Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 útlönd________________________________________________ Gro Harlem Brundtland: Hafin yfir daglegt þras stjórnmálanna Gro Harlem Brundtland og eftirmaöur hennar í embætti forsætisráðherra, Thorbjorn Jagland, lengst til hægri. Simamynd Reuter Þaö þóttu tímamót í norskum stjórnmálum þegar Gro Hárlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs, tilkynnti afsögn sína á mið- vikudaginn. Hún hefur verið andlit Noregs út á við á allt annan hátt en fyrirrennarar hennar í starfi. Störf hennar á alþjóðlegum vettvangi hafa komið Noregi á blað meðal þjóða sem annars hefðu varla vitað mikið um landið. Gro hefur gegnt formennsku í al- þjóðaráði Sameinuðu þjóðanna um umhverfis- og þróunarmál og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á þeim vettvangi. í upphafi var Gro lögð í einelti af pólitískum andstæðingum sínum og nokkrum íjölmiðlum. Nú er alls staðar rætt um Gro með virðingu. Hún er þekkt fyrir mikla orku og sterkan vilja. Á fimmtán ára ferli sínum sem forsætisráðherra er hún hafin yfir daglegt pólitískt þras. Fyrsti kvenforsætis- ráðherrann Gro fæddist i Ósló 20. apríl 1939. Hún lærði læknisfræði og útskrifað- ist með mastersgráðu frá heil- sugæsludeild Harvardháskóla 1965. Gro starfaði sem læknir í Noregi þar til 1974. Sama ár gerði Trygve Bratteli, þáverandi forsætisráð- herra, hana að umhverfismálaráð- herra og gegndi hún því embætti þar til 1979. Þann 4. febrúar 1981 varð Gro Harlem fyrsti kvenforsæt- isráðherra Noregs. Hún tók við af Oddvar Nordli sem fór frá vegna heilsubrests. Fyrsta stjóm hennar var þó ekki lengi við völd. í október sama ár varð Gro að víkja fyrir hægri bylgjunni og Káre Willoch. Það var ekki fyrr en í maí 1986 sem hún varð aftur forsætisráðherra er Willoch sagði af sér vegna umdeilds skattafrumvarps. í þetta skipti var stjórn hennar við völd þar til i októ- ber 1989 þegar Jan P. Syse tók við. Þriðja stjórn Gro leit dagsins ljós í nóvember 1990. Stefnan gerð nýtískulegri Norðmenn tengja þrjár viðamikl- ar breytingar nafni Gro. Umhverfls- mál vom sett á oddinn í norskri pólitík. Konur hófu innreið sína í stjómmálin af fullum krafti og stefna Verkamannaflokksins breytt- ist. Sumir túlka það þannig að stefn- an hafi verið gerð nýtískulegri en aðrir að gömul gildi flokksins hafi hrunið. Ríki jafnaðarmanna, eins og Norðmenn þekktu það fram til 1970, þykir hafa breyst í stjómartíð Gro. Hugmyndir hægri bylgjunnar og Káre Willoch hafa á margan hátt fengið að njóta sín. Það hefur orðið rýmra um markaðsöflin. En skoðun margra hefur verið að efnahags- stefna Gro hafi stofnað hefðbund- inni jafnaðarstefnu í hættu. Hrossalækningar á krepputímum Það hafa komið krepputímabil undir stjórnartíð Gro. Hún hefur neyðst til þess að beita hrossalækn- ingum í eftiahagsmálum. Hún hefur oft notið meiri hylli meðal atvinnu- rekenda en almennra kjósenda. Á tímabili óx atvinnuleysi meir en á kreppuárunum í kringum 1930. Henni tókst hins vegar að fá verkalýðsfélög- in á sitt band í aðgerðum sem stuðl- uðu að sparnaði og niðurskurði. Nú þegar hún dregur sig í hlé get- ur hún lagt fram yfirlit sem sýnir ekki bara hallalausan búskap held- ur 400 milljarða króna tekjuafgang í fjárlagafrumvarpi, litla verðbólgu og minnkað atvinnuleysi. Tapaði mikilvægasta malinu En hún tapaði þeirri pólitísku baráttu sem hún taldi sjálf mikil- vægasta, það er aðild Noregs að Evrópusambandinu. Margir segja Fréttaljós á laugardegi þó að hún hafi snúið ósigrinum í sigur fyrir sjálfa sig. Atkvæða- greiðslunni var varla lokið þegar hún bretti upp ermarnar og lýsti því yfír að hún ætlaði ekki að gefast upp. Hún myndi nýta stöðuna eins og hægt væri. Með því átti hún við að aðlaga Noreg að reglum og lögum Evrópusambandsins. Hefur henni tekist að ná því markmiði mætavel. Arftakinn alinn upp í flokknum Gro sagði af sér flokksfor- mennsku 1992 er sonur hennar framdi sjálfsmorð. Við formennsk- unni tók Thorbjorn Jagland sem nú hefur einnig sest í forsætisráðherra- stólinn. Jagland fæddist i Drammen 5. nóvember 1950. Hann er alinn upp í Verkamannaflokknum og varð for- maður ungliðasamtaka flokksins 1977. Jagland er kvæntur og tveggja bama faðir sem lætur fjölskylduna sitja í fyrirrúmi. Árið 1986 haftiaði hann sæti í stjóm Gro. Kvaðst hann þurfa að sinna börnum sínum. Nú taka önnur verkefni við. Eitt hið fyrsta verður að knýja fram fjárlög næsta árs. NTB, Reuter erlend bóksjá Metsölukiljur • •••••••••••#•• Bretland Skáldsögur: 1. Nlck Hornby: Hlgh Fldellty. 2. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 3. Anonymous: Prlmary Colors. 4. laln Banks: Whlt. 5. Ellzabeth Jane Howard: Casting Off. 6. Bernard Cornwell: The Wlnter Klng. 7. Catherine Cookson: The Obsesslon. 8. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 9. Josteln Gaarder: Sophle's World. 10. Tom Sharpe: Grantchester Grlnd. Rit almenns eölis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immedlate Action. 3. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 4. Danlel Goleman: Emotlonal Intelllgence. 5. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 6. Dlrk Bogarde: Cleared for Take-Off. 7. Grlff Rhys Jones: The Nation's Favourlte Poems. 8. Blll Bryson: The Lost Contlnent. 9. Paul Bruce: The Nemesls Flle. 10. Blll Watterson: There's Treasure Everywhere. Innbundnar skáldsögur: 1. Patrlcia D. Cornwell: Cause of Death. 2. Colln Dexter: Death Is Now My Neighbour. 3. Meave Blnchy: Evenlng Class. 4. John le Carré: The Tallor of Panama. ÍS. Dlck Francls: To the Hilt. Innbundin rit almenns eðlis: 1. Dave Sobel: Longltude. ÍÍ 2. Norma Major: Chequers. 3. K. Dalgllsh & H. Winter: Dalglsh: My Autoblography. 4. Alec Gulnness: My Name Escapes Me. 5. Monty Roberts: The Man Who Llstens to Horses. I (Byggt á The Sunday Tlmes) Innri ólga forsenda góðrar skáldsögu „Þegar þú semur skáldsögu þarftu að lifa með efninu í nokkur ár. Tvö, þrjú ár. Sagan þarf að vekja ólgu hið innra með þér, eitthvað ógnvekjandi. Hún má ekki aðeins vera einhver hugmynd sem þú vilt gjarnan breyta i- skáldsögu; við- fangsefniö þarf að gagntaka þig,“ segir bandaríski höfundurinn David Guterson í nýlegu blaðaviðtali í Danmörku þar sem hann var að kynna fyrstu skáldsögu sína - met- sölubókina Snows Falling on Ced- ars. í blaðaviðtölum hefur Guterson verið frekar gagnrýninn á bókaút- gefendur, einkum þó í Bandaríkjun- um, fyrir eltingaleik þeirra við ein- stakar metsölubækur. „Þeir vilja frekar græða mikið á einni bók en að hala inn jafn mikl- ar tekjur með því að gefa út margar bækur sem hver um sig gefur ekki eins mikið af sér,“ segir hann. Átök á afskekktri eyju Sjálfur átti hann í miklum vand- ræðum með að fá þessa fyrstu skáld- sögu sína útgefna. Áður hafði hann sent frá sér tvær bækur sem vöktu litla athygli - annars vegar safn smásagna og hins vegar ritgerða- safn. útgefendum í Ameríku þótti við- fangsefni skáldsögunnar ólíklegt til vinsælda og höfðu þvi lítinn áhuga á að gefa hana út. En þegar sagan kom loksins á markað hlaut hún frábærar viðtökur og varð metsölu- bók - og það ekki aðeins í Banda- ríkjunum. Það var fyrst og fremst viðfangs- efni skáldsögunnar sem útgefendum þótt lítt vænlegt til almennra vin- Umsjón Elías Snæland Jónsson sælda. Sagan gerist á sjötta áratugn- um á lítilli eyju í Puget-flóa, skammt frá borginni Seattle á vest- urströnd Bandaríkjanna. Þunga- miðja sögunnar er frásögn af réttar- höldum yfir manni af japönskum ættum, en hann er sakaður um að hafa drepið einn sjómannanna á eyj- unni. Inn i þessa frásögn fléttast dapur- leg samskipti japanskra innflytj- enda í Bandaríkjunum og hinna innfæddu Ameríkana á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar og árun- um þar á eftir. Margar fjölskyldur voru sem kunnugt er fluttar í fanga- búðir á stríðsárunum fyrir það eitt að vera Eif japönskum ættum. í sög- unni er fjallað um kynþáttamisrétti, átök ólíkra menningarsamfélaga í bandarísku deiglunni og þær per- sónulegu ákvarðanir um markmið lífsins sem hver og einn verður að taka fyrir sjálfan sig fyrr eða síðar. Daglegt puð Guterson vann við kennslu á meðan hann skrifaði þessa skáld- sögu. Það tók hann því langan tíma að ljúka henni, eða sjö ár. Oft þurfti hann að vakna síðla nætur til að fá næði til að skrifa áður en hann hélt til vinnu sinnar. „Starf rithöfundarins er bara dag- legt puð,“ segir hann í áðumefndu viðtali. „Þótt það veiti höfundinum mikla innri ánægju er það bara vinna." Og hann vitnar í þessu sambandi til ráðlegginga velska skáldsins Dyl- ans Thomas sem mætti eitt sinn sem oftar vel hífaður til að lesa upp ljóð sin. Hann hóf mál sitt með því að spyrja tilheyrendur: „Hversu margir ykkar vilja verða rithöfund- ar?“ Allir réttu upp höndina. „Farið þá heim og skrifið!“ sagði Thomas og hélt sína leið. Nú, þegar Guterson er orðinn metsöluhöfundur, keppast útgefend- ur um að bjóða honum miklar tjár- hæðir fyrir næstu skáldsögu. En hann hefur hafnað tilboðum um háar fyrirframgreiðslur og vill fá að Ijúka sögunni áður en hann selur hana. Kveðst hann vonast til að hún verði tilbúin til útgáfu í Bandaríkj- unum haustið 1998. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crictonl: The Lost World. 2. Steve Martlnl: The Judge. 3. Stephen King: The Green Mlle: Coffey on the Mile. 4. Davld Guterson: Snow Falling on Cedars. 5. Olivla Goldsmlth: The Flrst Wlves Club. 6. Catherlne Coulter: The Helr. 7. Sldney Sheldon: Morning, Noon & Night. 8. Stephen Klng: The Green Mlle: Nlght Journey. 9. Dick Francls: Come to Grief. 10. John Grlsham: The Chamber. ’ 11. Stephen Klng: The Green Mlle: The Bad Death of Eduard Delacrolz. 112. Stephen Klng: The Green Mile: Two Dead Girls. 13. Jack Hlgglns: Years of the Tlger. 14. Stephen Klng: The Green Mile: The Mouse on the Mile. 15. V.C. Andrew: Melody. (Rit almenns eðlis: 1. Ann Rule: A Fever In the Heart. 2. Mary Plpher: Revlving Ophella. 3. Jonathan Harr: A Clvll Actlon. 4. Mary Karr: The Liar's Club. 5. Ellen DeGeneres: My Polnt... And I Do Have One. 6. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 7. Barbara Kingsolver: High Tlde in Tucson. 18. Thomas Cahlll: How the Irlsh Saved Civilization. 9. Dava Sobel: Longltude. 10. J. Douglas & M. Olshaker: Mlndhunter. 11. Gall Sheehy: New Passages. 12. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 13. Thomas Moore: Care of the Soul. 14. Colin L. Powell: My American Journey. 15. Isabel Allende: Paula. (Byggt á New York Tlmes Book Reviow)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.