Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 60
68 kvikmyndir KVIKMYIi sn * [ ’j Ijj J Sam-bíóin - Fyrirbærið: Venjulegur maður með ofurgreind George Malley er bifvélavirki í smábænum Harmon. Hann er fremur einfaldur maður, ánægður með sitt, strembist við að læra spönsku og selur stóla fyrir lista- konu sem hann er hrifinn af (kaupir að vísu alla stólana sjálfur án þess að hún viti). Vandmál stríðandi heims, umhverfisvernd og leyndardómar vísindanna eru hug- tök sem hann þekkir ekki til. En í einu vetfangi breytist llf hans algjörlega þegar hann fellur meðvitundarlaus á miðja götu eftii að skært ljós hefur birst honum. Þegar hann segir félögum sínum frá þessu er er hann tor- tryggður og alls ekki tekinn alvarlega. Það á þó eftir að breytast. Upp úr þessu meðvitundarleysi öðlast Malley slíka greind að ekkert er honum óviðkomandi, öll hug- tök öðlast nýja vídd og hann verður á stuttum tíma nán- ast ofurmenni sem sér fyrir jarðskjálfta, lærir tungumál á klukkutíma og kemur með ræktunaraðferðir sem munu gjörbylta fæðukerfi mannsins, svo eitthvað sé talið upp af hæfileikum hans. Hvernig venjulegur maður tekur á slíku fjallar Fyrirbærið (Phenomenon) um. Það er fyrst og fremst frábær leikur Johns Travolta í hlutverki Malleys sem gefur mynd- inni þá hlýju og manneskjulega yfirbragð sem einkennir hana. Sérstaklega er eftirminni- legur leikur hans þegar hann gerir sér grein fyrir að hann stendur alls ekki undir þeim gáfum sem hann hefur öðlast. Fyrirbærið er áhrifrík og mjög gefandi framan af en leysist um of í melódramatík þegar líða tekur á en heldur samt velli, sérstaklega eftir að skýringin á ofurgáfunum er komin, sem er sem betur fer ekkert í anda vísindaskáldskapar. Vert er að geta Roberts Duvalls í hlutverki þorpslæknisins. Hann sýnir ákaflega agaðan en um leið sterkan leik. Leikstjóri: Jon Turteltaub. Handrit: Gerald DiPego. Kvikmyndataka: Phedon Papamichael. Tónlist: Thomas Newman. Aóalleikarar: John Travolta, Kyra Sedgwick, Forest Whitaker og Robert Duvall. Hilmar Karlsson. Laugarásbíó - Crying Freeman: 0 Morðinginn sem grætur Sumar kvikmyndir eru þeirrar náttúru að áhorfandinn stendur gjörsamlega agndofa frammi fyrir þeim. Sjaldnast er það nú sakir snillinnar eða innsæisins í mannlegt eðli sem þar birtist, heldur hins, takmarkalausrar lágkúru og andlegrar fátæktar þeirra sem að standa. Crying Freeman, eða Frelsinginn grátandi, fyllir síðari hópinn og þar hlýtur hún að vera einna fremst meðal jafningja. Mynd þessi byggir á japanskri teiknimyndasögu um goðsagnakenndan morðingja, Frels- ingjann, sem á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir í Kína. Á vorum dögum er morð- ingi þessi fyrrum leirkerasmiður japanskur sem fyrir einhverja gráglettni örlaganna ger- ist leigumorðingi kínverska glæpagengisins Sona drekans (handritshöfundar eru nú ekki vissari en svo um hvað þeir hafa verið að skrifa að eitt sinn er hópurinn kallaður Synir drekanna, bæði orðin í fleirtölu). Fyrir glæpona þessa drepur Frelsinginn keppinautana úr hinni japönsku Yakuza-mafíu. Leikurinn berst um víðan völl, frá San Francisco til Vancouver, til Shanghaí og Japans, með skefjalausu ofbeldi á hverjum áfangastað, of- beldi sem leikstjórinn veltir sér upp úr og hefur greinilega gaman af, þótt ekki verði hið sama sagt um áhorfendur. Ofan á það bætist að söguþráðurinn er einhver sá ruglingsleg- asti og vitlausasti sem sést hefur lengi. Og svo er þetta allt svo skelfing illa gert og áferð- arljótt að það hálfa væri nóg. Frammistaða leikaranna er fyllilega i samræmi við hand- ritið. Mark Costacos, sá sem leikur Frelsingjann, má þó eiga það að hann er fímur í aust- urlenskum bardagaíþróttum. Leikstjóri: Christophe Gans. Handrit: Gans og Thierry Casals. Kvikmyndataka: Thomas Burstyn. Leikendur: Mark Dacascos, Julie Condra, Rae Dawn Chong, Byron Mann, Masaya Kato, Yoko Shimada, Mako, Tcheky Karyo. Bönnuö innan 16 ára. Guölaugur Bergmundsson Regnboginn - Hæpið: Von hvíta mannsins Hæpið (The Great White Hype) er gerð fyrir svartan markað í Bandaríkjunum og hefur lítið hér upp á skerið að gera, hún flokkast með og er í sama gæðaflokki og Thin Line Between Love and Hate, sem Laugarásbíó sýndi fyrir stuttu. Báðar þessar myndir féllu vel í kramið hjá svörtum Bandaríkjamönnum en eiga jafn- mikið erindi á annan markað og rómanar frá stærstu kvikmyndaþjóð í heimi, Indlandi. í Hæpið er verið að gera því skóna að yfirburðir svartra í hnefaleikum séu algjörir og það sé farið að bitna á að- sókn og sjónvarpsáhorfi að enginn hvítur hnefaleikamað- ur í háum gæðaflokki skuli finnast. Auðvitað er allt sett upp á gamansaman hátt og aulabrandarar fljúga á milli manna auk þess sem af og til er slegist. Hinn ágæti leikari Samuel L. Jackson hefur verið á miklu flugi og gert marga góða hluti í myndum á borð við Jungle Fever, Pulp Fiction, Die Hard with a Vengeance og Kiss of Death. Nú bregður svo við að hann ofleikur með slikum ósköpum að persónan verður nánast óþolandi. Þetta á við um fleiri leikara í myndinni en ofleikur þeirra kemur minna á óvart. Jackson leikur umboðsmanninn Fred Sultan, og greinilegt er að við gerð persónunnar hefur verið tekið mið af hinum litríka umboðsmanni Mike Tyson. Þegar peningamaskína Sultans fer að bráðna er ekki um annað að ræða en leita uppi hvítan hnefaleikara til að bæta fjárhagsstöðuna og hann finna þeir í uppdópuðum pönkrokkara sem eitt sinni hafði verið áhugahnefaleikari og er eini maðurinn sem hefur slegið núver- andi heimsmeistara niður. Upphefst nú mikil svikamylla við að byggja upp orðstír pönk- arans sem hnefaleikara og þar kemur snilli Sultans best í ljós. Með þori og hugviti hefði sjálfsagt verið hægt að gera Hæpið að napurri háðsádeilu á það fjölmiðlafár sem viðgengst í íþróttum almennt og þá einna mest í hnefaleikum, en eins og myndin er fram sett er ekkert slíkt fyrir hendi, aðeins mislukkað grín sem stund- um fær mann til brosa út í annað. Leikstjóri: Reginald Hudlin. Handrit: Tony Hendra og Ron Sheldon. Kvlkmyndataka: Ron Garcia. Tónlist: Marcus Mlller. Aöalleikarar: Samuel L. Jackson, Jeff Goldblum, Damon Wayans, Cheech Marin og Salli Richardson. Hilmar Karlsson LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 John Carpenter, til vinstri á myndinni, ræðir við Kurt Russell við tökur á Escape From L.A. Flóttinn frá L.A. í Laugarásbíói: Snake mættur aftur til leiks Flóttinn frá L.A. (Escape from L.A.) er óbeint framhald spennumyndarinnar Escape from New York sem John Carpenter gerði 1981. John Carpenter er aftur við stjórnvölinn og Kurt Russell er mættur aftur til leiks í hlutverki Snake Plissken en sögusviðið hefur verið fært til Los Angeles og gerist myndin eftir að „stóri jarðskjálftinn" hefur nánast lagt allt í rúst. Úr rústunum rís óvígur her undir stjóm suðuram- erísks málaliða og ræður her þessi allri borg- inni. Það vill svo til að dóttir forseta Bandaríkj- anna hefur gengið til liðs við herinn vegna þess að hún er á öndverðum meiði við skoðanir fóð- ur síns. Ljóst er að her þessi á eftir að gjöreyði- leggja borgina og því þarf að lauma inn manni til að ná forsetadótturinni og til sögunnar kem- ur Snake Plissen sem áður hefur tekist á við verk sem enginn annar treystir sér til. Auk Kurt Russell leika í myndinni mikill íjöldi þekktra leikara. Má þar nefna Stacy Keach, Steve Buscemi, Peter Fonda, George Carraface, Valeriu Golino, Bruce Campbell, Pam Grier og Cliff Robertson sem leikur forseta Bandaríkj- anna. John Carpenter hefur sett mark sitt á banda- riska kvikmyndagerð frá því hann gerði hina klassísku Halloween sem kostaði aðeins 300.000 dollara en tekjur af henni urðu 75 milljónir dollara. Carpenter hefur leikstýrt átján kvik- myndum og hefur hann einnig gert tónlist við fimmtán þeirra. Allt frá því Carpenter var drengur hreifst hann af kvikmyndum og um leið og hann hafði aldur til gekk hann í kvik- myndaskóla í Kaliforníu. Meðan á námi stóð fékk hann verðlaun fyrir stuttmynd sina, The Resurrection of Billy Bronco, sem leiddi til að hann fór að leikstýra ódýrum kvikmyndum sem allar fengu góðar viðtökur. Eftir að Hall- oween hafði slegið í gegn færði Carpenter sig upp á skaftið og leikstýrði nokkrum mjög svo áhrifamiklum hrollvekjum. Má þar nefna The Fog og The Thing. Hann hefur á undanfómum árum gert misgóðar myndir og engin hefur í raun verið á við það besta sem hann gerði á seinni hluta áttunda áratugarins og fyrri hluta þess níunda en þó hafa inn á milli komið frá honum ágætar myndir. Má þar nefna They Live og In the Mouth of Madness. -HK Kurt Russell leikur aðalhlutverkið í Escape from L.A.: Fyrrum hafnaboltaleikari „Svo skemmtilega vill til að Snake Plissken er einn af minum uppáhalds karakterum," seg- ir leikarinn Kurt Russell sem leikur aðalhlut- verkið og fyrmefnda persónu í kvikmyndinni Escape from L.A. Hann er fæddur 17. mars árið 1951 i Springfield í Massachusetts í Bandaríkj- unum. Hann heitir fullu nafni Kurt Vogel Russell og býr með leikkonunni Goldie Hawn. Þau búa á búgarði rétt fyrir utan Aspen. Russ- ell á tvo syni, Boston frá fyrra hjónabandi með leikkonunni Season Huble og Wyatt með Goldie Hawn. Pabbi í kvikmyndaleik Faðir Russells heitir Bing Russell, fyrrum hornaboltaleikari. Hann lék lögregluforingja í Bonanza í sex ár. Kurt Russell var sjálfur at- vinnumaður í hafnarbolta þangað til meinsemd Kurt Russell leikur Snake Plissken í kvikmynd- inni Escape from L.A. í öxl varð til þess að hann neyddist til að hætta. Fyrsta hlutverkið í kvikmynd lék Russell þegar hann var tíu ára gamaÚ en það var í kvikmynd Elvis Presleys It Happened at the World’s Fair. Árið 1960 skrifaði hann undir tíu ára samning við Walt Disney fyrirtækið. Eftir að hann hætti að leika bamahlutverk kom hann fram í nokkrum homaboltamyndum. Russell hefur leikið í mörgum myndum á 30 ára leikferli sínum. Þar er að finna gaman- myndir, spennumyndir og dramatískar myndir. Árið 1979 lék hann Elvis Presley í sjónvarps- mynd eftir John Carpenter. Hann fylgdi því hlutverki eftir með myndunum Used Cars, Escape from New York, The Thing og Silkwood. í Escape from New York lék hann Snake Plissken sem hann gerir líka í Escape from L.A. eins og þeir sem séð hafa myndina muna eftir. Fann ástina í Golriie Hawn Árið 1983 hitti hann Goldie Hawn þegar þau unnu saman að kvikmyndinni Swing Shift. Þau hafa búið saman síðan en myndin var mis- heppnuð sem og næsta mynd þeirra saman, Overboard. Eftir 1980 ollu myndir þær er Russell lék í miklum vonbrigðum eins og The Best of Times, Big Trouble in Little China og Winter People. Ferill hans virtist alvarlega staðnaður. Hann fékk þó hlutverk í Tango og Cash eftir að Patric Swayze hætti við. Dennis Quaid var fyrst valinn í hlutverk í Backdraft en Russell fékk hlutverkið. Þessi tvö síðustu gegna lykilhlutverki í ferli hans. Hann lék einnig í myndum eins og Tequila Sunrise, Tombstone, Executive Decision og Stargate. -em
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.