Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1996, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1996 A^"V
30 menning
framandi land
var lengi frægasti staBur a Is-
Hér sést hún giósa á Islands-
Jrteliusar frá lokum 16. aldar.
Hvemig hafa útlendingar horft á
ísland og íslendinga í aldanna rás? í
sumar vom á rás 1 fróðlegir út-
varpsþættir sem Pétur Gunnarsson
vann upp úr dagbókum þriggja
manna í Stanley-leiðangrinum seint
á 18. öld, og i haust kemur út bók
sem gerir grein fyrir þróun ímynd-
ar íslands erlendis um aldir.
Það er Sumarliði ísleifsson sagn-
fræðingur sem tekur hókina saman,
byrjar á hugmyndum erlendra
manna um land og þjóð til forna og
rekur svo þróunina fram til síðustu
aldamóta. Mest rými taka síðustu
150 árin, enda varð ísland nokkurs
konar tískuland á 19. öld. Rúmlega
200 myndir af gömlum landakort-
um, fólki og stöðum prýða bókina,
meira en helmingur litmyndir.
Skítugir barbarar?
Gestir langt að komnir hljóta að
leggja mat á það sem þeir sjá, þó að
þeir vilji vera hlutlausir. Víða í
ferðabókum eru nákvæmar lýsingar
á húsakynnum, byggingarefnum og
byggingarlagi og niðurskipan vist-
arvera, og menn eru hissa á mörgu,
til dæmis á að
íslensk fjölskylda 1867 - skitugir bar-
barar.
fólk af báðum kynjum sofa saman i
baðstofu og jafnvel fleiri en einn í
sama rúmi. Margir nefna að húsa-
kynnin séu þröng, óþrifaleg, loftlaus
og rök.
Einnig eru
menn hissa
á að fólk
skuli ekki
aðeins sofa
í baðstofun-
um heldur
matast þar
líka, sitjandi
á rúmi sínu
og hafa hné
sín fyrir
borð, eins og
Sabine Bar-
ing-Gould
segir í bók sinni frá 1863.
Klæðnaður fólks vekur líka for-
vitni, sauðskinnsskór og ullarvettl-
ingar með tveimur þumlum, og
margir lýsa hátíðarbúningi kvenna.
Mönnum fannst landinn borða sér-
kennilegan mat og heldur auman.
Kjörin þykja kröpp enda sé náttúr-
an óblíð og „óvíða í Evrópu sé meiri
og almennari fátækt en á íslandi",
segir Sumarliði
(bls. 185): „Þá geri
margvíslegir
sjúkdómar og
mikill bamadauði
landsmönnum
stórar skráveif-
ur.“
Ida Pfeiffer var
fyrsta konan sem
ferðaðist ein um
ísland. Hún kom
hingað árið 1845
og ferðabókin hennar kom út á
þýsku árið eftir og á ensku 1852.
Hún var uppnumin af íslensku
landslagi og gekk meira að segja á
Heklu, en hún varð fyrir miklum
vonbrigðum með þjóðina sem land-
ið byggði. Henni fannst íslendingar
latir, drykkfelldir og fégráðugir,
ókurteisir og óþrifalegir. „Ekki
hugnaðist ferðakonunni heldur
kveðjusiðir landsmanna,“ segir
Sumarliði (bls. 140), „hafði hún lít-
inn áhuga á að kyssa skitug, ljót og
tóbakskámug andlit."
Georg Clayton Atkinson sem ferð-
aðist um landið 1833 var sam-
mála Idu og notaöi Þingvallaprest
sem dæmi um hinn týpíska ís-
lending sem aldrei hafði þrifið
sig, andlitið
órakað og löðr-
andi í tóbaki.
„Þurfti Atkinson
að herða sig upp
með viskíi áður en
hann treysti sér til
þess að kveðja
klerk með kossi.“
(bls. 141)
Atkinson leist
miklu betur á Fær-
eyinga en íslend-
inga, og svo var um
fleiri ferðamenn á
18. öld. John Bar-
row hafði hins vegar ferðast um
Noreg allt til Lapplands áður en
hann fór hingað 1834 og fannst
Lappar heldur óþrifalegri en íslend-
ingar. Nóg var nú samt. Skólinn á
Bessastöðum hafði greinilega aldrei
verið þrifinn og svefnskálinn, þar
sem drengimir sváfu tveir og tveir í
fleti, var eins og hann væri ætlaður
skepnum. Barrow kvartar líka und-
an makalausu
seinlæti íslend-
inga eins og fleiri
ferðamenn.
slensk fjölskylda 1835 - göfugt fólk
og menningarlegt.
Göfugt fólk?
En var þá ekk-
ert gott í augum
þessara glögg-
skyggnu ferða-
manna? Jú, mörg-
um fannst til um
hvað þetta frumstæða fólk elskaði
ættjörð sína heitt, og menntunarstig
þjóðarinnar virtist allmiklu hærra
en veraldleg eymdin gaf til kynna.
Þeir urðu furðu lostnir þegar þeir
hittu sjómenn og bændur sem töl-
uðu latínu; flestir landsmenn voru
læsir og skrifandi og vel lesnir í
bókmenntum og sögu eigin lands og
jafnvel grannlandanna. Við skulum
ljúka þessari heimsókn til íslands -
framandi lands á klausu úr The Pol-
ar World eftir G. Hartwig frá 1881
(bls. 195):
Miðað við hin hörmulegu hreysi
Stanley barón sá Heklu ekki gjósa, sér tíl mikilla vonbrigða. En hann gat lát-
iö hana gjósa á mynd samt.
fylgist með bændafjölskyldu í
þröngri og loftlítilli vistarveru
hennar eitt vetrarkvöld.... Við dauft
ljós grútarlampa les einhver heimil-
ismanna upphátt upp úr sögu eða
annál, eða jafnvel nýjasta eintaki
Norðanfara ... Stundum fer einhver
með sögur eða ljóð utanað og til eru
þeir sem fara á milli bæja og segja
mundur fróði og Eiríkur rauði
gleymast ekki. Níu aldir eru liðnar.
Engu að síður þekkja allir Islend-
ingar nöfn landnámsmanna og hin-
ir friðsömu landsmenn geyma enn
stoltir í hjörtum sinum minningar
um afrek hraustra vikinga sem
engu eirðu í herforum sínum um
strendur Evrópu. SA tók saman
Hættuför í Heklugíg áriö 1868.
Islendinga, er ekki við öðru að bú-
ast en að þeir aðgreini sig lítt frá
villimennskunni. Sá sem þetta telur
skiptir fljótt um skoðun, ef hann
sögur, líkt og farandsöngvarar
gerðu á miðöldum. Á þennan hátt
varðveitast dáðir hinna fomu ís-
lendinga í minni fólks. Snorri, Sæ-
Island
Fundifl fé!
ef þú greiðir áskriftina
með beingreiöslum o o o
Þeir sem greiöa áskriftina meö beingreiðslum fá 5°/o afslátt af áskriftarverði
miðaö við þá sem greiða með gíróseðli. Þú græðir því einn og hálfan
sjónvarpsdag í hverjum mánuði og sparar þér auk þess ferð í bankann.
pamaöur
Allar nánari upplýsingar um beingreiðslu færðu hjá viðskiptabanka þínum eða
áskriftardeild Stöðvar 2, ( sími 51 5 6100 ) - ( grænt núnier 800 6161 )
Greiddu áskriftina meö beingi;eiöslum
1 bcingrciðslu er áskriftargjalcliö milljfært beint af rcikningi þínum í banka/sparisjóði.
sm
FJÖLVARP
í
svn