Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 DV fréttir_________________________________________ Brýrnar á Skeiðarársandi: Byggðar til að stand- ast stórar ákomur - mikið má ganga á til að þær eyðileggist Brýrnar löngu á Skeiöarársandi, og raunar vegurinn yfir hann einnig að nokkru, eru hannaðar með það fyrir augum að standast talsverð hlaup, eins og þær hafa reyndar sýnt sig í að gera, saman- ber hlaupið í apríl í vor. En þó að hlutar brúnna skemmist þá er langt í frá að brýrnar í heild séu ónýtar. „Þó að stöplar eyðileggist eða hlutar yfirbyggingar brúnna þá þýðir það alls ekki að allt sé ónýtt sem gert hefur veriö,“ segir Helgi Hallgrims- son vegamálstjóri. Brúin yfir Skeiðará er lengsta brúin á sandinum og hvílir gólf hennar á stálbitum, sem hvíla á 21 stöpli, alls 20 höf, en hver stöpull er mikið mannvirki í sjálfu sér og neð- an undan hveijum þeirra ganga langir staurar 12-14 metra niður í sandinn. Hvert brúarhaf er 24 metra langt, þannig að ekki vantar mikið upp á að brúin sé hálfur kílómetri að lengd. Að sögn vegamálastjóra er brúin smiðuð í bútum á þann hátt að yfir- bygging hennar er smíðuð í fimm hlutum eða einingum sem hver nær yfir fjögur höf. „Ef eitt hafið eyði- leggst, t.d. þannig að stöpull fer und- an, eða ísjaki kemur og eyðileggur bitann í einu hafi, þá hefði það áhrif á yfirbygginguna yfir þau fjögur höf sem yfirbyggingin nær, en án þess að nein bitahöf beinlínis færu for- görðum," segir vegamálastjóri. -SÁ Fæöing í háloftunum: Erfitt að fæða við þessar aðstæður - segir móöirin, Guðlaug Óskarsdóttir styttra er að fljúga. Barnið vildi hins vegar ekki bíða lendingar á Akureyri og fæddist á meðan á fluginu stóð. Hildur ljós- móðir og Lilja Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur tóku á móti og gekk fæðingin vel. Bamið, sem flýtti sér svona mik- ið, er stúlka, hraust og heilbrigð, 18 merkur og 54 cm. Foreldrarnir em Guðlaug og Skúli Skaftason frá Fáskrúðsfirði og eiga þau fyrir strák og stelpu. Að sögn Óskars Gunnarssonar, afa ferðalangsins litla, var ósköp erfitt að bíða heima eftir fréttum og léttir- inn ólýsanlegur þegar allt var um garð gengið. Flogið var með þær mæðgur til Akureyrar þar sem sú litla var skoðuð og síðan var flogið til Egils- staða með sömu vél en ekki var hægt að lenda þar vegna myrkurs. Þá var ekið með þær til Neskaup- staðar þar sem þær dveljast nú á sjúkrahúsinu i góðu yfirlæti og hvíl- ast eftir allt ferðalagið. Þau systkinin fengu að ráða nafn- inu á litlu systur og hefur hún ver- ið nefnd Kristín DV, Neskaupstað „Það var auðvitað erfitt að fæða við þessar aðstæður en að afstöðnu ævintýrinu ríkir hamingja í fjöl- skyldunni og „stóru“ systkinin eru ánægð með litlu ferðadrottning- una,“ segir Guðlaug Óskarsdóttir sem fæddi stúlkubam við vægast sagt frumlegar aðstæður þar sem fæðingin átti sér stað í flugvél á leið til Akureyrar. Að sögn Guðlaugar var bamið ekki búið að skorða sig þegar dró að fæðingu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Neskaupstað. Ljós- móðirinn, Hildur Halldórsdóttir, ák- vað þá að senda móðurina til Reykjavíkur þar sem skurðlæknir var ekki til staðar á Neskaupstað. Þá var ljóst að svo nálægt fæðingu var komið að ákveðið var að senda móður- ina frekar til Ak- ureyr- ar þangað Systkinin öll saman. frá vinstri: Hildur Ósk meö Kristinu Jónu og Skafti Svavar. DV-mynd SJG Sýningin Prentmessa '96 var opnuö í Laugardalshöll í gær. Par sýna yfir 30 aöilar þaö nýjasta í fjöimiölun, útgáfu, grafískri hönnun, prentun, margmiöl- un og tölvubúnaöi. Sýningunni lýkur á morgun. Á myndinni kynnir Björn Bjarnason menntamálaráöherra sér tölvuvædda og fjarstýröa Ijósritunarvél í bás ACO. DV-mynd Pjetur Stofnun heildarsamtaka hestamanna líkleg: Yfirgnæfandi meirihluti vill sameiningu - segir Sigurður Magnússon „Markmiðiö með sameiningu yrði að breyta því kerfi að það em tvö landssambönd í málefnum hestamanna. Við erum búnir að vera að kynna þessa hugmynd um allt land og það hefur verið tekið mjög vel í hana. Kynningarfúndirn- ir og ummæli fólks um allt land sýna að yfirgnæfandi meirihluti vill sameiningu," segir Sigurður Magn- ússon, formaður nefndar sem sett var á laggimar á þingi Landsam- bands hestamanna í fyrra til aö leita leiða til sameiningar nýrra heildarsamtaka hestamanna, þ.e. að sameina Landssamband hesta- manna og Hestamannasamband ís- lands. Nefndin mun skila áliti sínu á þingi Landssambands hestamanna þann 20. október nk. og mun mæla þar með sameiningu. Einfaldari starfsemi „Við viljum gera alla starfsemina einfaldari og þar með skilvirkari þannig að hægri höndin viti hvað sú vinstri er að gera og menn séu ekki að þinga á sitt hvorum staðn- um og í samtökunum um sömu mál- in. Þá er ljóst að með sameiningu er verið að gera þetta fjárhagslega hag- stæðara. Það er auðvitað undir þinginu komið hvað gerist. Viö skilum þessu til þingsins og það er alveg skýrt og skorinort að við leggjum til sameiningu og í hvaða formi það skal verða. Svo er það ákvörðun þingsins hvað skal gera. Ég tel yfir- gnæfandi líkur á að sameiningin verði samþykkt," segir Sigurður. Hef efasemdir „Mér finnst málefni hestamanna í góðu lagi með því fyrirkomulagi sem við höfum í dag. Eins og málið er lagt upp með stofhun nýrra heild- arsamtaka hafa þau aðeins einn ör- uggan tekjustofn en mikil óvissa ríkir um aðra. T.d. munu félagsjöld- in, sem hafa verið uppistaðan í tekj- um Landssambands hestamanna, hverfa. Ég hef miklar efasemdir varðandi þetta sameiningarskref ef að því verður," segir Guðmundur Jónsson, formaður Landssambands hestamanna, við DV um málið. -RR Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji 1 Nel gj j rödd FOLKSINS 904 1600 Á íslenska ríkið að halda úti presti á meginlandi Evrópu? j rödd FOLKSINS 904 1600 w; Tekur þú undir kröfur þingflokks Jafnaðarmanna um veiðileyfagjald? Gosið á Vatnajökli: Sama eld- virkni og verið hefur - mikið hvassviðri viilti um Gosvirkni á Vatnajökli hélt áfram í gærdag og var með mjög svipuöum hætti og undanfama tvo sólarhringa samkvæmt mæl- um Raunvísindastofhunar. í útvarpsfréttum í gær kom fram að gos hefði hætt í þeim gíg sem gosið hefur úr undanfar- ið. Mikið hvassviðri var hins vegar á jöklinum fram eftir degi en þegar lægði flaug flugvél Flugmálastjórnar yfir svæðið og úr henni sást að ekkert lát var á gosinu. Bryndís Brandsdóttir jarðeðl- isfræðingur sagði síðdegis í gær að samkvæmt mælum væri ekk- ert lát á eldvirkninni og aðspurð hve lengi mætti búast við að hún endist segir hún að nánast ómögulegt sé að spá um það þar sem svæðið sé mjög óstöðugt, allt frá nokkrum dögum í nokkr- ar vikur. Þá gæti allt eins hætt að gjósa á núverandi stað og far- ið að gjósa annars staðar í stuttar fréttir SKennarar mótmæla Fulltrúaráð Hins íslenska j kennarafélags hefur sent frá ■; ályktun þar sem fyrirhuguöum J niöurskurði á fé til framhalds- | skólanna er harðlega mótmælt ! og þess krafist að fallið veröi i frá honum nú þegar. ÍS í Bandaríkjunum j; íslenskar sjávarafurðir hafa I ákveðið að byggja nýja og full- j komna fiskréttaverksmiöju í Newport News í Virginíu í • Bandaríkjunum og færa höfuð- j stöðvar Iceland Seafood þangað | frá Camp Hill í sama fylki. Klofinn R-listi Meirihluti R-listans í heil- ; brigðisnefiid borgarinnar klofn- í aði í gær þegar afgréidd var til- < laga um að veita Ármannsfelli | undanþágu varðandi hávaða- mörk í þremur stórhýsum í Laugarnesi. Samkvæmt RÚV a hefur einn R-listamaður sagt | sig úr nefndinni. Samiðn fundar Stjóm Samiðnar, sambands | iðnfélaga, sendir í dag frá sér 1 sameiginlega kröfugerö aðildar- J félaganna fyrir komandi kjara- I samninga. Þúsund bílar Fyrstu níu mánuði ársins voru ríflega 1 þúsund bílar I fluttir inn til landsins sem er | fjórfalt meiri innflutningur en eftir sama tíma í fyrra. Þetta kom fram í Mbl. Fimmfalt lottó Fyrsti vinningur í Lottói 5/38 er fimmfaldur í kvöld og verður jj' áreiðan vel á annan tug millj- l óna króna. Þetta er í fjórða sinn á árinu sem lottóið er fimmfalt. Ólafur í Hollandi Forseti íslands, Ólafur Ragn- | ar Grímsson, opnaði sýningu | um norræna landkönnuði í 3 Hollandi í gær í boði norrænu í ráðherranefndarinnar. Kindur eða börn? í umfjöllun þýskrar sjón- varpsstöðvar um gosið í Vatna- j jökli var talað um að bömum ' hefði verið bannað að leika sér i utandyra. Engum nema kind- t um hefur verið meinuð útivist í þannig að eitthvað hefur þýð- i ingin skolast til því þýska orðið | yfir böm er kinder. RÚV 1 greindi frá. -bjb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.