Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1996, Síða 19
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 27 I Fréttir Búferlaflutningar starfsmanna utanríkisþjónustunnar: Það vantar faglegar, heiðar- legar og gegnsæjar reglur - segir Svavar Gestsson alþingismaður „Það liggur fyrir að kostnaður við þetta er gríðarlegur og það sem ég vil er að settar verði reglur. Það vantar faglegar, heiðarlegar og gegnsæjar reglur. Eins og nú háttar ráða geðþótti og dyntir ráðherranna framkvæmdinni. Það eru dæmi um að menn hafl verið fluttir allt að fjórum sinnum á fimm árum og það sjá allir að slíkt gengur ekki,“ segir Svavar Gestson alþingismaður sem spurði utanríkisráðherra um kostn- að ráðuneytis hans vegna búferla- flutninga starfsmanna utanríkis- þjónustunnar. í svari ráðherrans kemur fram að kostnaður utanríkisráðuneytisins er mjög mismunandi milli ára. Á árabilinu 1991 til 1996 er kostnaður- inn langmestur á síðasta ári eða Ellefta röðin í lottóinu: Gildir ekki um kerfisseðla „Við erum með ákveðið tilboð í gangi um að kaupi fólk tíu raða seðil í lottóinu þá fær það elleftu röðina fría. Þetta á ekki við um kerfisseðlana en það er aldrei að vita nema við ger- um eitthvað fyrir þá sem kaupa kerf- isseðla síðar,“ segir Vilhjálmur Vil- hjálmsson, framkvæmdastjóri Is- lenskrar getspár. Haft var samband við DV og bent á að auglýsingar lottósins um elleftu röðina fría stæðust ekki. Hringjand- inn keypti fimm vikna kerfisseðil en fékk aðeins elleftu röðina fría af fyrstu vikunni. Þetta þótti honum ekki eðlilegt. „Við reynum að hafa þetta eins ein- falt og ffekast er unnt til þess að lág- marka hættuna á misskilningi. Ég er þó ánægður með að maðurinn skuli þó hafa fengið elleftu röðina fría af fyrstu vikunni því í raun hefði um- boðsmaður okkar ekki þurft að gefa hana fyrst um kerfisseðil var að ræða. Okkur þykir leitt ef upp kemur mis- skilningur en þar eð ekki var ákveðið hversu lengi þetta tOboð gilti voru kerfisseðlarnir ekki teknir inn nú,“ segir Vilhjálmur. -sv sem nemur rúmum 35 milljónum króna. Á móti kemur að nú stefnir í að kostnaður verði minnstur árið 1996 eða innan við helmingur þess sem var árið á undan eða rúmar 16 milljónir króna og í svari ráðherra segir að ekki sé gert ráð fyrir frek- ari kostnaði á árinu. Það vekur nokkra athygli hversu mikil útgjöld hlutust af búferlaflutn- ingum á síðasta ári þegar fram fóru ríkisstjórnarskipti og Halldór Ás- grímsson tók við af Jóni Baldvini Hannibalssyni sem setið hafði sem ráðherra utanríkismála um árabil. Það er mikið til á valdi ráðherra að hafa stjóm á þessum útgjöldum. Ráðherrann verður þó að fylgja þeim reglum sem í gildi eru þar sem ekki er talið æskilegt að starfsmenn séu skemur en 3 til 4 ár á sama stað og ekki lengur en 7 til 8 ár. -rt Búferlaflutningar sendiráðsstarfsmanna kostnaöur ríkissjóös - 1991 1992 1993 *Ekki er gert ráö fyrir frekari kostnaöi é árinu 1994 1995 1996 =4STO1= Bindindisdagur allra hagur! Á Bindindisdegi fjölskyldunnar 1996 vekjum við athygli á því, að áfengið er óvinur skynseminnar. Við fjölmennum í blysförina og gönguna, sem farin verður til að minnast fórnarlamba slvsa og harmleikja, sem eiga rætur að rekja til neyslu áfengis og annarra fíkniefna. Blysförin hefst á Hlemmi klukkan 17:30 og lýkur með ávarpi Helga Seljan á Ingólfstorgi. Lúðrasveit leikur fyrir göngunni og hópur fermingarbarna eru meðal þeirra sem taka þátt í henni. Bregðum blysum á loft og látum ljós samúðar og kærleika lýsa okkur leiðina. Laugardaginn 23. nóvember klukkan 14:00 - 16:00 fjölmennum við á fjölskylduhátíðina í Vinabæ, Skipholti 33. Þar verður á dagskrá söngur, leikþáttur, töframaður og fleira skemmtilegt. Aðgangur er ókeypis. Þangað ferð þú með fjölskylduna, auðvitað ! Verið velkomin. ► Gerum Bindindisdaginn 1996 að áfengislausum degi. AAAAAAAAAAAAAAAAAAA Láttu senda þér heim AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Komdu og sœktu 12" pizza m. 3 áleggsteg. kr.1000,- 16" pizza m. 2 áleggsteg. kr.1000.- 18" pizza m. 1 áleggsteg. kr.1000.- :k568 4848 . I fv I 0 18"pizza m. 3 áleggsteg. w/ CkyL liQnO 12" hvítlauksbrauð, ‘‘T hvítlauksolía & acoke \ösVVav)9" ».1790.- 12" pizza m. 2 áleggsteg. Kr. 690.- 16" pizza m. 2 áleggsteg. Kr.790.- 18" pizza m.2áleggsteg. Kr. 890.- ‘ssasw y 'W-Ofoo vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv I NONNOH9 ONlWSnH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.