Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1997, Blaðsíða 28
(&)<&)<&) KIN a FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1997 Mcd sönglnn' i btóðinu > Ástí . fangelsi Helgarviðtalið er að þessu sinni við par sem kynntist á Litla- Hrauni þar sem hún var fangavörður og hann fangi. Þau náðu saman þrátt fyrir að reynt væri að stía þeim í sundur. Nú er hann laus og þau eiga von á bami og búa hamingjusöm á Eyrarbakka. Einnig verður rætt við bamabam Stefáns íslandi sem er að stíga stn fyrstu skref í íslensku óperunni nú um helgina. Fræknir KR-ingar úr fótboltanum eru heimsóttir í bíi- ^ skúr í Kópavogi þar sem þeir iðka allt annað en fótbolta. Samantekt er á blóðugum átökum Vítisengla og Banditos á Norðurlöndum og margt, margt fleira. -em/bjb Bruni í Eyjum Mikill eldur kviknaði í íbúðar- húsi við Brimhólabraut í Vest- mannaeyjum skömmu fyrir mið- nætti í gærkvöld. Enginn var í húsinu þegar atvik- ið varð en slökkviliði gekk greið- lega að slökkva eldinn. Húsið er timburhús og brann nær allt sem bmnnið gat þ. á m. logaði upp úr þakinu og er húsið talið ónýtt. Að sögn lögreglu er talið að eldsupptök- in megi rekja til eldavélar. _____________________-RR Árekstur í Svínahrauni Árekstur tveggja bíla varð á Suð- urlandsvegi í Svínahrauni snemma á áttunda tímanum í morgun. Annar bílinn var að taka fram úr hinum þegcir slysið varð og að sögn lögreglu á Selfossi má rekja það til hálku á veginum og ógætilegs akst- urs miðað við aðstæður. Ökumenn i sluppu báðir ómeiddir en bilamir skemmdust mikið. -RR Skrifstofustýra Max hf. ákærð fyrir 8,7 milljóna króna Qárdrátt: Fyrirtækið selt eftir fjárdráttinn - fyrrum forstjóri hefur lagt fram bótakröfu á hendur konunni Kona sem gegndi starfi skrif- stofustjóra fataverksmiöunnar Max lif. í Skeifunni í Reykjavík hefur verið ákærð fyrir tæplega 8,7 milljóna króna fjárdrátt í starfi sínu. Um er að ræða tímabilið frá 1990 fram í október 1995. Konan hefur viðurkennt að verulegu leyti þann fjárdrátt sem henni er gefinn að sök. í október 1995 komu fram upp- lýsingar sem leiddu til þess að grunur vaknaði um að konan hefði dregið sér verulegar fjár- hæðir. Hún var nánast strax kærð til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknin leiddi í ljós að kon- an hafði dregið sér fé úr sjóðum fyrirtækisins á undangengnum ámm. Þannig hafði hún tekiö fjár- muni sem höfðu verið innheimtir hjá viöskiptavinum fyrirtækisins og síðan nýtt sér þá í eigin þágu. Fjárdrátturinn átti sér stað jafht og þétt. Áður en yfir lauk var talið að tugir þúsunda og upp í einhver hundmð þúsunda króna í hvert skipti væm orðin að hátt í milljónatug á fimm ára tímabili. Konan hefur sagt að ástæða fjár- dráttarins væri sá að fjármál hennar hefðu verið í kreppu. Fyrmm forstjóri Max hf. sagði fyrir dómi að fjárdráttur konunn- ar hefði haft það vemlegt fjár- hagslegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið að hann hefði að miklu leyti þess vegna orðið að selja fyr- irtækið. Hann hefúr lagt fram um 9 milljóna króna bótakröfu á hendur konunni. Max hf. hefur nú verið sameinað öðm fyrirtæki. Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands keypti um síðustu áramót Max hf. en Sjóklæðagerðin hf. keypti síðan 51,9 prósenta hluta í Max hf. í málarekstrinum hefur verið einhver ágreiningur um tölur og fjárhæðir. Konan hefur haldið því fram að fjárdráttur hennar nemi ekki eins hárri upphæð og ákært er fýrir. Konan hefúr engu að síð- ur viðurkennt ásetning sinn um að draga sér fé frá fyrirtækinu og að hafa gert það itrekað og reglu- lega. Héraðsdómur Reykjavíkur mun kveða upp refsidóm í málinu á næstunni. -Ótt Seglagerðin Ægir hefur hannað sérstakan hólk sem hugsaður er til þess að gleypa reyk frá reykingamönnum. Við hann er tengd vifta sem sogar ólottið út. Með þessu losna t.d. börnin við reykinn og Jón Arnar Barðdal virðist nokk- uö sáttur við aö vera laus við óloftið. Enn hefur ekkert verið selt en það mun verða reynt. DV-mynd Hiimar Þór Áhyggjur vegna Smá- þjóðaleika Eftir allan hamaganginn í Ólympíunefnd íslands á dögunum þar sem Júlíus Hafstein var felld- ur úr stóli formanns á aðsilfundi Óí eru menn innan íþróttahreyf- ingarinnar áhyggjufullir um hvernig fer með Smáþjóðaleikana sem halda á hér á landi 3.-7. júni sumar í ljósi þess að Júlíus er hættum störfum í undirbúnings- nefnd leikanna og tveir aðrir nefndarmenn einnig. Þá er það ekki til að bæta ástandið að þrír lykilmenn úr nýrri stjórn Óí eru í fríum erlendis, formaður, varafor- maður og ritari. „Atburðir síðustu daga hafa sett strik í reikninginn. Þetta var ekki eins undirbúið og menn héldu. Ég get ekki tekið undir það að Smá- þjóðaleikarnir séu í hættu en óneitanlega mun undirbúnings- vinnan tefiast. Það þarf að stokka upp á nýtt þar sem Júlíus er hætt- ur en ég hef trú á að við komum lagi á hlutina. Þessi frí okkar þriggja úr stjórninni voru löngu ákveðin. Við sáum ekki fyrir þessi átök sem átt hafa sér stað,“ sagði Ari Bergmann Einarsson, ritari Óí, við DV í morgun. -GH L O K I Veðrið á morgun: Víða snjó- koma eða slydda Á morgun verður suðaustan- og austankaldi eða stinnings- kaldi og víða snjókoma eða slydda með köflum. Veðriö í dag er á bls. 36 Almera .ú Ingvar rm Helgason hf. - Sœvarhöfða2 sími 525 8000 Jk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.