Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 19 Sjálfvirka tilkynningakerfiö er einfalt í notkun. DV-mynd Pjetur Lengi í þróun „Þessi lausn hefur verið lengi í þróun,“ segir Hallgrimur Einarsson hjá DNG sjóvélum. „Hún byggist á því að það er notuð fleiri en ein leið til að koma gögnum frá skipi til lands. Hægt er að taka við boðum hvort sem þau koma í gegnum gervihnetti eða í gegnum VHF fjar- skiptakerfi sem er notað þegar skip eru innan við 50 mílur frá landi. Það nýtist smábátaflotanum," segir Hallgrímur. Lítið landstöðvakerfi hefur þegar verið sett upp og þjónar það haf- svæðinu kringum Reykjanes og austur af Vestmannaeyjum. Kerfið virkar þannig að í bátum eða skip- um er talstöð og GPS tæki. Tækin eru forrituð til að senda staðsetn- ingar á ákveðnum tíma en þau geta lika nýst til annarra gagnaflutn- inga. „Þessi tæki eru lokuð og sjálf- virk en á þeim er neyðarhnappur og ef ýtt er á hann berast neyðarboð til lands og annarra skipa í nágrenn- inu. Þau innihalda síðustu staðsetn- ingu skipsins sem er í neyð. Ef ekk- ert heyrist frá skipinu innan ákveð- ins tíma sendir landstöðin út slík neyðarboð," segir Hallgrímur. Fjar- skiptakerfið er sett upp í samvinnu við breska fyrirtækið Racal Survey en unnið er að markaðssetningu þess erlendis. Landstöð sem tekur á móti gervi- hnattaboðum frá skipum fyrir utan 50 mílur hefur líka verið sett upp. Hallgrímur segir að líklega sé mögulegt að uppfæra staðsetningu skipa sem nota gervihnetti á flmm við heyra enn oftar frá skipum og bátum en það og það verður mögu- legt með þessari nýju tækni,“ segir Páll Ægir. Þriðji kosturinn sem Páll Ægir nefnir er að kerfið er einfalt í notkun. „Á skjánum hefur hvert skip sitt einkenni og þar má sjá stefnu þess og hraða. Það má líka minnka og stækka hafsvæðið sem fylgst er með. Það sést um leið ef skip eða bátur lendir í vandræðum og þá bregst kerfið strax við. Ef lengri tími en 15 mínútur líður frá því að boð heyrast frá skipi þá fer allt kerfið í gang og skip í nágrenn- inu fá neyðarboð þar sem gefin er upp síðasta staðsetning skipsins í vandræðum. Enn fremur fáum við það strax upp á skjáinn hjá okkur,“ segir Páil Ægir. í fjórða lagi er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir því að kerfið auðveldar mjög samhæfingu björgunaraðgerða, hvort sem það er vegna hamfara í landi eða skip- skaða. Við treystum mjög á fiski- skipaflotann til björgunai og leitar. Þaö er því mikili kostur að geta séð nákvæmlega hvar skipin eru þegar skipskaðar verða. Það sýndi sig líka þegar snjóflóðin féllu á Vestfjörðum að það er mikilvægt að vita hvar fiskiskipaflotinn er staddur ef flytja þarf björgunarmenn með aðstoð hans. Kerfið er því bylting i örygg- ismálum fyrir sjómenn og lands- menn alla.“ Þrjátíu ára reynsla Páll Ægir segir að sérstaklega þurfi að fylgjast með smábátum. „Þeim hefur fjölgað mikið og sækja ___ Sjálfvirk tilkynningaskylda: 111 öryggis fyrir sæfarendur - bylting í björgunarmálum, segir Páll Ægir Pét- ursson, deildarstjóri björgunardeildar SVFÍ Slysavarnafélag íslands er nú samstarfi við DNG sjóvélar á Akur- eyri um þróun, uppsetningu og kynningu á sjálfvirku tilkynningar- kerfi. Kerfið er byggt á hugbúnaði sem upphaflega var þróaður í Há- skóla Islands. Fyrirtækið Stefia hef- ur þróað hugbúnaðinn áfram en þar starfa menn sem hófu vinnuna við hugbúnaðinn á níunda áratugnum. Hann hefur verið þróaður áfram með það í huga að það sé opið fyrir hvaða fiarskiptaleið sem er. Til- raunakeyrslan á kerfinu er nýhafin og mun hún standa yfir í um hálft ár. Ef allt fer að óskum og kerfið verður samþykkt verður það tilbúið til notkunar árið 1999. Þá geta öll ís- lensk skip nýtt sér kerfið hvort sem þau eru á veiðum lengst norður í Smugu eða upp við landsteina. mínútna fresti. „Hvað varðar smærri bátana sem sækja skemmra út á haf og nota hitt fiarskiptakerfið verður hægt að uppfæra staðsetn- ingu þeirra á fimm sekúndna fresti ef þess þarf,“ segir Hallgrímur. Fyrst og fremst öryggiskerfi Að sögn Páls Ægis Péturssonar, deildarstjóra björgunardeildar Slysavamafélags íslands, hefur opna tilkynningarkerfið marga kosti. „Það er hægt að velja þá sam- skiptaleið sem hentar best í hvert skipti. Annar kostur er að mögulegt verður fá merki frá skipum á 15 minútna fresti en ekki tvisvar á sól- arhring. Þegar óveður geisa viljum Haukur Bergmann, vaktmaöur hjá tilkynningaskyldunni (sitjandi), og Páll Ægir Pálsson, deildarstjóri björgunardeild- ar Slysavarnafélags íslands, viö sjálfvirku tilkynningaskylduna. Hún er bylting í björgunarmálum íslendinga, aö mati Páls Ægis. lengra út en áður,“ segir Páll Ægir. „Við höfum alltaf haft mikla trú á háskólakerfinu síðan farið var að prófa það á fyrri hluta níunda ára- tugarins og ekki verður annað sagt en að samstarf okkar og DNG sjó- véla hafi gengið mjög vel. Þeir hafa tekið öllum okkar ábendingum mjög vel enda vita þeir að við höf- um sinnt þessum málum í næstum því þrjá áratugi. Framtíðaráform okkar eru þau að það komist á sjálfvirk tilkynninga- skylda, til öryggis fyrir sæfarendur. Kerfið sem á að setja upp nú er fyrst og fremst öryggiskerfi. Þegar til- kynningaskyldan var sett upp árið 1968 var það að undirlagi sjómanna enda höfum við átt afar gott sam- starf við þá. Það er því ekki við öðru að búast en sjómenn taki þessu nýja kerfi vel. Ég hef heyrt í nokkrum sjómönnum og þeir hafa verið spenntir fyrir þessu eins og þeir hafa verið spenntir fyrir til- kynningaskyldunni áður,“ segir Páll Ægir. -JHÞ TOPPGÆÐI A BOTNVERÐI Glettilega gott verð frá framleiðanda gerir okkur kleift að bjóða þér hágæða sjónvarp, nánast á verksmiðjuverði. Reynslan hefur leitt í Ijós að betra er að vera fyrri til í svona tilfellum. Litosjánvarp • Islenskt textavarp • rullkomin fjarslýring • Black Line - svartur myndlampi • 40w Nicam Stereo hljómgæöí • Persónulegt minni á lil, birtu og hljóði • Allar aðQerðir hirtast á skjá • Sjálfvirk stöövaleitun •Svefnrofil5-120mín. • Tengi fyrir auka háialara • Hevrnatólstengi • 40 stöðva minni • 2 Scart-tengi XS»r m KE LSTE F sýnilegir yfirburðakostir Ath: Síðasta sending seldist upp á fimm dögum! Tilboðsverð Kr. 59.9DU stgr. Fulltverð kr.69.900 stgr. Umboösmenn um land alltVtSIURLAND: Hljómsfa Akranesí Kauglélag BmgUnga, Borgamesi. Blómslurvellir. Hellissaná Euðni Hallgiimsson. Enrndarfirði VISIFIRBIR: Rafbúð Jónasar Hrs. Patrekslirði. Póllinn. Isafirði. NDHBURIAND: II Sleingrimsfiarðar. Hólmavik. IFVHúnvetninga Hvammstanga II Húnvetninga. Blönduúsi Skagfirðingabúð. Sauðárkróki UA. Dalvik. Hliómver.Akureyn Öryggí. Húsavik. Urð. Raufarhöln.AUSIUfltAND: (f Héraðsbúa. Egilsstöðum (fVopnliriinga,Vognafirði. (F Héraðsbúa. Seyöisfirði (f Fáskrúðsfjarðar. Fáskrúðsfirði. KASK. Djúnavogi (ASK. Höfn Homatirði SUOURLAND: (F Amesinga .HvnlsvellL MosfelL Hellu. Heimslækni. Selfossi. Raúiörás. Selfossi. (f Amesinga. Silfossi. Rás. Porlákshöln Brimnes, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Rafborg. Erindavlk. Ralmæni. Halnarfiröi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.