Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 30
38 MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 ISLANDIA RJÚPNASKOT 34 g. Högl 2,8 mm. TILBOÐ KR. 495.- ÍSLANDIA rjúpnaskotin eru framleidd afELEYí Englandi. Umboðsmenn um allt land Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíð 41, fívik, slmi 562-8383 Fréttir Fatlaðir á Suðumesjum hafa unnið verkefni fyrir Flugleiðir siðustu ár: Breytir miklu ef þau missa verkefnið - segir Sigríður Daníelsdóttir Kjartan Ásmundsson, sem er blindur, er gríðarlega duglegur að vinna að verkefninu með heyrnartólin fyrir Flugleiðir. Hér er hann að greiða úr víra- flækjum. DV-mynd Ægir Már DV, Suðurnesjum: „Við heföum gjarnan viljað halda vei'kefninu áfram og halda ákveðnu magni af heymartólum fyrir okkur, því þetta verkefni hentar fotluðum ákaflega vel. Þeim finnst Flugleiðir spennandi fyrirtæki að starfa fyrir og þessu fylgir líka ákveðin reisn fyrir þau,“ sagði Sigríður Daníels- dóttir, forstöðumaður endurhæf- ingastöðvar og deildarsljóri svæðis- skrifstofu fatlaðra á Suðumesjum. Fatlaðir hafa séð um að hreinsa og ganga frá heymartólum fyrir Flug- leiðir. Verkið felst m.a. í því að leysa úr víraflækjum, setja svampa á heymartólin og athuga virkni þeirra. Flugleiðir óskuðu hins vegar nýlega eftir verðtilboðum í verkefh- ið. Sigríður segir viðbrögð fólks vera sterk, fjöldi manns hafi hringt á skrifstofuna og látið óánægju sína í ljós með að verið sé að taka verkef- nið af fötluðum. Þau hafi þarna get- að nýtt sina verkgetu og getað sinnt allt að 4-500 tólum á dag. „Þetta kemur þó í raun ekki á óvart. Umfangið var ekki eins mik- ið fyrir þremur árum þegar byijað var á þessu en í dag er þetta orðið það stórt að við ráðum ekki við það nema að hluta til. Því er verkefninu dreift út um bæ en sagt er að fyrir- tækið viiji hafa það á einni hendi auk þess sem þetta sé of dýrt fyrir Flugleiðir. Við höfum lagt mikið upp úr þessu verkefni sem hefur verið mikils virði fyrir fatlaða. Fyr- ir utan það finnst þeim spennandi að vera í tengslum við flugið, við emm með flugvélarnar hangandi yfir okkur alla daga og verkefnið gerir þau að þátttakendum," sagði Sigríður Daníelsdóttir. -ÆMK Eyjamenn vilja sjúkraflugvél Starfsfólk Dvalarheimilis aldr- aðra stóð fyrir undirskriftasöfnun til að vekja athygli á nauðsyn þess að hafa sjúkraflugvél í Vestmanna- eyjum. Fulltrúar Dvalarheimilisins afhentu Lúðvík Bergvinssyni, þing- manni Suðurlands, 1170 undirskrift- ir þar að lútandi í gær, en hann hyggst taka málið upp við aðra þingmenn Suðurlands og koma þeim síðan til samgönguráðherra. í orðsendingu sem starfsfólkið sendi frá sér segir að Flugfélag Vest- mannaeyja hefði farið fram á að hefja reglubundið farþegaflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja en því verið synjað. „Sú synjun gæti kostað það fyrir ( Vestmannaeyinga að Flugfélag Vestmannaeyja sjái sér ekki fært að eiga og reka vél staðsetta hér, sem { alltaf er tilbúin til sjúkraflugs." „Eins og veður og vindar hafa verið í Eyjum í u.þ.b. fjórar vikur, { þar sem þoka hefur legið yfir mest- allan tímann og lítið um flug, einna helst er að Flugfélag Vestmannaeyja , hafi getað skotist milli lands og Eyja, þegar ófært hefur verið fyrir aðrar vélar. Við samvinnu Flug- leiða og íslandsflugs hefur fargjald þess síðarnefnda hækkað og engin samkeppni ríkir í dag,“ segir enn fremur í orðsendingunni. -ggá Ekki útséð um hvort fatlaðir missa verkefnið - segir Edda Björk Bogadóttir, þjónustudeild Flugleiða DV, Suðurnesjum: Smáaugiýsingar 550 5000 „Við erum að reyna að finna heppilega leið og ekki er enn þá út- séð um hvort fatlaðir á Suðumesj- um missa verkefnið. Þetta er ekki útboð sem slíkt heldur er verið að kanna verðhugmyndir frá aðilum sem hafa áhuga á verkefninu. Vinnan við heyrnartólin hefur ver- ið dýr og það er einnig mikilvægt að þetta sé unnið á einum stað því það er mjög óhagkvæmt að dreifa verkefninu á marga aðila. Tækni- deildin okkar er að hanna tæki til að prófa heyrnartólin, sem hafa far- ið um borð, vegna þess að virkni þeirra hefur ekki verið prófuð. Það hefur alltaf verið gott sam- band milli Flugleiða og endurhæf- ingarstöðvarinnar," sagði Edda Björk Bogadóttir, deildarstjóri þjónustudefldar Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli, við DV en Flugleiðir hafa óskað eftir verðhugmyndum um að hreinsa og ganga frá heyrn- artólum. Þetta verkefni hefur að hluta tO verið í höndum endurhæfingar- stöðvarinnar 1 Keflavík þar sem fatlaðir hafa unnið verkið. -ÆMK VELDU ÞÆGILEGR GREIDSLUMÁT GREIDDU ÁSKRIFTINA MEÐ BEINGREIÐSLUM ATH. Allir sem greiða óskriftargjöldin nú þegar með beingreiðsl- um eða boðgreiðslum eru sjálfkrafa í potti glæsilegra vinninga! I | (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.