Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 Guðrún Jónsdóttir Guðrún Jónsdóttir geð- læknir, Stigahlíð 89, Reykjavik, verður sjötug á morgun. Starfsferill Guðrún fæddist í Reykjavík og ólst þar upp en dvaldi á sumrin á Eyr- arbakka og Stokkseyri. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1946, embættis- prófi í læknisfræði frá HÍ 1955, öðlaðist almennt lækningaleyfi 1958 og sér- fræðileyfi í geðlækning- um 1976. Hún hefur farið í námsferðir til Norðurlandanna, Englands, Þýskalands og Bandaríkj- anna. Guðrún var í starfsþjálfun til lækningaleyfis í Gautaborg og Reykjavík 1955-58, og starfsþjálfun til sérfræðileyfis í Bristol í Englandi 1969-70 og á Borgarspítala, Klepps- spítala, Landspítala og geðdeild bama á Dalbraut 1970-75. Guðrún var sérfræðingur í geð- lækningum á Geðdeild Borgarspital- ans 1976-96. Þá var hún kennari í líf- færa- og lífeðlisfræði við Hjúkruna- rskóla íslands 1958-59 og 1965-69. Sérfæðiritgerð Guðrúnar fjallar um sjálfsmorð á íslandi 1962-73 en hún hefur haldið fyrirlestra um efnið á erlendum ráðstefnum. Guðrún var gjaldkeri Geðlæknafélags Islands 1976-78, sat í Barna- vemdarráði íslands 1974-82 og hefur ritað og rætt í fjölmiðlum um kristna trú og geðheilsu en Biblíulestur og upp- eldismál em hennar að- aláhugamál. Fjölskylda Guðrún giftist 19.8. 1949 Páli Sigurðssyni, f. 9.11. 1925, lækni og fyrrv. ráðuneyt- isstjóra. Hemn er sonur Sigurðar Jónssonar sjómanns og Ingibjargar Pálsdóttur húsmóður. Börn Guðrúnar og Páls eru Jón- ína, f. 14.12. 1949, skólatannlæknir í Reykjavík, gift Magnúsi Guðmunds- syni giktsjúkdómalækni og eru börn þeirra Guðrún Lilja stúdent og Atli PáU nemi; Ingibjörg, f. 14.12.1949, yf- irlyfjafræðingur í Reykjavík, gift Helga Þórhallssyni, efnaverkfræð- ingi og framleiðslustjóra á Gmnd- artanga, og em synir þeirra Páll eðl- isverkfræðingur og Þórhallur nemi; Dögg, f. 2.8. 1956, hrl. í Reykjavík, gift Ólafi ísleifssyni, hagfræðingi og framkvæmdastjóra alþjóðasviðs Seðlabanka íslands, og er sonur þeirra Páll Ágúst nemi; Sigurður Páll, f. 15.11.1960, geðlæknir við geð- deild Ríkisspítalana, kvæntur Ást- hildi S. Þorsteinsdóttur leikskóla- kennara og eru böm þeirra Guðrún Ágústa nemi, Sólrún Dögg og Páll Steinar; Jón Rúnar, f. 15.11. 1960, hdl. hjá Vinnumálasambandinu. Bróðir Guðrúnar var Jón Atli, f. 13.6. 1924, d. 19.3. 1975, vélstjóri og fyrsti umsjónarmaður Borgarspítal- ans. Foreldrar Guðrúnar vom Jón Jú- níusson, f. 20.11. 1895, d. 17.1. 1967, stýrimaður, og Jónína Jónsdóttir, f. 6.7. 1900, d. 3.10. 1983, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Júníusar, b. í Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi, Pálssonar, hreppstjóra þar, Jónsson- ar, b. á Syðsta-Kekki, Sturlaugsson- ar, b. á Eystri-Rauðarhóli, Jónsson- ar, b. á Grjótlæk, Bergssonar, ætt- fóður Bergsættarinnar Sturlaugs- sonar. Móðir Jóns var Sigríður Jónsdótt- ir, formanns í Grímsfjósum við Stokkseyri, Adolfssonar, hrepp- stjóra í Steinsholti á Eyrarbakka, Petersen. Jónína var systir Ragnars í Smára. Jónína var dóttir Jóns, hreppstjóra í Mundakoti, Einarsson- ar, b. á Heiði á Síðu, Bjamasonar, b. á Fossi, Einarssonar, b. á Fossi, Nikulássonar. Móðir Jóns í Mundakoti var Ragnhildur, systir Guðlaugar, ömmu Ástu, ömmu Davíðs forsætis- ráðherra. Ragnhildur var dóttir Jóns, b. í Heiðarseli, Jónssonar. Móðir Jónínu var Guðrún Jóhanns- dóttir, b., formanns og verslunar- manns í Mundakoti, bróður Guð- mundar, afa Guðna Jónssonar pró- fessors. Jóhann var sonur Þorkels, b. í Mundakoti, bróður Hannesar, langafa Sigurjóns Ólafssonar mynd- höggvara. Þorkell var sonur Einars, spítalahaldara í Kaldaðarnesi, bróð- ur Bjarna, afa Bjama Sæmundsson- ar fiskifræðings. Einar var sonur Hannesar, spítalahaldara og lrm. í Kaldaðarnesi, ættföður Kaldaðar- nesættarinnar, bróður Ólafs, langafa Sigurðar, afa Sigurgeirs biskups, fóður Péturs biskups. Móðir Jóhanns í Mundakoti var Guðrún Magnúsdóttir, formanns í Mundakoti, Arasonar, b. í Neista- koti, bróður Stulaugs á Eystri-Rauð- árhóli. Móðir Guðrúnar var Elín Símonardóttir, smiðs og formanns á Gamla-Hrauni, Þorkelssonar. Guörún Jónsdóttir. Ágúst Eiríksson Ágúst Eiríksson, bóndi og garð- yrkjumaður, Löngumýri í Skeiða- hreppi í Árnessýslu, verður áttræð- ur á mánudaginn. Starfsferill Ágúst fæddist á Löngumýri á Skeiðum og ólst þar upp. Hann stundaði nám í Reykholti í Borgar- firði og lauk síðan prófum frá Garð- yrkjuskóla ríkisins. Ágúst stundaði vörubílaakstur um skeið en hefur verið bóndi og garðyrkjumaður frá 1946. Ágúst tók virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins um árabil og sat m.a. íjóram sinnum á landsfund- um flokksins. Fjölskylda Ágúst kvæntist 21.12. 1946 Emmu K. Guðnadóttur, f. 8.3.1922, húsmóð- ur. Hún er dóttir Guðna Þorsteins- sonar múrarameistara og Þorbjarg- ar Einarsdóttur frá Reyðarfirði. Böm Ágústar og Emmu eru Guðni Þór (kjörsonur) f. 19.4. 1944, vélvirkjameistari í Þor- lákshöfn, kvæntur Jónu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn og flmm barnaböm; Ragnheiður f. 10.6. 1947, fulltrúi og hús- móöir á Selfossi, gift Friðriki Friðrikssyni og eiga þau þrjú böm og þrjú bamabörn; Eiríkur f. 3.9. 1948, verkstjóri, kvæntur Erlu Gunnars- dóttur og eiga þau þrjú böm auk þess sem Eiríkur á son frá fyrra hjónabandi og eitt bamabarn; Magnús Ágúst f. 23.4.1950, ylræktar- ráðunautur í Hveragerði, var kvæntur Svövu Eggertsdóttur en þau skildu og eiga þau þrjú böm; Kristin f. 16.4. 1951, húsmóðir og bókavörður á Stokkseyri, gift Stef- áni Mugg Jónssyni og eiga þau fjög- ur böm og eitt bama- bam; Móeiður, f. 8.6. 1953, húsmóðir á Stokkseyri, gift Eggert S. Guðlaugssyni og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn; Kjartan Halldór, f. 23.10. 1955, framhaldsskólakennari, oddviti og bóndi á Löngumýri. Fyrir hjónaband eignaðist Ágúst einn son: Albert, f. 24.4. 1942, vélstjóra á Seltjamar- nesi, kvæntan Jóhönnu B. Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú böm og tvö bamaböm. Systkini Ágústs: Elín f. 29.10.1917, d. 6.9. 1995, húsmóðir á Votumýri á Skeiðum; Þorsteinn f. 13.4. 1920, d. 1.10. 1978, yfirkennari í Reykjavík; Sigurður f. 16.6. 1926, d. 24.11. 1981, vélamaður hjá Vegagerð ríkisins; Ingigerður f. 14.2. 1928, húsfreyja á Skipum í Stokkseyrarhreppi. Upp- eldisbróðir Ágústs er Baldvin Áma- son f. 17.6. 1939. Foreldrar Ágústar voru Eiríkur Þorsteinsson, f. 6.10. 1886, d. 25.7. 1979, búfræðingur og bóndi á Löngu- mýri, og Ragnheiður Ágústsdóttir, f. 9.3. 1889 d. 26.2. 1967, húsfreyja. Ætt Eiríkur var sonur Þorsteins Þor- steinssonar, bónda á Reykjum, og Ingigerðar Eiríkssdóttur Eiríksson- ar Vigfússonar, ættfoður Reykjaætt- ar. Ragnheiður var dóttir Ágústs Helgasonar, bónda og alþm. í Birt- ingarholti, og k.h., Móeiðar Skúla- dóttur Thorarensen, læknis á Mó- eiðarhvoli. Ágúst verður að heiman á afmæl- isdaginn. Ágúst Eiríksson. Reynir Þorgrímsson Reynir Þorgrímsson fram- kvæmdastjóri, Þinghólsbraut 52, Kópavogi, verður sextugur á mánu- daginn. Starfsferill Reynir fæddist í Reykjavík en ólst upp á Siglufirði og sótti unglinga- skóla á Siglufirði og í Reykholti. Hann stundaði nám við Samvinnu- skólann 1953-54 og var síðan eitt ár í viðskiptaskóla í Englandi. Reynir hefur oftast verið sjálf- stæður atvinnurekandj. Hann stofn- aði Hagkaup með Pálma Jónssyni, stofnaði, ásamt Pálma, sokkabuxna- verksmiðjuna Gleym mér ei á Sauð- árkróki og var þar framkvæmda- stjóri, stofnaði bUasöluna BUakaup og rak hana í eUefu ár ásamt öðrum fyrirtækjum. Þá stofnaði hann og hefur rekið Fyrirtækjasöluna i Suð- urveri í tæp tíu ár. Reynir var félagi í Rotaryklúbb- num á Sauðárkróki, stofnaði JC fé- lag á Sauðárkróki og Golffélag þar, ásamt öðrum, var landsforseti JC á íslandi 1973 og er þar heiðurfélagi og senator, stofnandi Lionsklúbbs- ins Víðars i Reykjavík og formaður 1985 gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum, auk þess sem hann er starf- andi í öðrum félögum. Hann hefur samið bæklinga og skrifað ótal greinar í blöð og tímarit. Fjölskylda Reynir kvæntist 8.2. 1964 Rósu Guðbjörgu Gísladóttur, f. 18.5. 1941, húsmóður. Foreldrar hennar voru Gísli Eylert Eðvaldsson og Hulda Einarsdóttir sem bæði era látin. Börn Reynis og Rósu eru Gísli Þór Reynisson, f. 21.6. 1965, dr. í við- skiptahagfræði og starf- andi meðeigandi í stóru ijármögnunarfyrirtæki í Helsinki, í sambúð með Önnu Margréti Kristins- dóttur og er dóttir Gísla Anna Fríða, f. 9.5. 1990, en sonur Gísla og Önnu er Benjamín Ágúst, f. 11.1. 1993, og sonur Önnu, Gabríel Þór Bjarnason, f. 10.10. 1992; Einar Örn, f. 19.11 1968, verslunar- maður, og á hann einn son, Reyni Örn, f. 9.3.1992; Ingibjörg Margrét, f. 19.5.1971, snyrtifræðingur, en sonur hennar er Viktor, f. 9.8. 1992; Ragnar Már, f. 1.2. 1985. Bróðir Reynis er Við- ir Páll, f. 2.3. 1941, kaupmaður í Tösku- og hanskabúðinni við Skólavörðustíg í Reykjavík, kvæntur Jó- hönnu Haraldsdóttur og eiga þau íjögur börn. Foreldrar Reynis voru Þorgrímur Brynj- ólfsson, f. 15.2. 1908, d. 27.12. 1994, kaupmaður á Siglufirði og síðan í Reykjavík, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 19.12.1915, kaupkona. Reynir er á Flórída um þessar mundir. Reynir Þorgrímsson. 1 Til hamingju i|j með afmælið ! 5. september i - ■ 90 ára Vigfúsina Bjamardóttir Eyrargötu, Garðbæ 1, Eyrarbakka. Hrefna Ásgeirsdóttir, Háaleitisbraut 44, Reykjavík. 85 ára ■ Guðbjörg Karlsdóttir Barónsstíg 24, Reykjavík. 75 ára Páll Magnússon Lönguhlíð 27, Reykjavík. Guðbjörg Guðmundsdóttir Skálabrekku 19c, Húsavík. 70 ára___________________ SS Hjalti O. Jónsson Heiðargerði 10, Reykjavík. Valborg Jónsdóttir, Mýrargötu 2, Neskaupstað. Einar B. Guðmundsson Rauðhömrum 10, Reykjavík. Þorleifur Vagnsson Kleppsvegi 102, Reykjavik. 60 ára Rúnar Brynjólfsson Krosseyrarvegi 5, Hafnarfirði. Þórdís Tryggvadóttir Byggðavegi 94, Akureyri. Ingrid Lovisa Brandt Bæjarholti 9, Hafnarfirði. Guðmundur B. Aðalsteinsson Miðvangi 91, Haínarfirði. 50 ára Stefanía Sveina Sigurjónsdóttir Melgötu 1, Grenivík. Guðlaug Helga Herbertsdóttir Brekkugötu 24, Hafnarfirði. Bragi Kristinsson Vesturási 7, Reykjavík. Hlynur Þórðarson Laufrima 89, Reykjavík. Tómas J. Brandsson Ormsstöðum, Selfossi. Hrönn Haraldsdóttir Vesturbergi 80, Reykjavík. Dagrún Bjömsdóttir Hamrabergi 42, Reykjavík. Karl Jóhann Lilliendahl Laufrima 22, Reykjavík. Baldur Hannesson Dugguvogi 6, Reykjavík. 40 ára Olga Gunnarsdóttir Löngumýri 28, Garðabæ. Þorsteinn Jón Óskarsson Melabrauti 19, Seltjamarnesi. Guðrún Gerða Sigurþórsdóttir Flúðaseli 16, Reykjavík. Egilína Sigríður Guðgeirsdóttir Furubyggð 40, Mosfellsbæ. Kristján Guðmundsson Sunnuflöt 9, Garðabæ. Kristján Ottó Hreiðarsson Smyrlahrauni 45, Hafnarfirði. Hildur Bryndís Aðalgeirsdóttir Álftahólum 6, Reykjavík. Sigurrós M. Steingrímsdóttir Framnesvegi 29, Reykjavík. oW milli himin, ...—■|ii i, 'ío. V. Smáauglýsingar EE3 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.