Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1996, Blaðsíða 50
« kvjkmyndir LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1996 Marlon Brando á hvíta tjaldinu: Hef ekki andlegan styrk til að hafna peningum Name Morituri, The Chase, The langt hlé. Þa* á eítir komu myndir Appaloosa, A Countess from Hong eins og A Dry White Season og The Gamla kempan Marlon Brando er enn og aftur kominn á hvíta tjaldiö. „Eina ástæðan fyrir því að ég er ennþá í Hollywood er að ég hef ekki andlegan styrk til þess að hafna peningunum," segir gamla kempan Marlon Brando sem leikur aðalhlut- verkið í kvikmyndinni The Island of Dr. Moreau. Hann er fæddur 3. apríl árið 1924 í Omaha í Nebraska. Brando á að baki afar langan og glæstan leikfer- il. Hann er þrígiftur en tyrrum eig- inkonur hans eru Tarita Teripaia, Movita Castenada og Anna Kashfi. Hann átti í löngum ástarsambönd- um við Ritu Moreno og Joseanna Marianna Berenger. Böm Brandos heita Rebecca, Simon Tehotu, Tarita Cheyenne, Christian Miko, Maya og Ninna. Hann hefur þó ekki viður- kennt Mayu formlega. Sonurinn er morðinginn Elsti sonur Brandos drap mann, dóttir hans Cheyenne framdi sjálfs- morð og síðustu fimm kvikmyndir hans féllu en Brando sjálfur er enn- > þá goðsögn. Hann hóf ferilinn árið 1944 á sviði í I Remember Mama og 1947 lék hann í A Streetcar Named Desire. Kvikmyndimar fylgdu í kjöl- farið og vora fyrstar Streetcar, Zap- ata, Julius Caesar, The Wild One og On the Waterfront sem færðu hon- um öll möguleg verðlaun. Eftir það lék hann i kvikmyndum eins og Guys and Dolls, The Teaho- use of the August Moon, Sayonara, The Young Lions, The Fugitive Kind, One-Eyed Jacks, Mutiny on the Bounty, The Ugly American, Bedtime Story, The Saboteur - Code Kong, Reflections in a Golden Eye, Candy, The Night of the Following Day og The Nightcomers. Brando var annálaður kvenna- maður og gekk ekki nógu vel í kvik- myndunum fram til ársins 1972 þeg- ar hann lék í kvikmyndinni The Godfather og Last Tango in Paris. Brando neitaði að taka við ósk- arsverðlaununum af pólitískum ástæðum. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk í kvikmyndinni A Dry White Season. Hann lék einnig í kvikmyndinni Apocalypse Now árið 1979, The Formula 1980 og tók sér eftir það Freshman, Christopher Columbus og The Discovery. Á siðari árum hefur hann stækk- að eins og goðsögnin og matarreikn- ingurinn hækkað. Sonur hans hjó stórt skarð í fjárhaginn þegar hann myrti unnusta hálfsystur sinnar, Cheyenne. Til þess að rétta við fjár- haginn gaf Brando út sjálfsævisögu sína árið 1994. Árið 1995 sneri hann sér aftur að hvíta tjaldinu og skaut upp kollinum með frábærum ár- angri í Don Juan DeMarco og núna siðast í The Island of Dr. Moreau. -em Regnboginn/Laugarásbíó - Fatafellan Fatafellan (Striptease) er umtöluð kvik- mynd og fáar kvikmyndir hafa fengið jafnmikla auglýsingu í sumar. En öll sú auglýsingaherferð sem sett var af stað til að auglýsa brjóstin á Demi Moore og það að henni væri borguð tólf og hálf milljón dollara fyrir að sýna þau kemur ekki í veg fyrir að Fatafellan er slök kvikmynd og brjóstin á Demi Moore vega akkúrat ekki neitt upp á móti einstaklega klaufa- legri útfærslu á ágætri sögu. Demi Moore leikur fatafelluna Erin Gr- ant, fyrrum FBI-starfsmann sem stendur í forræðismáli við fyrram eigin- mann sem er þjófur með sérgrein að stela hjólastólum. Henni var sagt upp störfum hjá FBI, fékk vinnu sem nektardansmær og það vegur þungt gegn henni í forræðismálinu. Til sögunnar kemur þingmaðurinn Dilbeck, sem Burt Reynolds leikur af snilld. Hann álpast inn á klúbbinn, hrifst af Erin, verður sér til skammar (það er hann í rauninni að gera aila mynd- ina) og Erin flækist í heim spillingar og morðs þar sem völd og græðgi era allsráðandi. Demi Moore hefur greinilega fengið sér kroppaþjálfara og tekst á við hlutverkið af meiri krafti en lagni, alla vega í dansinum sem greinilega ber meö sér reynsluleysið í þeim efnum. Hún nær sér þó sæmilega á strik í dansinum þegar hún er ein heima hjá sér og enginn fylgist með. Að öðru leyti er hún eins og flestir leikaranna úti á þekju en er þó skömminni skárri en flestir mótleikarar hennar að undanskildum Burt Reynolds, sem oft og tíðum heldur myndinni á floti. Helsti galli myndarinnar er að hún er hvorki spennandi né fyndin en greinilegt er að það var lagt upp með að hún yrði sett fram með dökkum húmor. En sá meðalvegur er vandrataður og leikstjórinn Andrew Berg- man týnir fljótt áttum í viðleitni sinni að gera jafht á milli spennu og gamans. Leikstjóri og handritshöfundur: Andrew Bergman. Kvikmyndataka: Stephen Goldblatt. Tónlist: Howard Shore. Aóalleikarar: Demi Moore, Burt Reynolds, Armand Assante, Ving Rhames og Robert Patrick. Bönnuö börnum innan 14 ára. Hilmar Karlsson Háskólabíó: - Frankie stjörnuglit Minningar dvergs ★** Frankie stjömuglit (Frankie Starlight) er byggð á þekktri formúlu þar sem aðalpersóna myndarinnar rifjar upp ævi sína. Myndin er eins og margar slíkar myndir. Mikið er skipt á milli nútíma og fortíðar og í raun tvær sögur sagðar í einu. Það sem gerir Frankie stjömuglit einstaka er að sögumaðurinn og aðalpersónan er dvergur og er hann að rifja upp dramatíska sögu móður sinnar. í byrjun fylgjumst við með dvergnum Frankie Bois, sem hefur skrifað sögulega skáldsögu um eigið lif, vera að koma bókinni á framfæri. Samtöl við útgefandann og fleiri leiða til þess að hann fer að huga að ævi móður sinnar, Bemadette, sem var frönsk og hafði orðið strandaglópur á írlandi, þá ófrísk. Bernadette hefúr orðið fyrir mikilli dramatískri reynslu og er innilokuð og vill engin samskipti við aðra. Bjargvættur hennar er Jack Kelly, fjöiskyldumaður sem tekur hana og Frankie að sér með samþykki eiginkonunnar, og hjá Kelly lærir Frankie allt um stjörnumar. Hvert áfallið tekur við af öðra hjá móður hans og loks bugast hún. í upprifjun Frankies koma einnig fyrir vandamál á þroskaskeiði hans. Hugur hans gagnvart sjálfum sér er kannski best iýst þegar það fyrsta sem hann spyr bandarískan elskhuga móður sinnar um varðandi Amer- íku er hvort nokkrir dvergar séu þar. Persónur era ákaflega skýrar í Frankie Starlight, allt frá þeim sem minnst koma við sögu og upp í Frankie sem verður sérlega lifandi i meðfóram dverganna tveggja, Corbans Walkers og Alans Pentonys, sem leika hann á tveimur aldursskeiðum. Má segja að þeir eigi hug manns allan frá upphafi til enda en þó verður að segjast að styrkleikinn og útgeislunin dvinar þeg- ar líða fer á myndina. Frankie stjömuglit er írsk kvikmynd og er ekki laust við að hún leiði hugann að annarri irskri úrvalsmynd, My Left Foot, þar sem einnig var fjallað um fatlaðan einstakling. Þótt Frankie Starlight sé ekki eins beitt og sterk og My Left Foot er hún ekki síður gefandi. Lelkstjóri: Michael Lindsay- Hogg. Aöalhlutverk: Anne Parillaud, Matt Dillon, Gabriel Byrne, Corban Walker og Alan Pentony. Hilmar Karlsson Kvjjcmyndahátíð DV og Háskólabíós - Athöfnin Onnur les, hin ekki ** Hvað er það sem fær fólk til að fremja voða- verk? Ekki veitir franski mannlífsskoðarinn Claude Chabrol neitt einhlítt svar við þvi i þessari mynd sinni. Hitt má þó ljóst vera að aðalpersónumar hans tvær, stofustúlkan Sophie og póstfreyjan Jeanne, era ekki inn- réttaðar eins og fólk er flest. Áhorfandinn fær það fljótt á tilfínninguna að eitthvað mikið sé bogið við Sophie (Bonnaire) sem í upphafi myndar kemur til starfa hjá Lelievre hjónunum (Bisset og Cassel), önnum köfnu nútímafólki, og bömum þeirra tveimur. Ekkert er sagt berum orðum, aðeins gefið í skyn. Sophie kynnist póstfreyjunni Jeanne (Huppert) sem er jafn ólík henni og dagurinn nóttinni. En þar á bæ er líka eitthvað sem ekki er eins og það á að vera. Báðar búa yfir hræðilegu leyndarmáli úr fortíðinni. Því er kannski ekki furðulegt að stúlkunum verði vel til vina. Handrit Athafnarinnar er gert eftir skáldsögu hinnar bresku Ruth Rendell sem sjónvarpsáhorfendur kannast mætavel við. Hið breska yfirbragð leyn- ir sér heldur ekki þótt myndin gerist í Frakklandi. Hér er sem sé allt i lág- um gír, kannski einum of lágum. Það era persónumar sem skipta meira máli en hasarinn eða spennuuppbygging. Chabrol tekst allvel upp með þetta efni í höndunum og er það kannski ekki síst að þakka frábærum leik þeirra Sandrine Bonnaire og Isabelle Huppert og samspili þeirra. Önnur svo steinrannin og róleg að það dettur ekki af henni né drýpur en hin líf- leg í meira lagi. En þótt þær stöllumar séu góðar og aðrir leikarar standi líka vel fyrir sínu megnar myndin samt aldrei að ná almennilegum tökum á áhorfandanum. Chabrol hefur oft gert miklu betur en þetta og sennilega liggur feillinn í því að leita efnis í smiðju Rendell. Enskt og franskt á bara ekki saman. Leikstjóri: Claude Chabrol. Handrit: Chabrol, ettir skáldsögu Ruth Rendell. Leikendur: Sandrine Bonnaire, Isabelle Huppert, Jacqueline Bisset, Jean-Pierre Cassel. Guölaugur Bergmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.