Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Spurningin Stundar þú vetraríþróttir? - spurt á Hellu Þröstur Jónsson: Ekki reglulega núorðið en fer stundum á vélsleða og skíði. Þórunn Sigurðardóttir: Já, göngu aðallega, ég geng mjög mikið allan ársins hring. Þorsteinn Ragnarsson: Nei, því er fljótsvarað. Það er ekki hægt að stunda mína íþrótt, golfið, í vetur. Lilja Þrúðmarsdóttir: Nei, það geri ég ekki og stunda ekki íþróttir almennt. Hermundur Jörgensson: Ég geng hér um þorpið á vetuma. Bíllinn er svo lélegur í gang að maður er fljót- ari að ganga. Bergþóra Jósepsdóttir: Já, já, ég stunda hestamennskuna, það er mín vetraríþrótt. Lesendur Nútímalegir víkingar og strætisvagnar Fleiri bæjarfélög ættu aö taka sér Mosfellsbæ til fyrirmyndar í samgöngu- málum. - Frá mótmælagöngu í Mosfellsbæ vegna mikillar umferöar. Úrsúla Jiinemann skrifar: Fyrrum þurftu íbúar þessa lands að berjast við náttúruöflin, rok, kulda og vosbúð. Hinir sögufrægu víkingar vekja enn aðdáun. Harðir, stæltir og duglegir að bjarga sér og unnu ótrúleg afrek til lands og sjáv- ar. Nú er öldin önnur. Afkomendur þessara víkinga hafa heldur betur breytt um lífsstíl: Húka t.d. í ofhit- uðum húsum daginn út og daginn inn. Já, til hvers að fara út í þetta veður? Og heilbrigða andlitslitinn fáum við í sólarlömpum og stælta skrokkinn í líkamsræktarstöðvum. Með hjálp tölvunnar þurfum við ekki lengur að stíga út fyrir hús. Bankaviðskiptin, verslunarferðir, jafnvel heimsókn á listasöfn, allt þetta er hægt að afgreiða heima hjá sér í tölvu. Þurfum við samt að fara út þá bíður bíllinn rétt hjá. Af því að kuldinn úti er heilsuspillandi fyrir mjúka nútímamanninn þarf öku- tækið að vera vel upphitað. Snjallir menn eru jafnvel búnir að finna upp fjarstýringu sem setur bílinn í gang sjálfkrafa. Þar með er hættan af vonda veðrinu næstum horfin. En sums staðar á íslandi er sem betur fer spyrnt gegn þessari óheillaþróun sem gefur af sér óherta og veiklulega einstaklinga. Hér I Mosfellsbænum er t.d. að alast upp hópur ungs fólks í anda gömlu víkinganna. Þeir sem þráast enn við eða eru neyddir til að nota strætis- vagnana. Mosfellsbæjaryfirvöld sjá vel um að þessir nútímavíkingar þurfl að hafa fyrir hlutunum: Fyrst biða þeir auðvitað eftir vagninum og halda á sér hita með glímuæfing- um, klifri upp á biðskýli, kara- tehöggum og sparki í allt sem fyrir er eða snjóboltakasti. Þegar vagn- inn loksins kemur þá hossast sumir ókeypis stóran hring um bæinn, oft standandi - til að þjálfa jafnvægis- skynið! Við i Mosfellsbænum neitum að fá flna og þægilega vagna eins og þeir í Hafnarfirði. Það á alls ekki að ofdekra víkingana okkar. Auðvitað verður svo ekki ekið beina leið nið- ur til Reykjavíkur. Ó, nei, það væri allt of léttur leikur. Á miðri leið er stopp við Ártúnsskiptistöð og liðinu hent aftur út til að bíða eftir vagni frá öðru fyrirtæki. Ekki nema eðli- legt að víkingar úr Mosfellsbænum borgi tvöfalt gjald fyrir alla þessa þjónustu. Með þessari stefnu fáum við ör- ugglega hraustustu æsku landsins. Ég hvet fleiri bæjarfélög að taka sér Mosfellsbæ til fyrirmyndar í sam- göngumálum. Ölum upp hrausta einstaklinga í anda gömlu víking- anna! Nú borgar þú, Finnur Linda G. Samúelsdóttir, Tungu, Hvalfjarðarstrandarhreppi, skrif- ar: Það færist sífellt meiri alvara í ál- versmálið. Iðnaðaðaráðherra hlust- ar hvorki á rök viturra og hámennt- aðra sérfræðinga eða leggur sig eftir að skilja sjónarmið fólksins. Ekki vil ég afkomendum þessarar þjóðar það að geta ekki drukkið vatn úr tærum fjallalækjum. Ég vil heldur ekki afkomendum iðnaðarráðherra þá eymd. En nú er komið að þér að borga, Finnur Ingólfsson, allt það sem þú ert búinn að greiöa fyrir fyrirhugað álver. Það er sem sé allt tóm ósann- indi þegar þú segir: Hollustuvernd á eftir að gefa leyfi og athuga mótmæl- in frá fjölda fólks. Allt tóm ósann- indi. Það er tími til kominn að „Óhollustuverndin“ þín reyni að skríða undan hæl þínum og þeir menn sem þar eru sýni þann mann- dóm að fá á sig nafnið Hollustu- vernd. Þeir eru jú hræddir um starf sitt en þeir átta sig bara ekki á því að þeir falla á tíma. Þeir vilja líklega hrökklast úr starfi með þér? Þú virðist ekki átta þig á því, Finnur, að þú ert kosinn til starfa þinna og sá sem getur ekki sinnt sínu starfi, hann verður að víkja. Og þetta markaðsráð þitt. Það gengur ekki að hafa „eiturmarkaðsráð" fyr- ir ríkisstjómina, það verður að vera náttúruvænt markaðsráð. - Og tókst þú ekki eftir því þegar Náttúrvernd- arþing lýsti því yfir að það vildi ekki álver í Hvalfjörð? Að lokum langar mig til að láta þig vita að símalínan hjá mér er rauðglóandi. Það er fólk um allt land sem hringir og lýsir samstöðu sinni og er tilbúið að berjast fyrir sjálf- sögðum réttindum okkar. Og mjög margt af þessu fólki er einmitt fram- sóknarfólk - sem er búið að fá nóg. Stöðumælasektir í ófærðinni Að gera sér ófærð að féþúfu R.P.Þ. skrifar: í ófærðinni á höfðuborgarsvæð- inu á miðvikudagsmorguninn komst fjöldi fólks ekki til vinnu fyrr en undir hádegi. Strætisvagnar sátu fastir um allan bæ en þeir sem kom- ust til vinnu á eigin bílum komu víðast hvar að ómokuðum hliðar- götum og bílastæðum. Flestir máttu þakka fyrir að koma bíl sínum úr alfaraleið inn í einhvern skaflinn við gagnstétt svo aðrir kæmust leið- ar sinnar. Við svona aðstæður sýnir siðað fólk tilhliðrunarsemi. Menn rétta hver öðrum hjálparhönd eins og sjá lönir viö kolann - hvernig sem viörar. mátti um alla borg þennan morgun. En það á ekki við um starfsmenn Bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar. Um þetta leyti voru þeir að búa sig á veiðar, ískrandi af þórðargleði. Ég var einn þeirra sem hafði komið bíl mínum inn á gjaldskylt bílastæði og gat honum síðan hvergi haggað. Þegar ég hringdi til Bílastæðasjóðs og spurði hvort menn yrðu sektaðir fyrir fasta bíla svaraði starfsmaður- inn að það væri nú líkast til. Þeir slepptu ekki svona góðu tækifæri. A þjónusta allan síma 5000 kl. 14 og 16 Hvar var fulltrúi smábátaeigenda? Bragi Steingrímsson, form. Smábátafélagsins Farsæls, skrifar: Sunnudaginn 26. jan. sl. var þáttur í Sjónvarpinu í umsjón Páls Benediktssonar fréttamanns undir heitinu „í kvótans ólgusjó“. Umræðuefni þáttarins var afla- markskerfið, framsal veiðiheim- Oda o.fl. Með tilliti til þess að u.þ.b. 25% íslenskra sjómanna stunda veiði- skap á smábátum og bera að landi um 10% af þeim verðmætmn er skapast við veiðarnar mótmælir Smábátafélagið Farsæll í Vest- mannaeyjum því að stjómandi þáttarins skyldi ekki gefa fulltrúa smábátaeigenda færi á að mæta í þáttinn og gera hann þar með raunsærri fyrir almenning. Konan ýtti bíln- um... Svanur hringdi: Eins konar saga úr ófærðinni. Ég leit út um gluggann hjá mér í morgun (miðvikudag) og sá hvar kona reyndi að ýta litlum bíl sem stóð fastur á götunni. Maður (lík- lega maður konunnar) sat í biln- um og reyndi að aka. Ekkert gekk. Loks tókst konunni með herkjum að ýta svo á bílinn að hann komst nokkurn veginn í stæði við götuna. - Hefði þetta nú ekki gengið betiu- ef konan hefði setið við stýrið eða þau bæði ýtt bílnum þennan spotta? Stjórnsýslan er spillt Gisli Ólafsson skrifar: Mér finnst eins og öll stjórn- sýslan sé að gliöna. Til marks um það er sú upplausn sem komin er í launa- og kjaramál almennt. Stjórnsýslan „tekur sér“ kaup- hækkun (ráðherrar, þingmenn o.fl.) og berst svo með kjafti og klóm, ef svo má segja, gegn því að almennir launþegar fái kjarabæt- ur. Annað er dæmið um ráðaleys- ið í kvótamálunum og töku eða ekki töku veiðigjalds, milljarða- skuldir þjóðarbúsins erlendis, sem við ráðum ekki við lengur, og sein og fálmkennd ákvarðanataka ráðamanna og hvarvetna innan stjórnsýslunnar yfirleitt. Þetta er ekki uppörvandi fyrir landsmenn. Heimdallur horn- reka hjá Morgun- blaöinu? Þorsteinn Einarsson skrifar: Það sló mig aö sjá smáklausu - sem hefur þó áreiðanlega átt að vera frétt - á bls. 27 í Morgunblað- inu sl. miðvikudag þar sem sagt var frá því að stjóm Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefði lýst stuðningi við nýja stefhu stjómar ÁTVR mn aukið frelsi við dreifingu og sölu áfengis. Auðvitað er þetta frétt. Og einhvem tíma hefði Mbl. gert meira úr svona yfirlýsingu Heimdallar. Nú er hann orðinn homreka hjá Morgunblaöinu. Heimdallur, félag ungra sjálfstæð- ismanna er raunar orðinn eina pólitíska baráttutæki Sjálfstæðis- flokksins. Því miður. Þakkir til drengs í Hlíðunum Sigurveig hringdi: Ég vil þakka ungum dreng í Hlíðahverfi sem kom aðvífandi til mín sl. miðvikudagsmorgun þar sem ég baröist við að koma bíl mínum út á götuna úr bílastæð- inu. Nokkrir fullorðnir, í jeppum og fólksbílum, óku áfram eins og ekkert væri, þótt ég veifaði til þeirra í von um aðstoð. Drengur- inn, 10 eða 11 ára, var með skóflu og sagðist á fullu í björgunarstörf- um fyrir fólk í ógöngum. - Kærar þakkir, ungi maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.