Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Side 4
4
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996
Fréttir
Embætti aðstoðarprests á ísafirði í uppnámi:
Kirkjan getur varla farið
svona með starfsmenn sína
„Ég vil aö biskup beri ábyrgð á að
hafa vakið upp tvö embætti aðstoð-
arpresta og það sé óeðlilegt að bara
sex mánuðum síðar segi kirkjan að
því miður Sé embættið hér í upp-
námi af því að fjárveitingunni hefur
verið skipt. Það tíðkast í fiskvinnsl-
unni að fólki sé sagt upp vegna hrá-
efnisskorts en mér finnst að kirkjan
geti varla farið þannig með starfs-
menn sína og söfnuði," segir Magn-
ús Erlingsson, sóknarprestur á ísa-
firði, í samtali við DV.
- segir sr.
Á fjárlögum þessa árs er fjárveit-
ing til eins embættis aðstoðarprests,
en biskup ákvað að skipta henni
þannig að hún stæði undir tveimur
hálfum aðstoðarprestsstööum, ann-
ars vegar á ísafirði en hins vegar í
Hafnarfirði. Sr. Magnús telur að
hún hafi átt að renna óskipt til ísa-
fjarðar, en aðstoðarprestur hefrn-
verið í starfi hjá sr. Magnúsi á ísa-
firði síðan í vor, en hann er nú i
veikindaorlofi og fjárveiting til
starfs hans útrunnin um áramót
Magnús Erlingsson
þannig aö staðan er í uppnámi.
Biskup segir að það hafi verið
mikil vonbrigði að aðeins hafi
reynst fjárveiting fyrir einu emb-
ætti á fjárlögum þessa árs, en hann
hafi í framhaldinu brugðið á það
ráð að skipta því á milli Hafnar-
fjarðar og ísafjaröar í þeirri von og
vissu að gert yrði ráð fyrir einu til
tveimur nýjum aðstoðarprestsemb-
ættum á næstu fjárlögum.
„Málið stendur þannig að þegar
ég fór til viðræðu við fjárlaganefnd
á ísafiröi
var áframhaldandi fiárveiting til
embættisins á ísafirði inni í mynd-
inni og ég vona að það gangi eftir,
enda hefur þetta verið mikið bar-
áttumál ísfirðinga og Vestfirðinga,"
segir biskup. Hann átti í gær fund
með forseta Alþingis þar sem þetta
mál bar á góma og í dag á hann fund
með samstarfsnefnd Þjóðkirkjunnar
og Alþingis þar sem þetta verður
einnig rætt.
„Við höfum lengi óskað eftir ein-
hverri lagfæringu hér þar sem óeðli-
lega mikið starfsálag er á prestinum
hér á ísafirði,“ segir sr. Magnús Erl-
ingsson. Magnús hefur verið einn um
nokkurt skeið vegna veikinda aðstoð-
arprests síns, en undanfamar vikur
hefur hann verið með nýútskrifaðan
guðfræðing og prest í þriggja mánaöa
starfsþjálfun, en sá heitir Skúli Ólafs-
son og er sonur herra Ólafs Skúlason-
ar. Skúli og fiölskylda hans eru ný-
flutt til ísafiarðar og kennir hann við
Grunnskólann á ísafirði en kona
hans er skattstjóri. -SÁ
Dagfari
Rokkminjasafn í buröarlið í Keflavík:
Safnið á hvergi
heima nema í
bítlabænum
- segir Rúnar Júlíusson
DV, Suðurnesjum:
„Við erum að tala rnn að opna
rokkminjasafn sem verður tengt
tónlistarsögunni eins og hún gerð-
ist i Keflavík um 1955 eða þegar
rokkið byrjaði. Þetta er mjög snið-
ugt dæmi og safnið á hvergi annars
staðar að vera staðsett en hér í
bitlabænum," sagði Keflvíkingur-
inn og stórpopparinn Rúnar Júlíus-
son við DV.
Hann hefur lengi haft áhuga á að
koma upp rokkminjasafni í bítla-
bænum og líkur eru á að sá draum-
ur sé að rætast. í tengslum við sýn-
inguna Keflavíkumætur II, sem
verið hefur í veitingahúsinu Stap-
anum í Njarðvík þar sem margir
þekktir tónlistarmenn keflviskir
taka þátt, blossaði þessi hugmynd
upp að nýju.
„Við erum búnir að auglýsa eftir
gömlum minjum víða og erum þeg-
ar komnir með nokkrar. Héðan hef-
ur komið þekkt tónlistarfólk og
hljómsveitir sem hafa gert garðinn
frægan. Ég er ekki í nokkrmn vafa
um að til er fullt af gömlum munum
og ótrúlegt hvað kemur í ljós þegar
fólk fer að leita - ótrúlegustu hlutir
sem fólk er löngu búið að gleyma.
Það eru ekki einungis þessir
þekktu popparar sem eiga minjar.
Það er mikið til af áhugafólki um
rokk frá þessum tíma sem átti ýmsa
muni og hefur kannski varðveitt þá
vel. Þaö er von okkar að með tíman-
um verði hér alvöru rokkminja-
safn,“ sagði Kristján Ingi Helgason
sem vinnur hörðum höndrnn við að
nálgast þessa muni og halda þeim
saman í væntanlegt rokkminjasafn.
-ÆMK
Rúnar og Kristján Ingi. Rúnar er með gítar frá 1967 sem enn er notaður og Kristján heldur á mynd frá því Rúnar kom
fyrst fram. Það var á skólaballi þegar hann var 14 ára og með honum er Erlingur Björnsson. Vestið sem Rúnar klæö-
ist saumaöi móðir hans, eins og á alla strákana í Hljómum. DV-mynd ÆMK
Dansinn og
Ný iðngrein er að þróast í
skemmtanaiðnaðinum. Það er
nektardansinn. Fróðir menn og
ófróðir um nektardans hafa fiallað
nokkuð um þessa iðn að undan-
fornu og hefur sitt sýnst hverjum.
Bæði hafa þau sjónarmið heyrst að
nektardans sé siðlaus og eins hitt
að ófært sé að heimila innflutning
á erlendum dansmeyjum sem taki
atvinnu frá íslenskum stallsystr-
um.
Alþingismenn og ráðherrar hafa
verið spurðir um siðsemina í dans-
inum og fram hefur komið að þing-
menn færast undan því að svara, á
þeirri forsendu að þeir hafi ekki
kynnt sér iðngreinina. Þeir þykjst
ekki hafa séö nektardans!
Nú er það svo að nektardans er
með vinsælustu skemmtiatriðum á
ýmsum skemmtistöðum og það er
orðinn fastur liður í vel þekktum
karlaklúbbum að bjóða upp á nekt-
ardans í eftirrétt á samkomum
þessara klúbba. Það atriði hefur
tryggt mikla og góða aðsókn. Með
vísan til þessarar útbreiðslu og
vinsælda nektardansins vaknar sú
spuming hvort alþingismenn sinni
skyldum sínum og störfum eins og
vera ber ef þeir vita ekki hvemig
nektardans fer fram. Eru þessir al-
þingismenn svo utanveltu í þjóðlíf-
inu og fiarri heimsins gleðskap og
mannamótum að þeir hafi ekki vit
á þvi sem karlmenn hafa nú á tím-
um sér helst til skemmtunar? Eða
eru þeir svo vinum snauðir að
þeim sé aldrei boðið í karlaklúbb?
Hvers konar fólk er eiginlega sam-
ankomið á Alþingi?
Hitt er svo rétt sem félagsmála-
ráðherra segir að hann getur auð-
vitað ekki tekið afstöðu gegn at-
vinnuleyfi fyrir þessar dansmeyjar
fyrr en hann veit hvort þær em að
taka störf frá íslenskum stúlkum.
Þetta kann að varða við lög um
stéttarfélög og vísar ráðherrann í
því sambandi til verkakvennafé-
lagsins Sóknar sem hugsanlega
kann að hafa hagsmuna að gæta.
Verkakonur eru ófaglærðar og
nektardansmeyjarnar eru sagðar
ófaglærö náttúmbörn sem sýni
meiri nekt heldur en dans. For-
maður Sóknar fyrtist við þegar
stéttarfélag hennar var bendlað við
þessa nýju og ört vaxandi iðngrein.
En Sóknarkonur eiga að fara sér
hægt að móðgast því það er aldrei
að vita nema hér sé fundin lausn á
launa- og kjaramálum stéttarinnar.
Nektardansmeyjamar em nefhi-
lega sagðar á tiltölulega lágiun
launum en því hærri þjónustu-
gjöldum og því fleiri spjörum sem
nektin
þær afklæðast því meira fá þær
fyrir sinn snúð.
Það yrði ekki ónýtt fyrir Sóknar-
konur og raunar fleiri kvennastétt-
ir ef bæta mætti kjör þeirra með
þeim hætti að því fáklæddari sem
þær séu við störf sín því meira fái
þær borgað. Ekki geta karlar búist
við slíkri launauppbót þegar þeir
ganga naktir til vinnu sinnar.
Miklir fordómar em í gangi
vegna nektardansins sem nú ríður
húsum og ríður jafnvel fleirum að
fullu. Menn halda jafnvel að það sé
dónalegt að stúlka fækki fotum og
hreyfi sig í leiðinni. Þekktur list-
dansstjóri heldur því meira að
segja fram að slíkt veki ekki upp
hughrif í sama mæli og listdans-
inn. Þessi þröngsýni hefur ekki við
rök að styðjast enda fer ekki á milli
mála að nektardansinn hefur jafn-
vel í för með sér meiri hughrif í
karlaklúbbum vítt og breitt en flest
annað þannig að segja má að nekt-
ardansinn sé bæði fagiðn með hlut-
lægum hætti og listgrein meö hug-
lægum hætti. Dansinn snýr að list-
inni en nektin að iöninni. Þetta er
þar að auki blómlegur atvinnuveg-
ur sem íslenskar konur eiga að
færa sér í nyt. Við eigum að taka
nektardansinn upp sem valgrein í
grunnskólunum. Við viljum ís-
lenskt, já takk.
Dagfari