Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1996, Page 37
MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1996 45 DV Risaeðlur eru í öllum stæröum á sýningunni í Kolaportinu. Risaeðlur á íslandi í Kolaportinu stendur yfir sýningin Risaeðlur- leit að horfnum heimi. Þar eru sýnd hreyfilíkön af forsögulegum risaeðlum sem eru fengnar að láni hjá fyrirtæki í Bandaríkj- unum sem sérhæfir sig í smíði risaeðlna. Á þessari forvitnilegu sýningu má sjá eftirmyndir í réttum stærðum af öllum helstu risaeðlum sem uppi voru fyrir mörgum milljónum ára en hurfu af sjónarsviðinu á dular- fullan hátt og er það ráðgáta Sýningar sem enn þann dag í dag er glímt við. Flestir hallast þó að því nú að stór loftsteinn hafi skollið á jörðina og breytt öllum aðstæð- um til lífs. Mikill áhugi er á risaeðlum og jókst sá áhugi mikið eftir að Steven Spielberg gerði metað- sóknarmynd sína, Jurassic Park. Hér er því kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fræðast meira um risaeðlur að sjá hvemig þær í raun og veru litu út. Sýningin er opin virka daga frá kl. 16-22 en um helgar kl. 10-22. Gengið er inn um sérinngang frá hafn- arbakkanum. Tilbrigði við husa- gerð Fyrsti fyrirlesturinn í röð fyr- irlestra og málþinga með yfir- skriftina Tilbrigði við húsagerð verður að Kjarvalsstöðum í kvöld kl. 20.00. Hollenski arki- tektinn og rýmislistamaðurinn Raoul Bunchoten flytiu- fyrir- lestur en hann er kunnur fyrir innsetningarverk. Samkomur ITC-Kvistur Fundur verður að Litlu- Brekku (Lækjarbrekku) í kvöld kl. 20.00. Fundurinn er öllum op- inn. Lifandi tónlist á Gauknum Hljómsveitin Kroppamir skemmta i kvöld á Gauki á Stöng. Aðalfundur bridge- deildar Aðalfundur bridgedeildar Fé- lags eldri borgara í Reykjavik verður í Risinu i dag kl. 13.00. Tvímenningur verður spilaður að fundi loknum. Kaffi Reykjavík: Sigrún Eva og Birgir Kaffi Reykjavík, sem er í einu virðulegasta og elsta húsi í gamla bænum í Reykjavík, er Skemmtarúr stór og vistlegur staðui- sem hefur um skeið verið einn al- vinsælasti skemmtistaður borgarinnar. Á daginn er hann rekinn sem kaffistaður og bar en á kvöldin er tónlistin alls- ráðandi og er Kaffi Reykjavík einn af örfáum stöðum sem er með lifandi tónlist öll kvöld. Sigrún Eva Ármannsdóttir syngur fyrir gesti á Kaffi Reykjavík í kvöld. í gærkvöld skemmti hin kunna söngkona, Sigrún Eva Ármanns- dóttir, ásamt hljómsveit sinni. Hún skemmtir gestum á Kaffi Reykjavik aftur í kvöld en fækk- ar í liöi sinu og nú er það aðeins Birgir Birgisson sem leikur und- ir hjá henni. Á morgun er það svo dúett sem allir kannast við sem skemmtir á Kaffi Reykjavík, Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir. Gengið að Þjórsárósum Skemmtileg gönguleið sem mælt er með er að leggja leið sína niður á ströndina vestan við Þjórsárós og virða fyrir sér baráttu straumvatns- ins við brimölduna. Vegur liggur frá Fljótshólum niður undir strönd- Umhverfi ina og verða menn að dæma um það sjálfir hvort aka skal eitthvað eða ganga alla leið en það er tæplega tveggja kílómetra vegalengd. Al- gengt er að selir haldi sig í árósum sem þessum og eru þá i eltingaleik við laxinn. Kortið hér til hliðar sýn- ir gönguleiðina. Heimild: Gönguleiðir á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Bróðir Tinnu og Kolfinnu Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 11. september kl. 9.02. Þegar hann var vigtaður reyndist hann Barn dagsins vera 4055 grömm að þyngd og mældist 54 sentímetra langur. For- eldrar hans eru María Ásgeirsdótt- ir og Kristófer Jónsson. Hann á tvær systur, Tinnu Rún, sem er sex ára, og Kolfinnu sem er fjögurra ára. Olsen tvíburarnir eru í aðalhlut- verkum. Það þarf tvo til Bíóhöllm hóf sýningar fyrir helgina á gaman- og fjölskyldu- myndinni Það þarf tvo tU (It Takes Two). Diane Barrows þrá- ir ekkert heitar en að koma sér upp fiölskyldu. Meðan hún bíður eftir þeim eina rétta vinnur hún á munaðarleysingjahæli i New York og hefur tekið sérstöku ást- fóstri við hina níu ára gömlu Amöndu. Hún vill ættleiða hana en þar sem hún er einhleyp gengur það ekki upp. Þegar Di- ane er eitt sinn á ferðalagi með börnin sín hittir Amanda óvænt Alyssu og þeim til mikillar undr- unar taka þær eftir því að þær eru nákvæmlega eins. í ljós kem- ur að faðir Alyssu, Roger Callaway, er forríkur ekkjumað- ur sem býr einn og það hafði verið draumur Alyssu eins og Kvikmyndir Amöndu að eignast fiölskyldu. Þær stöllur sjá sér nú leik á borði að eignast sömu foreldra. Þær skipta með sér hlutverkum og byrja að undirbúa jarðveginn. í hlutverkum Diane og Rogers eru Kirstie Alley og Steve Guttenberg en í hlutverki stelpn- anna eru tvíburarnir Mary-Kate og Ashley Olsen. Nýjar myndir Háskólabíó: Keðjuverkun Laugarásbió: Crying Freeman Saga-bíó: Það þarf tvo til Bíóhöllin: Guffagrín Bíóborgin: Fyrirbærið Regn- boginn: Hæpið Stjörnubíó: Svaðilförin Krossgátan 1 r~ W~ 7- á 10 11 ÍZ >T w~ )(t> 7T 1 tii to Lárétt: 1 veglyndi, 6 auður, 7 ímynd- un, 8 fugl, 10 fleiður, 11 fiöldi, 14 kyrrð, 15 tryllta, 16 fólk, 17 kvabba, 18 mánuður, 20 eldstæði, 21 féll. Lóðrétt: 1 vamingur, 2 blað, 3 lóg- aði, 4 undirfórulu, 5 lykt, 6 melting- arfæri, 9 horkrangi, 12 fugl, 13 úr- koma, 15 reykja, 16 þræll, 19 reim. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 dvöl, 5 bás, 8 röðull, 9 æru, 10 kíki, 11 snauð, 13 að, 14 af, 16 smiti, 18 líka, 20 rós, 22 ána, 23 ríma. Lóðrétt: 1 dræsa, 2 vöm, 3 öðu, 4 lukum, 5 blíðir, 6 álka, 7 seiði, 12 aska, 15 fín, 17 tóm, 18 lá, 19 ar, 21 sa. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 213 27.09.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 67,000 67,340 66,380 Pund 104,550 105,080 103,350 Kan. dollar 48,940 49,250 48,600 Dönsk kr. 11,4450 11,5060 11,6090 Norskkr 10,3040 10,3610 10,3430 Sænsk kr. 10,0700 10,1260 10,0220 Fi. mark 14,6410 14,7270 14,7810 Fra. franki 12,9990 13,0730 13,0980 Belg. franki 2,1348 2,1476 2,1795 Sviss. franki 53,3900 53,6800 55,4900 Holl. gyllini 39,1700 39,4000 40,0300 Þýskt mark 43,9700 44,2000 44,8700 it. lira 0,04413 0,04441 0,04384 Aust. sch. 6,2470 6,2860 6,3790 Port. escudo 0,4318 0,4344 0,4377 Spá. peseti 0,5228 0,5260 0,5308 Jap. yen 0,60500 0,60860 0,61270 írskt pund 107,160 107,830 107,600 SDR 96,34000 96,92000 96,83000 ECU 83,8700 84,3700 84,4200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.