Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAöUR 30. SEPTEMBER 1996 Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna um jafna stöðu karla og kvenna á fjárhagsárinu 1997. 1 Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði jafnréttisfræðslu í skólum og á öðrum uppeldisstofnunum og til annarra sérstakra þróunarverkefna sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Umsóknir skulu sendar Hildi Jónsdóttur jafnréttisráðgjafa, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1996. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Nánari upplýsingar veitir jafnréttisráðgjafi í síma 563 2000. Borgarstjórinn í Reykjavík 26. september 1996 Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um almenna styrki til menningar-, félags- og uppeldis- mála á fjárhagsárinu 1997 Félagsmálaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til félags- og heilbrigðismála í Reykjavík. fþrótta- og tómstundaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfa í Reykjavík. Menningarmálanefnd auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfs í borginni. Fræðsluráð auglýsir eftir um sóknum um styrki á sviði grunnskólastarfs. Stjóm Dagvistar bama auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi fyrir leikskólaböm. Auk þess auglýsir stjóm Dagvistar bama eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í leikskólum borgarinnar og geta umsækjendur verið leikskólar, starfsmannahópar eða einstaka leikskólakennarar og fagmenn á sviði leikskólamála. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í upplýsinga- þjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Umsóknir skulu sendar Halldóru Gunnarsdóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík, fyrir 15. nóvember 1996. Hægt er að fá umsóknareyðublöð send ef óskað er. Þeir umsækjendur sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þess fjár. Nánari upplýsingar em veittar í síma 563 2000 alla virka daga milli kl. 10 og 12. Borgarstjórinn í Reykjavík 26. september 1996 t- t € £ Tilveron: Skemmtileg og öðruvísi neytendaumfjöllun er alla þriðjudaga í DV. Umfjöllunin er á fjórum samliggjandi síðum og fjallar um allt sem viðkemur fjölskyldunni, heimilinu, vinnunni og áhugamálum fólks. Tippf réttir: Tippfréttir er lifandi íþróttaumfjöllun þarsem erað finna allt sem viðemur enska og ítalska boltanum og lengjunni. Menning: Fjölbreytt og skemmtileg menningarumfjöllun í umsjón Silju Aðalsteinsdóttur er alla Priðjudaga í DV. Fréttir i>v Margt fólk sótti fundinn um hiö nýja lyf sem fariö er aö reyna viö MND-sjúkdómnum hérlendis. Meöal gesta var Rafn Jónsson tónlistarmaöur sem barist hefur fyrir málefnum þeirra sem haldnir eru þessum sjúkdómi. DV-mynd Jón Þóröarson Nýtt lyf hægir a MND-sjúkdómnum Farið er að reyna lyf við MND- sjúkdómnum á sjúklingum hérlend- is. Um er að ræða lyfið Rylutek sem rannsóknir benda til að hægi á sjúk- dómnum um 25 til 30 prósent og seg- ir Grétar Guðmundsson taugalækn- ir að það sé jákvæður árangur með fyrsta lyf við sjúkdómnum. MND er erlend skammstöfun á sjúkdómi sem lamar hreyfitaugar líkamans og deyja margir af hans völdum á fáum árum. Talið er að á milli 30 og 40 einstaklingar hér á landi séu haldnir MND-sjúkdómn- um og greinast tæplega tveir ein- staklingar með veikina að meðaltali árlega hérlendis. Ekkert annað lyf hefur hingað til verið þekkt við sjúkdómnum. Grétar segir að þó um jákvæðan árangur sé að ræða af nýja lyfinu sé ekki hægt að segja mikið um hver framþróunin verður í lyfjum við þessum sjúkdómi. Nú er verið að reyna annað lyf í Bandaríkjunum, Myotrophin, sem talið er hægja á sjúkdómnum um allt að 34%. Það er notað með nokkuð öðrum hætti en hitt lyfið, en séu þau notuð saman er talið að árangur geti enn aukist. Myotrophin fær flýtimeðferð í skrán- ingu, en ekki er enn vitað hvenær það kemur hingað til lands. -jþ Asta og Guöbjörg Jónasardætur fá sér tertu á hátíö sem haldin var til minn- ingar um fööur þeirra á 126 ára fæöingarafmæli hans. í tilefni þess var opn- uö ný rannsóknarstofnun. DV-myndir Sigrún Lovísa Hér sjáum viö eggjasafn Jónasar Kristjánssonar læknis sem var frumkvööull aö stofnun Heilsu- stofnunar NLFÍ. Ýmsir persónulegir munir Jónasar eru varöveittir i heilsustofnuninni, þ. á m. þetta glæsilega eggjasafn. Rannsóknar- stofnun Jónasar Kristjáns- sonar opnuð DV, Hveragerði: Föstudaginn 20. september sl. var þess minnst að 126 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Kristjánssonar læknis. Opnuð var rannsóknar- stofnun, sem kennd er við Jónas, á Heilsustofnun NLFÍ og á hún að sjá fræðimönnum fyrir aðstöðu á stofn- uninni í 2-3 mánuði í senn. Einnig fá þeir alla aðstoð sem þeir þarfnast meðan þeir vinna að verkefnum sín- um. Sigrún Lovísa Nýjung í námsfram- boði í Seyð- isfjaröar- skóla DV, Seyðisfirði: Nýhafið skólaár er 166. starfsár Seyðisfjarðarskóla og er hann elsti skóli á Austur- landi. Enn þá starfar nokkur hluti skólans í hinu myndar- lega skólahúsi sem reist var sumarið 1907. Nokkur umræða hefur verið um það undanfarin misseri að íslenskir framhaldsskólanem- endur ljúki stúdentsprófl al- mennt ári eldri en tíðkast ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla, hefur bent á að í 10. bekk séu nemendur famir að nema sum- ar þær námsgreinar sem eru á námsskrá fyrstu anna í fram- haldsnáminu. Það væri því einkar eðlilegt að gefa góðum og framsæknum nemendum tækifæri til að ná sér í náms- punkta úr þeim greinum þar, sem þeir gætu síðan flutt með sér í einingasafhið sem krafist er til stúdentsprófs þannig að þá styttist tíminn í framhalds- náminu. Pétur, skólastjóri Seyðis- fjarðarskóla, segir að í vetur geti þeir nemendur í 10. bekk, sem þess óska numið Þýsku-103, Bók-103 og Rit-103. Menntaskólinn á Egilsstöðum muni síðan sjá fyrir prófverk- efnum og annast próftöku en í þann skóla mun leið margra þessara nemenda liggja að loknu grunnskólanámi. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.