Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 18
1» iunglingaspjall_________________________ Hittast reglulega til að spila Spunaspil: Orvar ímyndunaraflið og eykur orðaforðann - hvert spil getur tekið margar klukkustundir stráka sem hittast reglulega til að spila svokallað Spunaspil, á frum- málinu Roleplay. Freyr hefur spilað spilið í 3-4 ár en oft hittast vinimir upp úr hádegi og sp langt fram á kvöld. „Að meðaltali tekur hvert spil hátt í 10 klukkustundir og sá sem stjómar er oft margar klukkustund- ir að undirbúa spilið,“ sagði Freyr Gunnar Ólafsson, 16 ára nemandi í MR, sem tilheyrir 4-5 manna hópi Strákarnir hittast reglulega til að spila Spunaspil sem getur tekið margar klukkustundir. F.v.: Ólafur Gunnar Sævarsson, Freyr Gunnar Ólafsson, Steinn E. Sigurðarson og Vésteinn Valgarðsson. Örvar ímyndunaraflið Spunaspil er mjög sérstakt að því leyti að það gengur mikið út á ímyndunaraflið. Spilamenn búa sér til persónur sem þeir lýsa í smáat- riðum og gefa þeim ákveðin gildi í samræmi við þar til gerðar töflur. Sama persónan hefur t.d. ákveðið gildi í styrk, ■'V fimi, þoli, gáf- um, skyn- bi hliðin Haraldur Ingólfsson sýnir á sér hina hliðina Leiðinlegast að Fullt nafn: Haraldur Ingólfs- i son. Fæðingardagur og ár: 1. ágúst 1970. Maki: Jónína H. Víglundsdóttir. Böm: Unnur Ýr og óskírður drengur. Bifreið: MMC Lancer GLX ár- gerð 1992. Starf: Eftirlitsfulltrúi á skatt- I stofu Vesturlands. Laun: Sæmileg. Áhugamál: íþróttir, fjölskyldan og margt fleira. Hefur þú unnið i happdrætti eða lottói? Ég held ég hafi 2svar fengið 3 rétta í Lottóinu og hef nokkrum sinnum unnið á Lengj- unni. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Spila fótbolta, vera með fjölskyldunni og vinna Stein- ar Adolf í Hearts. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Strauja. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt með öflu tilheyrandi. Uppáhaldsdrykkur: Vatn, kók og bjór. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: íþróttablað- strauja ið. Hver er fallegasta kona/karl sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Það eru til svo margar, fal- legar konur. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Frekar hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Kónginn á Old Trafford. Uppáhaldsleikari: Jack Nichol- son. Uppáhaldsleikkona: Halldóra Björnsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Bono. Uppáhaldsstjómmálamaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Grettir. Uppáhaldssj ónvarpsefni: íþróttir. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Hard Rock. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Fyrirgefningu syndanna. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Radíusbræður Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Ég flakka mikið á milli. Uppáhaldssjónvarpsmaöur: Bjarni Felixson. Uppáhaldsskemmtistað- ur/krá: Langisandur. Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÍA. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Já, að sjálf- sögðu setur maður sér markmið, hvort þau náist verður framtíðin að skera úr um. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég hef aldrei fengið sumarfrí. Haraldur Ingólfsson ásamt sambýliskonu sinni, Jónínu Víglundsdóttur, og nýfæddum syni. DV-mynd DÓ LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 JjV semi og sjarma. Ef persónan á svo t.d. að kasta gríðarstóru bjargi er teningunum kastað upp á styrk og reynt að fá undir því gildi sem per- sónan hefur svo hún ráði við það. í spilinu eru því ákveðnar reglur sem fara verður eftir. „Yfirleitt er einn stjómandi og 1-6 spilamenn. Stjórnandinn gefur e.t.v. lýsingu á ákveðnum stað og spilamenn segja hvað þeir vilji að persónur sínar geri á þessum stað. Segjum að einn spilaranna vilji að sín persóna klifri upp eitthvert hús og þá eru pró- sentulíkumar reiknaðar út til að komast að því hvort hann geti það,“ sagði Freyr. Hann sagði spilið efla ímyndunar- aflið, bæta enskuna til muna, jafnt orðaforða sem hugtök, og æfa við- komandi í hugarreikningi. Búa til sögur í bíó- myndastil „Yfirleitt hefur maður þetta í bió- myndastíl. Spilararnir spila ein- hverjar hetjur, eða aðrar persónur sem þeim fellur í geð, og reyna að búa til ævintýri. Stundum er ein- hver vondi gæinn sem reynir að koma í veg fyrir að öðmm takist að leysa ákveðið verkefni. Við erum í raun alltaf að búa tfl sögur sem við spinnum jafnóðum. Stjórnandinn verður alltaf að halda utan um söguna og sjá til þess að hún fari ekki út í vitleysu," sagði Freyr. Hann sagði suma ein- göngu vera stjóm- endur, aðra bæði stjórnendur og spilamenn og enn aðra bara spilamenn. Sjáifur er hann bæði stjómandi og spilamaður. Galdrakarl í uppáhaldi „Flestir eiga sínar uppáhalds persónur sem þeir spila yfirleitt alltaf með og svo e.t.v. eina til viðbótar. „Mín uppáhaldsper- Uppáhaldspersóna Freys er Gnarlin McClur, lítill óútreikn- aniegur galdrakarl í litríkum fötum. DV-myndir Hari sóna heitir Gnarlin McClur og er af kynþætti sem heitir Gnome. Hann er lítill, stríðinn karl í litríkum fot- um og er óútreiknanlegur, eins kon- ar galdrakarl með þýskan hreim. Hann er svolítifl mglukoflur og leið- ir oft vini sína í hættur án þess að gera sér grein fyrir þvi sjálfur,“ sagði Freyr. „Ef spflari er orðinn hændur að persónunni sinni teiknar hann e.t.v. myndir af henni og skrifar eitthvað um bakgrunn hennar,“ sagði Freyr. Sjálfur á hann ótal persónur sem hann hefur spilað en að hans-sögn velur fólk oft persónur sem em mjög ólíkar því sjálfu. Hættulegt spil? Ekki er mælt með að börn yngri en 10 ára spfli spunaspil því dæmi eru um að fólk hafi hætt að gera greinarmun á ímyndun og raun- veruleika eftir að hafa spflað spuna- spil í einhvern tíma. Það lifir sig svo inn í persónuna sem það skapar að það heldur að lokum að það sé hún. Aðspurður sagðist Freyr ekki telja spilið hafa slíkar hættur í fór með sér fyrir venjulegt fólk. „Það er til fólk sem er gjörsam- lega búið að spinna þetta út úr öll- um veruleika. Það er líka til fólk sem verður brjálað af því að horfa á bíómyndir og fiklar í fjárhættuspili. Spflið hefur haft frekar lítil áhrif mitt líf utan þess tíma sem ég er að spila það,“ sagði Freyr. Aðspurður sagði hann að hér á landi væra það helst unglingar sem spiluðu Spunaspil en sums stað- ar annars staðar væri meira um að spiluðu það. -ingo Ungfrú heimur ennþá grönn Sögusagnir hafa gengið um það að undanfómu að ungfrú alheimur, Alicia Machado frá Venesúela, hafi spikfitnað og svipta eigi hana titlin- um. Hún segir að sögusagnirnar hafi áreiðanlega byrjað þegar dregn- ir vom úr henni tveir endajaxlar. Þá náði slúðurfréttaljósmyndari mynd af henni stokkbólginni og ályktaði sem svo að hún væri orðin að fituhlassi. Alicia hefur að vísu bætt á sig þremur kílóum en hún var fimmtíu og fjögur kíló í keppninni en er orð- in fimmtíu og sjö núna. Konan er einn og sjötíu á hæð þannig að það er ekkert óeðlilegt við þá þyngd. Alicia segist ánægð með kílóin sín og segir þyngd vera alveg afstæða. Það er ekkert óeðlilegt við að stúlkurnar bæti örlítið á sig eftir svona fegurðarsamkeppni. Þær eru yfirleitt í sínu besta formi í keppn- inni, búnar að þjálfa sig í langan tíma. Eftir keppnina taka við ferða- lög með flugvélum og lítil likamleg hreyfing. Ekki bæta kokkteilboðin og matarboðin línurnar. Alicia Machado frá Venesúela segist ánægð með þyngd sína en hún hefur bætt á sig þremur kílóum frá keppninni Ungfrú alheimur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.