Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 útiönd I stuttar fréttir jg Danir herða tökin Danska stjómin lagði fram frumvarp á þingi í gær um 1 bann gegn stöðvum mótorhjóla- gengja í íbúðarhverfum. Æfir kapp- ræður Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun í dag æfa sig stift fyrir kappræðurn- ar við Bob Dole, forsetafram- bjóðanda repúblikana, á morg- un. Fyrrum þingmaður mun leika Dole, hjörð ráðgjafa mun semja handritið og leikari mun leiðbeina forsetanum í fram- sögn. Engar áritanir Yfirvöld í Burma ætla að hætta að veita bandarískum borgurum vegabréfsáritanir til landsins. Er það svar við banni sem sett var á ferðir herfor- ingja Burma til Bandaríkjanna. Giftist fjöldamorð- ingja Doreen LioyTritstjóri banda- rísks tímarits, giftist í gær dauðadæmdum fjöldamorð- ingja, Richard Ramirez, I fang- elsi nálægt San Francisco. Stórt ósongat Ósongatiö, sem mynaast ár- lega yfir suðurheimsskauts- svæðinu, er þegar orðið tvisvar sinnum stærra en Evrópa. Páfiá sjúkra- hús Páfagarður tilkynnti í gær að Jóhannes Páll páfi myndi leggjast inn á sjúkrahús á morgun til að láta taka úr sér botnlangann. Á fimmtudagskvöld vísaði páfa- garður á bug fréttum ítalskrar fréttastofu um að páfi væri kominn með nýtt æxli en æxli | var fjarlægt úr honum fyrir fjórum árum. Ýmsir draga í efa útskýringar páfagarðs. - % Hermannaveiki á Spáni Spænsk heilbrigðisyfirvöld reyna nú að finna orsök út- breiðslu hermannaveiki á Spáni. Alls hafa 10 manns látist úr veikinni í litlum bæ nálægt Madrid. Um 200 hafa veikst. Reuter Hlutabréfavið- skipti: Metin fuku í kauphöllunum Hlutabréfaviðskipti voru afar líf- leg í helstu kauphöllum heims í vik- unni ef marka má þróun hlutabréfa- vísitalna. Söguleg met voru slegin í þremur kauphöllum; New York, London og Frankfurt, og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur ekki verið hærri á þessu ári, nálgast reyndar sögulegt met frá því í árs- byrjun 1994 þar sem aðeins munar 187 stigum. FT-SE 100 vísitalan í London rauf 4.000 stiga múrinn þegar hún náði 15 stigum meira sl. þriðjudag og hef- ur haldist yfir þessum mörkum. Dow Jones í New York fór í 5.933 stig á miðvikudag og DAX-30 í Frankfurt fór í 2.676 stig. Dollar hef- ur hækkað í verði og markaðirnir í Evrópu fylgt hlutabréfahækkun í Bandaríkjunum. Arafat fyrir viðræðurnar við ísraela: Samþykki engar málamiðlanir Yasser Arafat, forseti Palestínu, lýsti því yfir í gær að hann myndi ekki samþykkja málamiðlanir um lögmæt réttindi Palestinumanna. Arafat fór í gær á fund ítalskra og franskra ráðamanna til að ræða nið- urstöðu leiðtogafundarins í Was- hington. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Warren Christopher, heldur til Miðausturlanda um helgina til að ræða við Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, og Arafat, fyrir við- ræður ísraela og Palestínumanna um ýmis atriði sem ekki tókst að leysa á leiðtogafundinum. ísraelskir og palestínskir ráðamenn munu hittast á morgun í Erez sem er á landamærum ísraels og Gazasvæð- isins. Ræða á framkvæmd friðar- samnings þeirra, þar á meðal stað- setningu ísraelskra hermanna í bænum Hebron á Vesturbakkanum. Frelsissamtök Palestínumanna hafa lýst yfir ánægju sinni með þát- töku bandaríska utanríkisráðher- rans í viðræðunum sem koma eiga í veg fyrir frekari óeirðir. ísraelsk heryfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu komist að sam- komulagi við palestínsku lögregl- una um 300 metra hlutlaus svæði umhverfis stöðvar ísraela á Gaza- svæðinu. Arabískum mótmælend- um verður bannað að fara inn á svæðin. Fyrirhugað er að koma einnig á slíkum svæðum á Vestur- bakkanum. Um fimm hundruð ungmenni söfnuðust saman að lokinni bæna- stund múslíma í Jerúsalem í gær en prestar komu í veg fyrir mótmæli. Reuter Yfir 3 þúsund ísraelskir lögreglumenn voru I viöbragðsstöðu í austurhluta Jerúsalem I gær þar sem arabar komu saman til bænastundar. Símamynd Reuter Æsingur í bresku pressunni: Deilt um pólítískar skoðanir drottningar - Elísabet sögð vinstri sinnuð í nýrri ævisögu Hægri pressan í Bretlandi vísar á bug fullyrðingum um að Elísabet Englandsdrottning hafi reynt að koma meintum vinstri skoðunum sínum að í stjómmálum. Því er hins vegar haldið fram í nýrri ævisögu um drottninguna sem Ben Pimlott hefur skrifað. Sagan er byggð á við- tölum við meðlimi konungsfjölskyl- dunnar og hirðfólk auk þess sem vitnað er í „konungleg skjöl“, að því er segir í breska blaðinu Independent sem birtir kafla úr bók- inni. Pimlott segir i viðtali við Independent að drottningin sé svo- lítið vinstri sinnuð en keppinautur Pimlott, ævisöguritarinn Sarah Bradford, segir í viðtali við blaðið Daily Express, sem er á hægri vængnum, að það sé fáránlegt. Op- inberlega sé drottningin ópólítisk en allt bendi til að hún sé hægri manneskja. Pimlott heldur því fram að Elís- bet Englandsdrottning hafi reiðst Margaret Thatcher, fyrrum forsæt- isráðherra Bretlands, vegna stúðn- ings hennar við innrás Bandarikja- manna í Grenada 1983. Drottningin hafi einnig verið efins um réttmæti þess að leyfa Bandaríkjamönnum að nota breska flugvelli fyrir árásina á Líbýu 1986. Reynar hefur áður verið greint frá óánægju drottningar með stefnu Thatcher. Ýmis fleiri bresk blöð hafa bland- að sér í umræðuna um stjómmála- skoðanir drottningar. I Bucking- hamhöll neita menn að tjá sig um innihald nýju ævisögúnnar. Reuter Kauphallir og vöruverð erlendis I London Dow Jones m VI 5932,85 4000 ,0 J A S O Hang Senfi^ J 12014,56 A S C Bensín95okt. 1 250 ' 200 \J] 1150 215 l$/t J A S C l 250;;; 150 218 $/t J A S 0 DV Jeltsín í flók- inni baráttu við Lebed Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti er í flókinni valdabaráttu við Alexander Lebed öryggis- málastjóra, að því er stjóm- 1 málaskýrendur telja. Jeltsín vill hafa stjórn á Lebed en þarf jafnframt að gæta þess að gera hann ekki að hættulegum 1 óvini. í fyrradag varði Jeltsín Lebed vegna umdeildra friðar- samninga hans í Tsjetsjeníu en nokkrum klukkustundum seinna ávítaði forsetinn örygg- ismálastjórann fyrir að vera ekki í nógu nánu samstarfi við stjórnina. Það vakti athygli í -/ gær að Lebed mætti ekki á fúnd § nýstofhaðs vamarmálaráðs þar É sem ræða átti fjárskort hersins. Stjórnvöld segja herinn of stór- an og í gær var tilkynnt að Jeltsín hefði rekið nokkra her- foringja. Vilja þyngja refsingar fyrir ofbeldisglæpi Yfirvöld I Þýskalandi ráögera ; nú umbætur í refsilöggjöfinni. | Gera á refsingar vegna ofbeldis- I glæpa eins og til dæmis nauð- gana og tilrauna til mannráns ; þyngri en refsingar vegna rána. Með breytingunum myndi , refsing vegna kynferðislegs of- beldis gegn börnum geta orðið | allt að 10 til 15 ára fangelsis- dómur en 5 ára fangelsi er há- | marksrefsing nú. Það er sama * hámarksrefsing og veskisþjófar sæta. Lágmarksrefsing fyrir nauðgun og morð á konu er hin sama og fyrir bankarán þar sem ræninginn veifar leik- | fangabyssu. íranskur klerk- ur gagnrýnir taleban-skæru- liða 1 Háttsettur íranskur klerkur, i Ahmad Jannati, sagði róttækar aðgerðir taleban- skæruliða i Afganistan skaða imynd ís- lamstrúarinnar. „Með stein- I ranninni stefhu sinni banna [ þeir stúlkum að sækja skóla, Ikonum að sækja vinnu utan heimilis og þetta gera þeir allt í nafni íslams,“ sagði klerkurinn við bænastund í háskólanum í Teheran. Við bænastundina hvatti klerkurinn Pakistana til að for- dæma aðgerðir skæruliðanna og afsanna um leið að þeir styðji þá. Taleban-skæruliðar hafa náð á sitt vald þremur fjórðu hlutum Afganistans. Hryllingshúsið verður jafnað við jörðu I Heimili fjöldamorðingjanna | Freds og Rosemary Wests í Gloucester í Englandi, sem kall- | að hefur verið hryllingshúsið, verður jafnað við jörðu. West- hjónin beittu ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi, myrtu þær og grófu þær síðan í kjall- ; ara húss síns eða í garðinum | við húsið. Fred West hengdi sig í fangelsi en eiginkona hans af- plánar nú lífstíðarfangelsis- dóm. Nokkrir íbúar í Gloucest- : er vilja láta gera minningar- lund um fórnarlömbin þar sem : húsið er nú. Húsið við hliðina á j húsi Westhjónanna verður einnig jafnað við jörðu og til að I koma í veg fyrir að einhverjir næli sér í múrsteina sem minja- gripi verða steinarnir brotnir í mél. p Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.