Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 Neytendur Mismunandi Qármögnunarleiðir í bílakaupum: Spurning um hvað hentar hverjum - segir Þórhildur Hansdóttir Jetzek hagfræöingur Kaupleiga* - lán til 36 mánaöa, 7,8% vextir- Nýr bíll 1.350.000 kr. Greltt út 350.000 kr. Ekkert stlmpilglald, annar kostnaöur 32.400 kr. Mánaöargreiöslur 14.936 kr. Lokagreiösla 700.000 kr. Bílalán* - lán til 36 mánaða, 7,8% vextir- Nýr bíll 1.350.000 kr. Greltt út 350.000 kr. Kostnaöur meö stimpilgjaldi 49.100 kr. Mánaöargreiöslur 32.778 kr. Lokagreiösla 0 kr. *Ef miðað er við jafnar afborganir er hagstæöara, miðað við núvirt greiösluflæði og gefnar forsendur, að taka bílalán ef ávöxtunarkrafan er 5.6% eða lægri, annars er hagstæðara að taka kaupleigu, it Bílaumboðin keppast þessa dag- aa við að bjóða viðskiptavinum sinum „hagstæö" greiðslukjör af bilalánum og eru i raun aö bjóða fólki að velja hversu háa afborgun það vilji greiða af bílnum sínum og í hve langan tíma. Flest eru umboðin þó aö bjóða það sama, þ.e. bílalán í gegnum Tryggingamiðstöðina, Sjóvá-Al- mennar, Vátryggingafélagið, Glitni, Lýsingu, Sparisjóðina eða SP-fjármögnun. Lánakjörin eru því keimlík hjá öllum umboðun- um en eitthvað mismunandi hjá tryggingafélögunum. VÍB og Tryggingamiðstöðin bjóða t.d. hag- stæðari tilboð ef viðkomandi tryggir hjá þeim, annars er mun- urinn mjög lítill. Svo er til í dæm- inu að umboðin bjóði alls kyns af- slátt, tilboðsdaga á uppítökum eða 100 þúsund króna pakkaafslátt af bílum. Kaupleiga vs. bílalán „Kaupleiga og hin venjulegu, frjálsu bílalán, sem tryggingafélög- in eru að bjóða upp á, virðast vera ósköp líkur kostur samkvæmt venjulegum núvirðisreikningi," sagði Þórhildur Hansdóttir Jetzek, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efna- hagsspám ehf. „Glitnir og Lýsing bjóða upp á kaupleigu á mjög svip- uðum kjörum en þá er kaupand- inn ekki skráður eigandi að bíln- um fyrr en hann hefur lokið loka- greiðslunni. Kaupandinn sleppur þá við þinglýsingu og stimpilgjald sem sparar honum t.d. 15-16 þús- und krónur af milljón króna láni. Hann greiðir í staðinn hærri vexti á leigutímanum því bifreiðin er greidd hægar niður (eftirstöðvarn- ar eru alltaf hærri) en greiðslu- byrðin er að sama skapi miklu léttari. Ef fólk tekur bilalán trygg- ingafélaganna er það aftur á móti orðið eigandi að bílnum um leið,“ sagði Þórhildur. Tímaviröi peninga „Málið snýst um það hvað þú leggur mikið timavirði á peninga, þ.e. hversu mikils virði það er fyr- ir þig að greiða bílinn seinna eða jafnvel ekki. Leggir þú hátt virði á það að geta frestað greiðslunum er kaupleigan betri en ef það skiptir þig ekki svo miklu máli hvort þú borgar krónuna núna eða eftir 3 ár þá er betra að taka bílalán," sagði Þórhildur. Hún nefndi á hinn bóg- inn að ef viðkomandi væri í námi og ætlaði út á vinnumarkaðinn eft- ir rúmt ár væri kaupleigan ágætur kostur til að fleyta sér áfram þar til tekjurnar færu að skila sér. „Ef fólk hins vegar sér ekki fram á að eiga meiri pening seinna og vill eignast bílinn myndi ég ráðleggja því að taka venjulegt lán því það getur verið erfitt að þurfa að borga 700 þúsund krónur eftir 3 ár,“ sagði Þórhildur. Hún sagði ávöxt- unarkröfuna í núvirðisreikning- unum vera það eina sem gæti breytt því hvort væri hagstæðara. Með ávöxtunarkröfu er átt við tímavirði peninga. Eftir því sem virði krónu í dag er hlutfallslega meira miðað við virði hennar á morgun því hærri er ávöxtunar- krafan. Hvaö hentar þér? Þórhildur sagðist því ekki mæla með neinu sérstöku. „Þetta er í raun spurning um það hvernig þú vilt hafa hlutina. Ef þú átt ekki peninga núna og ert tilbúinn til að leigja þér afnot af bíl á þessu tíma- bili, hvort sem þú svo greiðir hann upp í lokin eða framlengir kaup- leiguna, velur þú kaupleiguna. Annars velur þú bilalánin." Valið stendur því annars vegar um að kaupa bíl, borga hann hratt niður og eignast hann fljótt eða kaupa bíl, borga lítið og eignast hann hægt (eða jafnvel ekki). -ingo Óhress með bílaviðskipti við Brimborg: Eignin rýrnaði um tæpan þriðjung á árinu „Ég keypti tveggja ára gamlan bil af Brimborg árið 1995, Daihatsu Charade ’93, og ætlaði svo að selja hann rúmu ári seinna. Þá komst ég að því að bíllinn hafði lækkað úr 810 þúsundum í 550 þúsund krónur á einu ári og tveimur mánuðum, eða um 260 þúsund krónur," sagði Lúðvík Þórisson, sem er heldur óhress með viðskipti við Brimborg. „Brimborg hafði m.ö.o. selt mér bílinn á langt yfir raunvirði því síð- an hef ég komist að því að aðrar bílasölur voru á þessum tíma að selja sams konar bíla á tæplega 700 þúsund krónur. Ég kynnti mér það hins vegar ekkert þá því ég treysti því að ég fengi traustan bíl á sann- gjörnu verði hjá umboðinu. Strax 2 mánuðum eftir kaupin var hann - Crtu með hundalcyfi.' - jíhvcrju spyrðu? umboðið sagði honum kominn niður í 700 þúsund og þegar ég svo ætlaði að selja bílinn í ágúst í fyrra hafði hann lækkað í verði um 260 þúsund krónur samkvæmt verðlista frá Brimborg," sagði Lúð- vík. Hann krafði umboðið skýringa á þessari miklu lækkun en sagðist engin haldbær svör hafa fengið önn- ur en þau að hann hefði verið óheppinn. Hann hefur fengið sér lögfræðing og hyggst stefna Brim- borg og krefjast þess að þeir taki bíl- inn til baka með áhvílandi láni og greiði lögfræðikostnað þessu sam- fara. Þórður Sveinsson lögmaður, sem fer með mál Lúðvíks, segist vera með annað ssimbærilegt mál á sinni könnu sem einnig varði Brim- borg. „Það er bifreið sem keypt var í október 1995 á 870 þúsund krónur en er nú metin á 620 þúsund rétt rúmu ári síðar. Þar hefur því orðið 25-28% verðfall,” sagði Þórður. Lúðvík á bílinn enn þá og segist engan áhuga hafa á þvi að borga með honum. „Ég á allt eins von á því að hann verði kominn niður í 400 þúsund í september og orðinn verðlaus á næsta ári. Það eina sem ég get gert er að láta almenning vita og vara fólk við að skipta við Brim- borg.“ Vill endurgreiða 30 þúsund „Það lækka allir bílar í verði og til eru mörg dæmi um enn meiri lækkanir. Þegar hann keypti var verðið búið að vera mjög hátt lengi svo bílar lækkuðu talsvert 1 kjölfar- iö. Hann keypti því á mjög óheppi- legum tíma,“ sagði EgiÚ Jóhanns- son, framkvæmdastjóri hjá Brim- borg. „Það eina sem ég get tekið undir að hann væri óheppinn Verögildi bílsins sem Lúövík keypti lækkaöi um tæpan þriöjung á einungis einu ári. Hann er óhress meö viðskiptin og hefur fengiö sér lögfræöing. er að bíllinn var verðlagður 30 þús- und krónum hærra en leiðbeining- arlistinn okkar sagði til um á þeim tíma. Það er ekkert óeðlilegt við það, því við reynum að fá eins mik- ið út úr bílunum okkar og við get- um, og hann hafði alla möguleika á að fara í önnur bílaumboð eða í aðr- ar bílasölur og kaupa það sem hon- um fannst hagstæðast. Ég er þó til- búinn að endurgreiða honum þessar 30 þúsund krónur og hef sagt lög- fræðingnum það,“ sagði Egill. Áður útbjuggu umboðin svokall- aða markaðslista einu sinni á ári en því fyrirkomulagi hefur verið breytt að sögn Egils þannig að listinn er nú endurnýjaður 3-4 sinnum á ári (1. janúar, 1. apríl og 1. ágúst). „Þá deilast verðlækkanir jafnt yfir árið og verðið á bílunum okkar er alltaf í samræmi við verðið á listanum," sagði Egill. Það borgar sig því að fylgjast vel með því hvenær nýir markaðslistar eru væntanlegir. -ingo DV Lasagna frá Pizzalandi. Grænmetis- lasagna Pizzaland í Kópavogi hefur haf- ið framleiðslu á grænmetisla- sagna, frosnum grænmetisrétti sem er tilbúinn beint í ofninn. Áður var á markaðinum Fyrir- takslasagna en fyrirtækið fram- leiðir einnig pitsur (frosnar og ferskar) og hvítlauksolíu. Innihaldið í grænmetislasagna er blómkál, laukur, hvítkál, gul- rætur, maískom, sellerí og tómat- ar og rifnum osti er stráð yfir. Ef rétturinn er frosinn tekur 45-50 min. að hita hann upp í ofni en 10-15 mín. í örbylgjuofni. I hveij- um 100 g eru einungis 4 g af fitu og rétturinn hefur 10 mánaða geymsluþol. Energizer rafhlööurnar. Nýjung í rafhlöðum Energizer rafhlöðurnar, sem Olíufélagið hf. flytur inn frá stærsta rafhlöðuframleiðanda heims, Ralston, eru nú fáanlegar með útbúnaði sem gerir kleift að mæla virkni þeirra með einu handtaki. Rafhlöðurnar fást á öllum bens- ínstöðvum ESSO og verða á sér- stöku tilboði í Hraðbúðum ESSO á næstunni. Þá kosta LR14 114 kr. (áður 251 kr.), LR6135 kr. (áður 296 kr.) og LR20 165 kr. (áður 362 kr.). Duracell rafhlööurnar. Innbyggður orkumælir Einnig er komin á markað ný gerð af Duracell rafhlöðum, Duracell PowerCheck, með inn- byggðum orkumæli. Einungis þarf að þrýsta þéttingsfast á 2 punkta á rafhlöðunni í u.þ.b. 10 sek. og þá sést hvort orkan er lít- il eða mikil. Þetta kemur í veg fyrir að nýj- um og notuðum rafhlöðum sé ruglað saman en það fer t.d. illa með viðkomandi tæki. Grænt ljós á rafhlöðunum merkir næga orku en rautt ljós merkir litla orku. Best er að mæla rafhlöðumar við stofuhita því of hátt eða og lágt hitastig getur valdið röngum af- lestri. Umboðsaðili fyrir Duracell rafhlöðurnar er Heildverslunin Hrísnes ehf. Lífræn mjólkurvara Mjólkurbú Flóamanna hefur fengið vottun Túnis ehf. og er fyrst mjólkurbúa til að hefja framleiðslu á lífrænni mjólkurvöru fyrir al- mennan markað. Aðeins örfáir bændur hafa fengið slíka vottun og því verður framleiðslan mjög tak- mörkuð fyrst í stað. Eftirspumin ræður svo framhaldinu en ef mið er tekið af nágrannaþjóðum okkar eykst hún jafnt og þétt. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.