Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 JL>"V helgarviðtal Hallgrímur Axelsson verkfræðingur fákk nýjan kjálka eftir að hafa greinst með krabbamein: Skröltir svolítið í vírunum sem tengja kjálkana saman - angist og ótti fylgir úrskurði um krabbamein - reynir að taka sem fyrst upp þráðinn í lífi sínu „Það að fá úrskurð um krabba- mein hefur margvísleg áhrif, bæði á viðkomandi einstakling og ættingja og vini. Því hlýtur að fylgja ákveðin angist og ótti. Krabbamein er í mörgum tilfellum sjúkdómur sem dregur menn til dauða. Menn búast allt eins við því að vera kippt burt og því fara menn að hugsa um dauð- ann. Maður verður líka var við mik- inn stuðning allt í kringum sig, lík- lega vegna þess að það er litið á krabbamein sem oft og tíðum ólæknandi sjúkdóm,“ segir Hall- grímur Axelsson, 48 ára verkfræð- ingur. Fyrir rúmum tveimur árum greindist Hallgrímur með krabba- mein í hægri kinn og nokkur mein- vörp á hálsi. Hann fór í viðamikla aðgerð þar sem æxlið í munninum var fjarlægt og sömuleiðis megnið innan á hægri kinninni frá neðri góm upp á efri góm og aftur að koki og eitlar voru fjarlægðir úr hálsin- um. Meðan æxlið var fjarlægt var tekið hold af innanverðum vinstri framhandlegg, skinn og undirhúðar- vefur með æðum, og æðarnar tengd- ar við heppilegar æðar á hálsinum. Vefurinn var svo saumaður inn í holrúmið sem myndaðist eftir æxlið og húð tekin af lærinu og grædd á framhandlegginn. „Aðgerðin tók verulega á. Ég fór fljótlega að vinna aftur en vann sem hálfur maður nokkuð lengi og náði til dæmis þyngdinni aldrei upp aft- ur þó að ég reyndi. Eftir fyrri að- gerðina leit ég á mig sem mann sem hefði fengið krabbamein og losnað við það,“ segir Hallgrímur. Krabbamein undir jaxli Skurðaðgerðin tókst vel og var Hallgrímur eftir geislameðferð und- ir reglulegu eftirliti hjá krabba- meinsdeild Landspítalans og háls-, nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. i október í fyrra komu í ljós ójöfnur i slímhúðinni kringum aftasta jaxlinn en sýni sýndu að ekki væri um illkynja breytingar að ræða. Þar sem alltaf var erting kringum jaxlinn fjarlægði tann- læknir tönnina í haust. Þá kom í ]jós að krabbamein var í vef sem fylgdi tannrótunum. Hallgrimur var strax kallaður inn og kom í ljós að hann var með krabbameinsvöxt í neðra kjálkabeininu. Þá var ekki um annað að ræða en að taka burt hægri helminginn af neðri kjálkan- um. „Sú aögerð var mjög sambærileg fyrri aðgerðinni. Megnið af vefnum var tekið úr kinninni, alveg inn í munnbotn og inn að tungu, og neðra kjálkabeinið var fjarlægt líka. Síðan var þetta svæði enduruppbyggt á sama hátt og fyrir tveimur árum. Núna var helmingur af þykkt ann- ars framhandleggsbeinsins tekinn líka og búinn til nýr neðri kjálki. Það eru miklar líkur til þess að hann sé læknaður af sínum sjúk- dómi. Svör við vefjarannsóknum sýna að þetta hafi verið fjarlægt," útskýrir Hannes Hjartarson, læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi. Aðgerðin tókst vel en hið endur- uppbyggða kjálkabein Hallgríms er að sjálfsögðu ekki jafnþykkt og sterkt og venjulegt kjálkabein þó að það þjóni vel sínum tilgangi. Hall- Hér má sjá merkt á framhandlegg hvaðan „varahluturinn" er tekinn. Aðgerðin hafin. Flipi, bein og undirhúðarvefur ásamt æðum er flutt. Flipinn, Æ.ðalcngj Flipi af framhandlegg Nýr kjálki er búinn til úr „varahlutum“ líkam ans. Hallgrímur Axelsson fékk úrskurð um krabbamein í munni og með meinvörp á hálsi fyrir um tveimur árum. Hann gekkst þá undir aðgerð og var æxlið fjar- lægt og tekið hold af vinstri framhandlegg og flutt inn í holrúmið sem myndaðist. í haust varð hann svo að gangast aftur undir aðgerð þar sem krabbamein uppgötvaðist aftur. Kjálkabeinið var þá fjarlægt og fékk Hallgrímur nýjan kjálka. Ólíklegt er að Hallgrímur nái fullum styrk í kjálkanum en kjálkinn þjónar þó vel sínum tilgangi eftir aðgerðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.