Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Page 14
14 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 XjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ÉLÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpV/www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Innrás kynninga Glóruleysa og veruleikafirring, oftast í tengslum við ofbeldi, virðast vera vinsælt efni kvikmynda nú á dög- um, ef marka má rustalegar kynningar, sem birtast óvið- búnu fólki í auglýsingatímum sjónvarpsstöðva og fjalla ýmist um væntanlegt efni sjónvarpsrása eða kvikmynda- húsa. Fullorðið fólk ræður auðvitað, hvort það fer í bíó og hvort það horfir á sjónvarpskvikmyndir, og getur forðað sér frá óhroðanum. En misbrestur er á, að þessu efni sé haldið frá börnum, einkum þeim börnum, sem sízt mega við því vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Leidd hafa verið rök að því, að gerviheimur kvik- mynda hafi slæm áhrif á sum börn, sem eru í mestri hættu, af því að þau leika að mestu lausum hala vegna félagslegra aðstæðna. Þessi börn leita fyrirmynda og of- beldisreynslu í veruleikafirrtum kvikmyndum. Takmörk eru fyrir því, hvað ríkið getur gert til að koma í stað foreldra, sem ekki eru til taks eða sinna ekki uppeldi af öðrum ástæðum. Reynt er þó að hindra óheft- an aðgang að kvikmyndahúsum og sjónvarpssýningar kvikmynda af þessu tagi fyrir klukkan tíu. Mikilvæg viðbót við varnaraðgerðir þjóðfélagsins væri hugbúnaður, sem gerði fólki kleift að loka fyrir auglýs- ingar, sem sýndar eru fyrir og eftir fréttatíma sjónvarps og einkum þær, sem sýndar eru innan fréttatímans. Þessi innskot eru fúll af kynningum á kvikmyndum. Hvimleitt er að geta ekki setzt niður tH að fylgjast með nýjustu fréttum án þess að verða fyrir linnulausri skot- hríð sýnishorna úr kvikmyndum, sem virðast gerðar af geðveiku fólki fyrir geðveikt fólk. Fólk á rétt á að geta fengið í hendur varnarbúnað gegn þessu ofbeldi. HryHingur og ofbeldi fréttanna sjálfra er annars eðlis en hliðstæð atriði kvikmyndakynninganna. Ógnarfréttir eru í flestum tHvikum hluti einhvers raunveruleika, sem við þurfum að vita um sem borgarar í vernduðu og nán- ast lokuðu sérfélagi fjarri vandamálum nútímans. Að vísu eru sumar hryUingsfréttir leiknar eða fram- leiddar. TH dæmis var Persaflóastríðið að mestu tHbún- ingur eins og fólk sá það á skjánum. Landganga banda- manna í Sómalíu var leikin kvikmynd með mörgum tök- um. Uppþot eru oft framleidd fyrir sjónvarpsfréttir. Raunverulegir eru hins vegar harmleikirnir í Bosníu og Rúanda, svo annars konar dæmi séu nefnd. Mestu máli skiptir, að hryUingur í sjónvarpsfréttum er annað- hvort raunveruleiki eða eftirlíking af raunveruleika, en ekki samþjappaðir órar langt utan aUs veruleika. Sjónvarpsfréttir eru líka yfirleitt tempraðar með að- gangi fólks að svipuðum fréttum í útvarpi og á prenti, þar sem minni hætta er á, að sýndarveruleiki sjónvarps- tökuvéla trufli veruleika talaðrar eða ritaðrar frásagnar. Saga er sjón ríkari, þegar tH kastanna kemur. Fólk á rétt á að fá að sjá speglun sjónvarpsfrétta á góð- um og vondum atburðum án þess að kæra sig um að sjá innskot af órum þeirra, sem framleiða og markaðssetja gersamlega veruleikafirrtar kvikmyndir, sem boðaðar eru í sjónvarpsdagskrám eða kvikmyndahúsum. Því er haldið fram, að kynningarnar feli ekki í sér at- riði, sem valda takmörkun á aðgangi barna og unglinga. Reynslan sýnir samt, að venjulegu fólki, sem ekki telur sig hafa þörf fyrir óra af þessu tagi, finnst sumu hverju þetta vera óþægHeg innrás á heimHið. Við vHjum hugbúnað tH að loka fyrir sjónvarpsauglýs- ingar, svo að við getum varið heimHin fyrir innrás geð- sjúkra glæpamanna úr kvikmyndaheimi Kaliforníu. Jónas Kristjánsson Hvað verður um þá sem verða út undan? Þar kom að því að utanríkismál bar á góma svo um munaði í bar- áttunni fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum 5. nóvember. Bill Clinton flutti í vikunni ræðu í Detroit sem snerist eingöngu um afstöðu Bandaríkjastjómar til stækkunar Atlantshafsbandalags- ins austur eftir meginlandi Evr- ópu. Þótt ræðan væri að ytra bún- ingi stefnuyfirlýsing forseta en ekki deiluræða forsetaframbjóð- anda, blandaðist engum hugur um að hún ætti að vera þýðingarmik- ill þáttur í að styrkja stöðu Clint- ons á veigamiklu átakasvæði gagnvart keppinautnum Bob Dole. Detroit er helsta borgin í Michig- an, og þar og í aðliggjandi Mið- vesturríkjum er samanþjappaður mestur hluti afkomenda innflytj- enda til Bandaríkjanna frá Pól- landi, Ungverjalandi og fyrrum Tékkóslóvakíu. Dole og fleiri repúblikanar hafa borið stjórn Clintons á brýn að hún sé hikandi og seinlát í við- brögðum við óskum ríkja í Mið- og Austur- Evrópu, sem áður bjuggu við sovéska yfirdrottnun í Varsjárbandalaginu, að fá inn- göngu í NATO eftir að þau hafa náð sjálfsákvörðunarrétti og tekið upp lýðræðisstjómarfar og mark- aðsbúskap. í Detroit lýsti Clinton yfir að árið 1999, á hálfrar aldar afmæli bandalagsins, ýrði fyrstu nýju ríkjunum bóðin innganga í NATÓ. Enginn velkist í vafa um að þar á hann við þrjú lönd, Pól- land, Tékkland og Ungverjaland. Forgangur þeirra helgast bæði af legu landanna og þjóðfélagsþró- un hjá þeim á síðustu árum. Stjórn sameinaðs Þýskalands er umhugað um að mynda ekki leng- ur austurmörk NATÓ, heldur fá í þá stöðu nágrannaríki Þýskalands í austri og suðri. Umskiptin frá áætlunarbúskap til markaðsbú- skapar hafa gengið langtum greið- ar í þessum löndum en öðrum og lýðræðisreglur sömuleiðis betur virtar. Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Þótt ekki sé látið fara hátt, meta stjómir NATÓ-ríkja það mikils að ný aðildarríki búi við vaxandi hagvöxt og séu því í stakk búin til að axla sem mestan skerf þess kostnaðar sem fylgir aðild að bandalaginu. Gömlu NATÓ-ríkin eru sem óðast að skera niður land- varnaframlög eftir lok kalda stríðsins, auk annars spamaðar á aðhaldstímum, og kæra sig ékki um að þurfa að leggja í mikinn kostnað af stækkun bandalagsins. En dilkadrátturinn meðal um- sækjenda um aðild að NATÓ, þrjú ríki í forgangsflokk og öll hin úti í óvissunni, leiðir líka í ljós mestu vandkvæðin á stækkun NATÓ. Þau em ekki andstaða Rússlands- stjórnar, heldur aukin óvissa og uggur í löndunum sem lenda úti í kuldanum. Þegar eru hafnar viðræður um gerð öryggismálasáttmála milli NATÓ og Rússlands samfara stækkun vestræna bandalagsins. En mergurinn málsins er sá að með inngöngu Póllands, Tékk- lands og Ungverjalands i NATÓ væri verið að taka inn ríki sem ekki hafa ástæðu til að óttast hið nýja Rússland en eftir yrðu skilin á einskismannslandi ríki eins og Eystrasaltslöndin og Úkraína, sem vissulega væra í yfirvofandi hættu risi heimsveldisstefna til áhrifa á ný í Rússlandi. Andstæðingar stækkunar NATÓ á Vesturlöndum leiða því fram þau rök að sú útfærsla endi- marka bandalagsins sem nú er á döfinni geti orðið til að skerða ör- yggi og stöðugleika í Evrópu. Rússum þætti sér mörgum mis- boðið, heimsveldisstefna meðal þeirra fengi byr í segl og líkleg- ustu fórnarlömb hennar væm skilin eftir berskjölduð af hálfu NATÓ. Þar að auki er bent á að í ríkj- um þar sem mikið vantar á að lýð- ræðislegir stjórnarhættir hafi fest rætur, eins og Slóvakíu og Rúm- eníu, geti afleiðingar af að lenda á biðlista hjá NATÓ, þégar önnur ríki sem þessi vilja jafna sér við fái inngöngu, orðið varhugaverð- ar. Því segja þeir sem þannig hugsa að stækkun NATÓ leysi í raun engin vandamál en geti hæg- lega valdið skaða. Þótt Bandaríkjaforseti talaði valdsmannslega í Detroit, getur hann í raun engin bindandi fyrir- heit gefið um hverju fram muni vinda hjá NATÓ. Ráðherraráð bandalagsins kemur saman til fundar í desember. Meginvið- fangsefni þess verður að undirbúa fund æðstu manna bandalagsríkja til að ræða stækkun, og yrði hann að líkindum haldinn um mitt næsta sumar. Alls ekki er ljóst að ríkin sem fyrst verður boðin innganga verði tiltekin á þeim fundi, það gæti | dregist fram til 1998. En fram til I ákvarðanatöku verður ekkert lát á I straumi frammámanna ríkjanna í | austri til Brussel að halda fram s máli sínu í aðalstöðvum NATÓ. Clinton forseti í ræðustól í Detroit. roðanir annarra l Þunglyndi og kvíði „Er það eðlilegt að vera klikkaður? Það mætti ! draga þá ályktun eftir að hafa lesið viðtalið við geð- | lækninn Tom Bolwig. Hann giskar á að 200 þúsund : Danir þjáist af þynglyndi og jafnmargir af erfiöum | kvíðaköstum. Það er ekki einkennilegt að pilluát j Dana sé mikið. Þjóðfélagið kvartar undan því vegna ; þess að það kostar peninga. Athyglisvert er að Bol- wig segir geðtruflanimar að hluta sök þjóðfélags- ins.“ Úr forystugrein Jyllands-Posten 20. okt. Nýir kennarar „Að opna dyr grunnskólans fyrir öðrum kennur- um en kennaramenntuðum, eins og menntamála- ráðherra stingur upp á, er spennandi hugmynd jafnvel þó að ekki verði hægt að leysa ýmis vanda- mál sem grunnskólinn glímir við - ekki sist lélega lestrarkunnáttu margra nemenda. Tiflaga ráðherra beinist fyrst og fremst að því að draga úr þeim skorti á grunnskólakennurum sem blasir við víða í landinu næstu ár þar sem fáir hafa áhuga á kenn- aranámi. Kennarasambandið hefur vísað hugmynd- inni frá. Fólk án kennaramenntunar talar ekki sama mál og menntaðir kennarar, voru fyrirsjáan- leg en léleg rök sambandsins. Margt bendir til að skólamir þurfi einmitt fólk sem talar annað mál og hefur annan bakgrunn." Úr forystugrein Politiken 22. okt. Síðasti múrinn „Síöan 2. október 1972 hafa flestir Danir beðið eft- ir þeim degi þegar erfiðasti tollamúrinn hverfur: 36- tíma reglan fyrir toflfrjálsan innflufning á tóbaki og áfengi. Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins er þeirrar skoðunar að dagurinn sé 1. janúar 1997. Verðir ríkiskassans eru ósammála því. Stjómin vill frest. Það er skoðun margra Dana að takmörkun toflfrjáls innflutnings á bjór, vini, ilmvatni, sterku víni og tóbaki sé tákn þess að sameiginlegur evr- ópskur markaður hafi aldrei orðið að veruleika." Úr forystugrein Jyllands-Posten 23. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.