Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 Hættur í landinu orðum auknar - gestrisni og stórfengleg fegurð ríkjandi Nú þegar skammdegið er á leið- inni að skella á okkur af fullri hörku er ekki langt í að við förum að hjúfra okkur inni meðan vindurinn hvín og látum okkur kvíða því að vakna á köldum morgni og skafa hrím og snjó af bílnum. Það er einmitt á svona hrollköldum stundum sem við látum okkur dreyma um sælulíf í sól undir heiðbláum himni. Og einmitt meðan íslenski veturinn er hvað harðastur er sólin hvað heitust á suðurhveli jarðar, t.d. í löndum eins og Suður-Afríku. Alltaf í fráttum Suður-Afríka hefur verið mikið í fréttum undanfarin ár, ekki vegna ferðamála heldur stjórnmálaástands- ins, og þá helst kynþáttaaðskilnaðar- stefnunnar sem leiddi af sér við- skiptabann og fordæmingu þjóða um viða veröld. En nú hefur orðið gífur- leg breyting á málum landsins og eitt af því sem fylgt hefur nýrri stjóm Nelsons Mandela er mikil íjölgun ferðamanna í landinu. Meðan viðskiptabannið stóð yfir forðuðust vestrænir ferðamenn land- ið, lítið var um Evrópubúa og Banda- ríkjamenn sáust varla. En nú hefur orðið mikil breyting á, enda má segja að Suður-Afríka sé draumaáfanga- staðurinn. Landið býr yfir stórfeng- legri fjölbreytni og fegurð, gjaldmið- illinn (rand) er mjög hagstæður og gestrisni heimamanna er við brugð- ið. Miklar sögur ganga af glæpaöldu í landinu og það verður að segjast að flestar eiga þær við rök að styðjast, enda státar Suður-Afríka af þeim Þessi dama var búin að snyrta sig í framan en þetta hvíta mauk þykir auka þokka kvenna verulega. vafasama heiðri að eiga heimsmet í morðum en þar em framin yfir 50 morð á dag. En tölur segja ekki allt. Mörg af þessum glæpaverkum era framin í átökum á milli ættbálka sem eiga að baki mörg hundruð ára sögu fiandskapar sem tengist ferða- mönnum ekki neitt. Yfirvöld, jafnt sem aðrir, geta auðveldlega gefið upplýsingar um hvaða landsvæði og staði ber að forðast til að hætta ekki á neitt. Héraðið Natal er til dæmis lífshættulegt hvítu fólki. Enginn veit stærðina Jóhannesarborg er stærsta borg landsins og líklega ein af stærstu borgum heims, þó svo enginn viti ná- kvæmlega hvað þar búa margir. Að- allega kemur þessi óvissa til vegna hins risastóra samfélags blökku- manna í Soweto en enginn veit íbúa- töluna þar með vissu. EðlOega telst Jóhannesarborg vera hættuleg vegna stærðar sinnar. Miðborgin er stór- hættuleg eftir kl. 18 og bflarán em mjög algeng þar. Þá er haglabyssum beint að andliti ökumanna, t.d. á rauðu ljósi, og þeim skipað að yfir- gefa bílana. Þessu ættu allir að hlýða hið snarasta enda vila þessir glæpa- menn ekki fyrir sér að láta tfl skarar skríða sé þeim ekki hlýtt. Borgin er einnig töluvert menguð og þó margt sé þar að sjá, veitingastaðir, markað- ir og skemmtistaðir í þúsundatali, mun hún seint geta talist ferða- mannaparadís. Durban er gullfalleg borg við Ind- landshafið. Að koma til Durban minnir töluvert á heimsókn til Ind- lands, enda hefur mikill fiöldi Ind- verja gert borgina að heimfli sínu. Strandimar í Durban em hreinar, þar er fiöldi spilavíta og skemmti- staða og glæsilegra hótela, auk þess spennusagon siÖan lömbin þagna komút" - Síephen löng bækur 1 \ 4 fl I 1 n 1 1 H B I V sPlH " ■ _ L 1 ■ \ ■ H H S 1 1 fl 1 I ■ fl fl ■ fl * 1 V v sem útimarkaðirnir eru ógleyman- legir. T.d. er indverski markaðurinn mjög skemmtflegur og er auðvelt að gleyma sér þar - en meðan undirrit- uð gleymdi sér á markaðnum var öll- um hjólunum stolið undan bílaleigu- bílnum! bosch-görðunum hefur verið sinnt af mikilli alúð og fegurðin þar er ótrú- leg, sama hvaða tíma árs þeir eru heimsóttir, enda vaxa þar þúsundir jurta allan ársins hring. Boðið er upp á gönguferðir með leiðsögu- mönnum um garðinn, hægt er að Durban er lífleg borg og þar má finna markaði út um allt. Gangan upp á Boröfjall er erfið en vel þess virði. Þaðan gefst stórfenglegt útsýni yfir borgina. En Höfðaborg, eða Cape Town, er tvímælalaust gullmoli Suður-Afríku. Þessi guilfallega borg við syðsta odda Afríku hefur upp á að bjóða allt sem gerir friið eftirminnilegt. Helsta strönd borgarinnar, Clifton Beach, er mjög hrein, gullfalleg og nær yfir stóran hluta strandlengjunnar þannig að engum þarf að finnast hann vera eins og sardína í dós við koma með nesti og eyða þar degi og fyrir þá sem vilja má fá kampa- vínsmiðdegisverð með öllu og njóta lífsins. World of Birds er einnig staður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Þessi risastóra fuglaparadís er rétt fyrir utan borgina og dugir ekki minna en heill dagur til að ganga um þetta stóra svæði og virða fyrir sér alla þá glæsilegu fugla sem þarna eiga heima. Fyrir gramsara er Green Market Square algjör draumaveröld. Þretoría er fremur fámenn borg og róleg. Engu að síður er hún höfuðstaður landsins þar sem allar helstu stofnanir eru til húsa. Hér sést t.d. þinghúsið. að fara á ströndina, eins og á svo mörgum ferðamannastöðum við Mið- jarðarhafið. Það er lífsstíll að stunda Clifton Beach, þar hittist allt fallega fólkið, skemmtir sér saman á daginn og fær sér kokkteil, eða sun-downer, á strandbörunum undir dynjandi tónlist þegar kvölda tekur. Það sem gerir Clifton Beach óvenjulega er að hún liggur við Atlantshafið sem þýð- ir að sjórinn er fremur kaldur. Því er fremur fátítt að fólk baði sig í sjónum enda er þar helst að finna vel dúðaða brimbrettakappa. Vflji fólk kæla sig fer það í sturtur sem standa tfl boða með fárra metra millibili á allri ströndinni. Nokkra staði er algjörlega nauð- synlegt að sjá þegar Höfðaborg er heimsótt. Þeirra á meðal er Cape Point sem er næstsyðsti oddi Afríku, með ógleymanlegt útsýni. Cape Point er á fallegri hæð sem er heimili fiölda frekra bavíana sem reyna að stela öllu ætilegu sem er innan seilingar. Það má ganga upp á oddann en tröpp- umar era bæði langar og brattar þannig að þeir sem ekki treysta sér í það geta tekið sérstaka bíla sem ganga á toppinn og hafa verið sérbún- ir fýrir slíkan halla. Syðsti punktur Afríku liggur nokkuð austar, en þar er ekkert að sjá, aðeins fiöra, fulla af grjóti, sem minnir ískyggflega mikið á Ægisíðuna í Reykjavík. Einnig er bráðnauðsynlegt að heimsækja Kirstenbosch-garðana þar sem er að finna eina mestu blómaflóru í heiminum. Kirsten- Þar má finna fatnað, skartgripi, list- muni og hvað annað sem hugurinn gimist upp á hvem einasta dag, og á mjög góðu verði, enda safnast þar saman hagleiksfólk hvaðanæva með vörur sínar. Borgarbúar eru mjög stoltir af ein- kenni borgarinnar, Table Mountain, eða Borðfiallinu, en borgin er byggð i kringum það. Fjallið dregur nafn sitt af því að það er ferhyrnt í laginu, marflatt að ofan, og þegar þokumóða sest á það lítur það út eins og dúkað borð. Boðið er upp á ferðir á fiallið í línuvögnum og þaðan er stórfenglegt útsýni. Einnig er hægt að ganga upp fiallið en það er frekar erfið tveggja tfl þriggja tíma ganga. Kjósi maður gönguna er eina ráðið að leggja af stað vel fyrir sólarupprás vilji maður ekki örmagnast af hita. Það em ekki bara vínáhugamenn sem skrá sig í hinar geysivinsælu Garden Route-ferðir, en þá eru vín- búgarðar í Cape-fylki heimsóttir. Landslagið er stórfenglegt, gömlu bú- garðamir í hollenska nýlendustíln- um em glæsilegir og gróðurinn fiöl- breyttur, enda þykir Suður-Afríka sérlega hentug tfl vínræktar vegna frjósams jarðvegs og eru vínin sem þar eru framleidd sannkallaðar guðaveigar. Það er langt til Suður-Afríku, eða 15 þúsund kflómetrar fyrir okkur ís- lendinga, en ferðin er sannarlega þess virði enda auðvelt að taka ást- fóstri við land og þjóð. -ggá i I I ( ( ( < i ( ( ( (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.