Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 36
44 MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Víða súld norðaustanlands M|©önn Kurteis maöur, hann Jón Ðald- vin. Ekki sjálfgefið að ég verði for- maður „Ég hef gefið það til kynna, ákaflega kurteislega og hógvær- lega, að það sé ekki sjálfgefið að ég verði formaður Alþýðuflokks- ins næstu tvö árin.“ Jón Baldvin Hannibalsson, í Alþýðublaðinu. Erum alltaf úti í horni „VMSÍ setur okkur aftast í goggunarröðina. Við sitjum úti í homi með okkar kröfugerð og enginn vill tala við okkur.“ Guömundur Gunnarsson, for- maður RSÍ, í Morgunblaðinu. Nú fer ekki á milli mála að farið er að hausta enda er fremur skýjað og sums staðar súld og rigning, þó svo að hitatölur séu enn fremur háar. Veðrið í dag Skammt norður af Færeyjum er 980 mb lægð sem þokast austur. Yfir Grænlandi er dálítill hæðarhrygg- ur, einnig á austurleið. Um 100 km vestur af Hvarfi er 988 mb lægð sem hreyfist austur og grynnist. Áfram er norðankaldi og víða súld norð- austanlands. Um landið sunnan- og vestanvert verður fremur hæg norð- læg átt og léttskýjað. Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig, hlýjast verður austan- og sunnanlands. Sólarlag í Reykjavík: 19.00 Sólarupprás á morgun: 07.37 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 20.34. Árdegisflóð á morgun: 08.54 Veóriö kl. 12 á hádegi í gœr: Akureyri þoka í grennd 8 Akurnes rigning 9 Bergstaöir súld 8 Bolungarvík alskýjað 7 Egilsstaðir alskýjað 9 Keflavikurflugv. súld 9 Kirkjubkl. skýjað 10 Raufarhöfn súld 8 Reykjavíic úrkoma í grennd 10 Stórhöföi súld 9 Helsinki Kaupmannah. skýjaó 13 Ósló rigning 9 Stokkhólmur skýjað 13 Þórshöfn skýjað 11 Amsterdam hálfskýjað 16 Barcelona léttskýjað 23 Chicago alskýjað 13 Frankfurt rigning á síð. kls. 13 Glasgow hálfskýjað 15 Hamborg rigning og súld 13 London léttskýjað 20 Los Angeles þokumóða 18 Madrid léttskýjað 26 Malaga heiöskírt 23 Mallorca léttskýjað 24 París skýjað 19 Róm léttskýjað 21 Valencia heiöskírt 28 New York alskýjaö 16 Nuuk léttskýjað -1 Vín léttskýjaó 15 Washington alskýjaö 19 Winnipeg alskýjaö 9 Ummæli Rennibraut „Þetta er hundrað milljóna skandall og virkar sem renni- braut fyrir snjóflóð." Hálfdán Kristjánsson, um fyrir- hugaðar snjóflóðavarnir á Flat- eyri, í DV. Draumurinn að leiðast „Mig langar í heila helgi þar sem ég get látið mér leiðast." Auður Haralds rithöfundur, í Degi-Tímanum. Aðeins stærri trommur „Við viljum slá á aðeins stærri trommur, en við höfum gert með Morgunstundum jafnaðar- manna.“ Einar Karl Haraldsson, starfs- maður þingflokks jafnaðar- manna, í Alþýðublaðinu. Sjávarföll Sjávanóll verða vegna aðdrátt- arafls tungls og sólar en innbyrð- isfjarlægð og afstaða jarðar, tungls og sólar hefur áhrif á stærð þeirra, að viðbættum áhrifum vinda og loftþrýstings, sem og lögun stranda og hafs- botns. Venjulega líða 12 klukku- stundir og 25 mínútur milli sjáv- arfalla. Mest og minnst Mestu sjávarfóll heims verða í Fundy-flóa sem skilur að Nova Scotia-skaga í Kanada og banda- ríska ríkið Maine og New Brunswick í Kanada. Hjá Bumcoathöfða i Minas-dældinni á Nova Scotia er meðalmunur flóðs og fjöru mestur 14,50 metr- ar en fer upp í 16,60 metra. Við strendur Tahiti eru sjávarföll vart mælanleg. Blessuð veroldin Mestu hafstraumarnir Mesti straumur í heimshöf- unum er Vestanvindastraumur- inn umhverfis Suðurskautsland- ið. Samkvæmt mælingum er rennsli hans um Drake-sund 270.000.000 m3/sek. sem er nærri þrefalt rennsli Golfstraumsins. Öflugasti hafstraumur í heimi er Nakwakto-straumur í Slingsby Channel í Bresku-Kólumbíu í Kanada og nær hann hraðanum 29,6 km/klst. Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri Reykjanesbæjar: Gjörólíkt skólastjórastarfinu DV, Suðurnesjum: „Þetta fer ágætlega af stað. Við erum búin að vera að byggja okk- ur upp hægt og rólega og erum núna að ganga frá samningi við nágrannasveitarfélög um sérfræði- þjónustu við skólana. Það verða þrjú og hálft stöðugildi sem er ætl- að í þessa þjónustu og erum við búin að fá skólasálfræðing, sér- kennslufulltrúa og skólaráðgjafa. Síðan erum viö með aðstoð við skólaþróun og umbótastarf, endur- menntunarnámskeið og endur- og símenntun kennara. Ef svo fer fram sem horfir verður þetta stór- Maður dagsins aukin þjónusta við skólana hér á svæðinu og ég held að menn hljóti að verða ánægðir með það,“ sagði Eiríkur Hermannsson, skólamála- stjóri Reykjanesbæjar. Áður en Eiríkur tók við starfinu var hann búinn að vera skólastjóri í Garðinum í 10 ár en í kringum 1980 var hann skólastjóri á Lauga- landi í Holtum í 3 ár. Eiríkur er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og búa öll systkini hans þar en Ei- Eiríkur Hermannsson. ríkur býr enn þá í Garðinum. „Þetta starf er geysilega fjöl- breytt og spannar stórt svið. Við erum ekki bara með grunnskóla heldur líka leikskóla, tónlistar- skóla og svo eru málefni menning- amefndar og bókasafns vistuð undir mínu embætti. Ég er svona að setja mig inn í sem flesta hluti, eins og leikskólamál og annað sem ég hef ekki mikið hugleitt hingað til en það er mjög spennandi. Þetta er gjörólíkt skólastjórastarfinu, er meira skrifstofuvinna og dagleg skipulagsvinna heldur en skólaamstrið en jafnframt sakna ég þess að maður er náttúrlega ekki í samskiptum við nemendur og samskipti við kennara eru öðruvísi líka. Þannig er það ýmis- legt sem ég sakna úr skólastjóra- starfinu." Eiríkur er mikill áhugamaður meðal annars um íþróttir. „Ég hef einnig mikinn áhuga á tónlist og söng. Ég er í söngsveitinni Víking- um í Garði sem er skipuð mönn- um úr Garði og Sandgerði. Þar syng ég tenór og byrjaði fyrir ári. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og þarna erum við 16 karlar og allt góðir félagar. Þá er ég mikill knattspyrnuáhugamaður og reyni að spila fótbolta að minnsta kosti 2 í viku með vinum mínum. Svo hleyp ég svolítið mér til skemmt- unar og heilsubótar." Það er ekki ólíklegt að mikið sé talað um skólamál hjá fjölskyld- unni. Eiginkona Eiriks er Oddný Harðardóttir, aðstoðarskólameist- ari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, og eiga þau tvær dætur, Ástu Björk, 12 ára, og Ingu Lilju, 10 ára. -ÆMK Myndgátan Brermsuklossar Myndgátan hér aö ofan lýsir hvcrugkynsoröi Matti Rantanen er einn fremsti harmoníkuleikari í heimi. Orgel, harmoníka, strengir og blástur Á Norrænum músíkdögum á mánudaginn er boðið upp á tvenna tónleika. Fyrri tónleik- arnir verða í Hallgrímskirkju klukkan 17.00. Þar koma fram fjórir orgelleikarar, Harri Viit- nen, Lenka Mátéová, Katarina Lewkovitch og Eva Feldbæk. Á þessum tónleikum verður flutt verkið Octopus eftir Pelle Gud- mundsen-Holmgren sem er fyrir tvo orgelleikara. Önnur tónskáld sem eiga verk á tónleikum þess- um eru Finnarnir Harri Viita- nen og Harri Vuori ásamt Torst- en Nilsson frá Svíþjóð. í verki Viitanens má heyra útfærslu hans á söng ýmissa fugla, svo sem næturgala og svartþrasta. narrawir múslkdagar Þjóðarhljóðfæri Finna Síðari tónleikarnir í dag eru kl. 21.00 í Gerðarsafni. Þar hljóma harmoníka, strengir og blástur. Á þessum tónleikum gefst tækifæri til að heyra í þjóð- arhljóðfæri Finna, kantele, og er það Ulla Honkonen sem leikur á það, Camerartica hópurinn kem- ur fram og með honum leikur harmoníkusnillingurinn Matti Rantanen. Þá verður í stóru hlutverki á þessum tónleikum, kontrabassaleikarinn Hávarður Tryggvason. Meðal þeirra sem eiga verk á tónleikunum er Kjai-tan Ólafsson. Bridge í tvímenningi skiptir það miklu máli að verða ekki undir í bútabarátt- unni og leyfa andstæðingunum ekki að spila stubbasamning þegar þú sjálf- ur átt spilalegan samning. En slík bar- átta er aldrei hættulaus og menn verða oft fyrir því að brenna sig. Hér er spil frá EM framhaldsskóla sem haldið var i Cardiff í sumar. Það kom fyrir í leik Þjóðverja og Dana. Sagnir gengu þannig á öðru borðanna, norður gjafari og NS á hættu: ♦ Á43 V 1086 ♦ 9654 ♦ ÁK3 ♦ 10876 •* DG32 ♦ KG7 ♦ 74 4 DG5 V ÁK5 ♦ Á32 ♦ 10965 Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 * pass 14 pass pass dobl pass dobl 1 Grand p/h pass pass Danirnir notuðu 12-14 punkta grand, en Dananum Troels leist ekkert á að opna á einu grandi á suðurspilin á hættu gegn utan. Hann valdi því opnunina eitt lauf (standard) og pass- aði tígulsögn félaga í norður. Vestur átti 4-4 i báðum hálitum en fulllítið af punktum miðað við að félagi í austur var passaður. En vestur var blindaður af þeirri staðreynd að hann var utan hættu og taldi litla hættu á þvi að dobla til úttektar. En þar skjátlaðist honum. Austur gat ekkert sagt annað ein eitt grand og norður átti fyrir dobli. Suður spOaði út tígulþristi sem sagnhafi átti á tíuna heima og spilaði hjarta. Suður drap á ás og spilaði lág- um tigli og austur spilaði áfram hjarta. Suður gaf þann slag og þá var laufi spilað úr blindum. Norður drap á kóng, spilaði tigli, suður tók slagi á báða rauðu ásana og spilaði síðan laufi. Austur gerði þau mistök að henda laufi i fjórða tígulinn og þá var honum spilað inn á lauf og afganginn átti vörnin.i ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.