Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 15 Þjóð með svefnpoka- pláss á íslandi „...svo hægt ver&i aö fá ódýrt og útlent ■ magann," segir Guðbergur m.a. í grein sinni í dag. slíkt, en nóg er til af mannglundri sem heldur sig vera alþjóðlegt. í stjórnmálafræðum fortíðar héldu ýmsir að lausnin á vandamálum þjóðar felist í því að hver maður kunni sitt fag og þegnar þekki hlut- verk sitt, frá æðsta manni, kon- ungi, til valdalausra. Annað átti að valda félagslegri óreiðu. Þetta tekst aðeins með einræði og valdbeit- ingu. Hins vegar veldur það öng- þveiti án frelsis ef enginn þekkir hvorki hlutverk sitt né kann sitt fag, frá forseta til kennara. Þjóðir skapa varanlega auðlegð á eigin grund með erfiði, ekki á er- lendri með poppi og málæði. Guðbergur Bergsson Hvað er þjóð? Samfélag í landi sem hún hyggst byggja um eilífð, gera það búvænlegt og lífið bærilegt með ýmsum at- vinnugreinum, hlómlegri verslun, mátulega sjálf- hverfri hugsun og menningu á timgu- máli innan landamæra. Flöktandi eftir- spurn Að uppfylla þetta með lífsháttum sín- um er tiltölulega auðvelt hjá ís- lenskri þjóð sem býr á eylandi og talar eina tungu. Aftur á móti er upplausn menn- ingar okkar talsvert vandamál, sökum skorts á innlendri hugsun, sjálfsvitund og hugmyndafræði. Fyrir bragðið eru nær allar hug- myndir manna í þjóðfélaginu inn- fluttar og með svipuðum hætti og vöruverslunin, sökum fátæklegrar framleiðslu og getu. Við fórum til útlanda, bæði til að kaupa og hugsa, og færum varninginn heim með þeim afleiðingum að hann festir ekki rætur í samfélaginu aðrar en þær sem þjóna hverfulu tildri. Á síðustu áratugum höfum við færst frá þrjótslegum hugsunum um þjóðernisrembing, hyggðum á fáfræði um heiðalöndin, til flökt- andi eftirprentunar á hugsun, byggðri á hentistefnu munaðar- kjána sem eru afkom- endur manna af heið- um. Þetta fólk þekkir hvorki skyldur né skyldurækni, þolir ekki afleiðingarnar af hnatt- stöðu landsins, loftslagi og atvinnuháttum, heldur krefst þess að landbúnaðurinn verði lagður niður svo hægt verði að fá ódýrt og út- lent i magann. Frá fólki, nær þorski Ekki er þetta nóg heldur færist vinnsla sjávarafurða út á haf, frá fólki, nær þorski, á meðan byggð eyðist til sjávar og sveita. Verslun- in færist lengra, fólk fer yflr hafið, til annarra landa að kaupa. Á mannlegu sviðunum er þetta verra: Engin kona er móðir með mæðrum nema hún sé utanheimil- ismóðir sem lætur börn sín ganga sjálfala í ísskápnum. Enginn er talinn vera kennari með kennurum nema hann sitji á fræðsluskrif- stofunni eða 1 skólastjóm á meðan ómennt- aðir kenna skyndibita- bömunum. Þjóðin ferðast ekki um nema landið sé aug- lýst eins og útland og með hálf- dönskum hætti: Sækið ísland heim. Öngþveiti án frelsis Það er enginn alþjóðlegur borg- ari til, þótt forsetar kunni að halda Kjallarinn Guöbergur Bergsson rithöfundur „Enginn er talinn vera kennari með kennurum nema hann sitji á fræðsluskrifstofunni eða í skóla- stjórn á meðan ómenntaðir kenna skyndibitabörnunum.u Hennar tími er liðinn Eins og kunnugt er var Þjóðvaki stofnaður af áhuga- mönnum um sam- einingu jafnaðar- manna sem Jóhanna Sigurðardóttir hafði frumkvæði að. Skoð- anakannanir sýndu að þessi samtök ættu mikið fylgi meðal þjóðarinnar, allt að 27%, nokkrum mánuðum fyrir síðustu alþing- iskosningar. Meginástæða þessa mikla fylgis á þessum tíma, og er reyndar enn til stað- ar, er áhugi vinstri manna á sameiningu jafnaðar- manna í einn öflugan flokk. Per- sónulegt fylgi Jóhönnu grundvall- aðist eingöngu á frumkvæði henn- ar að sameiningu jafnaðarmanna en alls ekki vegna eigin verðleika eins og skoðanakannanir nú sýna, eða um 1% fylgi við Þjóðvaka. Pólitísk óheilindi Á landsfundi Þjóðvaka kom strax glögglega í ljós að nýkjörinn formaður, Jóhanna Sigurðardótt- ir, var ekki þess umkomin að sam- eina og leiða þessi samtök að þeim meginmarkmiðum sem stefnt var að. Hana skorti kjark og þekkingu til að leiða til lykta ýmsa veiga- mikla málaflokka, s.s. sjávarútvegs- og land- búnaðarmál, skattamál o.fl. Þá hafði Jóhanna í ræðu og riti lagt höfuð- áherslu á að Þjóðvaki myndi kappkosta að beita sér fyrir auknu lýðræði, valddreifingu og póitisku siðgæði. Trúverðugleiki hennar varð þó afar skamm- vinnur og reyndar hvarf hann endanlega við undirbúning al- þingiskosninganna þegar hún varð hand- bendi nokkurra póli- tískra „undanviflmga" úr Alþýðu- bandalaginu og Framsóknarflokki og gekk gegn þeim sem mest og best höfðu stutt hana innan Al- þýðuflokksins. Framboðslistar Þjóðvaka um land allt urðu að kapphlaupi mifli nokkurra frama- potara með tilstyrk formannsins. Áður auglýstar tilnefningar tfl framboðs fyrir Þjóðvaka voru að engu virtar. Þar með voru örlög flokksins ráðin, þau markmið og leiðir að sameina jafnaðarmenn í einn öflugan flokk voru að engu orðin. Sjáifseyðing Þjóðvaka undir for- ustu Jóhönnu er nú algjör, enda fylgið um 1%. Ef þetta er ekki póli- tísk afneitun og refsing fyrir Jó- hönnu og meðreiðarsveina hennar þá veit ég ekki hvaða nafngift á við slík örlög nema ef vera skyldi pólitisk aftaka. Samúö Jóns Nú á haust- mánuðum kem- ur hin sama Jó- hanna enn á ný og tilkynnir þjóðinni að hún og hennar flokk- ur með 1% fylgi ætli að sameina jafnaðarmenn í eina öfluga breiðfylkingu. Öllum á óvart opnar Jón Bald- vin dymar fyrir Jóhönnu og býð- ur hana velkomna. Sögulegar sætt- ir eða umhyggja Jóns fyrir konu í pólitískri nauð, sem er að leita eft- ir atvinnuöryggi innan þingsala í næstu alþingiskosningum, er nokkuð langsótt skýring á þessu örlæti hans þar sem þetta eina 1% kjörfylgi Þjóðvaka er sýnd veiði en ekki gefin. Þessi gjörningur þeirra Jóns og Jóhönnu um sameiningu jafnaðar- manna undir þeirra forustu er sorgarstund fyrir þá sem taka þessi mál alvarlega en afar kát- brosleg uppákoma fyrir núverandi ríkisstjómarflokka. - Þinn tími er liðinn, Jóhanna Sigurðardóttir. Þú hefur brugðist vonum okkar og trausti, endurkoma þín til Alþýðu- flokksins breytir þar engu um. Sameining jafnaðarmanna verð- ur ekki hlutskipti atvinnupóli- tíkusa, sem hugsa fyrst og síðast um eigin hagsmuni, hún kemur frá grasrótinni þar sem heiðar- leiki og virðing fyrir manngildum em virt. Stofnun Þjóðvaka og starfsemi hans hefur þó þrátt fyrir allt kennt okkur eitt: hvernig við eigum ekki að standa að sameiningu jafnaðar- manna. Kristján Pétursson Kjallarinn Kristján Péturs- son fyrrv. deildarstjóri „Þessi gjörningur þeirra Jóns og Jóhónnu um sameiningu jafnaðar- manna undir þeirra forystu er sorgarstund fyrir þá sem taka þessi mál alvarlega en afar kát- brosleg uppákoma fyrir núverandi ríkisstjórnarflokka." Með og á móti Forsetinn hafi skoöun á vegamálum Að sjálfsögðu „Auðvitað á forseti íslands að hafa skoðun á vegamálum sem og öðru sem varðar vel- ferð þjóðarinn- ar. Mér finnst menn hafa brugðist ein- kennilega við því þegar forsti íslands lýsti því yfir að nauðsyn- legt væri að laga vegakerfi og bæta samgöngur á Vestfjörðum því þetta er staðreynd sem allir vita um. Þeir sem þekkja vega- kerið á annað horð vita að vegir á Vestfjöröum og austasta hluta Norðurlands eystra eru okkur til lítils sóma. Ég sé ekkert gegn þvi að for- setinn bendi okkur á ýmislegt sem hann sér á sínum ferðum að betur megi fara. Forsetai- hafa áður tekiö upp ýmis mál sem varða þjóðarhag, s.s. land- græðslu og skógrækt. Ef menn taka svona athugasemdum sem gagnrýni á störf sín þá er það vegna þess að þeir hafa vonda samvisku gagnvart einhverju. Ég er sammála Ólafi í því að þarna þurfi að fara í sérstakt átak og tel að eðlilegra hefði ver- ið að menn reyndu að finna leið- ir til þess að byggja upp áður- nefnda vegarkafla sem vissulega eru langir og dýrir. Við búum al- mennt orðið nokkuð vel í vega- málum og mér finnst orðið tíma- bært að breyta þeirri skiptingu sem verið hefur á milli kjör- dæma í áraraðir og fara að horfa á landið i heild og vinna að þeim verkefnum sem Vegagerðin met- ur brýnust hverju sinni.“ Lofa upp í ermar annarra „Það er af hinu góða þeg- ar forseti Is- lands tekur já- kvætt undir mál og til þess er hann kannski í raun í embætti. Hann á að vera maður friðar og jákvæðra framkvæmda. Vandinn er ef for- setinn tekur af skarið og fer að forgangsraða án þess vera búinn tryggja nokkuð i þeim efnum sem hann fjallar um. Það er rætt um yfirlýsingu forsetans á Vest- flörðum þar sem í yfirlýsingunni sagði hann almennt að íslending- ar ættu að stefna að því að gera betri vegi á landinu. Það er ekk- ert við það að athuga og í raun er bara allt gott um slíkt að segja. En það var slæmt þegar forset- inn síðan í öðru viðtali tók af skarið og sagði að framkvæma ætti sérstakt vegaátak í Barða- strandarsýslu og það án þess að að vera búinn að tryggja nokkuð. Forsetinn ber ekki ábyrgð á framkvæmdavaldinu eða löggjaf- arvaldinu út af fyrir sig og hefði átt að vera búinn að tryggja ein- hverja samstöðu með sveitar- stjómarmönnum, alþingismönn- um, Vegagerðinni og öðrum þeim sem eiga að fjalla um þessi mál. Annars má skilja sem svo að hann ætli að láta fé af hendi rakna frá forsetaembættinu eða standa sjálfur fyrir sérstöku átaki sem myndi alveg örugglega hlaupa á hundmðum milljóna króna. Forsetinn er að lofa upp í erm- ar annarra, nokkuð sem ekki er hægt að standa við. -sv maöur Sjálfstæöis- flokksins. Margrét Frímanns- dóttir, formaöur Al- þýöubandalagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.