Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 JLlV (sælkerínn Gott hreindýrakjöt er gulli betra: Hreindýrakjöt með berjahlaupi og krydduðum kartöflum Hreindýraveiðitíminn er löngu búinn og marg- ur veiðimaðurinn sem hefur komið með nýtt hreindýrakjöt í búið. Gott hreindýrakjöt er gulli betra og gaman að vanda sig við matreiðsluna þeg- ar það er á borðum á hátiðarstundu. Hér kemur uppskrift að meyrum og safaríkum hreindýrarétti. Athugið að kjötið þarf aðeins stuttan steikingar- tíma. í uppskriftina var upprunalega notað hind- berjaedik en í staðinn má gjaman nota gott berja- hlaup eða berjasaft. 600 g hreindýrakjöt, gjaman lundir salt og pipar smjör Grænmeti 200 g sveppir 200 g sellerí 200 g gulrætur smjör Kartöflur 4 meðalstórar kartöflur 2 msk. hrætt smjör 2 tsk. timjan salt og pipar Sósa > 3 dl soð af kjötinu Hreindýrakjöt er Ijúffengt og meyrt. 3 dl sýrður rjómi berjahlaup eða berjasaft salt 1 msk. smjör maísenamjöl Kjötið er hreinsað af himnum og sinum og þurrkað. Salt og pipar er nuddað inn i kjötið og það er brúnað í smjöri. Látið bíða meðan græn- metisblandan er búin til. Kartöflumar em þvegnar vel og skornar i fjóra hluta. Penslað með smjöri og saltað, piprað og timjan dreift á. Steikt í ofni í ca 20 mín. þar til kartöflurnar em mjúkar og brúnaðar. Sveppirnir era hreinsaðir og skomir í sneiðar, selleríið í teninga og gulrætumar era sneiddar niður. Grænmetið er steikt í smjöri þar til það er mjúkt. Kryddað og haldið heitu. Kjötið er nú steikt aftur, að þessu sinni í ofni í 5-6 mín., og látið bíða jafn lengi áður en það er skorið í sneiðar. Sósan er búin til meðan kjötið er inni í ofnin- um. Náð er upp suðu á soðinu og sýrða rjóman- um. Bragðbætt með hlaupi. Smjöri er hrært saman við og bragðbætt með salti. Sósan er jöfnuð með maísenamjöli sem hefur verið hrært út í kalt vatn. Grænmetinu er raðað á heita diska með kjöt- sneiðum á. Sósunni er hellt yfir og kartöflum- ar eru svo settar við hliðina. -GHS 200 g valhnetukjamar 100 g suöusúkkulaði 250 g sykur 200 g hveiti 8 eggjahvítur salt á hnifsoddi Súkkulaðikrem 8 eggjarauður 100 g sykur 100 g suðusúkkulaði 100 g smjör 3-4 msk. sterkt kaffi flórsykur Hnetur, súkkulaði, syk- ur og hveiti er sett í mat- vinnsluvél. Eggjahvíturn- ar eru stífþeyttar með salti. Valhnetublöndunni er blandað varlega saman við marensinn. Hrærunni er hellt í smurt og hveitistráö 22-24 cm form. Kakan er bökuð og deilt i tvo hluta. Hrærið saman eggjar- auðu og sykur. Bræðið súkkulaðið og blandið saman við eggjahræruna. Bætið við mjúku smjöri og þeytið kremið þar til það er létt og loftmikið. Kælið þar til það stífnar. Kaffi er sett á kaffibotn- ana, hugsanlega líkjör líka, og leggið botnana saman með súkkulaði- kremi á milli. Kakan verður að standa í nokkra tíma áður en hún er bor- in fram. -GHS matgæðingur vikunnar Guðrún Hanna Guðmundsdóttir: Pastaréttur með hakki og sætur eftirréttur „Þessi góði og auðveldi pastaréttur kom strax upp í hugann á mér þegar skorað var á mig sem matgæðing DV. Þegar fjölskylda mín hittist í boðum eru saman komnir miklir sælkerar og læt ég fylgja eina sæta og fljótlega uppskrift að eftirrétti sem er mjög vinsæll á mínu heimili," segir Guðrún Hanna Guðmundsdótt- ir í Hveragerði. Pastaréttur 500 g hakk 200 g sveppir paprika skinka (má sleppa) 100 g spergilkál piparostur 1 peli rjómi pastaskrúfur Hakkið er steikt á pönnu ásamt sveppum, papriku og skinkunni. Piparosturinn er bræddur í rjóm- anum ásamt smá krafti og þessu öllu blandað saman á pönn- unni ásamt soðnu spergilkáli og pastanu. Gott að bera fram hvítlauks- brauð með. Eftirráttur 8-10 stk. súkkulaðibitakökur % banani Rimi piparmyntukex rjómi serrí Helmingur- inn af kök- unum er mulinn og settur í botn á fati. 34 msk. af sérríi sett yfir og síðan smátt brytjaður banani og Rimi kex. Síðan er súkkulaðikrem sett yfir og að lokum rjómi. Skreytt með súkkulaðirúsín- um. Krem 2 eggjarauður 1V2 bolli flórsykur þeytt vel saman og 50 g af bræddu súkkulaði bætt út í. Guðrún Hanna skorar á Sigur- laugu Haraldsdóttur. -GHS Guðrún Hanna gefur uppskrift að pastarétti með hakki og eftirrétti með banana og súkkulaðirúsínum. DV-mynd Sigrún Lovísa Sveppaterrin með tómat og heslihnetu- vinaigrette —fyrir fjóra Snæbjörn Kristjánsson, mat- reiðslumaður á Fiðlaranum á þak- inu á Akureyri, laumar á ýmsum góðum uppskriftum í pokahominu. Hann gefur hér uppskrift að þriggjasveppaterrin með tómat og heslihnetuvinaigrette. 100 g lerkisveppir 100 g ostrusveppir 100 g kjörsveppir 2-3 blaðlaukar, græni hlutinn smjör salt og pipar Tómatmauk Í4-5 tómatar, flysjaðir og maukaðir 2-3 msk. tómatpuré 3 basilblöð 1 msk. rifinn appelsínubörkur 1 grein timian 1 msk. timianedik 4 stk. matarlímsblöð 1 y V Salat Vt ekarlauf Vt Lollo Rosso Vt Frise salat ■ V4 rautt salat Skolið og skerið blaðlaukinn í tvennt eftir endilöngu, forsjóðið hann og kælið. Klæðið braggalaga form að innan með honum þannig að hann nái allan hringinn. Skolið og hlutið sveppina niður í ca 4 parta og steikið létt í smjörinu, kryddið þá og kælið. Blandið öllu í tómatmaukið saman og leysið upp matarlímið og hrærið út í. Raðið sveppunum og tómatmaukinu í braggaformið og klæðið með blað- lauknum yfir. Látið stífna í kæli í ' ca 4 klst. Heslihnetuvinaigrette 1 dl heslihnetuolía y4 dl balsamikedik 4-5 muldar heslihnetur salt og pipar IBlandið öllu saman og gefið með sveppaterrininu. Skreytið diskinn með villta salatinu. IMyntute H 1 vatn 1 tsk. grænt te 2 tsk. þurrkuð mynta eða 3 grein ar fersk mynta Efnin eru soðin saman í 5-10 mín. Arabískt kaffi y21 vatn 13 msk. dökkt/arabískt kaffi, bragðbætt með kardimommu 3 msk. sykur Suðu er náð upp á vatninu, kaffi og sykri bætt út í. Suðunni náð upp. Potturinn er tekinn af hitanu.m svo að kaffi nái að falla á botninn. Hit- að upp aftur. Kaffið er borið fram í litlum boll- um. -GHS mmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.