Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 13
DV MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 enning Harðfiskur með smj öri Það var borinn fram harðfiskur með smjöri og flatbrauði á alþjóðlegri ráðstefnu um myndlistargagnrýni, sem haldin var í Norræna húsinu fyrir viku. Þessi íslenski matur var hluti framlags Hannesar Lárussonar í umræðu um miðju og útjaðra listheimsins, og var hann borinn fram í listilega útskomum og máluðum tréílátum sem litu út eins og bók (fyrir flatbrauðið), steinn (fyrir smjörið) og lax (undir harðfiskinn). Harðfiskinn reif Hannes niður og snæddi á meðan hann sagði skemmtisög- ur af samskiptum íslendinga við fólk af ólíku þjóðemi. Undir „matreiðslunni" og sögulestrinum heyrðist seiðandi þýsk tón- list frá miflistriðsárunum í hátalara. „Það er auðvelt að snúa út úr umræðunni með svona uppá- tækjum,“ sagði einn þátttakendanna við mig í fundarhléi. Sá heitir Harm Lux, starfar sjálfstætt sem sýningarstjóri í Sviss og hélt sjálfur fróðlegt erindi um starf sitt og viðhorf til mynd- listar í samtímanum. Hann sagði myndlistina nú á dögum vera leik með blekkingu og langanir og að hún ætti að hafa fullkom- lega opin merkingartengsl fyrir alla áhorfendur, sem ættu um leið að vera þátttakendur í sköpunarverkinu. Ailar fyrirfram- gefnar forsendur væru listinni til trafala, þar með talinn sýn- ingarsalurinn, safnið og sýningarveggurinn sem slíkur. Listin á ekki að byggja á neinum fyrirframgefnum viðmiðun- arramma, það er áhorfandans að skálda hann inn í verkið. Hlutverk sýningarstjórans virðist vera - að mati Lux - að blanda saman listaverkum í slíka óreiðu að þau verði hvorki skilin út frá frumlægum merkingarramma eða tilfinninga- ramma einstakra listamanna, heldur eigi sýningin að verða að atburði sem hver og einn upplifir út frá sínum forsendum. Sem á endanum verða þó óhjákvæmilega líka forsendur sýningar- stjórans, ef rétt er skflið. Málið virtist ekki einfalt og fela i sér innbyggða þversögn. Innlegg Lux i umræðuna vakti sterk við- brögð, ekki síður en innlegg Hannesar, vegna þess að það snerti á grundvallarspurningu um sjálfsmynd listamannsins og ábyrgð hans á því sem hann gerir. Þetta vandamál var krufið út frá öðru sjónarhorni í fróðlegu erindi Jóns Proppé, þar sem hann benti á dvínandi gildi frum- myndarinnar og vaxandi vægi umræðunnar í listheiminum: listaverkið verður hluti af umræðu, og það er i þessari um- ræðu sem við finnum gildi verksins, frekar en í hinni efnislegu útfærslu þess, sagði Jón. Jaðarinn og miðjan Umræðan um miðjuna og jaðarsvæðin snerist fyrst um mis- mun: Paolo Bianchi, listfræðingur frá Sviss, taldi að mismun- ur væri til staðar, að hann ætti rétt á sér og að hann styrkti sjálfsvitundina: listamaðurinn vinnur út frá sínu nánasta um- hverfi, fjölskyldu, kynferði, minnihlutavitund, þjóðernisvitund o.s.frv. Slíkur mismunur styrkti bæði listina, umræðuna og sjálfsvitundina. Lux sagði þetta bull, heimurinn væri eins og súpermarkaður þar sem hver og einn veldi það sem hon- um þóknaðist, sjálfsvitundin, þjóðemisvitundin eða minni- hlutavitundin væri fjötur á listinni og á endanum hættu- leg. Heimurinn væri endalaust flæði hugmynda þar sem í raun væri ekkert upphaf, enginn upprunalegur höfundar- réttur og enginn endir, ekkert endanlegt markmið. Flæðið réttlætist af sjálfu sér. Kannski hafa báðir nokkuð til síns máls: ofuráhersla á mun í menningarlegu og pólitísku samhengi leiðir auðveld- lega til fundamentalisma og bókstafstrúar eins og við sjá- um gerast meðal heittrúaðra múslíma, gyðinga og annarra strangtrúarhópa sem leggja ofuráherslu á muninn. Ofurá- hersla á hið gagnstæða leiðir auðveldlega til tómhyggju sem nálgast bókstafstrú á hinum vængnmn eins og kom í ljós þegar leið á umræðuna: Annelie Polen, forstöðukona listasafnsins í Bonn, sagði að við værum öll stödd á jaðar- svæði og horfðum inn að miðjunni, sem væri tóm. Hún bar saman Péturstorgið í Róm, sem væri hringur um algildan sannleika, og hringlaga verk þýsks listamanns sem sýndi tómið, algjöra fiarvist sannleikans. Sem jafhframt þýðir að allur munur hefur glatað gildi sínu. Merkingarleysið verð- ur viðfangsefni listarinnar sem eins konar veisla fyrir aug- að, sagði hún og sýndi okkur dæmi. Umræðan lokaðist inn í farvegi tveggja bókstafstrúarpóla um hinn algilda mun góðs og ills og hina algildu fiarvist þessa munar. Það var þar sem harðfiskurinn kom inn í umræðuna sem þarft innlegg: hann var boðberi mismunar, sem var áþreifanlegur þó hann væri ekki algfldur. Áður en yfir lauk höfðu flestir meðtekið þessa ábendingu með áþreifan- legum hætti, þótt sumir höfnúðu boðinu annaðhvort af prinsípástæðum eða af þvi að þeir höfðu ekki smekk fyrir öðruvísi mat. Niðurstaða? Miðjan er ekki í sjónmáli sem þátttakandi í umræðunni, því hún talar í gegnum"peninga og vald og ef ekki vill betra, í gegnum ofbeldi. Það gerir bókstafstrú hins algflda mismunar líka. Listin lifir í þeirri umræðu sem þrífst handan þessarar frumspekilegu tvíhyggju, handan hins góða og illa. Hvar er hún annars möguleg? Myndlist Úlafur Gíslason Hulda Hákon: Án titils. Mynd þessi er nú á sýningu Huldu í Gallerí Ingólfsstræti 8. Sýning Huldu er þarft innlegg í um- ræöuna um sjálfsvitund og mismun sem rædd er í greininni. Lars von Trier með noju Politiken segir frá því ný- lega að Lars von Trier, sá sem við munum fyrir frábæru þátta- röðina um Lansann, sé hættur að veita blaðamönnum viðtöl. Lars er heimsnafn fyrir kvik- myndina Breaking the Waves sem hann gerði í Skotlandi og hlaut mikið lof fyrir á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Þar var Lars ekki viðstaddur, af þessari sömu feimni. Hann vill ekki tala við blaðamenn, ekki einu sinni í síma. „Með vaxandi viðbjóði horfi ég á mín eigin orð þar sem þau birtast hér og þar og alls staðar. Ummæli höfð eft- ir mér verða sífellt þvingaðri, ámátlegri og merkingarlausari!" skrifar hann í bréfi til dreifing- araðfla myndarinnar. „Mér hefur alltaf þótt mann- eskjan bak við verkið áhuga- verð,“ segir hann líka, „ég hef ævinlega lapið upp hvert orð af vörum þeirra sem ég dáist að ... og ég hef alltaf talið sjálfsagt að segja orð þegar beðið var um. En nú kemur feimnin yfir mig ..." Meðal næstu verkefna Lars von Trier er heimildamynd fyr- ir sjónvarp um eitt af átrúnað- argoðum hans, Ingmar Berg- man. Þar verða bútar úr kvik- myndum og viðtölum en einnig leiknar senur, og talað er um að Ernst Hugo Jágergárd - yfir- læknirinn skapbráði úr Lans- anum - leiki Ingmar sjálfan. Nýr formaður 2000 Björn Bjamason hefur nú ákveðið hver verður formaður Listahátíðar árið 2000, þegar Reykjavik verður ein af menning- arborgum Evrópu. Sá er Sveinn Einarsson leikstjóri. Borgin á for- mann Listahátíðar 1998, Þórunni Sigurðardóttur sem líka er leik- stjóri. Næstu Listahátíðum ætti að verða nógu vel leikstýrt. Átök aldanna Samband hins einstaka og hins almenna, bókmennta og ' menningarástands, er krufið í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar. Þar tekst efnisval vel, tölublaðið er sterk heild. Ekki er nýtt að bera saman Gróður jarðar og Sjálfstætt fólk, en Halldór Guðmundsson nær í samanburði á viðhorfum og stíl skáldanna að sýna það sem áður hefur aðeins verið sagt, hvernig Halldór Laxness í senn mótast af Hamsun og gengur á hólm við hann. Hjá Halldóri Guðmundssyni er Hamsun fulltrúi 19. aldar, Halldór Laxness 20. aldar. Viðureign þeirra er hafin yfir skáldverkin tvö; hún er tog tveggja tíma. Hin langa 19. öld er víðar tfl umræðu. Snjöll greining Páls Valssonar á kristni Jónasar Hallgrímssonar er dæmi um nauðsyn menningarsögulegrar rýni fyrir skilning á skáldskap og er ' bæði nýstárleg og trúverðug. Páll sýnir fram á að evrópsk hugmyndasaga 19. aldar er hluti íslenskrar bókmennta- sögu; þó er niðurstaðan að Jónas glimir við sömu spum- - ingar og Kierkegaard, en á annan hátt, hátt skáldsins. Á seinustu aldamótum er Benedikt frá Auðnum. Sveinn _ Skorri Höskuldsson gerir grein fyrir einstæðu menningar- Bókmenntir Ármann Jakobsson ástandi í Þingeyjarsýslu sem tákngerist í bókasafninu. Sveinn Skorri tengir það við tíðarandann; þó er Benedikt ’ einnig uppi á 21. öldinni; orð hans um „kosmópólitískt konkúrranse anarki“ hitta einkennilega í mark. Róttækni Bene- dikts er hluti sérstæðs menningarviðburðar en Sveinn Skorri sýnir eftir- minnilega fram á seiglu hennar. Atómöldin á sér einnig fulltrúa. Viðtalið við Matthías Johannessen er eitt þeirra góðu viðtala þar sem lesandinn er forvitinn fyrir, enn forvitnari eft- ir. Matthías kann list viðtalsins öðrum betur og tekst sífellt að komast í mót- sögn við sjálfan sig án þess að glata heilindum sínum, er þversagnakennd- ur en sannur og ótvírætt eitt þeirra skálda 20. aldar sem á sér flest andlit. Þetta eru bautasteinar tímaritsins en skáld Eysteins Björnssonar og Anna Hathaway Helga Ingólfssonar, sem burðast hvort með sitt stórskáldið, styrkja menningar- sögulegt yfirbragðið. Rúsínan í pylsuendanum er ritgerð hins síunga Guðbergs um fegurðina; hann virðist aldrei glata ferskleika sínum. Þökkum góðar móttökur sprengitilboð heldur á£ram Þú kemur og sækir opið 1 6()<) -233( alla daga 12" m. 2 áleggfum á 690 kr. 16" m. 2 áleggjum á 790 kr. 18" m. 2 áleggjum á 890 kr. Pizzahöllin Dalbraut 1 RVK. (v. ubeygjuna hjá Laugarásbíó ) Ath. einnig góð tilboð i heimsendingum. S. 568 4848

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.