Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Fréttir Tryggingastofnun greiðir fyrir blóðrannsóknir á fullfrísku fólki: Fólk sem kvartar í allsherjarrannsókn - segir læknirinn - á annað hundrað í rándýrar rannsóknir „Ég hef tekið að mér að bólusetja starfsfólk ákveðinna fyrirtækja. Ég hitti það á kaffistofunum og ef það kvartaði við mig undan sleni og slappleika sendi ég það bara í alls- herjar blóðrannsókn. Það hefur mikið komið út úr því og ég hef rekið mig á það að maður finnur ýmislegt jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki kennt sér neins meins, ekki fundið neitt óeðlilegt," segir Haukur Jónasson læknir, aðspurð- ur hvort rétt væri að hann sendi fólk í rándýrar blóðrannsóknir án þess að fyrir því liggi nægilega gildar ástæður. Ólafur Ólafsson landlæknir staðfesti við DV í gær að mál af því tagi væri komið inn á borð til sín og að það væri til rann- sóknar. „Ég get sagt að ég hef sett mig í samband viö manninn sem um ræð- ir, áminnt hann og skipað honum að hætta þessu,“ sagöi Ólafur Ólafs- son landlæknir við DV í gær. Hann sagðist lítið geta sagt frekar um málið fyrr en rannsókn væri lokið. Rándýrar blóörannsóknir Málið snýst um það að læknirinn hafi sent hópa fólks af vinnustöðum sem hann hefur haft til umsjónar, líklega eitthvað á annað hundrað manns, í rándýrar blóörannsóknir án þess að fyrir því væru gildar ástæður og að áður hafi farið fram nægilegar rannsóknir eða viðtöl við sjúklinga. Tryggingastofnun hefur verið látin borga rannsóknirnar þótt líklega eigi hún ekki að gera það þar sem hóprannsóknir falla ut- an samninga við Tryggingastofnun. Þama er hugsanlega verið að hlunnfara stofnunina um tvær til þrjár milljónir á ári. DV hafði sam- band við eitt fyrirtækið sem um ræðir í gær og sagði forstjóri þess að Haukur hefði að fyrra bragði hvatt til nákvæmra rannsókna fyrir starfsfólkið. Honum var ekki kunn- ugt um hversu margir hefðu nýtt sér þjónustuna. „Ég er ekkert að senda fólkið í þessar rannsóknir að gamni mínu og það er nú ekki eins og það sé eitt- hvert fast kerfi á þessu,“ sagði Haukur við DV í gær. Enginn læknisfræðilegur til- gangur „Almennt má segja aö viðamiklar blóðrannsóknir á ekki að gera nema að undangengnu viðtali og læknis- skoðun og þær veröa að eiga sér einhverjar forsendur, þ.e. það verð- ur að vera bein ástæða fyrir þeim og menn verða með þeim að vera að leita að einhverju sérstöku. Viða- miklar blóðrannsóknir sem gerðar eru sem skimpróf eiga nánast aldrei rétt á sér,“ segir Sigurður Guð- mundsson. Ónauösynlegar rannsóknir Heimildarmaður DV segir að þama sé verið að senda fuillfrískt fólk í ónauösynlegar raimsóknir og það sé vond læknisfræði. Sigurður sagði að læknir fengi ekkert í eigin vasa fyrir það eitt að senda sjúkling í hvers konar rann- sókn, röntgenmyndatöku eða blóðprufu, og sagðist aöspurður ekkert geta sagt um það hvort lækn- irinn tengdist einhverri rannsókn- arstofu með beinum hætti. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa all- ir „sjúklingar“ læknisins leitað til sömu rannsóknarstofunnar. Áreiðanlegar heimildir blaðsins herma að Haukur Jónasson hafi tví- vegis gerst brotlegur við Trygginga- stofnun. í framhaldi af því hafi hann verið settur af samningi við stofnunina. Sömu heimildir herma að Haukur hafi takmarkað lækna- leyfi og geti ekki ávísað á ávana- bindandi lyf og svefn- og róandi lyf. Ástæðan mun vera sú aö hann hafi ávísaö ómælt á þessi lyf á sínum tíma. -sv I fangelsi fyr- ir að slá fólk með hafna- boltakylfu Héraösdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Þórð Sigurjónsson, 42 ára Reykvíking, í 6 mánaða fangelsi fyrir húsbrot, hótanir og tvær líkamsárásir með því að hafa ráðist inn á heimili í Hafn- arfirði og slegið þar konu og gest- komandi mann með hafhabolta- kylfu þannig að þau hlutu bæði talsverð meiðsl. Þóröur var fyrir jólin dæmdur í 3ja mánaða varð- hald fyrir líkamsárás á tollvörð í Reykjavík. Sú refsing var í gær dæmd upp sem hegningarauki og er innifalin í hinni 6 mánaða fangelsisrefsingu. Atburðurinn í Hafnarfirði átti sér stað þann 21. júlí. Þórður kom að húsi konunnar meö bar- eflið meðferðis og barði húsið að utan og hótaði þvi að berja bíl konunnar ef hún hleypti honum ekki inn. Konan opnaði og lét maðurinn öllum illum látum eft- ir það, samkvæmt framburði hennar, hins gestkomandi manns og þriðja vitnis. Þórður neitaöi hins vegar sök að verulegu leyti. Konan var barin í höfúð og mjöðm og henni hent utan í skáp. Maðurinn var einnig barinn í höfuð með þeim afleiðingum að hann hálfrotaðist og þurfti að sauma sjö spor í höfuð hans. í dóminum kemur fram aö Þórður hefur sex sinnum áður verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Dómurinn taldi að árásin í júlí hafi verið fólskuleg, ruddaleg og hættuleg þar sem hann gerði það með hafnaboltakylfu eftir að hafa ruðst heimildarlaust inn á heim- ilið. -Ótt Sigur&ur Helgason og Sigur&ur A&alsteinsson gera grein fyrir sameiningunni. DV-mynd Pjétur Flugfélag íslands endurreist: Innanlandsflug sameinast Aldrei jafhmörg ungmenni í meöferö „Það sem er alvarlegast er að það er gríöarleg aukning á neyslu am- fetamín- og kannabisefna á milli ára. Þeir sem eru amfetamínsfiklar og komu á Vog á síðasta ári voru um 340 en voru árið áður um 200 talsins. Það er einnig mikil aukning á kannabisfiklum og einnig virðist helsælan vera mjög vinsælt vímu- efni nú. Þetta eru sláandi upplýsing- ar og það er ljóst að mjög alvarleg þróun á sér stað varðandi þessi vímuefni," segir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi, en hann kynnti í gær upplýsingar um sjúk- linga á Vogi árið 1996. Tölur sýna að aldrei áður hefur jafnmikið af ungu fólki komið í meðferð á einu ári. Kannanir á vímuefnanotkun þessa unga fólks á síðasta ári sýna jafnframt að mjög stór hluti notar ólögleg vímuefni í ríkari mæli en áður og oft fleiri en eitt saman. „Það vekur mikla athygli hversu mörg ungmenni koma hingað í með- ferð. Það voru 179 einstaklingar undir tvítugu sem komu hingað í meðferö á síðasta ári en árið áður komu 137 á þeim aldri. 112 ung- menni fædd 1976 voru hér hjá okk- ur í fyrra sem eru 2,5% af heildar- fjölda þess árgangs." -RR DV, Akureyri: Innanlandsflug Flugleiða og Flug- félag Norðurlands verða sameinuð 1. júní nk. undir nafhinu Flugfélag ís- lands. Þá eru einmitt liðin 60 ár frá því Flugfélag Akureyrar hóf starf- semi en það var forveri Flugfélags íslands á sínum tima. Verið er að rýmka reglur í innan- landsflugi og opna fyrir samkeppni á öllum leiðum i innanlandsflugi. Merki nýja flugfélagsins verður það sama og Flugfélag íslands notaði áður en félag- ið var sameinað Loftleiðum undir merkjum Flugleiða á sínum tíma. Flugleiðir eiga 35% í Flugfélagi Norðurlands og munu eiga 65% í hinu nýja Flugfélagi íslands en Flugvél Landhelgisgæslunnar fór í ískönnunarflug í gær. ísjaðarinn reyndist vera næstur landi tvær sjó- mílur norður af Kögri. fimm Akureyringar, sem eiga Flug- félag Norðurlands, munu eiga 35%. Torfi Gunnlaugsson, einn fimm- menninganna, segist reikna með að breytingar á flugleiðum flugfélag- anna beggja muni ekki veröa mjög miklar, a.m.k. sé ekki stefnt að nein- um samdrætti í þjónustu á þeim leiðum og áfram verður flogið á Fokker- vélum Flugleiða og einnig á Metro- skrúfuþotum. Nýja félagið mun hafa yfir að ráða 11 flugvélum en heimili þess og varnarþing verö- ur á Akureyri. -gk Frá meginísjaörinum lágu þéttar ísspangir að landi frá Hælavík að Rit og er siglingaleiðin þar mjög varasöm. -RR Stuttar fréttir Nei, segir Framsókn Framsóknarmenn ætla ekki að samþykkja stefnubreytingu í sölu- málum áfengis og tóbaks. Hart var deilt á Alþingi í gær um mál- ið. Guðni Ágústsson sagði stjórn ÁTVR haga sér eins og skemmti- nefhd á gleðibar. Dómur mildaóur Maður var í Hæstarétti í gær dæmdur í 12 mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir kynferöis- brot gegn 5 ára dóttur sinni. í Héraðsdómi Vesturlands var maðurinn hins vegar dæmdur í 8 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Sex mánaða fangelsi Héraðsdómur Reykjavikur hef- ur dæmt rúmlega fertugan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að ráö- ast inn í hús í Hafnarfirði og berja þar mann og konu með kylfu. Varðhald framlengt Gæsluvarðhald yfir hollensku pari, sem í desember var tekið fyrir að reyna að smygla 10 kíló- um af hassi inn til landsins, hefur verið framlengt til 6. mars. íslenskar paprikur Nýjar íslenskar paprikur komu á markað í gær. Samkvæmt RÚV verða tollar ekki lagðir á paprik- una til 15. mars. Hydro að koma Fulltrúar norska álfyrirtækis- ins Hydro Aluminium eru vænt- anlegir til landsins eftir helgi til viðræðna um mögulega byggingu álbræðslu fyrirtækisins á íslandi. Ekki borin ábyrgð Húsnæðisstofnun vill ekki bera ábyrgð á gjörðum lögfræðings síns sem hélt eftir greiðslu af inn- boi-gun lántaka. Samkvæmt Stöð 2 missti lántakinn húseign sina. -bjb Nei J rödd FOLKSINS 904 1 Er rétt að birta meðaltals- einkunnir í einstökum skólum? ísjaðarinn: Tvær mílur frá Kögri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.