Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 22
34 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Afmæli Gunnar Reynir Kristinsson Gunnar Reynir Kristinsson, starfs- maður Sjómannafélags Ólafsfjarðar, Bylgjubyggð 13, Ólafsfirði, er fimm- tugm- í dag. Starfsferill Gunnar fæddist á Ólafsfirði og ólst þar upp. Að loknu námi við bama- og miðskóla Ólafsfjarðar stundaði hann sjómennsku á bátum. Hann settist í Stýrimannaskólann í Reykjavík 1967 og lauk þaðan stýrimannaprófi 1969. Gunnar var síðan stýrimaður á bátum og togurum, einkum frá Ólafs- firði. Hann var lengst af stýrimaður á skuttogaranum Sólbergi fi'á Ólafs- firði, auk þess sem hann var þrjú ár skipstjóri á Kristni ÓF 30 sem hann gerði út ásamt þremur öðmm. Gunnar kom í land 1994 og hóf þá störf hjá netaverkstæðinu Krist- björgu í Ólafsfirði. Hann hefúr verið skrifstofúmaður hjá Sjómannafélagi Ólafsfjarðar og er nú varaformaður þess. Gunnar er áhugamaður um ættfræði en hann hef- ur tekið saman nokkur niðjatöl. Fjölskylda Gunnar kvæntist 25.12. 1976 Kristjönu Rannveigu Sveinsdóttur, f. 17.12.1957, fulltrúa hjá Pósti og sima í Ólafsfirði. Hún er dóttir Sveins Magnússonar, um- boðsmanns í Ólafsfirði, og Kolbrúnar Ástu Jóhannsdóttur hús- móður. Synir Gunnars og Kristjönu Rann- veigar eru Sveinn Aðalsteinn, f. 7.10. 1977, verkamaður; Kristinn Eiríkur, f. 20.10.1980, nemi. Sonur Gunnars frá því áður er Jónmundur S. Gunnarsson, f. 13.11. 1972, sjómaður, en móðir hans er Helga Jónsdóttir, búsett í Reykjavík. Gunnar Reynir Krist- insson. Stjúpdóttir Gunnars, dótt- ir Kristjönu, er Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, f. 8.6. 1975, búsett á Akur- eyri, gift Steinþóri Berg Lútherssyni. Systkini Gunnars: Lilja Kristinsdóttir, f. 8.4. 1941, húsmóðir í Ólafsfirði, gift Hrafni Ragnarssyni út- gerðarmanni og eignuðust þau fjögur böm; Kristín Hafdís Kristinsdóttir, f. 11.9. 1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Unnari Jónssyni kompásleiðréttingarmanni og eiga þau þijú böm; Jónmundur Kristinsson, f. 29.4.1952, d. 25.6.1964. Foreldrar Gunnars vom Kristinn Eiríkur Stefánsson, f. 19.7. 1918, d. 3.1. 1956, sjómaður í Ólafsfirði, og Líney Jónasdóttir, f. 27.12. 1919, d. 13.2.1988, verkakona í Ólafsfirði. Ætt Kristinn Eiríkur var sonur Stefáns Hafliða, verkamanns í Miðbæ í Ólafs- firði, Steingrímssonar, vinnumanns i Hólakoti í Ólafsfirði, Hafliðasonar, Fljótaskálds í Steinakoti. Móðir Kristins Eiríks var Jónína Kristín Gísladóttir, b. á Grund í Ól- afsfirði, Gíslasonar, b. í Austara-Hóli í Flókadal, Gíslasonar, b. þar Finns- sonar, skálds á Helgustöðum í Flóka- dal. Líney var dóttir Jónasar, b. á Knappstöðum í Fljótmn, Jósafatsson- ar, b. á Syðri-Brekku, Bjömssonar, b. á Urriðaá, Jónssonar. Móðir Jónasar var Jóhanna Davíðsdóttir, b. á Hvarfi í Víðidal, Davíðssonar, hreppstjóra á Spákonufelli og á Sæunnarstöðum, Guðmundssonar. Móðir Jóhönnu var Ragnheiður Friöriksdóttir Thoraren- sen, prests á Breiðabólstað í Vestur- hópi, Þórarinssonar, ættföður Thorarensenættarinnar, Jónssonar. Móðir Lineyjar var Lilja Kristín Stefánsdóttir. Ragnar Ö. Steinarsson Ragnar Ó. Steinarsson tannlæknir, Ánalandi 8, Reykjavík, verður fimm- tugur á morgun. Starfsferill Ragnar er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann stundaði bama- skólanám við Miðbæjarskólann í Reykjavík, varð stúdent frá MR 1968 og cand. odont. frá HÍ 1975. Ragnar vann ýmsa vinnu með náminu, þó aðallega hjá Eimskipafé- lagi íslands. Þá var hann efnafræði- kennari við Iðnskólann í Reykjavík 1969-72. Ragnar var tannlæknir á Egils- stöðum 1975-87 en frá 1987 hefur hann rekið eigin tannlæknastofú við Eiðistorg 15, Seltjamamesi. Ragnar hefúr tekið mikinn þátt í félagsstörfúm. Hann var formaður Félags tann- læknanema 1973, formaður Rauða kross deildar Fljóts- dalshéraðs og Borgarfjarð- ar eystri 1978-86, forseti Rotaryklúbbs Héraðsbúa 1979-80, var virkur í störf- um Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, í ritnefnd Þingmúla, í kjördæmisráði flokksins og í stjóm Sjálf- stæðisfélags Fljótsdalshér- aðs. Hann var í hrepps- nefnd Egilstaðahrepps 1982-86 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Egilsstaðahrepp. var meðal annars í byggingamefnd íþróttahússins, for- maður rekstamefndar þess og í skól- anefnd Grunnskóla Egilsstaða. Ragnar hefur setið í aðalstjóm Ragnar O. Steinars- Knattspymufélagsins Fram frá 1989. Fjölskylda Ragnar kvæntist 7.9. 1968 Emilíu Margréti Sigmars- dóttur, f. 27.4.1950, BA ísL, deildarstjóra í Landsbóka- safiii íslands - Háskóla- bókasafiii. Foreldrar henn- ar era Sigmar Guðmunds- son sjómaður og Petrína Benediktsdóttir. Þau em búsett í Reykjavík. Böm Ragnars og Emilíu era: Erla Sigríður, f. 17.10. 1967, cand. mag. í sagnfræði, búsett í Reykjavík, og á hún tvær dætur með sambýlismanni sínum, Magnúsi Stefánssyni málara og tónlistarmanni, Millu Ósk og Völu Rún; Kjartan Þór, f. 5.12. 1974, nemi í tannlækningum við HÍ, en hann á einn son, Ragnar Þór, með sambýlis- konu sinni, Bergiindi Halldórsdóttur; Ragnhildur Helga, f. 6.7. 1980, nemi í MS. Systkini Ragnars: Sigmundur Ó., blaðamaður á Morgunblaðinu, maki María Haraldsdóttir bókari, þau eiga eina dóttur; Andrea, starfsmaður Pósts og síma, maki Magnús Einars- son íþróttaleiðbeinandi, þau eiga 2 böm saman en Andrea átti 2 böm fyr- ir. Foreldrar Ragnars: Steinar Þor- steinsson, f. 28.4.1924, fyrrum sjómað- ur og verkstjóri hjá Eimskipafélagi ís- lands, og Erla S. Ragnarsdóttir, f. 6.6. 1930, símavörður á Sjúkrahúsi Reykja- vikur. Þau em búsett í Reykjavík. Jón Hannesson Jón Ingi Eldon Hannesson mennta- skólakennari, Bámgötu 34, Reykja- vík, er sextugur í dag. " Starfsferill Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Herdísarvík. Hann lauk stúdentsprófi frá ML 1956, stundaði nám við HÍ 1956-57, við Leeds College of Commerce 1957-58, við háskólann í Leeds frá 1958 og lauk þaðan prófum 1962 og stundaði nám við Kaup- mannahafnarháskóla 1983-85. Jón kenndi við túlkadeild Karl Marx háskólann í Leipzig 1962-66 og við MH frá 1966, að undanskildu sitt hvom árinu er hann var skólastjóri við Húnavailaskóla og skólastjóri við framhaldsskólann á Húsavík. Jón var félagsmálafull- trúi MH um árabil til 1983, var forstöðumaður sumar- námskeiða fyrir ensku- kennara í nokkur ár, próf- dómari í ensku við KÍ og síðar KHÍ, er einn höf- unda að áfangakerfis MH, sat í landsprófsnefnd um skeið, sat í stjóm Alþýðu- bandalagsins i Reykjavík, sat í verkalýðsmálaráði þess, gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Her- stöðvarandstæðinga, sat i launamálaráði BHM og formaður 1976-82, í stjóm BHMR og var for- maður þess um árabil og hefúr gegnt trúnaðarstörfúm fyrir Félag mennta- skólakennara og síðar fyrir HÍK. Jón hefur skrifað fiölda greina mn kjaramál í blöð og tímarit. Fjölskylda Fyrsta kona Jóns var Jac- queline Friöriksdóttir, f. 23.9. 1940, námsstjóri. Þau skildu. Önnur kona Jóns var Unnur Geirþrúður Krist- jánsdóttir, f. 14.1. 1955, fatahönnuður og tækni- maður hjá Iðntæknistofn- Kona Jóns er Elna Katrín Jóns- dóttir, f. 21.10. 1954, menntaskóla- kennari. Hún er dóttir Jóns Amþórs- sonar og Jóhönnu Jónasdóttur. Dætur Jóns og Jacqueline era Valka Jónsdóttir, f. 6.3.1966, sálfræð- ingur, búsett í Hafnarfirði, en henn- ar maður er Guðni Kjartansson og eiga þau fimm böm; Dagný Michelle Jónsdóttir, f. 28.11. 1971, þjónn í Kópavogi, og á hún eitt barn. Sfiúpsynir Jóns, synir Elnu Katrínar, em Bemhard Jónas Traumer, f. 12.10.1977, nemi; Kjartan Þór Traumer, f. 5.4.1981, nemi. Systkini Jóns: Amór Þórarinn, f. 18.2. 1941, búsettur í Reykjavík; Þor- lákur Láms, f. 11.11.1944, sjómaður á Álftanesi; Dagmar Ólafsdóttir, f. 10.1. 1956, verslunarkona í Reykjavík. Foreldrar Jóns: Hannes Amórs- son, f. 3.7. 1898, d. 18.3. 1948, verk- fræðingur í Reykjavík, og k.h., Ethel Ingólfsdóttir, f. 13.6.1916, húsmóðir. Jón Hannesson. un. Fréttir R-listinn samþykkir Geldinganes sem framtíðar iðnaðarsvæði: Fá hverfi jafn kjörin til fbúðarbyggðar - segir Árni Sigfússon - besti kostur, segja fulltrúar R-lista „Við teljum að fá íbúðarsvæði séu eftir í Reykjavík sem eru jafn kjör- in til íbúðarbygginga og Geldinga- nesið og ég er nokkuð viss um að Grafarvogsbúar verða ekkert hrifn- ir af því að fá þetta stóriðnaðar- svæði í næsta nágrenni við sig og ef- ast um að þeir hafi gert sér grein fyrir að þannig myndu mál þróast þegar þeir eru loksins búnir að koma upp húsrnn sinum og ganga frá lóðum,“ segir Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en borgarráðsfulltrúar flokksins em ósáttir við að fulltrúar R-lista skuli hafa samþykkt að Geldinganesið verði iðnaðarsvæði í framtíðinni. Áma finnst þaö skjóta skökku við að ekki skuli mega ræða þetta mál frekar þar sem verið sé að ræða við Hafnarfiörð um samstarf um iðnað- arsvæði við Straumsvík sem gæti með góðu samstarfi verið kjörin leið fyrir alla aðila. Það svæði þykir henta betur en Geldinganessvæði fyrir iðnað. „Það skiptir líka máli að tekjur borgarinnar koma inn í gegnum út- svar íbúa en ekki beint af fyrirtækj- unum. Það sem skiptir máli í borg- arhagfræði er að tryggja að atvinnu- svæðið sé í þeirri nálægð að íbúar Reykjavíkur geti nýtt sér störf þar án þess að það sé eins mikilvægt og það var, þ.e. að svæðið sé endilega i túngarðinum hjá því.“ Ámi segir að R-listafólk sé bund- ið um of af sjónarmiðum sem ákveðnir embættismenn hafa haldið fram og sér sé næst að halda að þau hafi komið eitthvað undarlega að þessu máli í upphafi og geri sér því ekki grein fyrir því að þetta mál þarf að hugsa miklu betur.„Ýmsar hugmyndir hafa verið nefndar fyrir þennan stað og það er mikill mis- skilningur að svona fyrirtæki séu að skapa borginni sérstakar tekjur. Við erum að selja Reykjavík sem hreina borg og þessar hugmyndir em algerlega á skjön við þá ímynd,“ segir Ámi Sigfússon. Geldinganesið var til umræðu í borgarráði 4. febrúar og þar létu fulltrúar R-lista bóka að Geldinga- nes (Eiðisvík) sé besti kosturinn til að byggja upp stórt samfellt athafna- hverfi og þjónustu í tengslum við flutninga- og iðnaðarhöfn og þjóð- braut til og frá borginni. Hvergi annars staðar sé að finna 10 hektara eða stærri lóðir í tengslum við höfn og því sé nauðsynlegt að taka nesið frá til að geta brugöist við og nýtt sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu í borginni. Svæöið þurfi þó aö sjálf- sögðu að samrýmast ströngum kröf- um um umhverfisvemd. -sv Til hamingju með afmælið 7. febrúar 80 ára Gunnlaugur Sigurbjömsson, Sólvöllum 7, Egilsstöðum. Ingólfur Guðjónsson, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Gísli Jónsson, Bauganesi 5, Reykjavík. 75 ára Halldór Ásgeirsson, Löngubrekku 14, Kópavogi. Ólöf Álfsdóttir, Háagerði 37, Reykjavík. 70 ára Óðinn Pálsson, Stóru-Völlum, Holta- og Land- sveit. Stefán Ágústsson, Langholtsvegi 183, Reykjavík. 60 ára Kristín Krist- insdóttir, Ennisbraut 27, Ólafsvík. Eiginmaður hennar er Krist- ófer Guðmunds- son. Þau taka á móti vinum og vanda- mönnrnn að Dalatanga 4, Mos- fellsbæ, á morgun, laugardaginn 8.2., milli kl. 18.00 og 20.00. Haukur Helgi Logason, Uppsalavegi 15, Húsavík. Guðbjörg Stefánsdóttir, Hlíðarstræti 15, Bolungarvík. Bjami Tómasson, Vallholti 27, Selfossi. Birthe Kristjánsson, Háahvammi 10, Hafharfirði. Friðrik Theodórsson, Haðalandi 7, Reykjavík. Elín Anna Antonsdóttir, Uxahrygg II, Rangárvailahreppi. 50 ára Ragnar Svavarsson, Ferjubakka 4, Reykjavík. Atli Kristinsson, Frostaskjóli 117, Reykjavík. Sigurður Norðfiörð Guðmunds- son, Lönguhlið 3F, Akureyri. Eyjólfúr P. Kolbeins, Túngötu 31, Reykjavík. Jón Þorgrímur Steingrímsson, Mánagötu 3, Isafirði. Helgi Jósefsson, Tungusiðu 10, Akureyri. Kristjana Stefánsdóttir, Hrólfsskálavör 8, Selfiamamesi. 40 ára Stefán Jóhann Júlíusson, skáld og sjömað- ur, Álfabyggð 4, Ak- ureyri. Sigtryggur H. Þrastarson, Miðstræti 28, Vestmannaeyj- um. Sigurjón Jóns- son verkstjóri, Suðurgötu 26, Sandgerði. Hann tekur á móti gestum á Vitanum í Sand- gerði fostudagskvöldið 7.2. milli kl. 20.00 og 23.00. Álfheiður Magnúsdóttir, Háaleitisbraut 121, Reykjavík. Guðmundur Gunnar Erlings- son, Foldahrauni 8, Vestmannaeyjum. Gunnur Rannveig Gunnars- dóttir, Sæbólsbraut 53, Kópavogi. Magnús Bjömsson, Jaðarsbraut 29, Akranesi. Ómar Reynisson, Áshamri 50, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.