Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 13 DV-mynd Brynjar Gauti Beðið eftir bununni Nú snýst allt um gosið í jöklin- um og biðina eftir hlaupinu. Þegar þetta var skrifað, í gær, biðu menn enn eftir því að þvagblaðran í Grímsvötnum gæfi sig. Nefndur Grímur hefur sýnt að hann er með samkvæmisblöðru. Hann hlustar ekkert á það sem sérfræðingar segja um þol blöðrunnar. Grím- svötn voru yfírfull í fyrradag og hlaups að vænta á hverri stundu. Vegagerðarmenn ólmuðust með trukka og tól. Þeir sturtuðu stór- grýti í ár og garða enda er þess að vænta að bunan úr Grími verði stórfengleg. Það var hins vegar ljóst aö meiri tími gafst til undir- búnings en ætlað var í upphafi. Grimi er þó augljóslega mál og vel má vera að komið verði að mið- bunu hjá honum þegar blaðið kemur á götuna í morgunsárið. Gjóska dustuð af slagorðum Það er vertíð hjá jarðvísinda- mönnum öllum eins og jafnan þeg- ar gos lætur á sér kræla. ísland hlýtur að vera kjörlendi jarðfræð- inganna enda sjaldan langt á milli gosa. Það kraumar undir okkur í neðra og spurningin aðeins sú hvar eldurinn kemur upp næst. Gamla auglýsingaslagorðið, land elds og ísa, á einkar vel við núna þegar eldur og ís takast á í bók- staflegri merkingu. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Magnús Odds- son ferðamálastjóra að grípa tæki- færið og selja útlendum ferða- mönnum miða á sjónarspilið. Það viU svo heppilega til að það er kominn október, súmartíð lokið, hótelin auð og veður enn þokka- legt. Það er þvi ekkert annað að gera en dusta gjóskuna af gömlum auglýsingum og ná í túrhestana. Ekki veitir af að hafa upp í kostn- að ef brýrnar láta undan vatns- flaumnum. Flug og gos Fjöldi manna lætur sér leiðast beggja vegna Atlantshafsins og hefur ekkert þarfara aö gera en eyða peningunum sinum hér. Það eina sem þarf er að benda þeim á gos í jökli og bjóða þeim um leið pakkaferð til lands elds og ísa, flug og jökulgos. Það hlýtur að slá út hefðbundna ferð, flug og bíl, svo dæmi sé tekið. Þeir sem fara í slíka ferð hafa eitthvað að segja nágrönnum, ættingjum og vinum. Eldgosasögur eru nefnilega eins og eðalvtn sem batna með áranum. Merrn geta grobbað sig af gosferð- inni fram á gamals aldur. Þetta kann að vera eina tækifæri þessa fólks til að reyna eitthvað æsilegt Húrrahróp drukknuðu í gosdrunum Blaðamenn lifna mjög við þeg- ar þeir frétta af gosi. Það er stund- um vitnað til þess á rólegum stundum, þegar lítið er að gerast, að nú vanti gos. Það átti ekki endi- lega við núna, enda kom gosið upp á svipuðum tíma og menn biðu þess með öndina í hálsinum að Davíð Oddsson forsætisráðherra stjómaði húrrahrópum til heiðurs fjandvini sínum, Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Þau húrrahróp fóra friðsamlega fram og heyrðist hvorki punktur né komma. Húrra- hrópin drukknuðu hins vegar í gosdrununum. Blaða- og frétta- menn voru uppteknir af öðru en upphafi þingsins. Gosið átti hug þeirra allan. Allir í gos Flestir blaðamenn sem ég þekki til hafa boðist til að fara á vett- vang og í annan tíma era menn ekki viljugri. Það er sama hvort fljúga skal, aka eða jafnvel ganga á jökulinn: eldgosið kitlar. Yngri blaðamenn vilja spreyta sig, enda hafa þeir þurft að hlusta á mont- sögur hinna eldri frá gosferðum fyrri ára. Heklugos síðari tíma lifria við og Krafla kemst aftur á blað. Þeir elstu minnast Surtseyj- argoss og Öskjugoss og fjölmargir gossins í Heimaey. Enginn viður- kennir þó að vera svo gamall að hafa skrifað um Heklugosið 1947. Það era nú takmörk fyrir öllu. Þar sem pistUskrifari er aðeins farinn að grána í vöngum lætur hann sitt ekki eftir liggja. Hann lýsir fjálglega gosferðum sínum sem ungur blaðamaður og bætir við þar sem minnið brestur. Hann dregur ekki úr lýsingunum er reynt var að brjótast á Heklu á jeppa þar sem allt sat fast og eina Jónas Haraldsson leiðin aö komast fótgangandi á vettvang. Jörðin dunaði undir fót- um. Dynkimir ágerast í frásögn- inni eftir þvi sem árin líða. f kríli til Kröflu Heklugosið er þó smátt í minn- ingunni miðað viö ævintýri Kröflugoss. Þótt Kröflugosin væra ekki stór eða langvinn vora þau tíð og stórkostlega faUeg. Þau vora lika pólitísk í betra lagi vegna byggingar Kröfluvirkjunar. Þar voru í aðalhlutverkum frægir menn sem nú era báðir látnir, Jón Sólnes og VUmundur Gylfason. Þeir glöddu geð fréttamanna. Undirritaður var nýbyrjaður í blaðamennsku fyrir tæpum tutt- ugu árum og mætti í raun fyrstu þrekraun í starfi í Kröflugosi. Fréttastjórinn lifnaði allur við þegar fréttist af Kröflugosinu. Deg- inum var bjargað og væntalega næstu dögum líka. Hann kaUaði því nýliðann á sinn fund og fyrir- mælin voru einfóld en skýr. Út á flugvöU með ljósmyndara. Krafla var byrjuð. Við félagarnir létum ekki segja okkur það tvisvar. Á flugveUinum beið okkar vél, smá- vaxin að mati blaðamanns. Það var ekkert pláss eftir þegar við höfðum komið okkur fyrir í reU- unni með Qugmanninum og dóti ljósmyndarans. Einn var neðar og nær Gosstrókurinn sást langt að og jók spennuna. Loft ókyrrðist þegar komið var að stróknum og flugvél- arkrUið lét ófriðlega. Neðar, hróp- aði ljósmyndarinn um leið og hann opnaði glugga á krUinu. Flugmaðurinn fór neðar. Nær, öskraði ljósmyndarinn og hárið á honum stóð beint aftur. Flugmað- urinn fór nær og raunar svo nærri að mér fannst nóg um. Við voram inni í gosstróknum. Vélin hentist til og frá og hávaðinn var ærandi. En það var sama hversu nærri eldsúlum og gosstrók við flugum, cdltaf var ein flugvél nær og neðar. „Þetta er Ómar,“ hrópaði flugmað- urinn. Hann þurfti ekki að segja meira. Við vissum að þar var á ferð fréttamaðurinn fljúgandi, Ómar Ragnarsson. Gos úr holu Við lentum við Mývatn eftir að ljósmyndarinn lýsti því yfir að hann væri sáttur. Ég prísaði mig sælan að hafa lifað þetta af. Ómar var á veflinum og ekki að sjá á honum að hann hefði nánast tekið gosöskuna í nefið skömmu áður. Jarðfræðingar voru mættir, sælir á svip. Ég sendi gostiðindi af staðnum, ræddi við fræðinga og sjónarvotta og lýsti gosinu. Flug- maðurinn fór einn suður á krU- inu. Þegar dimmdi fóram við enn af stað, ljósmyndarinn og ég. Gosið var ægifagurt i myrkrinu. Á baka- leið stoppuðum við, ef rétt er mun- að, hjá borholu í svonefndu Bjarn- arflagi. Við vorum bara tveir á ferö, strákar í leit að fréttaefhi. Jörðin titraði undir fótum okkar en við í sakleysi okkar og barna- skap höfðum ekki vit á því að hræðast. SkyndUega birti á svæð- inu og strókur stóð upp úr borhol- unni. Ljósmyndarinn brá vélinni á loft og myndaði áður en við hlup- um á brott. Við töldum okkur eiga fótum fjör að launa og óttuðumst þegar hér var komið sögu að jörð- in rifnaði undir okkur. Myndin lukkaðist og við vorum kátir. Það var ekki fyrr en síðar að við fréttum að einstakur atburður hefði náðst á filmu, hraungos upp um borholu. Við sluppum með skrekkinn en í raun var jarðskorp- an þarna aðeins sem skurn á eggi. Við félagamir tókum þessu tiltölu- lega rólega fyrst á eftir en eins og aðrar gossögur magnaðist þessi í tímans rás. Hún verður betri með hverju árinu og hverju nýju eld- gosi. Ég hef því fuUan skilning á þrá manna að komast í gos og upp- lifa þau ævintýri sem fylgja ham- föram náttúrunnar. Blaðran full Gossögur ganga því ljósum log- um og hamingjusamastir era þeir sem þegar hafa séð Vatnajökuls- gosið. Sumir segja að gosið sé að færast í noröurátt og jafnvel verði gos í Bárðarbungu. Þá megi fyrst vænta tíðinda. Á meðan biðum við þess sem verða vUl. Grímsvatna- bóndinn getur ekki haldið í sér endalaust. Hann þarf að losa blöðruna eins og aðrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.