Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Page 29
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 ihelgarviðtal v Lýtalækningadeild Landspítalans ítrekað verið lokað til r lengri eða skemmri tíma: Óbein lítilsvirðing við starfsemi deildarinnar grímur getur nærst eðlilega og ekki kemur til með að sjást mikið á honum annað en örið á kjálkanum og hálsinum. Það er þó ólíklegt að hann nái upp fullum styrk i kjálkanum. Geislamir í fyrri meðferðinni hafa neikvæð áhrif á heilbrigða vefinn í lík- amanum á sama hátt og krabbameinsfrum- urnar og vefurinn verður stífur. - segir Rafn A. Ragnarsson yfirlæknir - 500 sjúklingar eru á biðlista og deildin er húsnæðislaus „Við höfum átt við mótlæti að stríða í mörg ár. Einu lýtalækninga- deiid landsins hefur ítrekað verið lokað til lengri eða skemmri tíma og húsnæði hennar er lokað vegna þess að það þykir rekstrarlega óhag- stæð eining. Við þetta skapaðist atvinnulegt óöryggi fyrir þá sem þar unnu. Þetta er óbein lítilsvirðing við starfsemi deildarinnar og eins og málin standa í dag erum við húsnæðislaus og ekkert endilega bjart framundan. Það er spuming hversu lengi er hægt að höggva í sama knérunn áður en maður pakkar saman og gefst upp,“ segir Rafn A. Ragnarsson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítalans. Lýtalækningar hafa almennt verið tengdar við fegrunarlækningar hér á landi eins og erlendis og flestir hafa sjálfsagt lesið fréttir um fegr- unaraðgerðir fræga fólksins og séð í blöðum myndir af sjúklingum fyr- ir og eftir. En lýtalækningar eru meira en bara fegrunarlækningar. Lýtalæknar starfa gjarnan i samvinnu við lækna annarra sérgreina. Hér er samvinna Hannesar Hjartarsonar, læknis á háls-, nef- og eyma- deild Borgarspítalans, og Rafns Ragnarssonar gott dæmi um það hvem- ig tveir læknar ólíkra sérgreina geta unnið saman með það fyrir aug- um að ná betri árangri í starfi. Hannes og Rafn hafa unnið saman í sex ár við svokallaða háls-höfuð einingu, sem þeir hafa reynt að koma á laggirnar á Borgarspítalanum í samvinnu við krabbameinslækningar og geislalækningar, og með- höndlað þar um 20 krabbameinssjúklinga með verulega góðum árangri. Þeir hafa til að mynda búið til nýjan kjálka og innri og eða ytri kinn án þess að mikið sjáist á sjúklingnum. Hallgrímur Axelsson verkfræð- ingur, sem rætt er við hér í opnunni, er gott dæmi um þetta. Samstarf Hannesar og Rafns hefur þannig falist í því að fjarlægja skaðaða lík- amshluta og búa til nýja úr varahlutum líkamans. Margir muna eflaust eftir nýlegum fréttum af kanadískri stúlku, sem gat farið að brosa eftir að læknar höfðu flutt taug og vöðva úr læri hennar í andlitið til að lækna löinunina. Rafn og Hannes hafa einnig flutt vöðva úr læri í andlit til að lækna sambærilega lömun og á þessu ári hafa Rafn og Hannes gert þrjár aðgerðir af þessu tagi. En hvemig gengur lýtalækningadeildinni að sinna öðrum hlutum er snúa að sér- greininni við núverandi aðstæður? Fólk er hætt að treysta okkur „Við þessar þrengingar höfum við einungis getað sinnt bráðatilvik- um, bruna, krabbameini í húð eða mjúkvefjum og meðfæddum göllum, eins og skarð í vör og góm og einstaka slysatilfellum. Allt annað hefúr setið á hakanum. Við erum með biðlista upp á tæplega 500 manns og það fólk er vafalaust hætt að trúa okkur eða treysta,“ segir Rafn. Hann bætir við að vandamálið með biðlista lýtalækningadeildarinn- ar sé það að sárafáir eða engir sem deyi meðan þeir bíði þó kaldrana- legt sé að segja það. Þrýstingur biðlistasjúklinga hjá lýtalækningadeild- inni á ráðamenn sé þvi minni en hjá sumum öðrum sérgreinum. Sjúk- lingar þeirra geti hins vegar verið fatlaðir til vinnu eða félagslegra at- hafha. Þar koma til útlitslýti eftir slys, hreyfihindranir eftir bruna og alls kyns meðfæddir gallar sem verða að bíða vegna bráðatilvika og segir hann það niðurdrepandi, sérstaklega þegar um böm sé að ræða. Fólk tapi tiltrú á lýtalækningadeildinni við þessar aðstæður enda búið að stofna tvö aðstandendafélög. Það verði vart túlkað á annan hátt en sem vantraust. „Við eigum oft i erfiðleikum með að græða á útlimi sem hafa losnað af. Þeir geta komið svo illa útleiknir, sttmdum slitnir, kramdir og bein- in illa brotin. Maður þarf stundum að gefast upp eftir að hafa erið að glíma við þetta í hálfan eða heilan dag. Það getur verið mjög erfitt að útskýra og erfitt fyrir aðstandendur að skilja að ekki hafi tekist í þeirra tilviki það sem hefur tekist áður þar sem forsendumar eru aðeins aðr- ar. Ennfremur ráðum við ekki alltaf við krabbamein þó að við getum losað fólk við krabbamein í fyrstu atrennu," segir Rafn. Raunverulegt hnignunarferli „Síendurteknar lokanir hafa ennfremur orðið til þess að ekki er eftir einn einasti stai-fsmaður af gömlu lýtalækningadeildinni þar sem við vinnum núna og höfum örfá sjúkrarúm. Við vildum meina að þessir starfsmenn væru sérþjálfaðir því að á löngum starfsferli voru þeir búnir að viða að sér þekkingu sem átti einungis við lýtalækningar. Ennfremur höfðu þeir farið á ráðstefnur og heimsótt lýtalækn- ingadeildir erlendis, sérstaklega til aö viða að sér þekkingu við hjúkrun brunasjúklinga," útskýrir Rafn en deildin er jafnframt eina deildin í landinu sem meðhöndlar brunasjúklinga. „Þetta er raunverulegt hnignunarferli þar sem þeir sem taka þátt í því gera sér ekki grein fyrir stöð- unni fyrr en of seint, þegar hin skýra mynd blasir við og óbætanlegur skaði er skeður," segir hann um það mótlæti sem lýtalækningadeildin á við að stríða. Almenningur og stjórnvöld verði að átta sig á því að við svo búið megi ekki standa. Það sé mikils virði að blómlegar lýtalækningar dafni í landinu. Þarf lágmarks lífsskilyrði Rafn segir að í dag sé rætt um nánara samstarf milli Borgarspítalans og Landspítalans á sviði lýta- lækninga og ætti deildinni að vera tiltölulega auövelt að veita Borgarspítalanum meiri þjónustu, sérstak- lega varðandi háls-höfuðeiningarinnar. Inn í slíkt samstarf geti einnig komið aukin þjónusta við Slysavarðstofuna. „Þaö væri mjög bagalegt ef lýtalækningum yrðu ekki búin lágmarks lífsskilyrði. Við teljum okkur vera að gera nauðsynlega hluti þar sem stöðugrar endurmenntunar og nýsköpunar er þörf. Þessu þarf að skapa manhsæmandi vaxtarskilyrði. Viðvarandi úrræðaleysi á framtíðar- lausn þessa vandamáls getur reynst dýrkeypt," segir hann. -GHS Rafn Ragnarsson, yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans, og Hannes Hjartarson, læknir á háls-, nef- og eyrnalækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, hafa unnið saman við aðgerðirnar á Hallgrími. Þeir byrjuðu fyrst að vinna saman á þennan hátt fyrir sex árum og eru þegar búnir að gera 11 aðgerðir af þessu tagi. Enginn sjúklinganna ellefu hefur fengið endurkomu sjúkdómsins. Kæruleysi eða æðruleysi? „Mér fannst ekki erfitt fyrir mig per- sónulega að fá úrskurð um krabbamein. Það er spuming hvort það er kæruleysi eða æðruleysi en mér fannst ég hafa meiri áhyggjur af fólkinu mínu en mér sjálfum. Tilhugsunin um dauð- ann skelfdi mig ekki. Ef svo hefði farið og ef svo fer þá myndi ég taka því rólega. Öll eigum við einhvem tímann eftir að deyja og það er kannski í okkur öllum for- vitni að vita hvað er hinum megin,“ segir hann. „Þegar ég fékk úrskurð um að aft- ur væri í mér krabbamein, tveimur árum eftir upphaflega aðgerð, þá leit ég svolítið öðruvísi á mig sem krabbameinssjúkling. Áður leit ég á mig sem mann sem hafði fengið krabbamein og væri laus við það en að slökun til að hjálpa sér og reynt að hvíla sig vel. Fjöldinn cillur af fólki hafði samband við Hallgrim eftir að hann fékk krabbameinið og sagðist biðja fyrir honum, hafa hlýj- ar og góðar hugsanir til hans og óskaði honum alls hins besta. Hallgrímur segist hafa tekið öll- um þessum samtölum á jákvæðan hátt því að þetta hafi verið vel tíminn eigi að sjálfsögðu eftir að leiða það í ljós. En hvemig skyldi Hallgrími líða eftir að hafa gengist undir svona viðamiklar aðgerðir? „Mér líður í rauninni merkilega vel. Það skröltir svolítið í vírunum sem tengja kjálkana saman en það á eftir að minnka og þetta á eftir að gróa saman á næstnnni. Höndin er náttúrlega ekki fullgróin en ég er ekki þjáður. Mér líður bara nokkuð vel. Ég reyni að komast af stað eins fljótt og ég get og taka upp þráðinn. Það er liður í því að ná heilsu að leggjast ekki í volæði heldur hefja vinnu sem fyrst og halda áfram fé- lagsstörfum, að sjálfsögðu innan skynsemismarka," segir Hallgrím- ur. „Það eru miklar líkur til þess að hann sé læknaður af sínum sjúkdómi. Svör við vefjarannsóknum sýna að þetta hafi verið fjarlægt," segir Hannes Hjart- arson læknir, til vinstri, ásamt Hallgrími og Rafni. eftir að úrskurðurinn kom aftur þá breyttist viðhorfið. Ég lít á mig sem einstakling sem hefur tilhneigingu til að fá krabbamein, og ég hugsa að ég reyni að breyta lífsmynstri mínu og minnka þannig líkumar á að ég fái krabbameinið enn og aftur, ef ég er þá laus við það,“ segir hann. Hvílir sig og slakar á Fyrir seinni aðgerðina segist Hallgrímm' þegar hafa verið byrj- aður að breyta lífsmynstri sínu, til að mynda með því að fara á vítam- ínkúr. Hann hefur einnig lesið fræðslubækur um krabbamein, not- meint. Það hafi hjálpað sér í veik- indum sínum að finna þennan stuðning. íslenska þjóðin sé mjög trúuð og það komi fram á þennan hátt. Hann segir að það sé ekki alslæmt að vera krabbameinssjúkl- ingur, því fylgi ákveðin forréttindi líka. Kröfur til viðkomandi minnki, það sé viðurkennt að krabbameins- sjúklingurinn sé stikkfrí frá ýmsu og hann komist að því hve vinirnir séu margir. Tekur upp þráðinn - Talið er að læknamir hafi kom- ist fyrir meinið í Hallgrími þó að Hallgrímur Axelsson í skíðaferð fyrir nokkrum árum áður en hann greindist með krabbamein í munni. Áður en hann veiktist var hann 98 kíló að þyngd en er nú 80 kíló. Hann nær líklega ekki upp fullum styrk. DV-myndir ÞÖK Úr 98 kílóum í 80 kíló Hann vonast til þess að læknam- ir hafi komist fyrir krabbann og stefnir að því að ná eins fljótt og kostur er góðri starfsorku og sinna áhugamálum sínum. Hann segist þó ekki eiga von á því að ná fullum lík- amlegum burðum og sömu þyngd og fyrir tveimur árum. Hann var 98 kg en er 80 kg í dag. Það vora læknamir Hannes Hjartarson á Borgarspítalanum og Rafn A. Ragnarsson, yfirlæknir á lýtalækningadeild Landspítalans, sem gerðu aðgerðimar á Hallgrími. Þeir byijuðu fyrst að vinna saman á þennan hátt fýrir sex árum og em nú þegar búnir að gera 11 aðgerðir þar sem þeir hafa tekið hálfan neðri kjálkann vegna krabbameins og endurapp- byggt. Hjá eng- um sjúkling- anna ellefu hef- ur sjúkdómur- inn tekið sig upp aftur. Þegar Hall- grímur kom á Sjúkrahús Reykjavíkur tveimur ánun eftir fyrri veru sína þar fannst honum eftir- tektarvert að sama starfs- fólkið vann þar og fýrr, allt frá læknasérfræð- ingum til ræst- ingafólks. Sama fag- mennskan hafi verið ríkjandi. Hann segist ekki geta ann- að en hrósað starfsfólkinu fyrir vel unnin störf og frá- bæra hjúkrun. -GHS „Það væri mjög legt ef lýtalækninc yrðu ekki búin marks lífsskilyrði, segir Rafn A. son, yfirlæknir lýta- lækningadeildar Land-’ spítaians. DV-mynd ÞÖK (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.