Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 28
; sérstæð sakamál LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 JJV Grannvaxni, dökkhærði maður- inn með stóru augum og þjáningar- fulla svipinn var nýstiginn út úr strætisvagni og var á leið heim til sín eftir dimmum götum í vestur- borg Hollywood. Þetta var síðla kvölds í febrúar og hvasst, svo hann setti höfuðið undir sig. Skyndilega gekk sterklegur ungur maður út úr dimmu porti og tók sér stöðu beint fyrir framan hann. Hann tók fram stóran hnif. „Komdu með peningana þína!“ sagði hann. „Ég er ekki með neina peninga," svaraði grannvaxni maðurinn og hann var að segja satt. Síðustu smá- peningarnir hans höfðu farið í strætisvagnafargjaldið. Án þess að segja fleira rak ræn- Hann var sendur réttarlækninum, sem hafði komið við sögu morð- málsins, og gat hann staðfest að Sal Mineo hefði verið stunginn með sams konar hnífi. Þegar hér var komið sögu sat Lionel Williams í fangelsi í Michig- an-ríki vegna grófrar líkamsárásar. Einn fangavarðanna þar, Albert Lemkuhl, skýrði svo frá í síma að Williams hefði margoft gortað sig af því að hafa myrt Sal Mineo en hvorki samfangar hans né fanga- verðirnir hefðu trúað því. Rannsóknarlögreglumaður var nú sendur til Michigan-rikis til þess að yfirheyra Williams sem neitaði þvi þá ákaft að hafa myrt leikarann. En meðan yfirheyrslan stóð sá lög- reglumaðurinn að Wiiliams hafði Frægðin er fallvölt Lionel Williams á leið til yfirheyrslu í Michigan-ríki. inginn hnífinn hvað eftir annað í brjóstið á grannvaxna manninum. Hann rak aðeins upp eitt óp og nokkrum augnablikum síðar lá hann svo í blóði sínu á götunni. Það hafði hann reyndar gert mörgum sinnum í kvikmyndum, en nú var ekki um neinn leik að ræða. „Strákurinn með fjaðurhnífinn" Það má segja að það hafi verið kaldhæðni örlaganna að kvik- myndastjaman fyrrverandi, Sal Mineo, skyldi deyja á þennan hátt. í kvikmyndum sem hann lék í á sjötta áratungum hafði fjaðurhnif- urinn orðið tákn hans og þá fékk hann viðurnefnið „The Switcblade Kid“, eða „Strákurinn með fjaður- hnífinn". En tími frægðarinnar var liðinn hjá Sal Mineo. Hann stóð aðeins í tíu ár, eða frá því hann var fimmt- án ára og þangað til hann varð tutt- ugu og fimm ára. Næstu tólf árin, eða þar til hann var myrtur þrjátiu og sjö ára, lifði hann í fátækt, þoldi niðurlægingu og þjáðist vegna fikni- efnaneyslu. Hjón höfðu orðið vitni að morð- inu úr glugga heima hjá þér. Það var dimmt, svo þau sáu morðingj- ann ekki vel. Þau voru þó á einu máli um að hann væri hvítur mað- ur, því hann var ljóshærður. Og hann hafði ekið burt á gulum Dodge Colt bíl. Hálfum mánuði eftir morðið á Sal Mineo handtók lögreglan nítján ára svertingja, Lionel Williams, fyrir rán. Hann skýrði þá svo frá að Sal Mineo hefði verið fíkniefnasali og flóttamaður frá Kúbu, sem seldi fiknilyf, hefði myrt hann, þar eð Mineo hefði skuldað honum pen- inga. Mánuðum saman leitaði lögregl- an í Los Angeles morðingjans í röð- um fíkniefnasala en varð ekki ágengt. Undradrengurinn Það var mafian sem kom Sal Mineo í kvikmyndir. Faðir hans, Salvatore, og tveir frændur hans, A1 og Paul Mineo, voru allir kunnir mafíumenn í New York og voru báð- ir frændurnir skotnir til bana í maf- íuuppgjöri þar í borg. Sal var á góðri leið með að gerast afbrotaunglingur þegar Frank Co- stello, einn æðstu manna mafíunn- ar, sendi hann á leiklistarskóla á Broadway, þá ellefu ára, og síðar til Holiywood. Drengurinn sló í gegn. Árið 1955, þegar hann var sextán ára, var hann tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í mynd James Dean, „Wild Blood“. Sama ár fékk hann Emmy-verðlaunin fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndinni „Dino“. Þá var hann líka orðinn kunnur dægur- lagasöngvari og um tíu mánaða skeið var plata hans, „Start Mov- ing“, efst á vinsældalistanum. Sagður arftaki James Dean Þegar James Dean dó í bílslysi 1956 þótti yfirmönnum Mineos í kvikmyndaborginni liggja beint við að hann yrði arftaki hans. Á níu mánuðum leik Mineo í þremur myndum, og í öllum var hann í hlutverki foringja í unglingagengi. En Sal Mineo reyndist ekki vera neinn James Dean. Hann hafði sína eigin sérstæðu útgeislun og ein- staka leikarahæfileika, en það var hrapalleg misnotkun á honum að reyna að gefa honum ímynd Deans. Það varð til þess að Mineo varð ann- ar en hann hafði verið. Hann lék að vísu í tólf myndum til viðbótar, en hæfileikar hans nýttust í raun að- eins í þeirri síðustu, „Exodus", þar sem hann lék gyðing og hryðju- verkamann, og fyrir þá frammi- stöðu var hann enn á ný tilnefndur til óskarsverðlauna. Eftir það hallaði hratt undan fæti fyrir Mineo. Hann varð ástfanginn af leikkonunni Pier Angeli, en blómaskeið hennar var þá liðið. Hún varð háð heróíni og dró hann með sér í þá eymd. Hún dó svo af of stórum heróínskammti og þá fór hann að segja má í hundana og fékk ekki fleiri tilboð um að leika í kvik- myndum. Aftur á hvíta tjaldið Eftir um hálfan áratug fikniefna- misnotkunar höfðu kvikmynda- framleiðendur skyndilega þörf fyrir Sal Mineo á ný, en 1975 var myndin „James Dean - The First American Teenager" gerð. Kvikmyndaverið lét sækja Mineo fyrir töku hennar, kom honum í meðferð fyrir sinn reikning og nú fór leikarinn að reyna að koma sér á réttan kjöl í líf- inu á ný. í febrúar 1976 var hann enn fá- tækur en orðinn óháður fikniefnum og hafði fengið hlutverk á sviði. En þá varð hann fórnarlamb morðingj- ans óþekkta. Dag einn í ágúst 1977, hálfu öðru ári eftir morðið, kom döpur kona, Theresa Williams, í aðalstöðvar lög- reglunnar í Los Angeles og sagði að hún hefði lengi þagað yfir hræði- legu leyndarmáli. „Það var maðurinn minn sem Williams á leið úr dómhúsinu í Los Angeles. myrti Sal Mineo,“ sagði hún. Maður hennar reyndist vera Lionel Will- iams, sem hafði á sínum tima hald- ið því fram að morðingi leikarans væri kúbverskur fikniefnasali. Theresa sagði lögreglunni að morðnóttina hefði maður hennar komið heim í blóðugum fötum. Hann hefði beðið hana að geyma stóran hníf, sem hann hefði þá ný- lega keypt. Hún sagðist síðar hafa kastað hnífnum á ruslahaug en af einhverri ástæðu hefði hún geymt kvittunina. „Ég var að drepa mann í Holly- wood,“ sagði hún að maður hennar hefði sagt þegar hann kom heim. Gortaði af morðinu Rannsóknarlögreglumenn voru ekki beint trúaðir á frásögn Ther- esu og töldu að hún kynni að vera að reyna að koma fram hefndum við mann sinn vegna ósættis. Hjónin, sem höfðu orðið vitni að morðinu, höfðu sagt að morðinginn væri hvít- ur maður. Hins vegar sýndi kvittun- in, sem Theresa lagði fram, hvers konar hnif maður hennar hafði átt og var því hægt að fá annan eins. látið flúra á húð sína mynd af stór- um hnifi og stafina „S.M.“. Guli bfllinn finnst Saksóknaraembættið í Los Angel- es taldi ekki að það sem nú lá fyrir nægði til dóms yfir Lionel Williams. Einn starfsmanna embættisins, Michael Genelin, hafði verið mikill aðdáandi Sals Mineos og hafði á sín- um tíma þótt dapurlegt að frétta af morði hans. Genelin tók þvi að sér, á eigin spýtur, að rannsaka málið. Theresa Williams hafði skýrt frá því að maður hennar hefði aldrei átt gulan Dodge Colt bíl. Væri Willi- ams morðinginn hlyti hann því ann- aðhvort að hafa stolið honum eða tekið hann á leigu. Genelin fann bílaleigu sem hafði leigt út gulan bíl af þeirri gerð sem við sögu kom og fékk að skoða gaml- ar bækur. Þar fann hann að Lionel Williams hafði tekið gula Colt-bíl- inn á leigu í febrúar 1976. Fór Gen- elin nú að trúa því að hann væri að nálgast lausn gátunnar. Honum tókst svo að komast yfir ljósmynd af Williams frá þessum tíma og kom þá í ljós að þá var hann ljóshærður, því hann hafði látið lita hár sitt. Var því ekki furða að hjónin, sem vitni urðu að morðinu á illa upp- lýstri götunni, teldu morðingjann vera hvítan mann. Málið leitttil lykta Genelin lagði niðurstöður rann- sóknar sinnar fyrir starfsfélaga sína hjá saksóknaraembættinu í Los Angeles og urðu þeir honum sam- mála um að rétt væri að gefa út ákæru á Lionel Williams fyrir morðið á Sal Mineo. Réttarhöldin fóru fram snemma árs 1979, réttum þremur árum eftir morðið. Þau vöktu talsverða at- hygli, enda mundu margir hve fræg- ur og vinsæll Sal Mineo hafði verið þegar hann stóð á hátindi frægðar sinnar. Þá þótti ýmsum dapurlegt að þegar honum hafði loks tekist að sigrast á fikniefnaneyslu sinni og hafði fengið hlutverk á sviði skyldi hann vera veginn á þann hátt sem raun bar vitni. Þann 16. febrúar 1979 var Lionel Williams sekur fundinn um morðið á Sal Mineo. Dómarinn kvað síðan upp ævilangan fangelsisdóm fyrir morðiö og ýmis rán en bætti því við að Williams myndi ekki fá að sækja um reynslulausn fyrr en eftir fimm- tíu og eitt ár. Þá yrði hann á áttræðisaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.