Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 jmenningu K K Umsjón SiljaAðalsteinsdótdr Um fyrstu skáldsöguna Ritiö Tveggja heima sýn eftir Mar- íu Önnu Þorsteinsdóttur fjallar um Sögu Ólafs Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal, sem hefur veriö kölluð fyrsta íslenska skáldsagan. Eiríkur skrifaði söguna í lok 18. aldar og eiginhandar- rit hans er varðveitt, en hún var ekki prentuð fyrr en María Anna og Þor- steinn Antonsson gáfu hana út fyrir tíu árum. María Anna hélt svo áfram að rannsaka hana og nýja bókin er árangur af því starfí. Eiríkur Laxdal var fæddur 1743 og útskrifaðist frá Hólaskóla með láði. „En fljótlega lenti hann upp á kant við yfirvöld í fyrsta en ekki síðasta sinn,“ segir María Anna. „Hann var skipaður djákni á Reynistað og þar eignaðist hann bam með Elínu, dótt- ur Halldórs, fyrrverandi Hólabisk- ups, og missti bæði embættið og stúikima. Það var honum mikil raun. Reyndar finnst manni við lestur Ól- afs sögu að hún sé uppgjör við lífs- hlaup höfundcir síns, ekki sist þessa útlegð ástarinnar. Til dæmis notar hann aftur og aftur í bókinni þjóðsög- ur af elskendum sem fá ekki að eig- ast. Eiríkur fór til Kaupmannahafnar 1769 og innritaðist i nám hjá eðlis- fræðingnum Kvartzenstein. Magnús Stephensen sótti líka fyrirlestra hjá honum. Heimildir eru um að Eiríkur hafi verið í Sektu, félagi íslendinga í Höfn, sem þá var mikið þjóðræknisfé- lag undir forystu Eggerts Ólafssonar og þeirra Svefheyjabræðra. En Eirík- ur var rekinn úr félaginu, hefur lík- lega ekki þolað reglufestuna. Svo var hann rekinn af Garði og missti Garðsstyrk, virð- ist hafa rifist við Garðprófast út af kyndingu! Og þar með var námi hans lokið. Um þetta eru öraggar heimildir, en auk þess eru alls konar sögusagnir um að hann hafi ráðið sig á herskip konungs og bjargað prinsessu, en ég fann hann ekki í skjölum hersins. Víst er að hann kom aftur til íslands og hjó víða, kvæntist á sextugsaldri en dó sem flækingur árið 1816.“ Nútímalegur höfundur Eiríkur virðist hafa byrjað á fyrstu sög- unni sinni, Ólands sögu, í Danmörku. Hún er byggð á ævintýrum. Sú saga hefur aldrei verið gefin út og er næsta rannsóknarverkefni Maríu Önnu. Síöan kemur höfuðritið: trúar upplýsingar í sögunni, alls hins nýja í tækni og vísindum. Það kemur skemmtilega á skjön við tíðarandann því upplýsingarmenn viðurkenndu alls ekki að álfar væra til! Aðallega athuga ég hvernig Eiríkur vinnur úr þjóðsögum, ber saman upp- runalegu þjóðsögurnar og úrvinnslu hans. Hann notar þekktar þjóðsögur en kunnuglegar týpur í þjóðsögunum eru lifandi persónur í sögunni hans. Prestskonan sem heldur ffamhjá manni sínrnn í sögunni af marbendli er til dæmis sterk og skemmtileg persóna hjá Eiríki. Marbendill er reyndar hafmeyja í sögu Eiriks og messar yfir Ólafi Þór- hallasyni og félögum hans um mennt- un sæbúa, segir þeim meðal annars að jafiit konm- sem karlar séu sett til mennta. Til hvers þurfa konur að læra, spyrja þeir félagar, ekki þurfa þær að gegna embættum? Jú, segir hafmeyjan, þær gegna embættum til jaftis við karla hjá okkur. Og í álfheimum gegna konur æðstu embættum. Eitt var svo skemmtilegt að mér datt í hug að senda það inn á DV sem fréttaskot. í fyrra kom klausa í Mogg- anum um að samkvæmt nýjustu rannsóknum erfðist greind frá móð- ur. Þetta stendur berum orðum í Ólafs sögu. Ólafur furöar sig á hvað dóttir hans og álfkonunnar er skýr stúlka en er þá sagt að það sé engin furða, því skynsemin sé komin frá móðurinni. Þess vegna eigi karlmenn að velja sér konur eftir greind, en konur menn eftir útliti! Ólafs saga er um margt mjög nú- tímaleg. Hún er saga um mann sem þarf að kljást við komplexa sem þjaka okkur enn og það er tek- ið á þeim á nútímalegan hátt. Ólafur þarf að þroskast, yfirvinna andlegar hindranir sem í sög- unni era kölluð álög. Og höfundur útskýrir að álög séu ekkert yfimáttúrulegt heldur persónu- legir gallcU- sem maður þarf að sigrast á. Þó að ég sé búin að vera að vinna i þessu verki í tíu ár þá finnst mér það alltaf jafn skemmtilegt, vegna þess að efniviðurinn er alveg ótrúlega for- vitnilegur og furðulegur og endalaust hægt að hafa yndi af bókinni og hugmyndum höfundar." - En á maður þá ekki frekar að lesa skáldsög- una sjálfa en rannsóknina þína? „Ja, sagan er kannski á nokkuð erfiðu máli. Best væri að lesa bókina mína fyrst og skáldsög- una á eftir!“ Tveggja heima sýn er gefin út af Bókmennta- fræðistofnun. María Anna Þorsteinsdóttir bókmenntafræöingur. DV-mynd GVA „Ólafs saga Þórhallasonar er efhismikil bók og vísar í marga heirna," segir María Anna, „en að- allega er hún byggð á álfasögum. Það sem kemur mest á óvart í henni er hvemig Eiríkur blandar saman vísindahyggju og þjóðtrú. Upplýsingar- menn vildu útiloka allt sem við getum ekki mælt og vegið, en Eiríkur skildi að það er fleira milli himins og jarðar en hægt er að mæla og telja. í rannsókninni skoða ég hvemig hug- myndir upplýsingarstefnunnar koma fram í Ólafs sögu, til dæmis viðhorf til náttúravísinda, laga og réttar, uppeld- is og menntunar; allt era þetta þættir sem vora í brennidepli á 18. öld. Það er gaman að skoða hvemig Eiríkur lýsir álfum á vísindcdegan hátt og skýrir háttu þeirra, til dæm- is hvers vegna álfkonur sækjast eftir að eignast böm með mennskum mönnum. Álfamir era full- Að sigra framandleikann > Sólrúnu finnst ólíkt að syngja á óperasviði og ljóðatón- leikum. „Á óperasviði er venju- lega langt til áhorfenda, söngv- arinn er að túlka aðra persónu og hefur stuðning af leiktjöld- um, búningum, öðrum flytjend- um og hljómsveit. Á ljóðatón- leikum er söngvarinn einn með píanóleikaranum, nálægðin við áheyrendur er áleitin og per- sónuleg og þar leynir enginn söngvari því sem miður fer. Ljóðasöngurinn reynir á allt aðra þætti í persónuleika söngvarans en óperasöngur, og mér finnst miklu máli skipta að valda hvoru tveggja." Aheyrendur á fjórðu tónleik- mn Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í gulri áskriftarröð biðu öragglega með nokkurri eftir- væntingu eftir nýjum íslensk- um píanókonsert sem á dag- skránni var í gærkvöldi. En fyrst þurfti að hlýða á sjald- heyrða svitu eftir Sibelíus. Menn þraukuðu kurteislega í gegnum hina mörgu stuttu kafla, sem slitnir vora enn frek- ar í sundur með óþarflega löng- um stoppum. Svítan er unnin upp úr tónlist sem Sibelíus samdi fyrir sýningu Konung- lega leikhússins i Kaupmanna- höfn á leikriti Shakespeares, Ofviðrið, og sem sjálfstætt hljómsveitarverk stendur hún á brauðfótum. Hvort Sinfóníu- hljómsveit íslands tekst að blása lífi í þessa búta í upptök- um sínum fyrir Naxos verður bara að koma í ljós. í kjölfar lítt grípandi Ofviðr- is lék Snorri Sigfús Birgisson, líkt og gömlu meistaramir gerðu hér áður, einleik í eigin píanókonsert. Verkið frumflutti hann fyrir stuttu með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Konsertinn er saminn að beiðni hennar og er það fjöður í hatt sveitarinnar að hafa stuðlað að tilurð verks- ins. Verkið er í þremur skýrt afmörkuðum köflum þó leikið sé samfellt. I upphafi er eins og leikið með hlutverkin, píanóið lífgar við hina miklu sveit sem styður við og svarar áreitum. En svo snúast hlutimir við og píanóið er krafið svara úr óvæntri en skemmtilegri og vel hljómandi átt þar sem mariihban ræður ríkjum. Þessi öfl, einleiks- hljóðfærið og hljómsveitin, fara þó ekki í hið klassíska reiptog um athyglina, nema þegar það á Snorri Sigfús Birgisson tónskáld: Sigraði framandleikann. Tónlist Sigfríður Björnsdóttir sérstaklega við, heldur byggja saman og samhliða upp tónbálka. Og það er einmitt uppbyggingin, ffamvindan, sem er svo sérstaklega vel heppnuð í þessu verki. Venjulega era það væntingar hlu- standans sem varpa ljósi á framvindu verka, en þær skapast aðeins ef tónmálið sem efniviðurinn er unninn í er mönnum þekkt- ur. Tónmál Snorra er framandi þó það sé ekki endilega sérstak- lega nýstárlegt, og því hefði get- að farið, eins og oft í nýjum verkum, að hlustandinn týn- ir sjálfum sér og flýtur rugl- aður með í núinu án stefnu og vona. Það sérkennilega gerist í verki Snorra að hvað eftir annað verður manni ljóst eftir á hvað aðdragandi atbm-ða í tónlistinni var vel unninn. Eftir á! Samfléttun fyrsta og annars kafla bara eitt af mörgum dæmum. Þannig hefur tónskáldið sigrað framandleikann án þess að fórna framleikanum. Margt er eftirminnilegt. Birt- an og svo dökkir litir annars kafla og líka smástígar breyt- ingar í upphafi þess þriðja. Sú vinna hefði reyndar getað verið enn skýrari með markvissari stjórnun. Ekki má gleyma hinni hugljúfu minningu úr öðrum kafla undir lokin og svo kraftmiklum tuttikaflanum í bláendanum. Snorri lék fallega á þennan annars stundum hljómlitla flygil, eða skyldi það kannski vera húsið sem kæfir hljóminn! Sterk heild og gott verk, enda gríðarvel tekið. Gaman væri að fá að heyra það á geisladiski sem fyrst. Það er kannski ekki sanngjarnt að umfjöllun um flutninginn á fjórðu sinfóníu Brahms verði sem lítill taglhnýtingur hér. En það verður svo að vera. í stuttu máli sagt þá var hljóðfæraleikur all- ur með ágætum i því verki en hins vegar hægt að deila um mótun stjómandans, sérstaklega í fyrsta kafla. Meira verður ekki gert úr þessu þar sem ekki er pláss fyrir rök því máli til stuðnings. DV-mynd GVA Nakin tónlist Sólrún Bragadóttir og Gerrit Schuil halda ljóðatónleika á vegum Tónlistarhátíðarinnar í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ á morgun, laugar- dag, kl. 17. Þau munu flytja sönglög eftir Schubert. Sólrún er virt og víðforul óp- erasöngkona en ætlaöi sér upp- haflega að verða ljóðasöngkona. „Örlögin uröu til að beina mér í aðra átt,“ segir hún, „þó hef ég haldið ljóðatónleika reglulega því löngunin til að fást við ljóðasöng hefur aldrei dvínað. Mér þykir vænst um sönglög Schuberts af allri tónlist. Þaö er auðvelt að læra þau en þau eru óhemju erfið í túlkun. Þessi tónlist er svo nakin, ef svo má segja, allar línur tærar og skýr- ar, eins og hjá Mozart." Gullkorn með tali og táknum Ennþá einu sinni brýtur Listaklúbbur Leikhúskjallarans blað með nýstárlegri dagskrá. Á mánudagskvöldið kl. 21 verða flutt kunn ljóð eftir íslensk skáld bæði með tali og tákn- um. Leikararnir Amar Jónsson, Edda Þórarins- dóttir og Helga Jónsdóttir flytja þau í máli, en Hjálmar Öm j6t\9s°v' Pétursson, Júlía Hreins- dóttir og Margar- eth Hartvedt, sem öll era heymarlaus, flytja þau á tákn- máli. Eins og þeir fjölmörgu muna sem fóru á Grískt kvöld þar sem vísnasöngurinn var túlkaður á táknmáli er hrífandi sjón aö sjá fólk sem kann sitt mál vel tala það, jafnvel þótt maður skilji það ekki. Einleikir Nínu Bjarkar Leikhúsáhugamenn mega ekki missa af tveim einleikjum eftir Nínu Björku Ámadóttur á rás 1 á sunnudaginn kl. 14. í fyrri þættinum, Ég heyri hlaupa, leikur Þóra Friðriks- dóttir konu úr sjávar- plássi sem upp liðna tið. I þeim seinni, Bestu brosunum, leikur Hall- dóra Geirharðsdóttir stúlku sem fer í síld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.