Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Sandkorn Fréttir Betrí auglýsinga- staður Á sínuin tlma var það afar um- deilt þegar farið var að setja aug- lýsingar á búninga íþróttafólks. Mörgum félögum i íþróttafélögun- um þótti það vanhelgun við búningana. En máttur Mamm- ons er mikill og auglýsingamar komu. Allt fram undir það síð- asta hafa þær verið framan á brjósti íþrótta- fólksins. En nú er að veröa breyting á. Fundist hefur betra auglýsingapláss á íþróttafólkinu sem er rassinn. Þar er nú farið að setja upp auglýs- ingar meðal annars dömubindaaug- lvsingar í kvennaflokkunum. Astæðan fyrir því að auglýsendur eru famir að velja rassinn á iþróttafólki sem auglýsingaskilti er eflaust sú sama og stendur í vís- unni: „Þessi rass og þessi læri/þau minna mig á tækifæri." „Tveir þegar dauðir" í bókinni Þeim varð aldeilis á í messunni er saga af séra Inga Jóns- syni, sem var prestur í Neskaup- stað. „Svo einkennilega vildi til að næstum í hvert skipti sem séra Ingi brá sér til Reykjavíkur eða annarra staða til skemmri eða lengri dvalar, dóu þrír Norö- firðingar. Þótti mörgum þetta nokkuð merki- legt, eins og gefur að skilja. Einhverju sinni átti séra Ingi brýnt erindi tÚ Reykjavikm-. Bað með- hjálparinn hann að fara hvergi vegna þess sem að framan greinir, en kíerkur sagði það bábilju eina og fór. Þegar séra Ingi innritaði sig á Hótel Borg brá honum hins vegar i brún. Hans beiö þar skeyti frá með- hjálparanum og í því stóð: „Tveir þegar dauðir." Það fylgdi sögunni að þriðji Norðfirðingurinn hefði dáið nokkrum klukkustundum sið- Aftursætið Við höfum verið að birta sögur eftir Knút Hafsteinsson mennta- skólakennara sem hann skrifaði fyr- ir þáttinn Sögur úr skólastofunni í Nýjum mennta- málum. Síðast birtum við góða vísu eftir Sigur- karl Stefánsson stærðfræði- kennara. Knút- ur segir eftir- farandi sögu af Sigurkarli: „Eins og gefur að skilja eru slíkir spekingar sem stærðfræð- ingar oft annars hugar. Svo mun hafa verið þegar bifreið Sigurkarls fór ekki í gang og hann ýtti aftan á hana niður Amtmannsstíg. Þegar skriður var kominn á ökutækið stökk Sigurkarl inn en komst ekki að því fyrr en á leið yfir Lækjargöt- una að hann sat í aftursætinu." Björg að dyrum barði þar Björg Sigurðardóttir, umoösmað- ur DV á Eskifirði, hafði samband við Sandkomsritara og sagði hon- um skemmtilega vísu. Það er alltaf saga á bak við hverja visu og eins var með þessa. Björg sagðist hafa veriö aö rukka fyrir blaðið og á einum stað stóð illa á og hún því beðin um að koma seinna. Þegar hún kom í sið- ara sinnið var henni heilsaö með þessari vísu hús- freyjunnar um leið og hún borgaði blaðið. Björg að dyrum barði þar. „Borgið þið nú skuldirnar.“ Aurasjúkir aumingjar eru þessir rukkarar Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Flótti úr Grímsey: Málið fari til Byggðastofnunar - segir Steingrímur J. STOR - UTSALA sem slær alit út DV, Akureyri: „Kjaminn í málinu er sá að Grímsey hefur þrátt fyrir allt al- gjöra sérstöðu í landinu vegna þess að vera svona eyjasamfélag, algjör- lega háð sjávarútvegi með smá- bátaútgerð og enga möguleika á öðru vegna skorts á hafnaraðstöðu. Þar af leiðandi hefur almenn skerð- ing aflaheimilda bitnað harðar á Grímsey en nokkru öðru byggðar- lagi í landinu," segir Steingrimur J. Sigfússon, formaður sjávarút- vegsnefndar alþingis og þingmaður norðurlandskjördæmis eystra. Fréttir DV um verulega fólks- fækkun í Grímsey að undanfomu hafa beint augum manna að því að Grímseyingar hafa farið verulega illa út úr skerðingu á þorskveiði- heimildum undanfarin ár og hafa sumir verulegar áhyggjur að því að sú þróun hafi nú leitt til þess að byggð í eyjunni kunni að dragast verulega saman umfram það sem þegar er orðið. „Vegna þess hversu fiskveiði- stjómunin hefúr bitnað hlutfalls- lega meira á Grímsey en nokkm öðra byggðarlagi í landinu hefur Skeiðarár- brú styrkt DV Vík: Starfsmenn vegagerðarinnar und- ir stjórn Jóns Valmundssonar brú- arsmiðs og starfsmenn hjá bygging- arfyrirtækinu Klakk i Vík eru þessa dagana að steypa niður rekstrar- staura fyrir væntanlegar endurbæt- ur á Skeiðarárbrú. „Við komum til með að gera hátt í 200 stykki af 10 metra löngum staurum sem verða reknir niður í sandinn til að styrkja þá sökkla sem stöplamir brotnuðu af og undir nýja sökkla í stað þeirra sem flóðið tók,“ sagði Jón Valmundsson við DV. Þá sagði Jón einnig að reiknað væri með að hefjast handa í mars við endurbyggingu þeirra 176 metra sem flóðið reif af brúnni. Auk þess þyrfti að byggja einn nýjan stöpul undir þeim hluta af brúnni sem eft- ir stendur. -NH Akranes: Uppboðsbeiðnum á eignum fækk- aði mjög 1996 DV, Akranesi: mér fundist það eitt og sér réttlæta að á þeirra stöðu væri litið sérstak- lega og það á við í dag. Málið er hins vegar jööium höndum byggða- pólitískt og mér finnst að rétti aðil- inn til að taka málið til skoðunar í fyrstu umferð séu yfirvöld byggða- mála, að málið færi til Byggða- stofhunar sem heyrir undir sjálfan forsætisráðherra. Það væri eðlileg- ast að stíla bréfið þangað í byrjun.“ Grímseyingar hafa ekki farið leynt með þá skoðun sína að þeir vildu sjá meira af þingmönnum sínum og fá öflugri stuðning þeirra. Hvað segir Steingrímur um það? „Við þingmenn kjördæmisins era öragglega tilbúnir að leggja okkar af mörkum í þessu máli. Ég hef verið að reyna að koma fyrir hjá mér heimsókn til Grímseyjar en af samgönguástæðum er það talsvert fyrirtæki." -gk SAVA vetrarhjólbarðar 135R13 kr. 2.675 stgr. 155R13 kr. 3.190 stgr. 175/70R13 kr. 3.500 stgr. 1B5/70R14 kr. 3.995 stgr. Rocket rafgeymar kr. 4.560 stgr. Kaldasel ehf. sími 561 0200 - Skipholti 11-13 iBrautarholtsmegin) „Uppboðsbeiðnum og sölu á eign- um á uppboðum hefur fækkað mjög mikið á milli ára hjá einstaklingum og fyrirtækjum hjá embætti sýslu- mannsins á Akranesi," sagði Kristrún Kristinsdóttir, fulltrúi sýslumanns, í samtali við DV. Árið 1995 voru beiðnir um sölu á 122 eignum hjá einstaklingum og fyrirtækjum en 1996 voru þær 91. Hefur þeim því fækkað um tæplega 30% milli ára. Sölur á eignum á uppboði voru 1995 samtals 25 en 1996 voru þær 14, þar af 10 hjá einstaklingum og 4 hjá fyrirtækjum. Hefur þeim fækkað um tæplega 70% milli ára. „Það er greinilegt að það var minna um að vera í uppboðsbeiðn- um og sölu á eignum á uppboði næstum allt síðasta ár, en þó var greinileg aukning núna undir lok ársins 1996. í byrjun þessa árs, 1997, era komnar beiðnir um sölu á 19 eignum á uppboði," sagði Kristrún. -DVÓ Hv erfafundir fyneð borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfa- fundi með Reykvíkingum á næstu vikum. Fundirnir verða sem hér segir: Fyrsti fundurinn verður haldinn mánudaginn 10. febrúar með íbúum Grafarvogshverfa. Hamra-, Folda-, Húsa-, Rima-, Borga-, Víkur- og Engjahverfi. Fundarstaður: Fjörgyn kl. 20.00. 2. fundur verður haldinn mánudaginn 24. febrúar með íbúum í Árbæjar-, Ártúnsholts- og Seláshverfi. Fundarstaður: Ársel kl. 20.00. 3. fundur verður haldinn fimmtudaginn 27. febrúar með íbúum í Laugarnes-, Lækja-, Teiga-, Langholts-, Sunda-, Heima- og Vogahverfi ásamt Skeifunni. Fundarstaður: Langholtsskóli kl. 20.00. 4. fundur verður haldinn mánudaginn 3. mars með íbúurn Efra Breiðholts. Berg, Fell og Hólar. Fundarstaður: Gerðuberg kl. 20.00. 5. fundur verður haldinn mánudaginn 10. mars með íbúum Bakka, Stekkja, Skóga og Seljahverfis auk Suður-Mjóddar. Fundarstaður: Ölduselsskóli kl. 20.00. 6. fundur verður haldinn fimmtudaginn 13. mars með íbúurn í Háaleitis-, Smáíbúða-, Bústaða-, Fossvogs- og Múlahverfi. Fundarstaður: Réttarholtsskóli kl 20.00. 7. fundur verður haldinn mánudaginn 24. mars með t'búurn í Túnum, Holtum, Norðurmýri og Hlíðum. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. 8. fundur verður haldinn mánudaginn 7. apríl með íbúum Vesturbæjar, Miðbæjar og Austurbæjar vestan Snorrabrautar. Fundarstaður: Ráðhúsið kl. 20.00. Á fundunum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. 7FA REYKJAVÍKUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.