Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.1996, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996
7
DV Sandkorn
Heiðarlegir menn
Þingmenn Framsóknarflokksins í
Suöurlandskjördæmi, Guðni Ágústs-
son og ísólfur Gylíi Pálmason, héldu
ekki alls fyrir löngu fjörugan fund í
Vestmannaeyj-
um. Segir frá
fundinum í
blaöinu Frétt-
um og að margt
hafi þar borið á
góma. Meðal
annars hélt
einn fundar-
manna því fram
að alþingis-
menn væru i
dag veru-
leikafirrtir og
þekktu ekki
skil á réttu og röngu. Guðni Ágústs-
son bar sakir af þingmönnum og
sagði með sinni djúpu sterku rödd:
„Ég er sannfæröur um og veit að
meirihluti þingmanna er, sem betur
fer, heiðarlegir menn.“ Til að leggja
áherslu á mál sitt gerði Guðni hlé á
máli sinu og leit yfir salinn. Kunnur
Eyjamaður, Gaui gamli, var á fund-
inum. Hann hafði nýlokið viö að
taka í nefið þegar Guðni gerði
áhersluhléið á máli sínu. Þegar
Guðni leit yfir salinn í þögninni
heyrðist Gaui segja stundarhátt: „0,
jæja!“
Lengjann
Sjálfsagt muna flestir eftir þeirri
miklu deilu sem kom upp í sumar
þegar framkvæmdastjóri Lengjunn-
ar tók leik ÍBV og ÍA af lengjuseðli
af ótta við að
úrslitin yrðu
ákveðin fyrir-
firam. í Fréttum
segir frá því að
í lokahófi ÍBV í
haust hafi Ási
Friðriks, þekkt-
ur hrekkjalóm-
ur í Eyjum, ver-
ið veislustjóri.
Hann gerði
óspart grín að
bróður sínum
Eliasi sem er lágvaxinn maður. Ási
greindi frá því að ÍBV og Lengjan
hefðu náð sáttum í Lengjumálinu.
Samkomulagið fælist í því að Lengj-
an gæfi öllum Eyjamönnum úlpur.
Aftan á þeim mundi standa Lengjan.
Tvær undantekningar yrðu á þessu.
Elías og Einar Otto Högnason fengju
úlpur sem á stæði LENGJA’NN.
Tilviljun?
Kristján Gunnarsson, bæjarfull-
trúi og verkalýðsforingi i Reykjanes-
bæ, vakti á dögunum athygli á því
að áriö 1938 hefðu þáverandi stjóm-
völd sett löggjöf
um stéttarfélög
og vinnudeilur.
Urðu miklar
umræður og
deilur í landinu
um þá löggjöf.
Sama ár gaus í
Vatnajökli og í
kjölfarið fylgdi
eitt mesta
Skeiðarárhlaup
sem komxð
hafði. Árið 1996
breytti ríkis-
stjórnin löggjöfinni um stéttarfélög
og vinnudeilur afhn- og enn urðu
umræður og deilur í landinu vegna
þess. Og í kjölfar stefiiuræðu forsæt-
isráðherra hófst gos í Vatnajökli og
í kjölfarið eitt stærsta Skeiðarár-
hlaup sem sögur fara af. Tilviljun
eða hvað?
Honum á ég það
að þakka
Þeir sem á annað borð hafa
ánægju af vísum þekkja tfl vestur-
íslenska hagyrðingsins Kristjáns
Nikulásar Júliussonar eða KN eins
og hann var
kallaður. Vísur
hans vom vel
geröar og fullar
af kímni. Hann
var einnig fræg-
ur fyrir að
svara vel fyrir
sig í bundnu
máli. KN drakk
nokkuð og gift-
ist aldrei. Eitt
sinn var virðu-
leg frú að
skamma hann fyrir að drekka of
mikið. Hún sagði að ef hann hefði
drukkið minna hefði hann án efa
náð sér i konu, jafnvel hún hefði
getað hugsað sér að eiga hann. KN
svaraði konunni þannig.
Gamli Bakkus gaf mér smakka
gæðin bestu, öl og vin,
og honum á ég það að þakka
aö þú ert ekki konan mín.
Umsjón Slgurdór Slgurdórsson
Fréttir
Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði:
Leiðtogi alþjóðasamtaka?
- stefnt að því að stofna samtökin á Þingvöllum árið 2000
„Ég hef verið í sambandi við
ásatrúarfélög í Bandarikjunum og
Evrópu. Það er stefnan að stofiia
alþjóðasamtök ásatrúarmanna á
Þingvöllum 22. júní árið 2000, dag-
inn eftir Þórsdag. Mér hefúr verið
boðið að gerast trúarleiðtogi al-
þjóðasamtakanna og það er auðvit-
að mikill heiður,“ segir Jörmund-
ur Ingi Hansen allherjargoði við
DV en hann hefur haft í nógu að
snúast að undanfomu. Jörmundi
var boðið til Bandaríkjanna þar
sem hann heimsótti ásatrúarmenn
og goða í Arizona og víðar.
„Þetta var gamalt boð og kom-
inn tími til að fara. Ég hitti þama
goða úr ýmsum ásatrúarfélögum
og það var mjög fróðlegt og
skemmtilegt. Það er stefnan að öll
félög ásatrúarmanna geti komið að
þessu máli og því þarf tíma og
skipulagningu til að gera þessi al-
þjóðasamtök sem best úr garði.
Það em öll lönd í Evrópu með ása-
trúarfélög nema í Albaníu og
Portúgal. Ásatrúin er missterk eft-
ir löndum en hún er sterkari í
þeim löndum þar sem norrænir
menn hafa verið,“ segir Jörmund-
ur.
-RR
eP'ÁV
Láttuðek
eppa
úrtiendi sleppa!
Fjöldinn allun af notuðum
jeppum á kostnaöanverði
þessa viku!
Fnábaen kjön í boði.
Líttu inn í sýningansal okkan
á Nýbýlavegi eða hafðu
samband við sölumenn í
síma 563 4-400
<2B> TOYOTA
Notaðir bílar