Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 42
50 Draumsýn skíöamannsins. DV-myndir ERS Itölsku Alparnir eru hrikalegir í fegurð sinni. Vetraríþróttir: Á skíðum í ítölsku Ölpunum DV-Öræfum:__________________________________ Nú er sumri tekið að halla og eflaust til fólk sem farið er að hugsa til skíðamennsku í vetur. Vonandi verður þessi skiðavetur heldur snjó- meiri en sá siðasti. Þeir sem vilja vera öruggir um að fá útrás fyrir skíðaþörf sína í þetta sinn ættu að renna augum yfir þessa grein. í itölsku Ölpunum, í miðju vínhéraði mitt á milli Bolzano og Trento, býr íslandsvinurinn, ferðafrömuður- inn og blaðamaðurinn Franco Gionco með íjöl- skyldu sinni. Franco, sem níu sinnum hefur farið i fjalla- skíðaferðir til íslands með ítalska hópa, langar núna að endurgjalda gestrisnina sem hann hefur notið hér og býður íslensku skíðafólki að skipu- leggja fyrir það ævintýralega skíðaferð í ítölsku Ölpunum í janúar. Fréttaritari DV fór í prufuferð í janúar sl. Sæludagar Þann 14. janúar flaug ég til Mílanó þar sem Franco tók á móti mér á flugvellinum og eftir tveggja tíma akstur eftir hraðhrautinni vorum við í Rovere della Luna, vínræktarþorpinu þar sem risastórt hús Gionco-fjölskyldunnar stendur. Lára Gionco tók á móti mér með ítölskum sæl- kerakvöldverði og síðan var valinn skíðaútbún- aður til nota meðan á dvölinni stæði. Næsta morgun fórum við til Obereggen sem er skíðasvæði í nágrenninu. Víð höfðum þennan fyrsta skíðadag stuttan enda íslenskir skíðavöð- var lítt liðkaðir en þó renndum við okkur sam- kvæmt hæðarmælinum niður 8.000 metra enda þurftum við aldrei að bíða eftir lyftu. Janúarmán- uður er utan aðalskíðavertíðarinnar enda finnst Evrópubúum þá fullkalt en á íslenskan mæli- kvarða var sólbaðsveður. Á virkum dögum hefur maður skíðasvæðin nánast út af fyrir sig. Lagt af stað Fjallaskíði eru eins og venjuleg skíði nema að hægt er að losa bindinguna í hælinn og líma skinn undir þau til að ganga upp fjöllin. Skórnir eru plastskór sem eru liðugir um öklann þegar gengið er upp en þeim er læst til að renna sér nið- ur. Þetta veitir manni ótakmarkað frelsi til að ferðast um fáfamar slóðir og njóta víðáttu fjall- anna án þess að vera háður skíðalyftum og þegar kemur að því að renna sér niður ósnortnar hlíð- arnar þá er tilfinningin ólýsanleg. Ekki þarf að koma með skíði að heiman því Franco hefur nóg af skíðabúnaði, nægilegt fyrir litla herdeild skíða- manna. Næstu dagana fórum við til skiptis fjallaskíða- ferðir eða heimsóttum nútímaleg skíðasvæðin sem eru allt um kring. T.d. fórum við í tveggja daga ferðalag á skíðunum um risastórt skíða- svæði, Dolomiti Superski, hara með tannburst- ann og greiðslukortið í vasanum. Við gistum á leiðinni í notalegu gistihúsi í litlu þorpi og lok- uðum hringnum daginn eftir, þá búnir að ferðast yfir 200 km vegalengd á skíðunum. í annan stað fórum við í tveggja daga fjallaskíöaferö, með svefnpoka og nesti á bakinu, gistum í gömlum, hrörlegum fjallaskála sem varð furðu hlýlegur þegar eldur logaði í arninum. Daginn eftir að við komum heim úr þeirri ferð skruppum við til Fen- eyja en þangað er aðeins tveggja tíma akstur. Þessi ferð var sannkölluð skíðaveisla og það lá við að ég skellti upp úr i flugvélinni á leiðinni heim þegar ég las í dagblaði að ekki væri enn búið að opna eitt einasta skíðasvæði á íslandi. Frelsi í náttúrunni Þessi 10 daga skíðaleiðangur til ítölsku Alpanna verður farinn næstkomandi janúar. Þetta er ferð fyrir lítinn hóp samstæðra skíða- manna sem vilja uppgötva frjálsræðið sem felst í að nota fjallaskíði til að klífa 3.000 metra háa Alpatinda og renna sér síðan alla leið niður í dal- botnana auk þess að heimsækja nútímaleg skíða- svæði og skíða allt upp i 150 km á dag án þess að fara nokkurn tímann sömu brekkuna tvisvar. Ekki er skilyrði að vera útfarinn í Alpamennsku en til að njóta ferðarinnar þarf fólk að vera í þokkalegu formi, alla vega svona Esjufært. Nánari upplýsingar veitir Einar Sigurðsson hjá Öræfaferðum, í síma 478 1682. ERS Ferðalög innanlands: Launþegahreyfingin semur um afslátt Göng í klemmu Illa gengur með gerð gang- anna milli Frakklands og Bret- lands vegna erfiðleika stjórn- enda með að útvega fjármagn. Þeir sem fjáríestu í gerð gang- anna árið 1987 hafa þurft að horfa upp á mikla rýrnun eigna sinna og bankar eru tregir til að lána meira fé í göngin. „Við reynum að halda áfram enda skiptir hver millimetri máli en þetta er eins og Mission Impossible," sagði einn af starfsmönnum ganganna og vís- aði þar í samnefnda kvikmynd. Nýr faraldur Hætta er að nýr faraldur brjótist út i Nýju Dehlí á Ind- landi en beinbrunasótt, sem er hættulegur hitabeltissjúkdóm- ur í veiruformi og berst með moskítóflugum, hefur lagt 17 manns að velli á stuttum tíma. Hér er einungis um skráð dauðsföll að ræða en álitið er að þau séu mun fleiri í þessari risaborg sem hýsir yfir 10 millj- ónir manna. Talið er að sjúk- dómurinn hafl horist til borgar- innar með fátækum þorpsbúum sem flykkjast til borgarinnar i leit að betra lífi. Orlofsnefnd launþegahreyfingar- innar hefur samið við Flugleiðir innanlands, fjölda hótela um land allt, sérleyfishafa innan BSÍ og Europcar - Bílaleigu Akureyrar, um hagstætt verð á flugi, gistingu, rútuferðum og hilaleigubílum. Er verið með þessu að hvetja til ferða- laga innanlands í vetur og hefst sala á farmiðum í innanlandsflug í dag, 5. október. Samningar um aðra þjónustu hafa þegar tekið gildi. Fargjöldin eru aðeins seld á laug- ardögum á sölustöðum Flugleiða um land allt en aðeins á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavikurflugvelli á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að bóka sæti í allar brottfarir nema í ferðir frá hádegi fram til miðnættis á föstudögum. Verðið er 5.830 kr. á alla áfangastaði Flugleiða innan- lands nema til Vestmannaeyja en þangað kostar 4.830 kr. Tveggja manna herbergi verða á verði eins manns á 21 hóteli um land allt og einungis þarf að fram- vísa félagsskírteini. Sérstakur af- sláttur er í boði fyrir einstaklinga, misjafn eftir gististöðum og er bók- unarfyrirvari 48 klst. Þau hótel sem bjóða upp á þetta eru: Grand Hotel, Hótel Reykjavík, Hótel Leifur Ei- ríksson, City Hótel, Hótel Lind og Hótel Vík, öll í Reykjavík, Hótel Keflavík, Hótel Borgarnes, Hótel Stykkishólmur, Hótel ísafjörður, Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, Hótel Bláfell, Breiðdalsvík, Hótel Höfn, Eddu Hótel, Klaustri, Hótel Selfoss, Eddu Hótel, Flúðum, Hótel Bræðra- borg, Vestmannaeyjum, Hótel Nes- búð, Nesjavöllum, Hótel Örk, Hvera- gerði og Hótel Norðurland, Akur- eyri. Aðilar að samstarfmu eru: Al- þýðusamband íslands, Bandalag há- skólamanna, BSRB, Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Sam- band ísl. bankamanna, Félag ísl. hjúkrunarfræðingar, Blaðamanna- félag íslands, Kennarasamband ís- lands, Vélstjórafélag íslands, Stétt- arfélag tæknifræðinga, Stéttarfélag verkfræðinga, Félag bókagerða- manna, Vélstjórasamband íslands, Prestafélag íslands, Félag ísl. lyfja- fræðinga, Landssamband aldraðra og Samvinnuferðir Landsýn. Allar nánari upplýsingar fást hjá ofan- greindum þjónustuaðilum og stétt- arfélögum. LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 II | Lesta- og strætisvagnastarfs- menn í Frakklandi hafa boðað til skæruverkfalla og hafa sam- göngur af þeim sökum truflast nokkuð í haust. Næsta boðaða verkfall er 17. október en þá munu lestarstarfsmenn um gjörvallt Frakkland leggja nið- ur vinnu. Ný hraðlest I siðasta mánuði var tekin í notkun ný hraðlest á leiðinni Ítalía- Frakkland. Lestin mun stytta leiðina milli Turin á Norður-Ítalíu og Parísar um 85 mínútur auk þess sem ferðin milli MOanó og Parísar styttist um 1 klukkustund eða niður í 6 tíma og 40 mínútur. Lestin er sameiginlegt átak franskra og ítalskra stjórnvalda. Sjóræningjar Breska sendiráðið í Aþenu hefur varað við hættulegum sjóræningum sem stunda sína skuggalegu iðju í nánd viö eyj- una Korfu. Aðvörunin kom í kjölfar morðs á breskum ferða- manni sem var skotinn þegar hann reyndi að stöðva rán á skútu sinni. Ræningjarnir koma á hraðbátum frá Albaníu og er ferðamönnum ráðlagt að leggja bátum sínum í vaktaðar hafnir. Undirbúningur mun vera hafinn að stofnun sér- stakra lögreglusveita bófunum tO höfuðs. ValuJet í loftið Hið ódýra flugfélag ValuJet hefur aftur hafið starfssemi í Bandaríkjunum. Allt flug á veg- um félagsins hefúr legið niðri frá því 11. maí þegar ein af vél- um félagsins hrapaði niður í fenjasvæði í Flórída með þeim afleiðingum að 110 manns létu lífið. Samtök flugliða hafa mót- mælt og munu áfrýja til Flug- umferðareftirlits Bandaríkj- anna. Hópurinn lýsir ákvörðun flugfélagsins sem „hættulegu fordæmi sem stefni flugöryggi í hættu.“ Fríhafnir í hættu Ráðgert er að fríhafnir muni leggjast af innan ríkja Evrópu- sambandsins frá og með 1999. Talið er að það muni hafa í för með sér 23 punda hækkun að meðaltali á hvern flugmiða inn- an ríkja sambandsins eða um tæplega 2500 krónur. Það er talið að verslun með tollffjálsan varning innan Evrópusam- bandins velti um 4 billjónum punda á ári og því eru margir sem eru ósáttir við þessa ákvörðun. Ferjustjómendur, flugfélög, framleiðendur og flugvellir eru að skipuleggja herferð gegn afnámi fríhafna og tollffjáls varnings. í raun átti tOskipunin að vera komin til framkvæmda fyrir tveimur árum en var frestað. Fyrir þá með heimþrá í Oklahoma City í Bandaríkj- unum er að flnna steikhús sem nefnist Cattleman’s Steakhouse ? og er lambasteik þeirra stolt hússins. En þeir bjóða upp á fleira því þeir eru einnig með íslenska hrútspunga á borðum sem bornir eru fram með | rækjukokkteO og ídýfú. Þetta j mun kúrekunum þykja sæl- gæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.