Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 62
70
kvikmpndir
LAUGARDAGUR 5. OKTOBER 1996
STÆRSTA
TJALDIÐ MEÐ
I HX
DIGITAL
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára.
CRYING FREEMAN THE QUEST
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bi. 16 ára.
Fargo jtkhri
Frábær mynd frá Coen- bræðrum þar sem þeir gera sögu
byggða á sönnum atburðum að listrænu skáldverki með
dökkum húmor. Leikur mjög góður með Frances McDormant
fremsta meðal jafningja. -HK
Jerúsalem ickick
Bille August hefur sent frá sér enn eina frábæra myndina,
um lítið samfélag í norðanverðri Svíþjóð og glímuna við ást-
ina og trúna og líf í nýrri heimsálfu. Ákaflega vönduð veisla
fyrir augað. -GB
Kletturinn ★★★
Rússibanaferð frá upphafí til enda. Leikstjórinn Michael
Bay sýnir snilldartakta og er með nokkurs konar sýnikennslu
í því hvernig á að gera góða spennumynd úr þunnri sögu.
Sean Connery og Nicholas Cage standa sig vel. -HK
Independence Day ★★★
Sannköfluð stórmynd, sem er þegar best lætur eitt mikil-
fenglegasta sjónarspil kvikmyndanna. Sagan er góðra gjalda
verð, en handritið og þá sérstaklega samtöl léttvæg. í heild-
ina er myndin mikil upplifun og góð skemmtun. -HK
Stormur kkk
Stormur (Twister) úr smiðju Steven Spielbergs er mikil og
góð skemmtun og felast gæðin að mestu i góðum spennuatrið-
um þar sem hvirfilbylurinn sýnir á sér ógnvekjandi hliðar.
Sagan sjálf er í þynnra lagi. -HK
Margfaldur kkk
Keaton rennir sér auðveldlega í gegnum fjórar persónum-
ar eins og stórleikurum einum er lagið og gerir Margfaldur
að einni af skemmtilegri myndum sumarsins. -HK
Fyrirbærið ★★★
Mjög svo mannleg og hugljúf mynd þar John Travolta sýnir
góðan leik í hlutverki venjulegs manns sem öðlast i einu vett-
vangi mikla greind. Dettur niður í melódrama í seinni hlutann-
um eftir sterka byijun. -HK
Hestamaðurinn á þakinu ★★★
Ákaflega vönduð og glæsileg kvikmynd um ítalskan upp-
reisnarmann á flótta og kynni hans af ungri konu í kólerufar-
aldri í Frakklandi á síðustu öld. Dramatískur efniviður sem
ekki er nýttur nógu vel. -GB
Eraser ★★★
Eraser er akkúrat það sem maður býst við, heflmikil
skemmtun með frábærum áhættuatriðum og tæknimönnum í
miklu stuði, en á móti kemur að hún býður ekki upp á neitt
nýtt. -HK
Sérsveitin ★★★
Skemmtfleg og spennandi mynd með snjallri úrvinnslu i
átakaatriðum. Tom Cruise hefur ekki verið betri i spennu-
mynd og Brian de Palma er í fínu formi og hefur ekki sýnt
slíkan styrk við stjórnvölinn frá því hann gerði The
Untouchables. Of áberandi hversu sagan er götótt. -HK
Sannleikurinn um hunda og ketti ★★★
Sniðug saga og einstaklega hefllandi leikkonur (Uma Thur-
man og Janeane Garofalo) gera Sannleikann um hunda og
ketti að góðri skemmtun. Og boðskapurinn gæti verið: Ekki
er aflt sem sýnist. -HK
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
MARGFALDUR SUNSET PARK
Sýnd kl. 3.10 og 7.10.
Sýnd kl. 5.10, 9.10 og11.10.
HÆPIÐ
Sími.551 9000
LE HUSSARD
t« *»*!!*{
«» fiu >t Jtík-iísi nrmin
★★★★ Empire
★★★★ Premiere
★★★ A.I. Mbl.
Hann er konungurinn í heimi
hnefaleikanna. Hann er
umboðsmaður og skipuleggjandi
heimsmeistarakeppninnar í
hnefaleikum. Hann svífst einskis
til þess að græða peninga, og nú
er hann að skipuleggja
hnefaleikakeppni aldarinnar.
Þrælgóð gamanmynd þar sem
áhorfendur fá að sjá hvað gerist
á bak við tjöldin i hnefaleikum.
Sýndkl. 3, 5, 7, 9 og 11.
INDEPENDENCE DAY
Áhrifamikil og átakanleg
stórmynd leikstýrð af einum
dáðasta kvikmyndagerðarmanni
Frakka, Jean-Paul Rappenaeu
(Cyrano De Bergerac). Le
Hussard er dýrasta mynd sem
Frakkar hafa framleitt og einnig
sú sem fengið hefur besta
aðsókn. Með aðalhlutverk fara
Juliette Binoche (Þrír litlir, Blár,
Óbærflegur léttleiki tiiverunnar)
og Oliver Martinez (IP 5). Einnig
sést til Gerads Deperdieu í
óvenulegu aukahlutverki.
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.10.
THE TRUTH AB< CATS AND DOi BT
11 ‘ | I 4 V - / h% M M § •ll
Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11.35.
B.i. 12 ára
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Einnig sýnd sunnud. kl. 3.
ilFMf
í Bandaríkjunum
- aðsókn helgina
20. til 22. september.
Tekjur í milljónum dollara
og heildartekjur.
Fráskiidu konurnar þrjár.
Bette Midler, Goldie Hawn
og Diane Keaton leika að-
alhlutverkin í First Wives
Club.
Loks sló ein mynd í gegn
Eftir frekar dræma aðsókn t bíó vestanhafs undanfarnar vikur kom að því að ein kvik-
mynd sló t gegn og það var ekki Last Man Standing með Bruce Willis heldur gaman-
myndin First Wives Club, þar sem Goldie Hawn, Bette Midler og Diane Keaton leika
konur á besta aldri sem eiga það sameiginlegt aö hafa verið skipt út af eiginmönnum
þeirra sem vildu yngja upp. Þær stofna með sér samtök gegn eiginmönnunum. Leik-
stjóri myndarinnar er Hugh Wilson. Aðsóknin að First Wives Club er sú næstmesta yfir
fyrstu helgi í flokki gamanmynda á þessu ári, aðeins The Birdcage hlaut meiri aðsókn
þegar hún var frumsýnd í mars. Þær eiga það sameiginlegt að hafa komið á markað-
inn eftir að dræm aðsókn hafði verið í nokkrar vikur á undan.
I öðru sæti listans er svo Last Man Standing sem er endurgerð klassískrar myndar eft-
ir Akira Kurosawa og þótt aðsóknin um helgina sé upp á 7,1 milljón dollara þá er það
ekki mikiö þegar haft er í huga aö hún var sýnd í rúmlejga 2500 kvikmyndahúsum eða
600 fleiri en The First Wives Club. Fastlega má búast viö að The First Wifes Club haldi
sínu striki og verði í efsta sæti í næstu viku, það er spurning hvað verðlaunamyndin
frá kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, Michael Collins, gerir, en með aðalhlutverkin í henni
fara Liam Neeson og Julia Roberts. Þá verður aö öilum líkindum frumsýnd um þessa
helgi nýjast kvikmynd Hugh Grant, Extreme Measure sem Michael Apted leikstýrir.
-HK
1- (-) The First Wives Club 18,9 18,9
2. (-) Last Man Standing 7,1 7,1
3. (2) Fly away Home 3,9 9,6
4. (1) Maximum Risk 2,9 10,3
5. (3) Bulletproof 2,5 15,5
6. (6) First Kid 2,3 20,2
7.(4) Tin Cup 1,9 49,6
8. (7) A Time to Kill 1,6 103,3
9. (9) Independence Day 1,6 290,6
10. (5) The Rich’s Man Wife 1,6 5,6
HVERNIG VAR
MYNDIN?
Ciying Freeman
Ingólfur Th. Bachmann:
Mjög góð. Sérstök og öðruvísi
en aðrar myndir.
Þorsteinn Hjaltested: Þetta
er mjög góð spennumynd.
Davíð Búason:
Hún er á mörkunum.
Bára Halldórsdóttir:
Þónokkuð góð.