes- bæjar, sem hefur lagt til formlega að allt innanlandsflug flytjist tii Keflavíkurflugvallar. Fullyrða má að sú ákvörðun væri viturlegri og meira traustvekjandi en að taka til við jarðvegsskipti, undirbyggingu og malbikun eða steypingu þeirra tveggja flugbrauta sem notaðar eru nú í algjöru örygisleysi. Það er staðfest skriflega af opin- berum aðilum að flugbrautir á Reykjavíkurflugvefli uppfylia ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Það verð- ur líka að draga í efa að endurbygg- ing flugbrauta á þessum stað nái því að uppfylla nefndar kröfur. Ótal- in eru lika óþægindin og öryggis- leysi borgarbúa sjálfra sem sífefld Framtíðarhorfur fyrir innanlandsflug í Vatnsmýrinni eru bágbornar og feigö- arflan aö huga aö endurbyggingu fiugvallarins. flugumferð yfir miðborgina skapar. Meiri líkur eru á því en ekki að flugvél verði fyrir óhappi á síðustu sekúndum aðflugsins og þá stund myndi enginn opinber aðili vilja ljá ábyrgð. - Yrði slíkt óhapp með skelfilegum afleiðingum myndi inn- anlandsflug verða flutt samstimdis til Keflavíkur. Enginn tæki annað í mál. - Eða myndu einhverjir ein- hverjir streitast á móti? Að öllu samanlögðu eru framtíð- arhorfur fyrir innanlandsflug í Vatnsmýrinni bágbomar og dýrar framkvæmdir við enduruppbygg- ingu feigðarflan til fárra ára. Því að því kemur fyrr en varir að innan- landsflugið flyst til Keflavíkur, þar sem allt flug frá þessum landshluta á heima. Þar er eina fullkomna ör- yggiskerfið fyrir flugið og þar er rándýr flugstöð sem þarf að nýta. í Reykjavík þarf hins vegar góða um- ferðarmiðstöð til framtíðar. Henni má auðveldlega koma fyrir í Perlunni og bílastæðum í sunnan- verðum slakkanum. Þá er líka Perl- an orðin arðbær svo um munar. Ógætilegur akstur SVR-vagna G.í. skrifar: Þriðjudaginn 24. sept. sl. um kl. 19.20 ók ég austur Miklubraut. Er ég kom að ljósunum við Grensásveg minnkaði ég hraðann vegna um- ferðarinnar fram undan sem var að aka af stað á móti grænu ljósi. í bak- sýnisspeglinum sá ég hvar strætis- vagn nálgaðist mig og náði mér rétt áður en ég fór yfir gatnamótin. Næstu 200-300 metrana ók ég á 60 km hraða með strætisvagninn svo að segja í skottinu. Á þessum hraða hélt strætisvagnastjórinn um eins metra bili á milli okkar. Þetta var ákaflega óþægilegt fyrir mig og hefði eitthvað óvænt gerst fyrir framan minn bíl og ég þurft að stöðva bílinn skyndilega hefði vagn- inn einfaldlega ekið aftan á mig. í stað þess að auka hraðann (ég var á hægri akrein) steig ég á bremsuna til að kveikja bremsuljósin og reyna að vekja athygli vagnstjórans á hættunni. En í stað þess að breikka bilið á milli okkar gaf vagnstjórinn í og snarbeygði yfir á vinstri akrein til að taka fram úr mér. Og það rétt áður en við komum að næstu ljós- um. Það er óviðunandi ef strætis- vagnastjórar eru óhæfir til að axla ábyrgð þá sem á herðum þeirra hvílir og heldur ekki ásættanlegt ef stjórn SVR lætur þessa reynslu mína sem vind um eyru þjóta. Burt úr borginni með hundana Kristinn Snæland skrifar: Fyrir allmörgum árum var kann- að hvort Reykvíkingar vildu leyfa hundahald í borgini. Meirihiutinn reyndist andvígur því. Til þess að komast hjá vilja borgarbúa bönn- uðu borgaryflrvöld hundahald en leyfðu það þó. Það var sem sé bann- að að halda hunda í borginni í sam- ræmi við vilja meirihluta borgar- búa - en leyft ef sótt var um undan- þágu, í samræmi við vilja minni- hlutans. Þessi lausn var augljóslega póli- tísk ákvörðun og sem slík ein þeirra pólitísku ákvarðana sem styrkja þá sannfæringu sumra að stjómmála- fólk sé loddarar sem hiklaust um- snúi sannleikanum eftir hentugleik- um. Rétt er að ítreka þá staðreynd að hundavinir vilja ekki hundahald Rétt er aö ítreka þá staðreynd aö hundavinir - meirihluti borgarbúa - vilja ekki hundahald í borginni. þjónusta allan sólarhrineinn - eða hringið í síma ILiÆSO 5000 híilli kl. 14 og 16 í borginni. Þessir hundavinir eru mikill meirihluti borgarbúa. R-listinn - ekki aðeins Ámi Þór Sigurðsson borgarfulltrúi - ætti að virða þennan vilja meirihluta borg- arbúa og hætta algjörlega að veita undanþágur frá hundahaldsbanni, nema þá fyrir björgunar, hjálpar- og lögregluhunda. Aðrir hundahaldar- ar, sem lítt eöa ekki fara eftir hundahaldsreglum, ættu að hætta hundahaldi í borginni og gerast þar með sannir hundavinir. Auðvitað er svo rétt að þeir (svo lengi sem þeir halda hunda í borg- inni) leyfi þeim að ganga sem mest lausum (mér og fleiri til gremju), svo sem flestir gera í ríkum mæli hvort eð er. Það er þó vissulega vin- áttumerki við þessa vesælu borgar- hunda. Best væri auðvitað að hætta pólitískum loddaraleik og leggja af hundahald með öllu í borginni. DV Olía í stað fisk- veiða? Höskuldur skrifar: Ég las grein Guðmundar Hall- varðssonar alþingismanns í DV sl. miðvikudag þar sem hann greinir frá fyrirspurn sinni á Al- þingi varöandi olíuleit við ísland og svör ráðamanna við henni. Þessari fyrirspurn þarf að fylgja eftir til að fá svar við því hvað líði niðurstöðum fyrri kannana sem voru jákvæðar. Úti fyrir Norðurlandi fengust vísbending- ar um setlög sem kanna þyrfti frekar. Við erum á svipuðum jarðvegsgrunni og Færeyjar en þar er I bígerð olíuvinnsla af hafsbotni. Engin spurning er um að hér á að leita olíu. Olíuvinnsla væri líkleg til að koma í stað fisk- vinnslu. Því fram eru komnar staðreyndir sem sýna að við get- um ekki byggt afkomu okkar til frambúðar alfarið á fiskveiðum. í nýrnaaðgerð - aðstoðar óskað E.S. hringdi: í sumar birti DV frétt um ung- an mann, Reyni Lýðsson, sem var með nýrnaskemmd og reyndist ókleift að nota nýra systur sinn- ar. Nú er þessi ungi maður nýfar- inn til Svíþjóðar þar sem nýrna- skipti eiga að fara fram með nýra foður hans. Stofnuð hefur verið sparisjóðsbók við Sparisjóð Ár- neshrepps (nr. 162) og bendi ég þeim sem kunna að vilja aðstoða unga manninn með framlögum sínum á þennan kost. Öll aðstoð yrði sannarlega vel þegin. Andúð á íslandi gegn ESB? Vilhjálmur Sigurðss. hringdi: Sagt er að Emma Bonino, ESB- ráðherrann hafi viljað freista þess að fá íslendinga til að láta af andúð sinni á Evrópubandalag- inu. En spyrja má: Hverjir hafa andúð á ESB? Ég held að það séu engir aðrir en þeh sem ráða flestu hér á landi. Þeh geta ekki til þess hugsað að við göngum í ESB því að þá þarf að fara að greiða mannsæmandi laun, láta af sérhagsmunapoti einstakra þrýstihópa, svo sem sægreifanna og forkólfanna á vinnumarkaðin- um og hætt að kúga almenning í það heila tekið. Almenningur ger- ir sér hins vegar grein fyrir því að með aðild að ESB væri lands- mönnum borgið að flestu leyti. Hefur forseti ekki málfrelsi? I.K. skrifar: Mér þykir ómaklega vegið að forseta landsins vegna ummæla hans um vegakerfið og úrbætur á því í ferðalagi sínu í Barðastrand- arsýslu nýlega. Það sæmir ekki þingmönnum að láta frá sér fara einhverja þykjustugagnrýni í kersksnisstil vegna orða forset- ans. Forseti hefur þó líklega mál- frelsi eins og aðrir. Auðvitað eru þingmenn hörundssárir að æðsti maður þjóðarinnar skuli vera far- inn að hafa skoðanir á högum landsmanna. Ég held að aflh séu fegnir að sú breyting er á orðin í forsetaembætti, að heyra þaðan skoðanir um landsmál. Það var sannarlega löngu tími til kominn. Veiðileyfagjald til bóta Kristján S. Kjartanss. skrifar: Þensluna í þjóðfélaginu má m.a. rekja til kvótaviöskipta og oöjárfestinga ævintýramanna í atvinnurekstri á kostnað skatt- borgaranna. Bót væri að veiði- leyfagjaldi. Það myndi laga stöðu okkar með skilvhkum og varan- legum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.