Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 13 Kvótabraskið tryggir hagkvæmni Einkaeign á veiðiheimildum Þrátt fyrir að það standi í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða að fiskistofnarnir á íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar hefur rétturinn að nýta þessa stofna ver- ið í einkaeign frá árinu 1983. Þessi réttur er hlutdeildarréttur þannig að rétthafar eru beintengdir ástandi og veiðiþoli fiskistofn- anna. Eftir því sem stofnanir eru sterkari þvi verðmætari er eignin, veiðirétturinn. Eignarréttur er lykillinn að skynsamlegri nýtingu auðlinda. Eignarrétturinnn er einfaldasta leiðin til að gera þann sem nýtir ...rétthafar éru beintengdir ástandi og veiöiþoli fiskstofnanna," segir Glúmur Jón m.a. í grein sinni. Það er er ótrúlegt en satt að við íslend- ingar höfum senni- lega dottið niður á af- burða fiskveiðistjóm- vmarkerfi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra lýsir ár- angrinum af þessu kerfi fyrir sjávarút- vegsfyrirtækin svo: „Áður streymdu for- stjórar suður í betli- ferðir fyrir fyrirtæk- in. Nú stendur fólk í biðröðum fyrir sunn- an til að fá að kaupa hlut í þeim.“ En af hverju er þetta svona gott kerfi? Stefán Jón Haf- stein, ritstjóri Dags- Tímans, ritaði eftirfarandi orð í leiðara sinn 9. janúar síðastliðinn: „Einkafyrirtæki selur öðra einka- fyrirtæki skip og veiðiheimildir. Þetta er kapítalismi, lögmál mark- aðarins að verki. Framkvæmd laga og stefna í sjávarútvegi er há- kapítalísk." Ég held að þetta sé hárrétt hjá ritstjóranum. Fisk- veiðistjómun okkar íslendinga hvilir nefnilega á tveimur veiga- mestu undirstöðum kapítalism- ans: Einkaeignarréttinum og við- skiptafrelsi. auðlindina háðan því hvemig umgengninni er háttað. Það er ekki tilviljun að verstu umhverfisslysin og sóun auðlinda hafa átt sér stað í þjóð- skipulagi sameignar. Ofveiði í Smugunni og öðrum svæðum þar sem eignarréttar nýtur ekki við eru einnig dæmi um skort á þessari forsendu fyrir skynsamlegri nýtingu. Kvótabraskiö er frjáls viðskipti Til að auka líkumar á því að veiðirétturinn sé ávallt í höndum þeirra sem best geta nýtt hann verður hann að vera framseljanlegur, þ.e. við- skipti með veiðiréttinn þurfa að vera frjáls. Þeir sem em að kvarta yfir svonefndu „kvótabraski“ era í raun að kvarta yfir því að veiði- Kjallarinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur réttur færist til þeirra sem geta nýtt hann með hagkvæmustum hætti. Þeir sem vilja banna „kvótabra- skið“ eru í raun ekki að biðja um annað en að aukin hagkvæmni verði hönnuð og að nýir menn verði útilokaðir frá útgerð. „Kvótabraskið" tryggir nefnilega að nýir menn geti haslað sér völl í útgerð. Hvort sem kvótinn er seldur fyrir fullt og fast eða leigður til skemmri tíma. Verður sjómönnum bönnuö útgerð? Þeir forystumenn sjómanna- samtaka sem vilja banna „kvóta- braskið" eru í raun ekki að biðja um annað en að núverandi útgerð- armenn fái úthlutað einkaleyfí til útgerðar sem þeir megi ekki láta frá sér. Þeir em því einnig að biðja um að sjómönnum og öðrum sem ekki eru þegar í útgerð verði meinað að kaupa veiðirétt og fara í útgerð! Það er alkunna að verkalýðsfor- ingjar vilja halda fólki innan stétt- arfélaganna með ýmsum brögðum en það er nýlunda að foringjar verkalýðsfélaga vilji setja bann við því að félagsmenn þeirra reyni fyrir sér í atvinnurekstri. Ef ekk- ert „kvótabrask" færi fram gætu menn hvorki skipst á aflaheimild- um í hagræðingarskyni né selt nýjum mönnum veiðirétt. Glúmur Jón Björnsson „Þeir sem vilja banna „kvóta- braskið “ eru í raun ekki að biðja um annað en að aukin hag■ kvæmni verði bönnuð og að nýir menn verði útilokaðir frá út- gerð.u Hin hliðin á (m)álinu Umhverfisáhrif álvera hafa ver- ið mjög I brennidepli að undan- förnu, einkanlega vegna fyrirhug- aðs álvers í Hvaifirði. í umræð- unni hefur borið á svokölluðum umhverfissinnum sem hafa fullyrt að mengun frá álverum, einkum vegna útblásturs á koltvíildi (C02), skaði hreinleikaímynd íslands og hafi þannig neikvæð áhrif á ferða- mennsku, útflutningsatvinnuvegi, lifrænan landbúnað og hvað eina sem varðar framtið Islands i víð- asta skilningi. Þá er lagst af miklum þunga gegn hvers kyns virkjunaráform- um, þau þurfi að kanna niður í kjölinn með heildarhagsmuni lands og þjóðar í huga. Víkka beri sjóndeilarhringinn út fyrir ýtr- ustu áform stóriðjunnar, sem aug- ljóslega sé stefnt gegn hagsmunum ferðamennsku, útivistar og heil- brigðrar nýtingar orkulindanna af þeim toga. Á1 er dregið til ábyrgð- ar sem fjandsamlegt frumefni fyr- ir ímynd íslands á alþjóðavett- vangi. Flutningaiönaður Ég vil nú víkja að annarri hlið þessa frumefhis sem varðar notk- un þess í svoköll- uðum flutninga- iðnaði en undir hann fellur meðal annars framleiðsla á bifreiðum. Um það bil fjórða hvert kíló af áli, sem framleitt er í heim- inum í dag, fer til flutningaiðnaðar- ins. Á fáum árum hef- ur notkun á áli í bifreiðum vaxið úr nær engu og upp í um 70 kíló á hvern bíl til jafnaðar. Spáð er að á næstu 5 áram muni þessi notkun sem næst tvöfaldast sem gerir þetta svið að mesta vaxtarbroddi áliðnaðarins. Talið er að hvert kíló af áli, sem kemur í stað stáls í farartækjum, létti það um að minnsta kost annað eins, enda er ál um það bil þrefalt léttara en stál miðað við rúmmál. Þá er einnig talið að minni þyngd í farartækjum dragi úr eldsneytiseyðslu sem nemur um allt að 10 lítr- um af bensíni á hvert kíló af áli sem kemur í stað stáls með þessum hætti, sé miðað við t.d. meðalakstur og ending- artíma bifreiða. Brennsla á 10 lítram af bensíni, sem þannig sparast, mundi ella leiða til um 30 kílóa út- blásturs af koltvíildi meðan álf- ramleiðsla á íslandi með vatns- orku leiðir aðeins til tæplega 2 kílóa útblásturs á hvert kíló. Þannig eru jákvæð áhrif álsins a.m.k 15 sinnum meiri en þau nei- kvæðu sé (m)álið skoðað frá þess- ari hlið. Umhverfisvænsta afurðin Nefna má fjölmörg önnur dæmi um jákvæða notkun áls í umhverf- islegu tilliti auk þess sem álið er endurvinnanlegt í meira mæli en flest efni jarðarinnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að ál er einhver um- hverfisvænsta af- urð sem þekkist í atvinnulífmu þegar (m)álið er skoðað í víðu samhengi. Reynslan af nýjum álverum víða um heim, sem vel era búin af mengunar- vörnum, þar á meðal í Straums- vík, sýnir að meng- un frá þeim er vel innan ásættan- legra marka. Er ekki kominn tími til að um- hverfíssinnar endurskoði afstöðu sina tO álframleiðslu á íslandi, hvetji til hennar fremur en að finna henni allt til foráttu. Slík af- staða mundi stórbæta hreinleikaí- mynd Islands og um leið auka virðingu fyrir umhverfissinnum, verði álið látið njóta sannmælis. Edgar Guðmundsson „Brennsla á 10 lítrum af bensíni, sem þannig sparast, myndi ella leiða til um 30 kílóa útblásturs af koltvíildi meðan álframleiðsla á /s- landi með vatnsorku leiðir aðeins til tæplega 2 kíióa útblásturs á hvert kíló.u Kjallarinn Edgar Guðmundsson verkfræðingur Með og á móti Verður Man. Utd enskur meistari þriðja árið í röð? Eru með mestu breiddina „Ég er alveg sannfærður um að titillinn fer ekki frá Old Traf- ford. Manchester United er ein- faldlega með besta liðið, besta markvörðinn, bestu vömina og skorar að auki flest mörkin og liðið er komið á sinn stað á töflunni, það er í efsta sæti og það verður ekki aftur snú- ið. Nú er tími ________ snillingsins Gu&laugur Tómasson, Eric Cantona Stjómarmaður í að renna upp. U"'‘e*wúbbnum. Hann hefur farið sér frekar hægt en nú þeg- ar hann er að ná sér á strik verður liðið fyrir vikið enn sterkara. Það var ekkl verra fyr- ir United að falla út úr bikarn- um því þá getur liðið einbeitt sér að deildakeppninni og Evr- ópukeppninni. Það er kannski helst að Liverpool gæti veitt Manchester United einhverja keppni en ég held að við vérðum búnir að hrista þá af okkur í byrjun april. United er með langmestu breiddina af öllum liðum í deildinni og það skiptir sköpum í svona langri og erfiðri keppni. Það eru toppmenn í öll- um stöðum í liðinu og varamenn liðsins myndu sóma sér vel í öll- um öðram liðum í deildinni. Alex Ferguson hefur oft komið manni á óvart en hann veit hvað hann er að gera og ég sé titilinn ekki hverfa úr bikarasafni Old Trafford næstu árin.“ Liverpool tekur titilinn „Eftir nokkum baming við Manchester United, Arsenal og Newcastle stendur Liverpool uppi sem sigurvegari í vor og tekur þar með loksins titilinn af Manchester United, mörg- um til mikill- ar ánægju. Það er rosaleg- ur hugur í leikmönnum liðsins að koma með tit- ilinn aftur til Anfield Road þar sem hann á heima. Manchester United er með ágætislið en það nægir þeim ekki til að koma í veg fyrir sigur Liverpool. Það er fullt af ungum leikmönnum að koma upp hjá félaginu, menn era að koma úr meiðslum og á næstu vikum mun liðið sýna styrk sinn til muna og síga hægt og bítandi í áttina að meist- aratitlinum. Það era ánægjuleg- ar fréttir að Liverpool er farið að ganga vel á útivöllunum gegn slakari liðunum og það á eftir að vega þungt þegar upp verður staðið. Liðið hefur að vísu tapað mikilvægum stigum heima en samt er það i bullandi toppbar- áttu. Liverpool státar af sterkri liðsheild þar sem maður hefur komið í manns stað og staðið sig vel. David James hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni og er besti markvörðurinn þar. Það er sægur af góðum vamarmönnum í liðinu og Fowler og Collymore eru besta framherjaparið. Það er sterkt að eiga eftir að spila við United á heimavelli og ef við sigram í þeim leik þá geram við út um mótið." -GH Matthías Hlnrlksson, stjórnarmaóur i Uvor- pooHdúbbnum sl. 3 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.