Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 39 Fréttir Björgunarsveitarmenn á Seyöisfiröi aö leggja í fjallgöngu í brattar hlíöar Bjólfsins meö snjómælingastangir. DV-mynd JJ Björgunarsveitar- menn vinna að for var nastör fu m DV, Seyðisfirði: Félagar í björgunarsveit slysa- varnadeildar ísólfs á Seyðisfirði örkuðu upp brattar hlíðar Bjólfsins og Strandartinds um daginn meö mælistikur, sem eiga að vera til leiðbeiningar fyrir þá sem fylgjast með snjóalögum á komandi vetri. Því verkefni er nú stjórnað frá Veð- urstofu íslands og munu snjóaeftir- litsmenn á staðnum annast uppsetn- ingu þeirra á réttum stöðum. í fyrravetur var sett upp veðurathug- unarstöð i mynni Vestdalsins. Hún er tölvutengd við bækistöðvar eftir- litsmannsins hér og að sjálfsögðu við Veðurstofuna sjálfa. Frá henni koma stöðugar upplýsingar um vindstyrk, úrkomu og hitastig. Ailt gerir þetta eftirlitsstörfm auðveld- ari og markvissari. Nú á haustjafndægrum, eftir ein- muna haustblíðutímabil, er mönn- um að sjálfsögðu hollt að minnast þess að brátt fara veður að gerast vályndari. -JJ Hluti hópsins sem tók þátt í námskeiöi í víöavangsleit fyrir leitarhunda á Héraöi. Landsæfing hjá leitarhundum DV, Egilsstöðum: „Þetta hefur í alla staði verið mjög gott námskeið og árangur von- um framar og sýnir að menn hafa verið að vinna vel undanfarin ár,“ sagði Guðmundur Magnússon, gjaldkeri í stjóm Leitarhunda, sem er deild innan Slysavarnafélags ís- lands, en nýlega var haldið á Héraði námskeið í víðavangsleit fyrir leit- arhunda á vegum deildarinnar. Þátttakendur voru úr öllum lands- fjórðungum og tóku 19 menn, hver með einn hund, þátt í þjálfuninni. Þrír leiðbeinéndur komu frá Skotlandi og létu þeir mjög vel af ár- angrinum. Hundarnir gengust und- ir próf og náðu þrír A áfanga, 6 hundar fengu B og 8 C. „Áhugi fólks á því sem við erum að gera fer mjög vaxandi, sem er mjög ánægjulegt og er okkur hvatn- ing,“ sagði Steinar Gunnarsson, einn þátttandinn, sem kom frá Sauðárkróki, en hann bjó áður í Neskaupstað. Hann sagði ýmsa aðila styðja sveitina, m.a. Purinafóður í Reykja- vík sem gæfi fóður fyrir hundana, Slysavarnafélagið styrkti nám- skeiðshald en það væri þó bæði fé og ómældur tími sem einstaklingar, sem eiga og þjálfa þessa hunda, legðu á sig að ógleymdum þeim tíma sem fer í leit. Nú er 1 vinnslu myndband af vinnu með leitarhunda í snjóflóða- leit og jókst áhugi á þeim þætti þjálfunar mjög við snjóflóðin ógur- legu á Vestfjörðum. -SB Búið að veiöa 27.000 tonn í smugunni DV, Akranesi: Veiöin í smugunni á þessu ári er komin í 27.000 tonn og er það 15.000 tonnum minna en metárið 1994. Þetta er haft eftir Lars Kjören hjá norsku strandgæslunni. Veiðin í ár er minni vegna þess að það er ein- faldlega minni fiskur á þessum slóð- um en verið hefur. Veiðin er það lít- il að skip hafa verið að tínast af svæðinu vegna þess að veiðarnar borga sig ekki. DVÓ Verölækkun á Gabriel-höggdeyfum Mazda 323 ‘81-’89 aftan - verð 7.600 kr., nú 6.080 kr. Bronco ‘84-’89 aftan - verð 3.900 kr., nú 3.120 kr. Volvo 244 ‘75—‘93 framan - verð 4.000 kr., nú 3.200 kr. Volvo 244 ‘75-’93 aftan - verö 2.900 kr., nú 2.320 kr. Sunny ‘86-91 aftan - verð 7.600 kr., nú 6.080 kr. Corolla ‘88-’92 aftan - verð 7.600 kr., nú 6.080 kr. Aries ‘84-’89 framan - verð 7.600 kr., nú 6.080 kr. Golf ‘84-’91 framan - verð 4.000 kr., nú 3.200 kr. CA varahlutir HAMARSHÖFÐA 1 - SÍMI 567-6744 Olíuryðvörn Gúmmívinnustofan hf. oru.s l\l m Hjólbarðaþjónusta Bón og þvottur Pústþjónusta Verslun | Réttarhálsi 2 • Sími 587 5588 pið| 8:00-18:00 9:00-15:00 Nýjarvörur frábær verö! Undrahaldarar frá 990 kr. Satin-undrahaldarar 1.590 kr. G-strengsbuxur 290 - 590 kr. Brjóstahaldarar frá 690 kr. Satín-hlíranáttkjólar frá 1990 kr. Vinsælu jogginggallarnir komnir aftur, kr. 3.200 Póstsendum COS Glæsibæ sími 588 5575 COS meö verö fyrir þig! (fGrænt númer % / Símtal í grœnt númcr er ókeypis fyrir þann sem hringir* ‘Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SÍMI Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar nœsta dag Ath. / a\\f mlll/ him/, >r>s Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.