Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 34
42 MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Fólk í fréttum Aðalsteinn Jónsson Aðalsteinn Jónsson forstjóri, Bakkastíg 2, Eskifirði, hefur verið í fréttum DV vegna góðs gengis Hrað- frystihúss Eskifjarðar. Starfsferill Aðaisteinn fæddist að Eskiijarð- arseli 30.1. 1922 og ólst þar upp og á Eskifirði. Hann stundaði barna- skólanám á Eskifirði. Aðalsteinn vann alla almenna vinnu til sjós og lands. Hann hóf út- gerð 1946 er hann eignaðist fjórð- ungshlut í bát og gerðist síðan verk- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð- ar hf. Hann rak um árabil síldarsöltun- arstöðvar á Eskifirði, Vopnafirði og Ólafsfirði, eignaðist meirihluta í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar ásamt Kristni bróður sínum 1960 og hefur frá þeim tima verið forstjóri þess. í dag er það langstærsta atvinnufyrir- tækið á Eskifirði og með stærri sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Þá er hann framkvæmdastjóri út- gerðarfyrirtækisins Hólma hf. Aðalsteinn sat um árabil í stjóm Skreiðarsamlagsins, í stjóm Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurl- andi í fjölda ára, í Verðlagsráði sjávarútvegsins, átt sæti í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna undanfarin ár og var stjómarfor- maður í Pöntunarfélagi Eskfirðinga hf. Aðalsteinn var sæmd- ur riddarakrossi Fálka- orðunnar 1988 og stór- riddarakrossi 1991 fyrir störf að atvinnumálum. Fjölskylda Aðalsteinn kvæntist 26.6.1948 Guðlaugu Krist- björgu Stefánsdóttur, f. 4.11. 1923. Foreldrar hennar voru Stefán Hafliði Steingrímsson, verkamaður á Ólafsflrði, og k.h., Jónína Kristín Gísladóttir húsmóð- ir. Börn Aðalsteins og Guðlaugar: Eiríka Elfa, f. 11.3. 1948, búsett i for- eldrahúsum; Björk, f. 26.5.1952, hús- móðir á Eskifirði, gift Þorsteini Kristjánssyni, skipstjóra og aðstoð- arforstjóra Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, en þau eiga þrjú börn; Krist- inn, f. 20.6. 1956, umboðsmaður og framkvæmdastjóri á Eskifirði, kvæntur Öldu Ólöfu Vemharðsdótt- ur og eiga þau þrjár dætur. Kjörson- ur Aðalsteins og Guðlaugar, sonur Bjarkar, er Elvar Aðalsteins, f. 1.6. 1971, framkvæmdastjóri Fiskimiða í Reykjavík. Systkini Aðalsteins: Sigurþór, fyrrv. kaupmaður á Eski- firði; Kristinn, látinn, framkvæmdastjóri á Eskifirði; Anna, húsmóð- ir á Eskifírði; Kristmann, framkvæmdastjóri á Eskifirði; Sigurveig, hús- móðir á Eskifirði. Hálfsystkini Aðalsteins, samfeðra: Ragnar, dó ungur, verkamaður á Eskifirði; Óli ísfeld, nú látinn, veitingamaður í Vestmannaeyjum; Kjart- an, látinn, verkamaður á Eskifirði; Oddný, látin, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Aðalsteins: Jón Kjart- ansson, f. 12.11. 1873, d. 12.4. 1928, bóndi og verkamaður í Eskiijarðar- seli, og s.k.h., Eiríka Guðrún Þor- kelsdóttir, f. 14.7. 1888, d. 3.12. 1970. Ætt Jón var sonur Kjartans, b. í Eski- fjarðarseli, bróður Jóhönnu, móður Þórarins ísfeld, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, og ömmu Vals Arn- þórssonar bankastjóra. Kjartan var sonur Péturs Brandt, b. í Eskifjarð- arseli, Kjartanssonar, ísfjörð, kaup- manns á Eskifirði, Þorlákssonar, sýslumanns á Eskifirði, Magnússon- ar, h. í Meirihlíð í Bolungarvík, Sig- mundssonar, stúdents þar, Sæ- mundssonar, lrm. á Hóli, Magnús- sonar, lögsagnara á Hóli, Sæmunds- sonar, sýslumanns á Hóli, Ámason- ar. Móðir Kjartans kaupmanns var Soffia Erlendsdóttir, sýslumanns á Hóli í Bolungarvík, Ólafssonar, bróður Jóns Grunnvíkings, fræði- manns í Kaupmannahöfn. Móðir Kjartans í Eskifjarðarseli var Þor- björg, talin dóttir Páls Melsted, amt- manns í Stykkishólmi, langafa Torf- hildar, langömmu Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. Móðir Þor- bjargar var Friðgerður Egilsdóttir ísfeldt, hins fjarskyggna í Hallberu- húsum, Ásmundssonar, og Herdísar Einarsdóttur, hálfsystur Jóns Páls- sonar, langafa Guðrúnar, ömmu Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Móðir Jóns i Eskifjarðarseli var Kristín Jónsdóttir frá Eyri. Eiríka Guðrún var systir Krist- manns, stórkaupmanns í Vest- mannaeyjum, foðm' Karls, stórkaup- manns þar, föður Kristmanns, kaup- manns í Eyjum. Kristmann var einnig langafi Róberts Agnarssonar, bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Eiríka Guðrún var dóttir Þorkels, b. á Sel- tjarnarnesi og síðar í Stafholti í Vestmannaeyjum, Eiríkssonar, og Sigurveigar Samsonardóttur. Aöalsteinn Jónsson. Afmæli Sigríður Jóhannsdóttir Sigríður Jóhannsdóttir, bóndi og húsfreyja að Skuggabjörgum í Hofs- hreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Sigríður fæddist á Hofs- ósi en ólst upp á Háleggs- stöðum í Deildardal hjá fósturforeldrum sínum, Þórði Hjálmarssyni og Þórönnu Þorgilsdóttur. Þar stundaði hún öll al- menn sveitastörf. Er hún gifti sig hófu þau hjónin búskap að Skugga- björgum þar sem þau bjuggu síðan. Eftir að Sigríður missti manninn hefur hún búið áfram að Skugga- björgum, ásamt Páli syni sínum. Sigríöur dóttir. Fjölskylda Sigríður giftist 1954 Ósk- ari Stefánssyni, f. 5.7. 1908, d. 17.7. 1989, bónda að Skuggabjörgum. Hann var sonur Stefáns Sigurjónssonar, bónda að Skuggabjörgum, og k.h., Guðrúnar Sveins- dóttur húsfreyju. Böm Sigríðar og Óskars Jóhanns- eru Stefán Jón, f. 8.12. 1953, starfsmaður hjá Stuðlabergi á Hofsósi, en sambýliskona hans er Anna Tryggvadóttir og eru böm þeirra Sigurrós Bára, f. 18.2.1989, og Óskar Þór, f. 26.3.1993; Þóranna Guðrún, f. 24.7. 1957, fiskvinnslukona á Hofs- ósi, en sambýlismaður hennar er Magnús Sigurbjömsson og em böm þeirra Sigurbjörn Hreiðar, f. 4.7. 1976, og Linda Rut, f. 28.1. 1983; Páll Birgir, f. 13.4.1959, bóndi að Skugga- björgum, og eru dætur hans Sig- urósk Tinna, f. 9.12. 1983, og Heiðrún Sara, f. 18.8. 1986; Heiðrún Kristín, f. 17.4. 1960, húsmóðir og fiskvinnslukona á Siglufirði, en sambýlismaður hennar er Stefán Jó- hannsson og er dóttir þeirra Sigríð- ur Dana, f. 14.10. 1994, en börn Heiðrúnar frá því áður eru Hafþór Ingi, f. 7.6.1990, og Kolbrún Björk, f. 4.8.1991; Hafdís, f. 2.4.1963, húsmóð- ir á Hofsósi, gift Viggó Einarssyni og eru böm þeirra Vigdís Ósk, f. 13.3. 1989, Karen Inga, f. 20.3. 1992, og Einar Viggó, f. 25.8. 1995; Sig- urjóna Ósk, f. 15.2. 1969, húsmóðir og verslunarmaður í Neskaupstað, en sambýlismaður hennar er Sveinn Guðmundsson og er sonur þeirra Guðmundur, f. 12.1. 1990. Alsystkini Sigríðar: Ríkarður Reimar, nú látinn, Sigurjóna Lára, látin, Ágúst Ásbjörn, Jakobína Lára, Jóhanna Friðbjörg, Halldóra Pálína, Skúli Skagfjörð. Hálfsystkini Sigríðar eru öll látin nema Baldvin. Þau voru Friðhjörg, Þorvaldur, Guðrún, Halldór, Pálína, Guðmunda, Bergur, Ármann, Sig- ríður Herdís og Baldvin. Uppeldissystkini Sigríðar: Þór- anna Hjálmarsdóttir og Þorgils, Trausti og Steinar Þórðarsynir. Foreldrar Sigríðar voru Jóhann Skúlason sjómaður og Sigurrós Guðrún Ágústsdóttir húsmóðir. Sigríður er að heiman á afmælis- daginn. Fréttir Nýr leikskóli á Laugalandi í Holtum: Húsnæðið sprakk utan af leik- skólanum á reynslutímanum DV, Suöurlandi: Nýr leikskóli var tekinn í notkun í vor á Laugalandi í Holta- og Land- sveit. í fyrstu var um að ræða til- raunaverkefni Holta- og Landsveit- ar og Ásahrepps en þau sveitarfélög standa saman að grunnskólanum á Laugalandi. Leikskólinn hefur hlot- ið mjög góðar viðtökur og nú, að loknum reynslutíma, liggur fyrir að húsnæði skólans verður stækkað. Um tuttugu börn sækja leikskólann á Laugalandi og eru þau í mismun- andi langri vistun. Skólinn er til húsa í parhúsi sem var reist sem íbúðir fyr- ir kennara. í fyrstu vár önnur íbúðin tekin undir leikskólann en til stendur að hinni verði einnig breytt á næst- unni og opnað á milli þeirra. Um sjötíu manns úr sveitunum í kring komu á opinn dag sem hald- inn var í leikskólanum í lok Hluti krakkanna í leikskólanum stillti sér upp til myndatöku. Frá vinstri eru Vésteinn, Anton, Þóröur, fíagnheiöur, ína, Hrefna, Bryndís, Hanna, Hjaiti, Vala og Fjóla. DV-mynd Jón Þóröarson reynslutímans nú á dögunum og seminni þar. Fiórir starfsmenn eru dóttir leikskólakennari þar í for- var góður rómur gerður að starf- við skólann og er Guðrún Þorleifs- stöðu. -jþ Til hamingju með afmælið 30. september 80 ára___________________ Ingibjörg Jóhannsdóttir, Klauf, Eyjafjarðarsveit. Sigurbergur Bjarnfreðsson, Birkihlíð 20, Vestmannaeyjum. Hulda Pálsdóttir, Nesvegi 49, Reykjavík. 75 ára________________________ Anna G. Jónsdóttir, Mávahlíð 33, Reykjavík. Ambjörg Pétursdóttir, Pósthússtræti 13, Reykjavík. Jón S. Hjálmarsson, Gilhaga, Lýtingsstaðahreppi. Malena Elín Óladóttir, Skólavegi 62, Fáskrúðsfirði. 70 ára_______________________ Kjartan Magnússon, Berþórugötu 51, Reykjavík. Benedikt Helgason, Álfhóli 7, Húsavík. Ólöf Guðrún Óskarsdóttir, Hátúni 10 A, Reykjavík. Steingrímur Valdimarsson, Heiðarholti, Svalbarðsstrandarhreppi. Þórarinn Torfason, Hringbraut 50, Reykjavík. Bogi Þórir Guðjónsson, Bakkabraut 10, Kópavogi. Ragnar B. Jóhannesson, Ásakoti II, Biskupstungnahreppi. 60 ára_______________________ Erling Andreassen, Beykihlíð 2, Reykjavík. 50 ára_______________________ Hermann Jóhannes Jónsson, Tjarnarlundi 16 A, Akureyri. Sæbjörg Jóhannsdóttir, Breiðabliki 1, Neskaupstað. Ásdis Jónsdóttir, Hólabraut 12, Hafnarfirði. Einar Zophoniasson, Mýrum I, Skriðdalshreppi. Sigríður Illugadóttir, Hóli II, Hvalfjarðarstrandarhreppi. Jón Arngrimsson, Hafnarbraut 21, Hólmavík. Guðmundur Snorri Garðarsson, Fellsmúla 4, Reykjavík. 40 ára_____________________ Þorsteinn Geirsson, Smyrlahrauni 56, Hafnarfirði. Sigvaldi Þorsteinsson, Ásabraut 5, Grindavík. Kristján Þór Svavarsson, Freyjuvöllum 13, Keflavík. Auðunn Arnar Stefhisson, Hátúni 4, Vestmannaeyjum. Oddný S. Hjálmarsdóttir, Austurbyggð 6, Akureyri. Akraneskaup- staður kaupir húsnæði fyrir Landmælingar DV, Akranesi: Bæjarráð Akraness samþykkti á siðasta fundi sínum að ganga til samninga um kaup á 905 fermetra húsnæði í Stjórnsýsluhúsinu við Stillholt og leita eftir fjármagni til kaupanna í samræmi við framlögð gögn, enda liggi fyrir samningar við Landmælingar íslands eða umhverf- isráðuneytið um leigu húsnæðisins til 15 ára. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að gera tillögu að stofnun sjóðs sem verði í eigu bæj- arsjóðs, en með það hlutverk að eiga og reka framangreinda eign, þannig að unnt verði að halda kaup- um og rekstri eignarinnar frá bæj- arsjóði. -DVÖ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.