Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 Akranes: Reynt að kveikja í Grundarskóla Reynt var að kveikja i Grundar- skóla á Akranesi í gærkvöld. Búið var að hrúga bréfadrasli við úti- dyrahurð og leggja eld að. Eldvama- kerfi skólans fór í gang og þegar slökkvilið kom á staðinn var þar töluverður eldur og reykur. Engar teljandi skemmdir urðu á skóla- byggingunni. Að sögn lögreglu á Akranesi var íkveikjan sennilega ekki í tengslum við sigur Skagamanna í 1. deild. Rólegt var í bænum enda telst það varla til tíðinda að Skagamenn vinni titla. -JHÞ Níræö kona mjaðmarbrotnaði á sjúkrahúsinu á Húsavík: Ekki til nóg af öryggisgrindum á rúm sjúklinga - segir Sigvaldi Jónsson, sonur konunnar Tæplega níræður Húsvíkingur, Kristín Sigvaldadóttir, var flutt á sjúkrahúsið á Húsavík eftir að hafa dottið heima hjá sér I síðustu viku án þess þó að brotna. Aðfara- nótt laugardags féll Kristín svo aftur og þá fram úr rúmi sínu á sjúkrahúsinu og mjaðmarbrotn- aði. Engin grind var á rúminu til að vama því að hún félli fram úr. Um hádegisbilið á laugardag var hún því send á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri þar sem hún átti að gangast undir aðgerð. „Mér var sagt að það hefði ekki verið til grind á sjúkrahúsinu til að hafa fyrir framan rúmið - það væru ekki til grindur fyrir öll rúm. Ég var mjög hissa á því að það skyldu vera svona slysagildr- ur á sjúkrahúsum. Manni frnnst að það hljóti að vera hægt að gera eitthvað til að draga úr hætt- unni,“ segir Sigvaldi Jónsson, son- ur Kristínar. „Mér finnst ólíklegt að það séu ekki tO grindur á öll rúm á sjúkra- húsinu. Það er alveg ljóst að þetta er það síðasta sem við myndum spara. Við hækkuðum öll handrið fyrir ekki mjög löngu. Það kostaði mikið og var nauðsynlegt öryggis- atriði. Það hlýtur að vera eitthvað annað sem þarna kemur tO. Við pössum upp á öryggi sjúkling- anna,“ segir Friðfinnur Her- mannsson, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Húsavík. Friðfinnur var nýkominn í bæ- inn þegar DV hafði samband við hann og hafði ekki fengið fréttir af slysinu. Samkvæmt upplýsingum DV liggur Kristín Sigvaldadóttir enn á sjúkrahúsinu á Akureyri og er líðan hennar þokkaleg. -GHS Akumesingar fógnuðu vel í gær þegar knattspyrnulið þeirra vann islandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð. Sig- urvíma skein úr hverju andliti og eins og myndin ber með sér eru heimamenn svo sannarlega í sjöunda himni. DV-mynd ÞÖK L O K I Veðrið á morgun: Léttskýjað víðast hvar en smáskúrir vestast Á morgun verður fremur hæg vestlæg átt, skýjað að mestu og smáskúrir eða dálítil súld allra vestast og við ströndina norð- austan tO. Annars verður létt- skýjað víðast hvar. Hiti verður á bilinu 3 tO 10 stig, kaldast um landið norðanvert. Veðriö í dag er á bls. 44. Byggðastofnun: Grundvöllur vinnubragða - segir formaður „Mér finnst að með þessari skýrslu Ríkisendurskoðunar sé kominn góður gi'undvöUur tO þess að fá ferskari og nýtískulegri vinnu- brögð í þessari stofnun," segir EgOl Jónsson, alþingismaður og formað- ur stjórnar Byggðastofnunar, en hann óskaði á sínum tíma eftir þeirri stjórnsýsluendurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar. EgiU segir niðurstöður Ríkisend- urskoðunar ekki koma sér á óvart og þegar hann var spurður hvort hann væri sammála því sem Ríkisendur- skoðun legði tO, að stofnunin yrði í raun svipt sjáliræði og færð undir forsætisráðherra, kvaðst hann mjög vel geta feUt sig við slíkt fyrirkomu- lag. „Ég hef sagt við samstarfsmenn mína að það væri leið tO markviss- ari og skOvirkari vinnubragða að stofnunin yrði sérstök deOd innan forsætisráðuneytisins." -SÁ Björg féliu í Óshlíð Nokkur stór björg féllu á veginn um Óshlíð við Sporhamar um níu- leytið í gærkvöld. Að sögn lögreglu í Bolungarvík voru engir bUar á veginum þegar grjótið féU. -JHÞ Stúlka handtekin fyrir hnífstungu Sextán ára stúlka, sem er grunuð um að hafa stungið 15 ára dreng í bakið aðfaranótt laugardags, var handtekin í gær. Stúlkan er nú í vörslu lögreglu. Meint líkamsárás á að hafa átt sér stað í kirkjugarðin- um við Suðurgötu. Drengurinn var nokkuð sár en hefur verið útskrifað- ur af sjúkrahúsi. -JHÞ Slökkvilið á haustblót SlökkvUiðið á Kjalarnesi var kaU- að út sl. föstudagskvöld en tilkynnt var um eld í Tíðaskarði. Slökkvilið- ið brást fljótt við og hélt á staðinn en ekki reyndist ástandið vera al- varlegt þar sem þarna var á ferð haustblót hjá Ásatrúarfélaginu. í ljós kom að félagsmenn höfðu kveikt bál mikið og blótuðu haust með dansi í kringum það. Þegar slökkvOiðið komst tO botns í málinu hélt það heim á leið. -ggá tSKNOieifl 1 533-1000 r Kvöld- og helgarþjónusta NSK kúlulegur Powlsen Suðurlandsbraut 10 - Simi 568 6499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.